Vísir - 11.10.1965, Blaðsíða 16

Vísir - 11.10.1965, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 11. október 1965 Háskólafyrir- Bestur í dag Prófessor Karl Gustav Ljung- green, prófessor við háskólann 1 Lundi, dvelst nú hér á landi í boði heimspekideildar Háskólans. Mun hann halda hér tvo fyrir- lestra. Sá fyrri er í dag kl. 5.30 og fjallar um efnið: Blótsyrði og stóryrði. Hinn síðari er á morgun á sama tíma og fjallar um efnið: Breytingar höfunda á textum, Báð ir fyrirlestramir verða haldnir í 1. kennslustofu Háskólans. Þeir verða haldnir á sænsku og er öll um heimill aðgangur. 110 þúsund mál og tn. um helginu Sfldarafiinn úti fyrir Austur- landi nam yfir 110.000 málum og tunnum undangengna 3 sól- arhringa. Minnstur meðalafli á skip var undangenginn sólar- hring, en í nótt er leið var tals verður kaldi á miðunum og varla veiðiveður, þó eitthvað skárra með morgninum. Mest af síldinni fékkst á sömu slóðum og áður, en nokkur skip fengu afla á nýjum slóðum aust ur af suðri frá Dalatanga og nær landi en áður. Á laugardag höfðu 54 skip til kynnt afla samtals 46.900 mál og tunnur, á sunnudagsmorgun tilkynntu 34 skip 29.300 og á mánudag fram til kl. hálf níu 56 skip samtals 34.700 tunnur. Framvegis miðast greinargerð um afla skipanna við tilkynning ar sem berast frá 9 að morgni til kl. 9 næsta dag. Síldartökuskip hafa flutt sfld- arafla til Krossaness og Hjalt- eyrar. Skátudugur í gær Hin almenni skátadagur var haldinn í gær og er það í fjórða skiptið sem hann er haldinn í byrjun starfsárs. Á þessum degi kynna skátamir starfsemi sína með ýmsu móti. Að þessu sinni söfnuðust skát ar saman á sex stöðum í bænum á einum stað í hverju hverfi, en á síðasta ári var skátadagsins minnzt sameiginlega við Meia- völlinn. Tjaldbúðum var komið fyrir á hverjum stað, við Sundlaug Vesturbæjar, Öldugötuskólann, öskjuhlíð, við Barnaskóla Aust- urbæjar, á Grensásvegi og á Tjaldstæði Reykjavíkurborgar: Þrátt fyrir dumbungsveður var þátttaka mjög góð af hálfu skátanna, en þeir hófu daginn með því að ganga fylktu liði um hverfi til messu. Tjaldbúða- sýningar hófust eftir hádegi og Framh á 6. síðu. Séð yfir tjaldbúðasýningu Hlíðarbúa á Öskjuhlíð. fíRNT SLASAÐIST ER EKIÐ VAR AFTAN Á LEIGUBIFREIB — Mjög margir ölvaðir ökumenn teknir um helgina Aðfaranótt s.l. varð harkalegur Bretí strýkur Háseti strauk af brezka togar- anum „Ross Fighter“, þegar hann var staddur með tvo veika menn á Akureyri nú um helgina. „Ross Fighter“ hét áður Anda- nesið og var eign Þórarins Olgeirs- sonar og Páls Aðalsteinssonar. Þegar mennirnir tveir höfðu fengið læknishjálp og skipið hafði tekið vistir og vatn og ætlaði að leggja úr höfn kl. 7.30 á sunnudagsmorg- unn, vantaði einn mann. Var þeg- ar hafin leit um bæinn og nágrenn- ið. Fljótt upp úr hádegi fréttist til strokumannsins, hafði hann þá sézt á Moldhaugnahálsinum við Framhald á bls. 6. ' - laugardags mótum Nóatúns og Rorgartúns, árekstur á ér ekið var á kyrrstæða leigu- bifreið, sém vár að bíða eftir farþegum. Er leigubifreiðin hafði numið staðar og farþegi var að stíga inn í hana var ekið .mjög karka- lega aftan á bifreiðina og hún skemmdist svo mjög, að fá varð kranabíl frá Vöku til að flytja hana brott af árekstursstað. Alls mun fernt hafa meiðzt®" í þessum árekstri, þ. á. m. öku- maður ieigubifreiðarinnar, Jón Guðmundsson, Grænuhlíð 22, ennfremur farþeginn, sem var að stíga inn í bifreiðina. Stúlka að nafni Hlíf Guðjónsdóttir, Hvassaleiti 42, hlaut taugaáfall og áverka á andliti. Fjórði aðil- inn, Gunnar Gunnarsson, skarst á enni. Ekkert þessara meiðsla var alvarlegs eðlis. Ekki var þess getið I bók- um lögreglunnar að þarna hefði verið ölvun að verki. Hins vegar bar mjög mikið á ölvun um helgina og m. a. voru ó- venju margir ölvaðir ökumenn teknir. Höfðu sumir þeirra lent í árekstrum og reynt að komast undan, en flestir munu þeir þó hafa náðst. Einn þessara drukknu öku- manna hafði um sexleytið ár- degis á laugardaginn ekið á kyrrstæða bifreið á Sóleyjar- götunni, en hélt að því búnu ferð sinni áfram. Ökumaðurinn varð þó fyrir því óhappi að skilja eftir hljóðfæri á árekst- ursstað og það mun hafa leitt til handtöku hans nokkru síðar. Báðar bifreiðirnar skemmdust. Um hádegisleytið sama dag barst lögreglunni tilkynning um drukkna menn í bifreið fyrir utan áfengisútsöluna á Laugar ásvegi 1, og meðal þeirra drukknu var ökumaðurinn. Áð- ur en lögreglan kom á staðinn höfðu mennirnir ekið bifreið- inni bak við áfengisútsöluna og skilið hana þar eftir. Þeir náð- ust seinna. Einn hinna ölvuðu ökuþóra ók bifreið sinni á Ijósastaur hjá Víðivöllum við Sundlauga- veg. Hann tók þá til fótanna, var eltur og náðist. Framh. á bls. 6. Forseti íslands í Austurríki Forseti íslands hefur síðustu forseta Italiu og nú fyrir helgi daga dvalizt á Italíu, í ferð sinni i gekk hann á fund Páls páfa VI f í Suðúr Evrópu. Sem fyrr hefur Vatikaninu. verið sagt frá er hér um að ræða einkaferð en með forsetanum eru þau hjón frú Vála og Gunnar Thor- oddsen ambassador. I síðustu viku var frá þvi skýrt að forseti hefði heimsótt Saragat Forseti mun nú halda ferðinni1 áfram, fara um Austurríki og Þýzkaland norður til Kaupmanna- hafnar en þangað er hann væntan- legur um 17. október og kemur heim seint í mánuðinum. Murgrislegt tómstundo- sturf æskufólks Kynningarsýning Æskulýðsráðs opin til kvölds FjöHi norgarbúa hefur þegar skoðað kynningarsýningu Æsku lýðsráðs Reykiavfkur i húsa- kynnum bess að Fríkirkjuvegi 11, en sýning þessi var opnuð síðdee’s á laugorrtpn og verður opin til klukkan 22 i kvöld. I sambandi við þessa sýningu hefur Æskulýðsráð látið prenta bækling, þar sem sagt er frá félagslífinu i vetur og öll félög og starfsemi æskufólks kynnt. Rit þetta nefnist „Unga Reykja vík“, og er því dreift meðal sýn ingargesta. „Unga fólkið er, og verður, 1 eðli sínu athafnasamt og starfs glatt. Athafnaþrá þess þarfnast útrásar. Það hlutverk hinna full orðnu og hins opinbera að sjá svo um, að unga fólkið fái tæki færj til hollra leikja og þrosk- andi tómstundaviðfangsefna." Þannig segir i formálsorðum ritsins. Með því að skólar eru flestir hafnir og æskufólk borgarinn- ar komið heim úr sumarleyfum er mikil þörf á skipulögðu tómstundastarfi, og er það hlut- verk Æskulýðsráðs að sjá ungu fólki fyrir heilbrigðu félagslífi og skemmtunum. Ungur gestur á kynningarsýningu Æskulýðsráðs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.