Vísir - 04.10.1965, Qupperneq 11
SÍÐAN
Hættulegur sníkj
fundinn í blóði manna
„Toxoplasma“ í blóði
mæðra um meðgöngutímann
getur valdið því að bamið
fæðist vangefið — jafnvel
blint. Sníkjusýkillinn er ein-
frumungur á stærð við rauðu
blóðkomin, dönsk semm-
stofnun hefur fundið öruggt
mótlyf, að sögn vísinda-
manna.
T heiminum úir allt og grúir af
örsmáum lífkveikjum, sem
menn þekktu að vísu til áður
en heimsstyrjöldin síðari brauzt
út, en veittu þeim ekki sérlega
athygii. í rauninni em ekki
nema fimmtán ár síðan vís'inda
menn tóku að gmna þessar líf-
kveikjur um græzku sem sjúk-
dómsvalda innan þröngra tak-
marka. Nú hafa víðtækar rann-
sóknir leitt í ljós, að þessi líf
kveikja er stórum mun útbreidd
ari en fyrst var búizt við.
Engin dýrategund með heitu
blóð'i er undanskilin heimsókn
hennar. í Danmörku þar sem
fæmstu læknavísindamenn og
lifkveikjufræðingar hafa að und
anförnu lagt fram mikilvægan
skerf til aukinnar þekkingar á
eðli og útbreiðslu þessa snikju
sýkils, er t.d. talið að þriðja
hver manneskja fullorð'in gangi
með hann í blóði sínu.
| ^ifkveikja þessi nefnist „toxo
plasma" og er örsmá prot-
ozoa eða einfrumungur, tvö
hundraðasti hluti úr mm að
stærð. Fæstir verða nokkurra
óþæginda varir, þegar sníkjusýk
illinn kemst í blóð þeirra, aðrir
dálítillar vanlíðunar. En toxo-
plasman getur Iíka valdið alvar
legum sjúkdómum, beinlínis eða
óbeinlínis.
Cníkjusýkill þessi fannst fyrst
á árunum 1905-‘06 í blóði
nagdýrs nokkurs af afrískum
uppruna, sem mjög hefur verið
notað í sambandi við allskonar
liffræðilegar tilraunir í rann-
sóknarstofum. Um svipað leyti
fannst hann í kanínum í Brazi-
líu. Eftir það var ekkert á hann
minnzt um alllangt skeið.
Ijað var ekki fyrr en árið
1939 sem hann komst
aftur á dagskrá. Þá komust
þrir kunnir bandarískir vís-
indamenn að raun um að
sníkjusýkillinn átti sök á því
að nokkur böm fæddust
blind eða með sjúkleika í
heila, sem olli að þau urðu
vangefin, því að myndazt
höfðu andefni í blóði þeirta
gegn honum.
'C’kki ber þó að skilja þetta
þannig, að toxoplasmað
sé hin eina orsök þess að börn
fæðast vangefin eða blind, en
dr. Sabin prófessor, sem frægur
er fyrir serum það, er hann
fann gegn lömunarveikinni, hef
Sendiferðir
Piltur eða stúlka óskast nú þegar hálfan eða
allan daginn.
LUDVIG STORR, Laugavegi 15
EINBÝLISHÚS
Höfum til sölu mjög gott og fallegt einbýlis-
hús í Akurgerði, sem er kjallari, hæð og ris.
1 risi eru 3 herb. og eldhús. Á 1. hæð eru 2
herb. og bað. í kjallara eru 2 herb. og geymsla.
Ræktuð lóð.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10. 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsimi 37272.
Veggfesting
Loftfesting
Mælum upp
Setjum upp
llndof9«»u 25
simi 13743
ur haldið rannsókn þremenning
anna áfram og sannað að oft
er það þessi sníkjusýkill sem á
sökina. Barnið sýkist fyrir það
að móðirin hefur tekið sýkil-
inn — yfirleitt án þess að verða
þess vör — svo skömmu áður
en meðgöngutím'inn hóst, að
hafj tekið sýk'ilinn nýverið, er
bólga í lymfukirtlum aftan á
hálsi, í handarkrika eða nára.
Þó er ekki öruggt, að þau ein-
kenni komj fram, en geri þau
það, geta þau haldizt í ár eða
jafnvel lengur, en hverfa svo
sjálfkrafa, þegar andefni hefur
Yfirlæknir Jorgen Chr. Siim
giiö tíuiíini
andefnið í blóði hennar var ekki
orðið nógu sterkt til að sigrast
á honum.
«
Tjá hefur rannsókn og leitt í
ljós, að sníkjusýkill þessi
eigi og tíðum sök á fósturláti,
og eru öll líkind'i til, að ef svo
væri ekki, mundu fæðast enn
fleiri böm vangefin eða blind
'af völdum hans. Helztu einkenni
þess að fullorðin manneskja
myndazt í blóðinu, nægilega
sterkt til að sigrast á sýklinum
Á sér oft stað að viðkomandi
óttast að um berkla eða jafnvel
krabbamein sé að ræða, en þeir
geta nú huggað sig við, að þessi
kvilli er t’iltölulega meinlaus
— nema þegar hann kemur
fram hjá þunguðum konum.
Tpn jafnvel þær þurfa ekki
að óttast þennan sníkju
sýkil framar. Danski visinda
maðurinn dr med. Jörgen
Chr. Slim, yfirlæknir við ser
umstofnun danska rfkisins og
forseti hinnar alþjóðlegu
nefndar, sem hefur umsjá með
toxoplasmarannsóknum, segir
virkt lyf gegn sýklinum þeg-
ar fundið. Er það blanda af
lyfi gegn mýraköldu og sulfa
lyfjum. Og innan skamms sé
þess að vænta að unnt verði
að framleiða öruggt serum
gegn toxoplasma.
V
JJvernig taka menn þennan
sníkjusýkil? Rannsóknir
virðast leiða í ljós, að hann ber
ist ekki frá manni til manns,
heldur úr dýrum í menn. Og
hann hefur ekki einungis fund
izt í blóði húsdýra, heldur og
villtra — jafnvel í blóði grinda
hvala, sem veiðzt hafa í Fær-
eyjum. Fólk getur viðhaft tak-
markaðar varúðarráðstafanir, til
dæmis að láta húsdýr ekki
sleikja bert hörund sitt. Eink
um ættu þungaðar konur að
forðast að koma nálægt þeim
Þá getur og stafað hætta af
hráum eggjum og meðhöhdlun
á hráu kjöti og eru húsmæður
því líklegri til að taka sníkýtsýk
ilinn en karlmenn. Hins vegar
lifir sýkillmn hvorki af suðu
né frystingú.
TJannsókninni á útbreiðslu,
eðli og afleiðingum toxo-
plasmans heldur áfram í vís-
indastofnunum víða um heim,
og eflaust á margt merkilegt
eftir að koma þar í Ijós. Al-
þjóða heilbrigðismálastofnunin
er nú aðili að þeirri vís’inda-
starfsemi, ásamt mörgum öðr-
um alþjóðlegum vísindastofnun
um.
Kári skrifar:
Tj’inn af íbúum Hamrahlíðar
hefur skrifað okkur bréf
um málefni sem fle’iri hafa gert
að umræðuefni í bréfum og
virðist vera nokkur ásteytingar-
steinn margra manna. Þessi íbúi
Hamrahlíðar segir svo frá að
árið 1962 hafi hann og fleiri
fengið þar lóð og byggt sér hús
Allir aðrir sem fengu lóð á þess
um tíma reistu hús sín að stutt-
um tima liðnum að einni undan-
tekningu þó. Á einni lóðinni
voru byggingaframkv. ekki
hafnar. Og enn, þremur árum
seinna, er þar ekkert hús risið!
Lóðin er í megnasta óstandi,
meðan aðrar lóðir hafa verið
settar í stand. 1 fyrra var plata
hússins steypt en síðan ekki
söguna meir.
Sár í landið
Bréfritarinn bendir á að þessi
vanhirta lóð sé eins og sár í
Iandið inni á millj húsanna og
spyr hvort engin takmörk séu
fyrir því hve langur tími megi
líða frá því mönnum er úthlut
að lóð og þar til þe’ir verði að
hafa byggt á henni. Alla vega
ættu ekki fleiri ár að líða i því
efni.
Fólkið og opinberar
skrifstofur
Þá hefur okkur borizt annað
bréf frá lesanda sem segir: Ég
hef oft velt því fyrir mér hvort
opinberar skrifstofur séu til fyr-
ir fólkið eða fólkið fyrir þær.
Að minnsta kostj gæti maður
oft haldið að hið síðarnefnda
væri rétt. Þær virðast ekki
gera miklar tilraunir til þess
að laga sig eftir þörfum og
aðstæðum borgaranna. Ég tek
sem dæmi Sjúkrasamlagið.
Þangað koma þúsundir manna á
dag erinda sinna. En hvernig
er afgreiðslutíma þessarar stofn
unar háttað? Hún lokar portum
sínum fyrir okkur kl. 4 e.h. Má
ég nú spyrja. Hvernig eigum
við sem vinnum til kl 4.30 eða 5
að koma fram erindum okkar
við þessa stofnun? Hvers
vegna getur hún ekki haft opið
til kl. 5 eins og fyrirtæki og
margar aðrar skrifstofur gera?
Mér er spurn.
Hér hafa bankarnir hagað sér
skynsamlegar. Þeir eru famir
að hafa opið til kl. 6 eða 7 á
kvöldin. En hvað á annars
svona afgreiðslutími, eins og
er hjá Sjúkrasamlaginu, að
þýða?
Ljúfir starfsmenn
Flugfélagsins
Þá hefur okkur borizt bréf
frá konu sem nýkomin er úr ut
anlandsferð. Hún segir: „Ég get
ekki látið hjá líða í þessu bréfi
að minnast á það hve afbragðs
góð fyrirgreiðsla starfsmanna
Flugfélagsins var bæði í Glas
gow og Kaupmannahöfn. Ég
þurfti mikil samskipti að hafa
við þá og á aðstoð að halda.
Þeir brugðust hvergi en stóðu
sig með miklum ágætum. Það
er mikils virði fyrir eitt at-
vinnufyrirtæki að hafa svo á-
gætt fólk í þjónustu sinni. Það
ber hróður íslands víða.
Og nákvæmlega hið sama get
ég sagt um flugfreyjurnar
mínar elskulegu. Þær voru elsku
legheitin sjálf við mig og aðra
farþega. Það var e’ins og maö
ur væri kominn heim til sin
að sitja í vélinni milli landa.“
Okkur er mikil ánægja að
birta þetta bréf, því oftar er
hitt að við fáum pistla sem inni
halda gagnrýni og athugasemd
ir um það sem betur mætti fara