Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 3
V'ÍSfcíiR . Þriðjudagur 19. október 1965. ■•■•:• ••: •■7' : XS 4 F. v. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson, f.ormaður Dansk-fslenzka félagsins, dönsku sendiherrahjónin herra og frú Kronmann, frú Storr, Friðrik Einársson, yfirlæknir, kona hans frú Ingeborg Einarsson, aðalræðlsmaður Dana hr. Ludvig Storr, danskur sendiráðsritari. vma MYNDSJÁ „það er hættulegt að rif ja upp gamlar minningar, þær hrannast upp, hvert atvikið af öðru, frá JÓnsmessueldunum, sem loguðu um allan bæ, frá allsherjarverkfallinu og þannig koll af kolli. Ég skal reyna að stilla mig ...“ Guðmundur Arnlaugsson rekt- or sagði frá stríðsárunum f Danmörku á Landamóti í Sig- túni síðastliðið föstudagskvöld, sem Dansk-íslenzka félagið efndi til í tiiefni af því, að tutt- ugu ár voru í sumar liðin frá því íslendingar þeir, sem urðii innlyksa í Danmörku undir oki þýzka hernámsins, sneru heim til Fróns aftur. Guðmundur rektor sagði í Hafnarminningum sínum, að sennilega hefði „fé- lagslíf Hafnar-íslendinga aldrei staðið með meiri blóma en á hemámsárunum — það var eins og einangrunin þrýstl mönnum ósjálfrátt þéttar í hóp“. Prófessor Þórir Kr. Þórðar- son, formaður Dansk-íslenzka féiagsins, sagði í ávarpi, að hér gætu gamlir vinir hresst upp á gömul kynni og endumýjað gömul vfnáttubönd. „Hvað er svo glatt sem góðra vina fund- ur“ ómaði um salinn. Dr. Jakob Benediktsson, sem var auk ýmissa annarra pott- urinn og pannan í félagslífi ís- lendingafélagsins í Höfn, stjóm- aði söng ofan af svlðinu. „Jæja, eigum við nú ekki að raula svo- Iítið“, sagði hann og skapaði þar með stemningu, sem menn sögðu, að hefði ríkt á landa- mótum íslendinga í Kaupmanna- höfn á þessum erflðu árum. Það var alltaf mikið sungið á „kvöldvökunum“ í Höfn og menn brugðu á leik, sem tengdi menn þó heilbrigðum félags- böndum: „Hin gömlu kynni gleymast ei, enn glólr vín á skál! Hin gömlu kynni gleymast ei né gömul tryggðamál. ö, góða, gamla tfð með gull í mund! Nú fyllum, bróðir, bikarinn og blessum Hðna stund“. Dr. Jakob Benediktsson stjóm- ar söng. Gamlir félagar hittast. F. v. Sigurður Jóhannsson, vegamálastjóri, og Gísli Hermannsson, verkfræðingur. Það var létt yfir dansinum. Gamlir bræður í leik frá Hafnarárunum: Þorvarður Jón Júlíusson, framkvæmdastjóri Verzlunarráðs íslands, og Jón Alexandersson fésýslumaður. Fremst sitja hjónin Guðmundur Arnlaugsson, rektor, og frú Halldóra Ólafsdóttir. Fjær sitja á mynd- inni þau hjónin Sigurkarl Stefánsson, yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík, og kona hans, Sig- ríður Guðmundsdóttir. Marteinn Björnsson, verkfræðingur, og kona hans, Amdís Björns. dóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.