Vísir - 18.10.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 18.10.1965, Blaðsíða 11
SíÐAN Syngjum dátt og dönsum... MMES BOND Á MÓTORHJÓLI Sukarnó Indónesíuforseti var óvenjumikið í fréttum fyrr í þessum mánuði, enda gekk mik ið á austur í Indónesíu og menn skiptust á um að lýsa þvi yfir að hann væri ekki lengur stjórnandi landsins. Þessi mynd af Sukamó er tekin nokkru áður en byltingar tilraunin átti sér stað, og ekki verðurannað séð en gamli mað urinn leggi sköpunarkraft í dansinn EINBÝLÍSHÚS TIL SÖLU Einbýlishús við Melgerði í Kópavogi. Alls 4 herb. íbúð. Góð lóð sem byggja má á nýtt hús, án þess að rífa það eldra. Laust strax. Einbýlishús við Bakkagerði. Alls 6 herb. Bílskúrsréttindi. Laust strax. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns Kambsvegi 32. Sími 34472. r r FALLEG IBUÐ TIL SOLU Mjög glæsileg ca. 100 ferm. á 1. hæð við Rauðagerði. íbúðin er með tvöföldu erlendu gleri, teppum, sér geymslu, þvottahúsi og hita. tb. aðeins kr 500 þús. Sérstaklega heppi- leg fyrir fullorðin hjón. FASTEIGNASALA Sigurðar Pálssonar byggingameistara og Gunnars Jónssonar lögmanns Kambsvegi 32. Sími 34472. Tjegar framleiðendur James Bond myndarinnar Gull- putti (Goldfinger) létu sjálfan 007 aka í rándýrum glæsibíl, sem kostaði morð fjár, hafa þeir eflaust reiknað með að þessi bíltegund yrði fljótt vin sæl, og hafin fjöldaframleiðsla á henni. Svo fór þó ekki, — og af einhverjum ástæðum hafa þeir látið hann nota mótorhjól í næstu mynd, Thunderball. Mótorhjólið, sem er með rakettudrifi, var nýlega sýnt á sýningu í Brighton í Eng- landi, og þar sem þetta merki lega hjól á að tilheyra James Bond, þótti ekki annað við- eigandi, en að hafa unga og glæsilega kvinnu flatmagandi á gripnum. Enda er sagt að mikil aðsókn hafi verið að sýningunni, jafnt til að skoða rakettudrifna mót- orhjólið og hina 20 ára gömlu Jenny Russell, sem er dóttir Ampthill lávarðar, og ein nýj- asta ljósmyndafyrirsætan £ Bretlandi. Kári skrifar: „Útvarp Praha —“ ¥jað getur oft reynzt lærdóms ríkt að hlusta á útvarp frá öðrum þjóðum, og til skemmt- unar, og undanskil ég ekki þjóðirnar austan tjalds. Af fréttum þaðan er reynsla mín 'sú, að þær séu svo gegnsýrðar af stjómmálalegum áróðri — og oft svo barnalegum, að vest rænum mönnum þykir furðu- legt — að ekki sé á þær hlust andi. Væri sagt frá öllu án stjórnmálalegra umbúða mundi ég líta öðru vísi á. En það er upp á margt annað boðið í út- varpi frá þessum löndum sem öðrum, ætlað þeim, er ensku skilja. Á einn fræðsluþátt eink ar skemmtilegan hlustaði ég frá Prag nýlega. Þátturinn hafði áróðursgildi. eins og margt í útvarpj vestan tjalds, en með þetta þannig farið, að segja má, að um sömu silkihanzkatök hafi verið að ræða og í ýmsu útvarpi v,estan tjaldsins. Þarna komu m.a. fram tvær konur, báðar nafngreindar, og heimilis fang þeirra, önnur írsk, hin ensk. Sögðu þær frá ferðum sínum í Tékkóslóvakíu, mjög skemmtilega og mikill fróðleik ur í erindum þeirra, — en á einu furðaði mig, og það var, að þær sögðust hafa getað ferð ast hvert á land sem þær vildu alfrjálsar, næstum sem fugl á himinvegum, skildist manni,- Orsök furðu — \ Orsök furðu minnar yfir þessu dásamlega frjálsræði í landi austan tjalds var sú, að fyrir nokkrum vikum ræddi ég við kunningja minn, sem var þátt takandi í einni hópferðinni alla leið suður að Svartahafi. Þessi kunningi minn lét líka í ijós hrifningu yfir því, sem hann sá þar sem hann ferðaðist um, og vafalaust er þar margt að sjá. Það, sem vakti furðu mina var, að vegabréf hópferða- manna voru af þeim tekin eft- ir komuna. Þetta kom ónota- lega við mig. Ég var um það leyti að hugleiða að fara í svona hópferð. Og ég ákvað upp á stundina, að fara ekki til lands þar sem ég yrði að láta bjóða mér slíkt. Vegabréf mitt sann- ar rétt minn sem Islendings. Að svifta mann vegabréfi finnst mér vera móðgun, sem ekki er hægt að þola. „En þvl var skilað aftur", sagði kunn- ingi minn. Þó það! — Hópurinn skrapp til Istanbul — fékk vega bréfin á meðan, skildist mér — og þar var ákaflega frjálslegt og skemmtilegt En í hinu land inu var allt háð svo strengi- legu hópferðaeftirliti, að menn hefðu ekki getað farið neitt frjálsir ferða sinna. Ekki veit ég hvað gerzt hefði, ef ein- hver hefði viljað taka sig út úr, fara sinna ferða, komast í kynni við fólk, spjalla við það. Mundi þá ekki vakna spurningin þar eystra: Yrði það leyft? Og svo mundi kannski skjóta upp þeirri hugsun, að bezt væi að „halda hópinn“. Og hvers vegna? Vegna þess að vegabréfið var í geymslu hjá lögreglunni eða innflutningsyfirvöldunum eða annars staðar og ekki skilað fyrr en við brottför. Spyr sá sem ekki veit — Og nú vil ég spyrja okkar ágætu ferðaskrifstofur sem greiða fyrir mönnum að ferð ast út um allan heim: í hvaða löndum heims eru vegabréf tek in af ferðamönnum og ekki skil að aftur fyrr en við burtför. Spyr sá, sem ekki veit. Og hafa skal það, sem sannast reynist. -IfcSZI iaEa£E23L.*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.