Vísir - 04.10.1965, Side 3
tAt KR er fslandsmeistarinn í knattspymu 1965. Það kostaði bæði svita
og tár að ná þessum titli og úrslitaleikurinn í gær gegn Akurnesingum verður
án efa lengi í minnum hafður. í Laugardal vom í gærdag í blíðskaparveðri
um 9600 áhorfendur og horfðu á leik liðanna, sem var hreinasta hrollvekja
frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Allflestir þessara áhorfenda komu til
að hylla Akranes. Aðdáendur KR voru greinilega í miklum minnihluta.
O Fyrirliði KR, Ellert Schram
tók við bikamum að leik lokn-
um af formanni KSÍ, Björgvin
Schram, föður sínum, og án efa
er þetta í fyrsta skiptið, sem
íslandsbikar er afhentur með
,,baulandi“ lýð sem bakgrunn-
inn. Ruddist fólk inn á völlinn
að leik loknum og varð ekki
þokað burt þrátt fyrir áskor-
anir þess efnis í gegnum hátal-
arakerfi vallarins. Var hávaðinn
slíkur að ekki heyrðist orð af
þvf sem Björgvin Schram sagði.
Það var síður en svo „sætur“
sigur fyrir KR að vinna Akranes
2:1 í gærdag. Akumesingar áttu
fullt eins skilið að fara með sigur
af hólmi að mínum dómi, og eins
var það leitt að Akumesingar
misstu tvo sína beztu sóknarmenn
út af í seinni hálfleik, þegar um
8—10 mínútur voru eftir. Það
vom þeir Eyleifur og Ríkharður,
sem báðir yfirgáfu völlinn, og er
vikið að því nánar annars staðar
hér á síðunni.
Leikurinn var afar spennandi
þegar í byrjun. Skúli Hákonarson
ógnaði marki KR á 9. mínútu og
á 10. mínútu var enn hætta við
KR-markið.
ÞRETTÁNDA MÍNÚTAN var
sannkölluð „óhappa“-mínúta
fyrir Akranesliðið. Þá hrökk
boltinn til Einars ísfeld, hægri'
innherja KR í mjög góðu færi og
skoraði hann 1:0. Hvar var
Kristinn Gunnlaugsson? Hann
var víðs fjarri, hafði yfirgefið
stöðu sína andartak, en enginn
gætt hennar í staðinn.
Bæði liðin sóttu eftir þetta og
ógnuðu, en á 21. mínútu skoraði
Akranes sitt mark. Það skoraði
Skúli Hákonarson, v. innherji.
Kristinn, revndi að koma bolt-
anum af hættusvæðinu með
Islandsmeistarar KR: Fremri röð frá vinstri: Bjami Felixson ,Þor-
geir Guðmundsson, Sveinn Jónsson, Eiiert Schram, Kristinn Jóns-
son, Einar ísfeid, Baldvin Baldvinsson. Aftari röð frá vinstri: Guð-
bjöm Jónsson, þjálfari, Gunnar Felixson, Hreiðar Ársælsson, Heimir
Guðjónsson, Guðmundur Haraldsson,. Hörður Felixson og Ársæll
Kjartansson.
skalla, en mistókst og fór bolt-
inn til Skúla, sem notfærði sér
tækifærið mjög skemmtilega og
skoraði örugglega af stuttu færi.
Á næstu mínútum ógnuðu þeir
Eyleifur og Skúli. Hörður Felixson
bjargaði í fyrra slrtptið til Heimis
en Heimir lokaði markinu fyrir
Skúla, sem var í þröngri stöðu á
ská við mark KR. Akurnesingar
vom aftur á móti heppnir á 26.
mín., þegar Helgi Dan. fór of langt
út úr markinu og skildi það eftir
opið, en Guðmundur Haraldsson
gaf fyrir. Þá fór skot Gunnars
Felixsonar í hliðametið.
Á 30. mín. einlék Eyleifur lag-
lega inn í vítateiginn og var að
komast f gott skotfæri, þegar
Bjarni Felixson setti fótinn í Ey-
leif og brá honum. Fyrir þetta var
dæmd vítaspyma eins og gefur að
skilja. Eyleifur framkvæmdi hana
sjálfur, en spyman heppnaðist illa,
boltinn fór vel utan hjá marki. Á
32. mín. skoraði Ríkharður með
slcalla úr fyrirgjöf frá hægri, en
þá var Skúli Hákonarson dæmdur
rangstæður. Undir lok hálfleiksins
áttu KR-ingar þrjú sæmileg tæki-
færi. Einar ísfeld skallaði fyrst
fram hjá, og síðan varð mikið þóf
,í vítateig Akraness sem var bjarg-
að og loks sýndi Baldvin lagleg
tilþrif fyrir marki, tók á lofti
bolta frá Gunnari Felixsyni og
skaut yfir Helga sem kom vaðandi
út, en boltinn fór rétt yfir markið.
Segja má að fyrri hálfleikurinn
hafi verið nokkuð jafn, en Akurnes-
ingar hefðu mátt hafa yfir með 2:1
og hefði ekki verið nema sann-
gjamt,
Seinni hálfleikur var ekki leikinn
af eins miklum hraða og sá fyrri
og greinilegt var að leikmenn voru
útkeyrðir. Harka og ólöglegar
hiindingar voru meira áberandi.
KR-ingar voru meira i vörn f seinni
SKRÍLSLÆTIVEGNA MEIÐSLA A
RÍKHARÐI 0G EYLEIFI í GÆR
Það olli geysilegum óróa í röð
um áhorfenda f Laugardal, þeg-
ar tveir leikmenn Akranessliðs-
ins voru bomir út af leikvelii
á sjúkrabörum svo til á sömu
mínútunni. Fyrst fór Eyleifur
Hafsteinsson eftir að hann hlaut
ljótt spark frá Bjama Felixsyni,
en stuttu seinna fór Ríkharður
og var meira meiddur eftir að
Sveinn Jónsson gerðist sekur
um gróft brot, kastaði sér á bak
ið á Ríkharði með jjeim afleið
ingum, að hann meiddist illa og
var í rannsókn á Borgarsjúkra-
húsinu langt fram eftir kvöldi f
gær. Var hann fluttur til Akra-
ness í sjúkrabifreið f gærkvöldi
og liggur f sjúkrahúsinu þar.
Hafði höggið, sem hann fékk,
lent á nýranu og getur slfkt
högg verið banvænt.
„Ég sló ekkl Rfkharð“, sagði
Sveinn Jónsson við blaðamann
Vfsis að leik loknum. Sveinn
var mjög Ieiður vegna þessa at
viks og naut ekki sem skyldl
gleði félaga sinna yfir unnum
sigri. „Ég lenti með öxlina á
honum, en sló hann aldrci eins
og einhverjir voru að væna mig
um áðan. Ég viðurkenni, að ég
leik fast, — en ég leik ekki ó-
löglega. Hins vegar kom einn
Akumeslngurinn, Skúli Hákon-
arson, aðvífandi og sló mig eftir
að við Rikharður lentum sam-
an“.
Dómarinn Hannes Þ. Sigurðs
son, bókaði Svein Jónsson eftir
þetta atvik ,en tók ekki eftir
höggi Skúla. „Hefði ég séð það,
hefði ég vikið honum umsvifa-
Iaust af leikvelli", sagði Hannes.
Eyleifur Hafsteinsson kom
ekki inn eftir meiðslin, sem
hann hlaut, en kom og var
með félögum sfnum við verð-
launaafhendinguna. „Bjarni Fel-
ixson lét fótinn vaða f mig,
— en það skrýtna var, að dóm-
arinn dæmdi ekkert á hann!“
Þegar Hannes Þ. Sigurðsson
hafði flautað af þessum sögu-
lega Ielk, þusti múgurinn inn á
leikvanginn. Ekki til að fagna
KR, heldur til að láta í ljós van-
þóknun sína á sigrinum.
Ræða Björgvins Schram heyrð
Ist aldrei fyrir öskmm þessa ó-
látalýðs og hann var neydd-
ur til að gera afhendingu bik-
arsins eins stutta og hægt var.
Húrrahróp fyrir KR varð heldur
lágkúrulegt og lýðurinn „baul-
aði“ f stað þess að taka undir.
Þegar KR-ingarnir gengu af
velli eftir myndatöku skyrpti
lýðurinn úr stúkunni á KR-ing
ana. Þetta voru mjög Ieiðinlegar
móttökur sem liðið fékk og leik
menn voru mjög sárir yfir
þessu.
„Það er talað um, að
þetta sé okkar heimavöllur“,
sagði Kristinn Jónsson, h. bak-
vörður í liði KR. „Við eigum
engan heimavöll. Hér voru ein-
ungis örfáir menn sem fögnuðu
okkur. Fólkið kom til að sjá
Akranes slgra, en þegar það
Framh. á bls. 6.
w:n
hálfleik og Akurnesingar sóttu.
Á 13. mín. sótti Matthías Hall-
grímsson upp að marki KR og var
að komast í skotfæri, en þá stöðv-
aði Bjarni Felixson hann með því
að renna sér fyrir hann og tókst
það f þetta sinn á löglegan hátt Á
16. mín. gaf Matthías laglega inn
fyrir á Eyleif, sem hljóp með send-
ingunni en tókst ekki að ná til
boltans.
BALDVIN BALDVINSSON
reyndist einu sinni enn maður-
inn sem bjargar móti fyrir KR.
Hann var síður en svo áberandi
í þessum leik, nema fyrir það að
hann var oft klaufalegur f við-
skiptum sfnum við boltann.
Hann fékk á 18. mínútu góða
sendingu frá Sveini Jónssyni
upp miðjan völlinn. Fjónr
varnarmenn hugðust stöðva
hann, en alla hljóp hann þá af
sér og skaut loks á vítateig fram
hjá Helga Daníelssyni í mark-
inu, 2:1!
Htir þetta sóttu Akurnesmg-
ar fast. Heimir bjargaði skoti
Skúla í hliðarnet. Matthías átti
hörkuskot, sem Heimir varði
fallega á 25. mín. Og þá varði
Heimir stórfallegt skot Rfkharð-
ar langt fýrir utan vftateig úti í
bláhorninu neðst. Heimir hafði
þá meiðzt nokkuð, en flaug
engu að sfður eins og köttur út
f homið og bjargaði á síðasta
andartaki.
Á 37. og 39. mfnútum voru
sjúkrabörumar f gangi. Fyrst
fór Evleifur, síðar fór Ríkharð-
ur. Þá var ekki mikið eftir af
liði Akraness og lítil von um að
jafna, enda þótt hinn sterki
ÁFRAM AKRANES-kór! magn-
aðist um allan helming. Síðasta
tilraunin var hörkuskot Matt-
híasar á 45. mín. Heimir stóð
framarlega og var ekki viðbú-
inn svo snöggu skoti, en tókst
Framh. bls. 4.