Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 21.09.1965, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 21. september 1965, Gimnfríðar TTm daginn átti ég leið um Freyjugötima og kora þá til hugar að líta inn til gam- allar vinkonu minnar, Gunn- friðar Jónsdóttur myndhöggv- ara. Tók hún mér tveim hönd- um og fórum við að rabba saman um heima og geima, en þar kom, að talið snerist eink- um um Gunnfríði sjálfa og ævi hennar. Gunnfríður Jónsdóttir er um margt sérstæð kona. Hún er gædd miklum viljakrafti og at- orku og hefur barizt af dæma- fáum hetjuskap við furðumikla erfiðleika svo til alla sína löngu ævi. Og enn stendur hún í or- ustu, orðin hálfáttræð. Á bamsaldri veiktist hún, lá á sjúkrahúsi um hríð og var heilsuveil í langan tíma. Þá þegar fór listgáfan, sem hún hafði hlotið í vöggugjöf, að gera vart við sig. Allt, sem hún snerti á, lék i höndunum á henni, enda miklir hagleiks- menn í ætt hennar. Aðeins 18 ára var hún eftirsótt í sínu byggðarlagi, ef leysa þurfti af hendi vandasaman saumaskap. Hún brauzt í gegnum Kvenna- skólann og hlaut mest lof allra nemanda fyrir prófverkefnið í fatasaumi. Og næstu ár vann hún af miklu kappi, ef vera mætti, að hún gæti safnað sam- an nokkrum aurum til utanfar- ar. Því hinn mikli heimur seiddi hana til sín, hann skyldi hún skoða, og ekki skyldi hún nema staðar fyrr en í Aþenu og' Róm. Á þeim dögum þýddi lítið að hugsa um opinbera styrki, ef menn hugðu á slíka leiðangra I því skyni að mennta sig eða auðga anda sinn. Ég tala nú ekki um, ef stúlka átti I hlut. Fyrir stúlku var hyggilegast að láta sem minnst á svona fyrir- ætlunum bera, ef hún vildi telj- ast með öllum mjalla. Það var því ekki fyrr en 1919, að Gunnfríður komst út fyrir pollinn, til Kaupmannahafnar. Þá hafði hún varla séð högg- mynd. Rétt eftir komuna til Kaupmannahafnar sér hún myndina eftir Rodin „Borgaram ir frá Calais“. Hún verður svo hrifin, að hún gleymir sér. Þeg- ar hún rankar við sér er hún orðin áttavillt og ratar ekki heim. Alla ævi man hún þessa stimd. Næstu ár dvelst hún ytra, í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi og vinnur fyrir sér. Og enn er hún eftirsótt vegna lagni handa sinna og hugkvæmni við sauma- skap. Beztu heimili standa henni opin, athyglisgáfan er næm, hún tekur vel eftir öllu, sem fyrir augun ber og lærir mikið. Svo fer hún heim til íslands, en staðnæmist þar aðeins skamma stund. Að vörmu spori fer hún aftur út fyrir pollinn og dvelur enn í Stokkhólmi. En nú er förinni heitið lengra. í Stokkhólmi tekur hún upp fyrri háttu, vinnur fyrir sér með alls konar saumi, oft á myndar- heimilum. Hún kynnist mennta- mönnum og listamönnum. At- hygglisgáfan er söm við sig, augu og eyru opin, hún drekk- ur í sig orðræður alls konar menntamanna. Hún situr inni á heimilum embættismanna, hún kemst í kunningsskap við Sparre greifa, alltaf er eitthvað nýtt að bera fyrir augu og eitt- hvað nýtt, sem hún heyrir. Þetta er hennar skóli. Andi hennar þroskast, þekking henn- sem þurfti að greiða fyrir hon- um hér heima. — Svo var það 1937, að Gunnfríður heimsótti hann í Herdísarvfk. Þá sá hún Strandakirkju álengdar af Sel- vogsheiði. Þama stóð hún f fjarska þessi litla, ríka en ves- aldarlega kirkja, sem hvert mannsbam á landinu kannaðist við. Hún virtist hafa dagað uppi þama í auðninni, einstæðings- leg eins og gamalmenni, sem allir hafa hlaupið frá. Þá varð til hugmyndin um hðggmyndina LANDSÝN, sem Gunnfríður sið- ar meir staðsetti sjálf og vann við að setja upp við Stranda- kirkju. 1931 lauk Gunnfríður fyrstu höggmynd sinni, þá 41 árs. Þessi stytta var gullfallegt Eftir EIRIK SIGURBERGSSON drengshöfuð, er hún mótaði eftir lifandi fyrirmynd. Þetta afrek Gunnfríðar þótti með ólíkindum. Menn trúðu ekki sínum eigin augum. Gunn- fríður, sem aldrei hafði verið í neinum listskóla. Hvemig gat þessu vikið við? Menn athuguðu það ekki, að raúnverulega hafði Gunnfríður verið f listskóla árum saman og numið að ýmsu leyti eins mikið ug sumir, sem innritazt hafa f slíkar stofnanir og fylgzt þar með kennslu. Að vísu hafði hún lftið æft sig í að móta. En hin meðfædda handlagni hennar, sem hún hafði þjálfað við ýmis vandasöm verkefni allt frá því að hún var Htil telpa á sjúkra- húsinu, varð tfl þess, að leirinn lék í höndum hennar eins og saumið fyrrum, því í það lagði hún jafnan nokkuð af sjálfri sér, enda þótti mörgum það bera vott um handbrögð listamanns. En menn athuguðu þetta ekki. Og þegar það kvisaðist, að Gunnfríður var ákveðin í að halda áfram á listabrautinni gerðu menn hróp og sögðu: „Hvað meinar manneskjan, og komin yfir fertugt?“ Það er að vísu illt, að Gunn-N fríður hafði ekki tækifæri að byrja fyrr á listabrautinni. Þó eru þess dæmi, að fullorðið fólk hefur náð langt á þeirri braut, ef efniviður hefur verið góður. Reynsla, yfirsýn og þroski hefur því orðið notadrjúgt. Or þeirra hópi má nefna einn, sem allir þekkja hér á landi og lengst hefur náð. Það er Jesúíta-prest- urinn séra Jón Sveinsson, að öðru nafni Nonni. Einhvern tíma hef ég heyrt, að hann hafi verið 54 ára, er fyrsta verk hans birtist. Sannleikurinn er sá, að ar eykst. Og alltaf þegar hún getur við komið, fer hún á lista- söfn og listsýningar. Hún fer til Þýzkalands og Frakklands. París verður heimili hennar um þriggja ára skeið. Og draumur- inn rætist, hún kemst til Aþenu og Róm. Þetta er landnámskonan, sem um getur í greininni. erfitt mun vera að ákveða ald- urstakmark þeirra, er listsköpun stunda. Þar kemur ótal margt til greina, sem enginn hefur hugmynd um, varla einu sinni listamaðurinn sjálfur. Sumir eru bráðþroska og hafa lokið ævi- starfi um það leyti og jafnaldrar þeirra eru að byrja. Aðrir hafa alls ekki aðstæður til að fram- leiða neitt og deyja áður en þeir senda nokkuð frá sér. Sumir eru hikandi og þekkja ekki sjálfa sig né hvað í þeim býr. hún tekið þátt í ýmsum listsýn- ingum á Norðurlöndum og hlot- ið viðurkenningu, þar á meðal eins frægasta höggmyndara Evr ópu, Finnans Waino Aaltonen. Margar myndir Gunnfríðar eru þjóðkunnar, svo sem Land- sýn (hjá Strandakirkju), Dreym andi drengur, Á heimleið, Guð- mundur góði, Síldarstúlkur sem nú eru nýsteyptar í stærra form, o.fl. Ég virði fyrir mér Landnámskonuna, hina glæsi- legustu mynd. Þegar Gunnfríð- ur gerði hana, mun hún ekki hafa haft í huga Hallv. Fróða- dóttur né aðra ísl. landnáms- konu sérstaklega. Þetta er land- námskona f víðtækari merkingu enda jafnvel með grískum blæ. Hún gæti táknað landnámskonu í heimi listanna, f heimi ís- lenzkra höggmynda, Gunnfríði sjálfa... x Gunnfríður Jónsdóttir. 4"'1 unnfríður Jónsdóttir þekkti sjálfa sig. Hún var örugg og ákveðin. Hún skyldi áfram á listabrautinni, hverju sem taut- aði og raulaði. Og áfram hélt hún hvað sem hver sagði, yfir alls konar torfærur, sem fæstum hefði dottið í hug að leggja út f. Hún gengur svo fram af sér, að hún leggst í rúmið fárveik. En hún brýzt á fætur og heldur áfram sleitu- laust. Cg ýmsa sigra vinnur hún, sem styrkja hana í barátt- unni. Hún er fyrsta íslenzka konan, sem tekur þátt í Iist- sýningu í Stokkhólmi og fékk þá lofsamlega dóma. Síðan hefur Cvo liggur leiðin til Reykja- ° víkur eftir nær 10 ára dvöl erlendis, og þar dvelst á heim- ili hennar Einar Benediktsson, sem þá var á förum til Túnis. Þetta var haustið 1930. Hafði Gunnfríður kynnzt Einari og konu hans 10 árum áður, er þau hjónin bjuggu á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn. Þegar Einar kom úr Túnisferðinni 1932 dvaldist liann enn hjá Gunnfríði eitthvað um hálfan mánuð, var hann þá að flytjast til Herdísar- vikur. En meðan hann var í Túnis annaðist Gunnfrfður pen- ingasendingar til hans og annað, Eiríkur Sigurbergsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.