Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 4

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 4
V í SIR . Þriðjudagur 21. september 1965. Siðferðisþroski og siðmenning jpétur Sigurðsson regluboði og ritstjóri Einingarinnar hefur sent Vísi eftirfarandi grein þar sem hann ræðir siðvæðingarefni. Stíflum sorarennslið frá út- varpinu (BBC) og snúum við siðferðishrapinu. TTndir þessari fyrirsögn var prentuð ræða, sem enski rithöfundurinn, Peter Howard, flutti f Lóndon nokkru áður en Kennedy forseti Bandaríkjanna féll frá. Hann vék þá fyrst að sáttmála forsætisráðherranna tveggja, Bandarikjanna og Rússlands, og segir, að hann hafi „snortið hjarta mannkvnsins" en meira þurfi þó til en sátt- mála um að útiloka atóm- sprengjutilraunir. „Heppnist sáttmálinn", segir þar, „bíður okkar ný siðmenning. Þessi tvö stórveld.i veita þá heiminum forustu". Ræðumaðurinn held- ur svo áfram: „Bretar verða þá að ráða við sig, hvort þeir vilja leggja lið mótun hins nýja samfélags manna eða standa álengdar, fylla vasa sína, minnka í áliti niður úr öllu valdi, og vænta hins bezta, Án siðferðisþroska mun frels- ið hverfa frá mannanna böm- um. Egi frelsi að halda velli, verður Guð að stjóma ráða- gerðum manna. Hið nýja sið- leysi. Hin nýja guðfræði, nýir félagshættir aðeins hið foma Sódómu og Gómorru líf. Hin nýja Bingódýrkun kemur i stað Baalsdýrkun fyrri alda. LÍTILMENNI HAFA DREGIÐ OSS DJÚPT NIÐUR. Engin þjóð, sem mannkyns- sagan getur, hefur risið hærra okkar eigin þjóð, en engrar stórþjóðar sæmd hafa lítilmenni dregið jafnskyndilega og djúpt niður. Þjóðinni, sem beygði Hitler og hefur öldum saman verið vörn lftilmagnans, en ógn harðstjóranna, gætu nútíðar- menn eins og Wassallas, Pro- fumos og Rachman hrundið í glötun. Við stöndum andspænis skap- gerðar- og siðferðisbilun, sem rúið getur okkur sem þjóð öll- um okkar virðuleik og dyggð- um. Þessi öld krefst skapgerð- arstórmenna. Hér bjargar ekk- ert samningamakk né ráðaleys- isfálm. Það er setið á svikráðum við völd okkar og erfðir. I sigti er þar jafnt konungsvaldið, kirkja, rfkisstjóm og Iöggjafarþing, þessar traustu stofnanir feðra vorra. Hver af stofnunum þess- um mun taka forustuna og búa þjóðina til varnar, snúast við- eigandi gegn hættunni og leggja á ný traustan grundvöll andlegs lffs þjóðarinnar og sið- ferðis? Þori enginn að ráðast f þetta, þá hljótum við að dæm- ast til að heyra hark og hlakk framandi ásælni innan garðs högg siðmenningar okkar. Verið viss, að þeir sem nú hilma yfir með spillingunni og biðja henni vægðar, eru miklu hættulegri en málsvarar Hitlers áður fyrr. Margir þeirra, sem þá stóðu vel á verði, em nú fremstir í að blinda þjóðina. Konungsfjölskyldan nýtur vissulega sérstakrar hollustu og áster þjóðarinnar. Fordæmi hennar gseti áorkað meiru en milljónir áminninga. Hún verð ur að forðast að eiga nokkurt samneyti við menn, sem temja sér spilltar lifnaðarvenjur. Ef ráðgjafar hennar bregðast því, að segja henni sannleikann um þá menn, sem notfæra sér vin áttu á hæstu stöðum til þess að breiða yfir makk við spilling- una, þar hún að fá sér nýja, ráð holla leiðbeinendur í þessum efn um. Konungsfjölskyldan verður að gera öllum lýð það ljóst, að hún vilji ekki sinna neinni þeirri leiksýningu né almennum samkvæmum, þar sem Guð er smáður, en siðleysinu þjónað. Kirkjan verður enn á ný að lifa og starfa fólkinu til heilla. Það er hræðilegt umburðar- lyndi, sem þolir andkristinn æp andi innangarðs. Allt klerklegt kossaflens við ókristilegar stefn ur verður að þurrkast út. Ríkisstjórn, og þeir sem ætla sér að mynda ríkisstjórn kom- andi daga, verða að lýsa því hik laust yfir, að þeir ætli ekki að hefja til valda þá menn, sem þjóna siðleysinu i einkalífi sínu. ganga. að öll ungmenni hneigist að siðleysi, en oft er sannleik- urinn sá að eldri kynslóðin unir vel óþverranum og afsakar sig með þeim ósannindum, að nútíma ungmenni krefjist af þeim þess háttar lífernis og uni sér þá betur heima, líkt og lúsin í óhreinindunum. METNIR SEM ÚRKAST. Milljónir manna erlendis líta á brezku þjóðina sem úrkast og hégóma Frásagnirnar og upptaln ingin á hinum furðulega og ó- geðslega lifnaði, sem þrífst í þjóðfélaginu .hefur vakið hryll ing í sál okkar allra. Vissu- lega er hér völ á mönnum, sem lausir eru við hórdóm, sviksemi, siðleysi og drykkjuslark, til þess að - stjórna okkur, og stjórna vel. Við verðum að horfast í augu við sannleikann. Sökina á þessu á ekki fremur einn flokkur en annar, og sökin er ekki vel- gengninnar heldur, þótt menn, sem keppa að auðsöfnun en af- rækja heiðarleik og heilbrigt sið ferði, sem segja skal til um umflýjanleg og að það sé hlut skipti vestrænnar stjórnvizku að sjá til þess, að þetta geti haft sinn gang, án þess að til atómvopnastyrjaldar komi. Þeir segia að kommúnisminn muni hafa hreinsandi áhrif á kirkju og trúarlíf, og endurvekja hug rekki og skapgerðarþroska fólksins. Menn, sem þannig mæla, skilja hvorki eðli komm únismans né h’ið viðeigandi svar við honum. Þetta gæti verið hin happa- sælasta stund þjóðfélagsins. Með heilbrigðu f'ölskyldulífi, grandvörum og af Guði leiddum stjórnarháttum, gæti þjóðin gert öllum þjóðum það ljóst, að við v’iljum ekki sætta okkur við samfélag, sem stiómast af efnishyggiu, hvort sem hún er austraen eða vestræn. Hjörtu manna í Bretlandi hungrar enn og þyrstir eftir sannleika Guðs. Milljónir manna karla og kvenna, við vinnu sína eða heimafyrir, hljóðir og hugs and’i, næstum íýndir í svelg nútímahringiðunnar, munu fagna öruggri forustu manna, — Eftir Pétur Sigurðsson ritstjóra Þjóðin verður að fá að vita, að þeir, sem njóta vilja þeirra for réttinda að vera leiðtogar, séu fúsir til að greiða það gjald, að lifa hreinu og heiðarlegu lífi. Þeir menn, sem á þessum alr vörutímum mannkynssögunnar, eru ófúsir til að greiða þetta gjald, verða að finna sér ein- hver önnur störf en f þjónustu opinberra mála. ZERMATT-SKÓLPRÆSI Löggjafarþingið (Parliament- ið) þarf að fjalla um hin sið- spillandi áhrif útvarpsins (BBC) Frá sumum dagskrárliðum út- varpsins streymir stundum inn í heimilin siðspillngarfrárennsli sem líkja má við bilaða skólp- ræsið í Zermatt. Þetta sýkir samfélagið. Það er lítt skiljan-. legt, hvemig menn, gæddir kristilegri samvizku, geta hald- að áfram forustustarfinu við út varpið. Að gera sér vændi að atvinnugrein má heita sakleysið sjálft til samanburðar við það útvarpsefni, sem ræktar sið- leysi heillar þjóðar. Þar er úa- varpað óþverra í umboði og und ir yfirskini menningar. (Þetta er einnig satt um óháða sjón- varpið). Það var mál til komið, að vandað fólk hverfi frá starfi við útvarpið og mótmæli þar með þvi, að haldið sé áfram að bera á borð fyrir alþjóð slíkan óþverra. Sumir áfellast blaðamennina. Þeim er stundum gefið að sök, að þeir láti að rödd samvizku sinnar. Þökkum Guði að til eru enn blaðamenn, er láta stjóm- ast af samvizkusemi. Fjarri fer því. að blöðin hafi hreinar hend ur varðandi hinn umrædda ó- þverra, en þakklátir megum við vera fyrir blöð eins og Express Newspapers, sem standa drengi lega gegn þeirri ólyfjan, sem ríkisútvarpið flytur f sumum út- varpsþáttum sínum. Hugsa sér þann óhroða, sem þannig er dyngt í æskulýðinn jafnt sem hina eldri! Og sú saga er látin hversu fara ber með velgengn- ina, geri sig að heimskingjum. Sökin er ekki heldur eingöngu manngarmsins né óláns kven- sniftarinnar. Sökin liggur hjá mönnum, konum og körlum, allra stétta og allra flokka, sem velgengnis hafa notið, en hafa árum saman, fyrst í laumi og síðar meira upphátt, afneitað því í breytni sinni, að nokkur munur sé á réttu og röngu. Háski nútímans er ekki sá, að dagarnir séu vondir, heldur hitt, að menn draga í efa að nokkuð sé til sem getur kallazt rétt eða rangt, nokkur algildur siðferðis- mælikvarði. í þjóðfélaginu hafa ávallt þrifizt meinsemdir, en það er fyrsta skipti í sögunni að utanaðkomandi menn, sem hata okkur, og geta örvað hnignun- ina til þess á sínum tfma að geta gert útaf við okkur, að þá skuli vænir menn á meðal vor halda því fram, að skilgreining- in illt og gott sé úr gildi fallin. Sú samfélagsheild, er saman- stendur af flokkum íhalds frjálslyndis og sósíalisma, hef- ur brugðizt okkur. Forréttinda- mennirnir hefðu átt að gerast hinar réttu fyrirmyndir í grand- varleik, en f stað þess hafa þeir jafnt f svefnherberginu, hótel- um, knæpum, klúbbum, Ie’ik- húsum og hjónaskilnaðarréttin um, haft forystuna f skriðufall inu niður brekkuna. Þetta er uppreisn gegn guði og siðferðis fráhvarf háttsettra manna af kyni hins bláa blóðs, og leiðir óhjákvæmilega út f Rachmans rauða helvfti. Hér er um að ræða þau óheilindi sem sbkkt hafa þjóðum niður í siðspillingu og sýna umburðarlyndi og vægð þvf, sem kynslóð fram af kyn- slóð hefur réttilega talið óþol- andi. NÚ GÆTI VERIÐ HAPPASÆL- ASTA STUNDIN Hver skal svo framtfð okkar verða? Einstöku stjórnmála- menn segja sín á milli, að heims yfirráð kommúnismans séu ó- sem gæddir eru sannfæringar- og viljaþreki, hvort sem hún kempr frá höil eða hreysi, frá hægri eða vinstri, frá íhalds- flokki eða verkalýðs. Þjóðin bíð ur eftir e’inhverjum nútíma Churchill, sem á friðartíma okri fyrir oss á sviði siðgæðis- mála hliðstæðu þess, sem hann afrekaði á styrjaldarárunum er hann biargaði skinni okkar. Siðferðilega endurhervædd gæti brezka þjóðin lagt báðum stórveldunum lið við lausn vandamála þeirra. Við getum veitt rétta svarið við hættu sundurþykkjunnar í h’eimi kommúnismans eins og Iíka við skaðsem’i flokkadráttar og félagslegra ranginda í þeim heimshluta, sem kommúnism- inn situr ekki að völdum, en fæðir af sér með þessu komm únisma. Andstæður nútímans eru þessar, að þjóðir, sem játa trú á Guð, en breyta eins og hann væri ekki t’il, og þjóðir, sem af neita guðstrúnni, en æskja sér nú þeirrar nýju manngerðar, sem Guð einn getur skap- að, óska sér þeirrar forustu, sem brezka þjóðin, búin sínum sönnu erfðav»njum, gæti látið í té. Enn einu sinn’i þurfum við að ’ víkka sjóndeildarhringinn. Þessi þjóð, sem á tuttugustu öldinni bar út um heimsálfur erfðavenj ur mannúðar, réttlætis og heið arleika, verður að taka að sér það hlutverk. getur gert það og ég hygg að muni gera það ,að umskapa nútímaheim’inn í þá veröld sem einn viðurkennir Guð sem stjórnanda í viðfangs efnum manna.“ Hér lýkur þessu orðhvassa og andríka spjalli rithöfundar- ins, sem vissulega má teljast til siðbótarmanna brezku þjóð- ar’innar. Eins og hjá öðrum þjóð um, hefur þar oft verið alvar- legt ástand varðandi andlega menningu og siðferði þjóðarinn ar, einnig stjórnmál, en þessi þjóð hefur verið svo gæfusöm að fæða jafnan af sér mikla menn ,sanna siðbótarmenn og hæfa le’iðtoga. Það hefur bjarg- að, og svo mun fara enn. Hér við má bæta því, að í sfð- gæðismálum eru Bretar nú um stundir engin undantekning. Aðrar þjóðir eru engir englar, og við íslendingar ekk’i heldur. Hver verður hæð okkar, ef við mælum okkur við hina full- komnu siðferðismælikvarða kristindóms og guðstrúar? Þetta ættum við að athuga og fylla svo flokk þeirra marma, sem Vilja, ekki aðeins í orði, heldur og í verki, umskapa heiminn til samræmis fegurstu hugsiónum mannkynsins. Viðvíkjandi hinum hörðu orð um, sem Peter Howard fer hér um brezka ríkisútvarpið, skal hér minnt á orð, sem dagskrár- stjóri fslenzka ríkisútvarpsins sagði við undirritaðan fyrir nokkru. Þau voru þessi: Útvarp ið á að vera kurteist. Það á að miðast við gott heimlli". Þetta er göfugmannlega mælt og hin sannasta og bezta krafa, sem sett hefur verið fram varðandi þetta furðulega þjónustutæki al mennings. Breytum samkvæmt þessu. Pétur Sigurðsson. Maður óskast Óskum eftir að ráða duglegan mann til starfa strax. Nánari upplýsingar gefur verkstjórinn. SMURSTÖÐ SÍS Hringbraut 119 . Sími 17080 Brauðskólanum Langholtsvegi 126 Köld borð — Smurt brauð brauðtertur Snittur — BRAUÐSKÁLINN Sími 37940 og 36066.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.