Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 8
8 tza V í SIR . Þriðjudagur 21. september 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson RAtstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Augiýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert G.uSmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Sigur Ludvig Erhards K osningaúrslitm í Vestur Þýzkalandi reyndust mik- iil sigur fyrir kanslara landsins, Ludvig Erhard, og stefnu hans. Flokkur hans bætti bæði við sig atkvæð- mn og vann nýtt þingsæti. Sigurinn færði honum þð ekki hreinan meirihluta á þingi landsins, fremur en síðasterkosið var, en tryggir þó áframhaldandi stjóm kristilegra demokrata í samvinnu við flokk frjálsra demokrata. Úrslitin tryggja líka áframhaldandi völd Erhards, ekki aðeins á þingi landsins, heldur einnig innan síns eigin flokks. Síðustu mánuðina hefur hópur þingmanna, með formann flokks- ins Adenauer og Strauss í fararbroddi, gagnrýnt stjóm Erhards, einkum á sviði utanríkismála. Ef flokkurinn hefði tapað atkvæðum og misst meirihluta aðstöðu sína er líklegast að sá armur hefði orðið yfir- sterkari og Erhard verið komið úr forystu flokksins. Nú dregur hins vegar ekki til þeirra atburða, og frama vegur Franz Josef Strauss í þýzkum stjómmálum virðist því ekki greiðfær næstu árin. Munu margir frjálslyndari menn landsins fagna því. JTlokkur jafnaðarmanna bætti einnig við sig nokkru atkvæðamagni, en þrátt fyrir það eru úrslitin ósigur fyrir flokkinn og þó sér í lagi fyrir formann hans og kanslaraefni, Willy Brandt. í fyrsta sinn frá styrjald- arlokum voru taldar góðar horfur á sigri jafnaðar- manna og þáttaskilum í æðstu stjóm landsins. Þeir draumar jafnaðarmanna rættust ekki. Þýzkir kjós- endur sýndu meiri varúð og meiri íhaldssemi en foringjar flokbsins hugðu. Þeir kusu ekki að hætta sér út í ævintýri með nýjum mönnum við stjórnvölinn og tóku undir kjörorð Erhards* „Engar tilraunir", þegar á hólminn var komið. Sú niðurstaða mun að öllum líkindum valda því að Willy Brandt verður ekki lengur kanslaraefni flokksins og varla mikið lengur formaður hans. í ljós hefur komið að þótt hann sé hinn ágætasti borgarstjóri Vestur-Berlínar nýtur hann ekki þess trausts í landinu sem við var búizt og hefur ekki megnað að kveikja þann eldmóð sem til sigurs dugði. I einni og sömu vikunni hafa þjóðir Noregs og Vestur Þýzkalands kosið að fela mönnum einstaklingsfram- taksins forsjá mála sinna. Það mat byggist á reynslu liðinna ára. Sú mikla velmegun, sem nú ríkir í flestum löndum álfunnar stafar fyrst og fremst af því að afli einstaklingsins hefur verið beitt fyrir vagn al- mennings. Þjóðir álfunnar skilja að aukning fram- leiðslunnar og verðmætasköpunarinnar í þjóðfélag- inu verður greiðust í skjóli frelsisins á sem flestum sviðum athafnálífsins. Höft og hömlur ofskipulagn- ingar og ríkisafskipta eru hins vegar dragbítur fram- faranna. Það er athyglisverður sannleikur sem endur- speglast í úrslitum þingkosninganna í þessum tveim- ur ágætu lýðræðisríkjum. Kennsla í Verzlunarskólanum hófst nýlega. Fréttam. Vísls leit inn í tíma í 2. bekk, sem var í bókfærslu hjá Þorsteini Magnússynl. Stúlkur voru í greinilegum meirihluta i bekknum, á aldrinum 15 til 16 ára. KENNSLA HAFIN í VERZLUNARSKÓLANUM / Verzlunarskóli Islands var settur, deild. Árið 1926 lengdist námið við hátíðlega athöfn i samkomusal skólans s.l. fimmtudag. Skólastjóri minntist í upphafi Sigríðar Ámadóttur skriftarkenn- ara, sem lézt í sumar. Hafði hún kennt samfleytt í 40 ár við skól- ann, frá 1909 til 1949. Bað hann viðstadda að rísa úr sætum i ýircj- .ingarskyni við hina látnu lconii. ' Síðan lét skólastjóri þessi getið \)að á þessu ári ætti Verzlunarskóli ’íslands 60 ára afmæli. Kennsju- (starf við skólann hófst 12. okt. 1905. Af því tilefni rakti skóla- Jstjóri sögu Verzlunarskólans í stór i Brautskráðust fyrstu stúdentar frá um dráttum. Hann var fyrst 2ja ára ' Verzlunarskóla íslands vorið 1945. skóli, er skiptist í efri eg neðri Síðan vék skólastjóri að skóla- um 1 vetur, þannig að hann var þá orðinn 3ja ára skóli, og 1935 var hann gerður að fjögurra ára skóla. Er viðskiptadeild var stofnuð við Háskóla íslands þótti einsætt að góðir nemendur úr Verzlunarskól- anum yrðu að fá þar aðstöðu til framhaldsnáms. Leiddi þessi þróun ftnk stofnunar lærdómsdeildar með réttindum til að brautskrá stúd- enta. Var reglugerð um stofnun lær- dómsdeildar gefin út 1942. Tók deildin til starfa haustið 1943. starfinu á vetri komanda. Skráðir nemendur eru nú fleiri en nokkru sinni fyrr, samtals 527 í 20 bekkj- ardeildum. Fimmti bekkur er nú i fyrsta sinn tvískiptur. Við skólann starfa nú samtals 30 kennarar auk skólastjóra. Fast- ráðnir kennarar eru nú, að skóla- stjóra meðtöldum 16. Skólanum hafa bætzt 2 nýir fastráðnir kenn- arar, Friðrik Sigfússon B. A., sem kennir ensku og Lýður Björnsson cand. mag. sem kennir landafræði og sögu. Að lokum ávarpaði skólastjóri nemendur með ræðu og ámaði þeim heilla á vetri komanda. Sending til norsks ráöherra og stofnun sjómannafélags Á þjóðhátíðardegi Norð- manna 17. maí sl. sendi Sigfús Elíasson dulspekingur, kirkju- og menntamálaráðherra Noregs, Herra Helge Sivertsen, eintak af nýútkomnu skáldverki, sem hann kallar „Öndvegissúlur Ing ólfs Amarsonar.“ Útgáfa þessi er í stóru broti 32 bls. og með táknrænni hlífð- arkápu, með merki þvf sem kall ast „Innspekilykill — Þrenn-'®’ ingartáknið" og stjömu yfir. Verkið er gefið út í tölusettum eintökum og í tvöfaldri talna- röð, önnur fyrir Noreg, hin fyrir Island. Er Sivertsen, kirkju- og menntamálaráðherra hafði með tekið þessa sendingu svaraði hann með þakkarskeyti til höf- undarins. Það er tekið fram í þessu sambandi, að höfundurinn hafi gefið handritið og alla vinnu leggur hann til við prófarkalest- ur og útbreiðslu verksins hér á landi og annars staðar. Að lokum skal svo skýrt frá því, að hinn 14. marz. sl. átti Sigfús Elíasson frumkvæði að því að stofna nýtt sjómannafé- lag hér á landi sem kallast Sjó. mannafélagið „Leiðarstjaman“ Er það alger nýjung við þetta fé lag, að það mun starfa ein- göngu á andlegum grunni. Sigfús Elíasson Lélegasta íslands- síldveiði Norðmanna Formaður félags norskra síld- veiðimanna á íslandsmiðum, Sören Vermundsen í Stafangri skýrir frá því í gær, að síldveiðarnar á Is- landsmiðum hefðu í sumar verið einhverjar þær lökustu sem Norð- menn myndu eftir. Heildarveiðin af bræðslusíld er aðeins 140 þús. hektólítrar á móti nærri 900 þús. hl. í fyrra. Reknetaveiðarnar hafa heldur ekki gengið vel, heildarafl- inn til söltunar þar er aðeins um 30 þúsund tunnur, þó 6 — 7 bátar hafi verið að veiðum þar. Svo slæm hefurr síldveiðin við ísland ekki verið 1 manna minnum. Það er þó ekki aðeins lítil síld á miðunum við ísJand sem veldur þessu, heldur einnig hitt að síld veiði hefur vepið mjög góð bæði £ Norðursjó og við Norður Noreg, svo að margir bátar hafa fremur kosið að hverfa til veiða þangað. HSB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.