Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1965, Blaðsíða 9
V1SIR . Þriðjudagur 19. október 1965. 1 - HINDRUM TOLL- OG SKATTSVIK Peamh. af bls. 8 ara að sameina þessa þjómistu að einhverju eða öllu leyti. Fækkun prestakalla sjálfsögð. Prestakallaskipunin er nú í endurskoðun að tilhlutan kirkju- málaráðherra. Skal ég ekki ræða það mál á þessu stigi, en þess er að vænta, að menn líti það mál raunsærri augum, en gert hefur verið, með hliðsjón af gerbreytt- um þjóðfélagsháttum. Vegna mjög bættra samgangna, sýnist fækkun prestakalla á ýmsum stöð um á landinu sjálfsögð og eðlileg ráðstöfun, og jafnframt ætti að létta af prestum búskaparbasli, sem er þeim nú margfalt erfiðara en áður fyrr, og virðist eðlilegt að aðsetur presta sé i þéttbýlis- stöðvum eða við menningarmið- stöðvar í sveitum, þar sem þeir jafnframt gætu sinnt kennslu í kristnum fræðum. Hef ég ekki talið rétt að fallasti á óskir bisk- ups um fjárveitingar til nýrra prestsembætta I Reykjavík, fyrr en þessari endurskoðun presta- kallaskipunarlaganna er lokið. Prestssetursjarðir og aðrar ríkis- jarðir eru vaxandi kostnaðarliður fyrir ríkið, en tekjur af þessum eignum hverfandi litlar. Tel ég tvímælalaust rétt, að stefna að því að selja sem flestar ríkis- jarðir, þar sem ekki er um að ræða jarðhita, eða önnur sérstök verðmæti, enda eru ábúðalögin þannig úr garði gerð, að naumast er gerandi að eiga jarðir í ábúð. Er ríkið sem landeigandj,, lögum samkvæmt, skyldugt til að leysa til sfn byggingar á ríkisjörðum hjá fráfarandi ábúanda. Hefur alvara þessa skipuíags bezt komið í ljós á þessu ári, þar sem ríkið hefur orðið að greiða einum ábúanda milljónir króna fyrir byggingar, sem hann hefur reist á ríkisjörð. Vegna verðrýrnunar er orðið miklu kostnaðarsamara 'að slá ýmsar mynteiningar en svarar verðgildi þeirra Er nú í at- hugun hvort eigi sé rétt að af- nema hinar minni mynteiningar og jafnframt fela Seðlabankanum myntsláttuna. í framhaldi af þvf komi til athugunar að fela Seðla- bankanum sem viðskiptabanka rfkissjóðs að einhverju eða jafn- vel öllu leyti þau störf, sem skrif- stofa ríkisféhirðis nú annást. Ég hefði haft löngun til að ræða mörg önnur atriði, þar sem endurskoðunar er þörf í rikisbú- skapnum, en tímans vegna er það ekki fært og læt ég því hér stað- ar numið. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi, að breytingar eru örar á mörgum sviðum í þjóðfélaginu, og það sem kann að hafa verið gott og eðlilegt á einum tíma, getur verið úrelt nú. Það þarf því ekki að taka sem gagnrýni á einn né neinn, þótt rætt sé um nauðsyn viðtækra breytinga á ýmsum sviðum, og það varðar miklu fyrir þjóðina, að hún geri sér grein fyrir hinum breyttu aðstæðum, og forráða- menn hennar þóri jafnframt að beita sér fyrir nauðsynlegum breytingum, þótt þær kunni að raska gömlu skipulagi. Það er þannig ekki aðeins prestakalla- skipunin, sem eðlilegt er að end- urgkoða og samrýma nýjum að- stæðum, heldur hlýtur einnig hin gamla hrepps- og sýsluskipan að koma til rækilegrar endurskoð- unar og breytinga á næstu árum. En út í það skal ég ekki nánar fara hér. Ég geri ráð fyrir því, að bæði háttvirtir þingmenn og ýmsir aðrir áhugamenn um þjóðfélags- mál, eigi ýmsar hugmyndir er horft geti til bóta f skipan ríkis- kerfisins. Allar slíkar hugmyndir er mér sérstaklega ljúft að taka til athugunar, og ekki hvað sízt teldi ég æskilegt, ef embættis- mennimir sjálfir, forstöðumenn ríkisstofnana og aðrir þeir, er gerst þekkja til mála, vildu koma á framfæri hugmyndum í þess- um efnum. Hindrun skattsvik- anna. Fyrir forgöngu fyrrverandi fjár- málaráðherra, Gunnars Thorodd- sen, hafa á síðustu árum verið gerðar mjög mikilvægar lagfær- ingar á bæði tekjuskattslögum og lögum um tekjustofna sveitafél. Mun óhætt að fullyrða, að álögur í beinum sköttum til ríkis og sveitafélaga séu nú orðnar hér hófsamlegar og síður en svo hærri en í öðmm sambærilegum löndum. Hvort að frekari skipu- lagsbreytingu þessara mála skuli stefnt, t. d. með algeru afnámi beinna skatta til ríkisins, og af- hendingu þess tekjustofns til sveitafélaganna, skal ég ekki ræða á þessu stigi málsins, enda hefi ég ekki myndað mér á- kveðna skoðun um það efni, en að sinni tel ég ekki rétt að gera frekari breytingar á hvorki lögum um tekju- og eignarskatt né tekjustofna sveitafélaga, enda ó- fært að breyta slíkri löggjöf á hverju ári, heldur þarf að fá nokkum tíma, til þess að reyna löggjöfina i framkvæmd. Er heldur ekki sérstök þörf breytinga nú, vegna lögfestingar þeirrar reglu á síðasta þingi, að álagn- ingarstigar skuli breytast sam- kvæmt skattvísitölu, þannig að skattþunginn á ekki að vaxa með vaxandi tekjum manna að krónu- tölu. Skattsvik hafa verið hér land- læg meinsemd og fjöldi manna ekki séð neitt athugavert við það, að undirrita rangar drengskapar- yfirlýsingar í sambandi við skattaframtöl. Því miður hefur þessum vanda stundum verið mætt með opinberum ráðstöf- unum, sem beinlínis hafa ýtt undir vöxt meinsemdarinnar, svo sem með veltuútsvörum á sínum tíma, sem beinlínis voru rökstudd sem skattsvikaútsvör og öðrum óhæfilegum álögum, er jafnvel neyddu menn til að svíkja undan skatti, til þess að bjarga sjálfum sér og atvinnurekstri sínum. Með skattamálaendurbót- um síðustu ára, hefur verið horf- ið inn á þær heillavænlegu braut- ir i þessum efnum, að gera skatt- álögur það bærilegar, að hægt væri með fullri sanngimi að krefjast þess, að menn teldu rétt fram til skatts og var þá jafnframt eðlilegt að herða viður- lög við skattsvikum og gera skipulegar ráðstafanir til þess að uppræta meinsemdina. Tilkoma skattrannsóknardeildarinnar hef- ur verið tvímælalaust jákvætt spor í þessa átt. Þótt erfitt sé að sannreyna til hlítar áhrif þessarar nýju skipanar, bendir þó margt í þá átt, að skattaframtöl fari batnandi. Mun verða lögð á- herzla á að tryggja skattrann- sóknardeildinni viðhlítandi starfs- skilyrði, og hefur jafnframt verið lögð áherzla á það, að skattstofur um land allt vinni að nákvæmri rannsókn skattaframtala, svo sem tími þeirra frekast leyfir. Fjármálaráðuneytið hefur ný- lega gert á opinberum vettvangi grein fyrir störfum rannsóknar- deildarinnar til þessa og geri ég þau því ekki frekar að umræðu- efni nú. Sumir hafa reynt að gera lítið úr þv£ starfi, sem unn- ið hefir verið á rúmu einu ári og haft í frammi hinar furðuleg- ustu reikningskúnstir í því sam- bandi. Tel ég þetta með öllu 6- maklegt, Framtiðarárangur veltur mjög á skipulagi rannsóknarað- ferða I upphafi og þegar auk þessa mikilvæga undirbúningsstarfs að ráðuneytið mun styðja þá á allan tiltækan hátt í sínu mikil- væga starfi og vona að sú stund sé ekki langt undan, að skattsvik verði fordæmd af almenningi sem hver önnur fjársvik og menn virði drengskaparyfirlýsingar sínar á skattaframtölum eigi minna en i öðrum viðskiptum. Refsingar fvr- ir skattsvik er auðvitað ekki neitt takmark £ sjálfu sér heldur úr- ræði til aðvörunar, en takmarkið er að fyrirbyggja skattsvik, og því verður lögð áherzla á að skipuleggja sem bezt upplýsinga- öflun um tekjur einstaklinga og fyrirtækja, og hafa sérfræðingar ýmis atriði í því sambandi til at- hugunar, m. a. eru lög um bók- hald i endurskoðun, en þau eru á margan hátt orðin úrelt. ■ íviii' nríd 19(ib ■ : ■: ' : : ■ : Ani'VWm iviiúi Ut oft <dkj«r yn'Wut. isKÍt «> þtlrw vurAi ot'luít íttuft iuK.ÍUSI'iHnttm. a.tr.t 1«r ct« l*Matv ÁKlt.vfi ,H. .tS Ittrn.ui st>Rl!nr us.totinf Hér.tt’. .tP Iteiuttt ntut'.nr u« toVujr Her.ti-. íHiHiiHSjSin í. Ttk)i>-.vg ,netmvvt',ttltu .............................. " .vSJti.’.míwyiuia ......................................... t'*r Ut' t-.i J-.Mtt-.«xi-i,'-r n»«hrt*tl»Ra -.............. 5. t.Jíht ut inittoatWm tuU.úrum -------------............. 6. v'.'.ulul^W ................. - ■•■-■ ■ ..............v .............................. Imv -lí m MHnlar.öltRrt......... V. l-'.tuulNv)iíUi;!!Uí' ............ ....................... ............ itÉ ÍuUvJCHtot víC M gftÍlsSSi ; piSttKltltl; i ,u-. t.mrní ' ■ SStXwuuiti ' MtWfttít: .JI.Mittiittti: iqmwowo Mi'tKWOH: ■,«: ’.khih.i "iÍ:WtW: tíJ UKI at."»«» Forsíða fjárlagafrumvarpsins. hefir þegar á fyrsta starfsári verið hafin rannsókn 120 mála, þá er síður en svo hægt að segja, að deildin hafi verið aðgerðalítil. Jafnframt því, að með lögum frá síðasta Alþingi var á ýmsan hátt bætt rannsóknaraðstaða skatt- wnnsóknardeildarinnar við emb- ætti ríkisskattstjóra beitti ég mér fyrir því, að mönnum var gefið tækifæri til þess i vissan tíma að koma skattaframtölum sínu í rétt horf, og greiða eðlileg- an skatt, ef um undandrátt hafði verið að ræða. Hvort menn hag- nýttu sér þetta tækifæri eða ekki s.kipti ekki öllu máli heldur hitt, að með þessu vildi ég gera mönn- um ljóst, að ætlunin með til- komu rannsóknardeildarinnar væri nú, að taka skatteftirlitið nýjum tökum, beita hér eftir ströngum viðurlögum við skatt- svikum og menn gætu þvi ekki neinn um sakað nema sjálfan sig, ef þeir ekki notuðu þetta tæki- færi til að koma málum sínum í lag. Án slíks tækifæris til leiðrétt- inga gátu menn með nokkrum rétti fundið að því, að verða nú allt í einu beittir þungum viður- lögum eftir að áratugum saman hafði refsiákvæðum skattalaga lítt eða ekki verið beitt. Ríkis- skattstjóri og skattrannsóknar- stjóri velja að sjálfsögðu leiðim- ar til þess að ná sem beztum ár- i.•■: ','Hrii«nu en ég vil að það sé öllurn mönnum Ijóst, ^ Verðaukaskattur Lögð verður áherzla á að hraða eftir föngum undirbúningi þess að innleiða hér á landi það skipu- lag, að beinir skattar verði inn- heimtir af tekjum manna jafn- óðum og þær falla til og að þvi stefnt að svo geti orðið á árinu 1967. Skattasérfræðingar telja mál þetta erfiðara í framkvæmd hér en víða annars staðar einmitt vegna hinna mjög breytilegu tekna og héfir þó ánnars staðar tekið mörg ár að undirbúa slikt greiðslukerfi. Þá hefur ráðuneytið leitazt við að fylgjast með undirbúningi og umræðum um nýtt skattform, svokallaðan verðaukaskatt, sem er nú til umræðu í ýmsum lönd- um og til stendur að lögfesta i Danmörku á næstunni. Hvort slíkt skattheimtukerfi er til bóta skal ósagt látið á þessu stigi málsins, en nauðsynlegt er að fylgjast með því máli, ekki sízt ef óumflýjanlegt reynist að breyta í grundvallaratriðum tekjuöflunar kerfi rlkisins, ef til kæmi áðild Islands að Friverzlunarbandalagi Evrópu eða svipuðum viðskipta- samtökum, er gerðu óumflýjan- legt að hverfa að meira eða minna leyti frá verndartollum og tekjuöflunartollum í sambandi við innflutning vara. Loks er nauðsynlegt að kanna úrræði til þess að gera skattkerfið einfald- ara i framkvæmd, því að það er á ýmsan hátt allt of flókið. Tollkerfið er í mikilli deiglu um þessar mundir. Hafa marg- víslegar lagfæringar verið gerðar á tollum á síðustu árum, og er tvímælalaust góð reynsla af þeim breytingum í meginefnum. Há- tollar hafa verið lækkaðir, sem dregið hefur verulega úr ólögleg- um innflutningi ýmissa vara. Mikilvægar tollabreytingar hafa verið gerðar til hagsbóta fram- leiðsluatvinnuvegunum, einkum útflutningsframleiðslunni. Unnið hefur verið að frekari tillögum um tollabreytingar til lækkunar, en endanleg ákvörðun ekki tekin um, að hve miklu leyti eða hve- nær verði í þær brevtingar ráðizt. Er bæði nauðsynlegt að fylgjast með áhrifum síðustu tollabreyt- inga á afkomu iðnaðarins, sér- stök athugun hefur farið fram á þvi efni, og jafnframt er æskilegt, að áður liggi fyrir niðurstöður eða ákvarðanir varðartdi hugsanlega aðild að EFTA, því að þá mun reynast óumflýjanlegt að táka allt tollakerfið til skiplegrar end- urskoðunar. ðf Tollsvikin Á þessu stigi málsins eru toll- svikin alvarlegasta vandamálið og ber hina brýnustu nauðsyn til að uppræta þau eigi síður en skatt svikin. Lögð hefur verið áherzla á að efla eftir föngum tolleftir- litið og gerðar ráðstafanir til að fjölga mönnum við tollgæzlu- störf. Hefur tollgæzlunni nú í sumar tekizt að koma í veg fyrir mjög alvarlegar smygltilraunir og raunar oft áður upplýst alvarrei; smyglmál, þótt eigi hafi verið eins stórkostlegt smygl um aö ræða og nú. Verður að taka þesst mál hinum föstustu tökum, og hefur tollamálanefndin nú að undanförnu haft til sérstakrar at hugunar ýmsa þætti í fram- kvæmd tollgæzlu og tolleftiriits. Hefur að mestu verið gengið frá frumvarpi að nýrri löggjöf um tollgæzlu og tolleftirlit og í sér stakri athugun er, hvort ekki sé óumflýjanlegt að herða mjög refs ingar við smygli. Þá hafa verið undirbúnar fastar reglur í sam- bandi við heimilaðan tollfrjálsan innflutning ferðamanna og á- hafna skipa og flugvéla, en eng- ar fastar reglur hafa verið til um það efni og framkvæmd tollgæzl- unnar því að þessu leyti mjög torveld. Er engum efa bundið, að ár- lega er fluttur til landsins varn- ingur án tollgreiðslu sem nemur ótrúlega háum fjárhæðum. Er það hvort tveggja að með vaxandi ferðalögum íslendinga til útlanda vaxa kaup erlendis á ýmsum vör- um til eigin nota, sem ekki er greiddur tollur af, en hitt er þó alvarlegra, að ástæða er til að halda, að í stórum stíl sé smygl- að inn spluvarningl, sem jafnvel er hafður til sölu £ verzlpnum. Er hér um ótrúlegt blygðunarleysi að ræða, sem leggja verður allt kapp á að uppræta og hafa farið fram athuganir á ýmsum úrræð- um í því efni. Framtak einstaklinganna. Sú grundvallarstefna, sem heil- brigður ríkisbúskapur hlýtur að byggjast á er að halda uppi því ríkiskerfi, þjónustu við þjóðfélags borgarana og stuðningi við al- hliða þjóðfélagsframfarir, ’sem Framh. á bls. 5 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.