Vísir - 18.11.1965, Side 1

Vísir - 18.11.1965, Side 1
VÍSIR Sjúkdómur herjar á íslenzka hesta í Sviss og Þýzkalandi Á þessu ári hafa verið flutt út hátt á 2. hundrað hross frá íslandl til útlanda, nær öll til Þýzkalands og Sviss, en þó örfá hross til nokkurra einstaklinga Þarna eru skipverjar á Við- morgun. Skipið hefur veitt 44. urmiðin. „Við keppum að því ey RE að setja nótina um borð 000 mál og tunnur í sumar og að ná 60 þúsundum'", sögðu skip í skip sitt í Reykjavíkurhöfn í haust og leggur nú aftur á Aust verjarnir. í Færeyjum og Danmörku. Milli 40 og 50 hross voru flutt með flugvél út í marz- mánuði, en hin hrossin voru öli flutt með skipum og gengu allir þessir flutningar slysa- iaust fyrir sig að því er Páll A. Pálsson yfirdýralæknir hefur tjáð Visi. Hann sagði ennfrem- ur að hrossaútflutningur á þessu ári hafi vérið talsvert minni heldur en í fyrra. Þá voru á 3. hundrað hross flutt úr landi. Þá innti fréttamaður Vísis yfirdýralækninn eftir útbrota- sjúkdómi sem ásækir íslenzka hesta bæði í Þýzkalandi og Sviss. Svissneskur hestaeigandi hefur nýlega skrifað Vísi og skýrt frá því að 80% þeirra ís- lenzkra hesta, sem hann hafði spumir af f heimalandi sínu, befðu fengið þessa útbrotaveiki. en hún kemur alls ekki fram hjá öðrum hestum þar í landi. Veikin virðist lýsa sér í ofsa- fengnum kláða svo hestarnir verða friðlausir klóra sér með kjafti eða hófum svo fremi sem þeir koma því við, eða þá að þeir nudda sér upp við eitthvað sem fyrir verður, unz það koma á þá opin sár. Læknar hafa staðið ráðþrota gagnvart þessum vanda, þar til nýlega að uppgjafa her-dýra- læknir frá Bern hefur ráðlagt smvrsl, sem virðast ætla að duga. Bréfritarinn segir að menn geti á engan hátt gert sér grein fyrir af hverju þessi sjúk dómur stafi, en helzt gizka menn á að hann orsakist að einhverju leyti af fóðri. Hann segir t.d. að einn hestaeigandi, sem á tvo íslenzka hesta hafi gefið þeim hafra að staðaldri. En þegar hestarnir fengu framangreind útbrot hætti hann við hafragjöfina og þá batnaði hestunum. Og annar hestaeig- andi sem aldrei hefur gefið sínum hestum annað en gras og hey, hefur ekki orðið var neinna útbrota á sínum hestum. Þó virðist þetta ekki með öllu einhlítt því að á enn ein- Framh á bls. 6 SILD FYRIR MILUARD KR0NA Aflamagn yfir 3.5 milljónir mála og tunna Aflaverðmæti síldveið anna fyrir Austurlandi og við Vestmannaeyjar í sumar er þessa dagana að fara yfir einn milljarð króna, en s. I. laugardag var verðmætið úr sjó orðið kr. 858.993.000,00 við Austurland, en síldin sem veiddist við Eyjar að verðmæti eitthvað um 115 milljónir króna. Síldveiðin byrjaði um mán- aðamótin maí-júní og gekk ekki björgulega til að byrja með. Það var ekki fyrr en í haust sem síld in tók að veiðast að gagni og þakka sjómenn Jakobi Jakobs syni, fiskifræðing og hans mönn um mjög þeirra þátt í síldar- ævintýrinu. Langmest af síldinni hefur far ið í bræðslu eða fyrir 709.671. 000 kr., I salt hefur farið síld fyrir 140.420.000 og i frystingu fyrir 8.901.858 kr. 1 fyrra var aflinn úr sjó að verðmæti kr. 586 milljónir króna, saltsíld fyr ir tæpar 111 millj., fryst fyrir 10 millj. og bræðslusíld fyrir rúmar 465 millj. kr. Verðmæti aflans á eftir að aukast a. m. k. um helming frá þessum tölum, sem eru allar miðaðar við aflann úr sjó. öll fyrri met { síldveiðum hafa fallið í þessu mikla síldar- sumri. Aflamagnið er það lang mesta í sögunni, er komið yfir 3.5 millj. mála og tunna, fjöl- margir bátar eru komnir yfir 40 þús. mál og tunnur, og tveir yfir 50 þús. en mjög algengt er orðið að bátar komist yfir 20 þús. mál og tunnur, sem þótti mikið afrek fyrir nokkrum árum og er raunar ágætur afli. Laun sjómannanna hafa heldur aldrei verið betri og eru þeir hæstu með að jafnaði yfir 100 þús. krónur á mánuði í laun þessa sumar og haustmánuði. Dýr tæki þegar keypt og 20 starfsmenn ráðnir t fyrirspumatima á Alþingi í gær gaf menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gislason margháttaðar upplýsingar um starfsemi fyrir- hugaðs sjónvarps á íslandi. Hann upplýsti m. a. að ákveð ið er að sjónvarp taki til starfa á næsta ári og þegar er búið að ráða tll sjónvarpsins 20 starfs- menn af 30 sem áætlað er að vinni við það. Þá skýrði hann frá því að nor rænu sjónvarpsstöðvamar hefðu heltið margs konar aðstoð, þar á meðal hefur sænska sjónvarp ið heltið að lána fullkominn bíl tll sjónvarpsupptöku. Hann upplýsti að ekki væri gert ráð fyrir að rikið þyrftl að leggja neinar beinar fjárveiting ar til sjónvarps, heldur ætti það að bera sig fjárhagslega Að lokum sagði ráðherrann að ríklsstjórnin hefði engar á- kvarðanir tekið um breytingu á leyfisveltingu til vamarliðsins til starfrækslu sjónvarpsstöðvar. Fyrirspumir um sjónvarpsmál höfðu verið lagðar fyrir ráð- herra af þingmanninum Gils Guðmundssyni og voru svo- hljóðandi: 1. Hvenær er gert ráð fyrir, að ísl. sjónvarp, sem undirbú- ið hefur verið á vegum Ríkis- útvarpsins, taki til starfa? 2. Hvenær er áætlað, að is- lenzkt sjónvarpskerfi verði kom ið í það horf ,að sjónvarpssend- ingar geti náð til allra lands- búa? 3. Hvaða áætlanir liggja nú fyrir um stofnkostnað og rekstr arkostnað íslenzks sjónvarps? 4. Hefur ríkisstjórnin látið semja frumvarp til laga um ís- lenzkt sjónvarp? 5. Hefur ríkisstjómin, með hliðsjón til tilkomu íslenzks sjónvarps, endurskoðað afstöðu sína til sjónvarpsreksturs varn- arliðsins svonefnda, í því skyni að banna þann rekstúr eða tak marka útsendingar Keflavíkur- sjónvarpsins við herstöðina eina? Svar menntamálaráðherra fer hér á eftir Spurt er, hvenær gert sé ráð fyrir, að íslenzkt sjónvarp taki til starfa. HÚSAKOSTUR og STARFSLIÐ. Ráðgert er. að islenzkt sjón- varp hefjist á árinu 1966, eins og áætlað var í áliti nefndar þeirrar, sem skipuð var til þess að gera athuganir og áætlanir f siónvarpsmálinu á sínum tíma. í júní s.l. festi Ríkisúavarpið kaup á húseign við Laugaveg 176 í Reykjavik i því skyni, að sjónvarpsstöð Ríkisútvarpsins fengi það til afnota. Kaupverð- ið var 12.5 millj. kr., og var helmingur staðgreiddur, en af- gangurinn á að greiðast á fimm árum. Þegar hefur verið varið rúmum 200 þús. kr. til breyt- inga á húsinu, en miklar fram- kvæmdir eru þar eftir. Helztu starfsmenn sjónvarpsins hafa begar verið ráðnir Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir allt að 30 manna starfsliði Búið er að ganga formlega frá ráðningu 5 starfsmanna, þ.e.a.s. skrif- stofustjóra, deildarverkfræð- ings, tveggja dagskrárstjóra og kvikmyndatökumanns. Ákveð- in hefur verið ráðning 15 ann- arra starfsmanna sjónvarpsins, þar af fjögurra dagskrármanna og 11 tæknimanna. Munu tæknimennirnir allir fara utan til þátttöku í 3 y2 mánaðar nám skeiði, er danska sjónvarpið skipuleggur sérsaklega fyrir þá, en dagskrármennimir munu leita i ýmsar áttir til þess að afla sér menntunar og reynslu. DÝR TÆKI ÞEGAR KEYPT. Ýmisleg tæki I þágu sjón- varpsins hafa þegar verið keypt. Ber þar fyrst og fremst að nefna sjálfan sendi Reykja- víkurstöðvarinnar, sem kostar um 4 millj. kr„ ,og myndsegul- band, sem kostar um 3,3 millj. kr. Eru þá ótalin ýmis smærri tæki. Sjónvarpssendingarnar munu þó ekki hefjast með þess um nýja sendi Reykjavíkur- stöðvarinnar, heldur með tækj um, sem fengin hafa verið eða verða að láni frá norrænu sjón varpsstöðvunum, en meðal þeirra eru sendir og ýmis stjórntæki, mælitæki og kvik- myndatökutæki textavél ljósa búnaður ■ og framköllunartæki. Ennfremur hefur sænska sjón- varpið boðizt til þess að lána fullkomna upptökubifreið, en tæki hennar yrðu notuð sem studíótæki til bráðabirgða. Að fenginni reynslu munu þessi lánstæki annað hvort verða end umýjuð með nýjum, erlendum tækjum eða þau keypt af nor- rænu sjónvarpsstöðvunum. A 7 ÁRUM TIL ALLRA LANDSMANNA. Þá er spurt, hvenær áætlað sé, að íslenzkt sjónvarpskerfi verði komið í það horf, að sjón varpssendingar geti náð til allra landsbúa. I áætlunum siónvarpsnefnd- Framh. á bls. 6

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.