Vísir - 18.11.1965, Side 5
V1SIR . Fimmtudagur 18. nóvember 1965.
Brezka stjórnin reiðubúin að ræða
MH&DESIU
a
væru að þjappa sér þéttar sam
an um stjórn hans.
Harold Wilson forsætisráð-
herra Bretlands flutti útvarps-
og sjónvarpsræðu í gærkvöldi
og var henni beint til Afríku-
landa. í ræðu þessari hét hann,
að Bretland myndi í engu
bregðast þeim embættismönn-
um, sem sviptir kynnu að
verða starfi í Rhodesiu og ekki
treystust til þess að gegna
embættisstörfum áfram við nú-
verandi aðstæður. — í Salis-
bury gerði Smith grein fyrir
því hvers vegna símasambandið
við landstjórabústaðinn hefði
verið rofið, og nefndi einkum
vonbrigði með afstöðu land-
stjórans. Tilkynnti Smith, að
hann hefði skipað aðstoðar-
mann sinn Du Pont til þess að
gegna þeim störfum, sem land-
stjórinn hefði gegnt.
í ræðu sinni sagði Wilson,
að stjórn sinni mundi ekki
veitast erfitt að halda tengslum
við landstjórann, Sir Hump-
hrey Gibbs.
Hann boðaði að Bretland
tæki á sig allar skuldbindingar
frávikinna embættismanna í
Rhodesiu, svo sem varðandi lff-
eyri o. s. frv., og myndi gæta
þess, að þeir yrðu verndaðir
gegn málsókn og hefndum, er
þirigsjá Vís
venjulegt ástand væri komið
á aftur.
Hann kvað Breta ekki mundu
taka þátt f neinum árásarað-
gerðum gegn Rhodesiu né sjálfa
beita þar hervaldi, en ef Rhode
sia beitti valdi gegn samveldis-
landi, eins og nágrannalandinu
Zambiu, myndi á það litið sem
stríðsyfirlýsingu og hann var-
aði Smith og stjóm hans við
að haga sér eins og þeir væru á
eylandi og gætu gert það, sem
þeim dvtti f hug.
Á blaðamannafundi f gær
sagði Smith, að Rhodesiumenn
þingsjá Visis
Olíubann?
Svo er að sjá, sem brezka
stjórnin sé að byrja að sjá, að
ráðstafanir þær, sem hún hefir
boðað og leggur áherzlu á, að
séu ekki refsiaðgerðir heldur
viðskiptalegar aðgerðir komi
ekki að gagni, því að Stewart
utanríkisráðherra sagði I New
York í gær, áður en hann hélt
heimleiðis, að Bretar væru fús-
ir til þess að íhuga frekari við-
skiptalegar aðgerðir, svo sem
olíubann — en á þingl Bret-
lands hafa heyrzt raddir um, að
of langt væri gengið með olfu-
banni.
Öryggisráðið heldur fram-
haldsfund um Rhodesiu í dag.
Það er m. a. vegna heimsókn
ar Erhards og Schröders sem
Stewart varð að hraða sér
heim. Heimsókninni hafði áður
verið frestað nokkra daga
vegna vesturfarar Stewarts.
Station-bifreið - hefilbekkur
Góð stationbifreið og hefilbekkur óskast
strax. Uppl. í síma 20885 og 35634.
ZETA SF. Síðumúla 11.
þ i n g si á V í s i s
Mörg mál rædd
í fyrirspurnatim a
Á fundi í sameinuðu Alþingi í
gær, voru lagðar fram fimm fyrir
spurnir.
Tilboð í verk samkvæmt
útboðum.
Fyrsta fyrirspurnin var frá
Þorvaldi Garðari Kristjánssyni,
Sveini Guðmundssyni og Jónasi
G. Rafnar tií viðskiptamálaráð-
herra um setningu reglna um til-
boð í verk samkvæmt útboðum,
en hljóðar svo, Hvað líður störf-
um nefndar, sem viðskiptamála-
ráðherra skipaði 18. desember
1959 til að athuga þann hátt,
sem á er um tilboð f verk sam-
kvæmt útboðum, og gera tillög
ur um leiðir til úrbóta með það
fyrir augum, að reglur verði sett
ar um þau mál? Fyrsti fyrir-
spyrjandi gat þess, að fyrirspum
in væri komin fram vegna þeirrar
nauðsynjar að fá ákveðnar reglur
um þetta atriði, því engar reglur
hefðu verið til um það.
Viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ.
Gfslason sagði, að hér væri um
mjög merkilegt mál að ræða sem
þyrfti að athuga mjög ræki-
lega, og hefði hann f því sam-
bandi sett á fót nefnd til að rann-
saka það. Nefndin hefði ekki enn
lokið störfum, en mundi líklega
skila áliti fyrir næstkomandi ára-
mót.
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) þakkaði ráðherra greinargóð
svör, og treysti því að ekki yrði
um frekari drátt að ræða. Fyrir-
spyrjandi lýsti því síðan hve mik-
il þörf væri á þessum reglum,
sem mundu ekki einungis tryggja
hagsmuni verktaka og verkkaupa
heldur einnig allrar þjóðarinnar.
Sjálfvirkt símakerfi
Hannlbal Vaidimarsson (K) bar
fram fyrirspurn til ríkisstjórnar-
innar um framkvæmd áætlana um
sjálfvirkt símakerfi, er hljóðar
svo.
1. Hvenær fá eftirtaldir staðir
sjálfvirkar sfmstöðvar og þar með
símaþjónustu allan sólarhring-
inn: ísafjörður, Brú, Borðeyri,
Hólmavík, Bolungarvík, Hnffs-
dalur, Súðavík, Suðureyri, Flat-
eyri, Þingeyri, Bfldudalur, Innri-
Tunga og Patreksfjörður?
2. Hvað líður að örðu leyti
framkvæmd áætiunar póst- og
sfmamálastjórnarinnar um sjálf-
virkt simakerfi?
Póst- og símamálaráðherra
Ingólfur Jónsson sagði, að á
næstu árum væri áætlað að reist-
ar yrðu sjálfvirkar símastöðvar á
efirtöldum stöðum eins og hér
segir:
1966: Selfoss, Eyrarbakki (með
Stokkseyri), Þorlákshöfn, Hvera-
gerði, Hvolsvöllur. Hella, Þykkvi
bær, Vík, Stykkishólmur, Ólafs-
fjörður og væntanlega Brúarland
og Vogar. Ennfremur stækkanir
í Hafnarfirði, Selási, Grindavfk og
á Grensásstöðinni í Reykjavík og
í Kópavogi.
1967: Grafarnes, Ólafsvfk, Hell-
issandur, Brú, Borðeyri, Hólma-
vfk, Hvammstangi, Blönduós,
Skagaströnd, Sauðárkrókur, Hofs-
ós og Kópasker. Ennfremur stækk
un í Selási.
1968: Höfn í Homafirði, Búð-
ardalur, Patreksfjörður, Isafjörð-
ur (með Hnífsdal). Þingeyri, Flat-
eyri Bolungarvfk. Suðureyri, Súða
vík, Bíldudalur, Tálknafjörður.
Ennfremur lokið við stækkun í
Reykjavík.
Efni til ofannefndra stækkana
hefur þegar verið pantað á fyrri
árum. Efnið fyrir framkvæmdir
1966 er þegar komið til landsins
og fyrir 1967 er að koma, og á
allt að vera komið um næstu ára-
mót. Efnið til Vestfjarðastöðv-
anna á að koma um áramótin
1966/67. Hins vegar hefur efni í
Austfjarðastöðvar enn ekki verið
pantað, enda hefur uppsetning
hinna stöðvanna dregizt um 1—2
ár frá því sem fyrirhugað var
1962 af ýmsum ástæðum. Ráð-
herra gat þess að ef efni væri
pantað fyrir Austfirði um n. k.
áramót yrði það fyrir hendi á
miðju ári 1967. Einnig gat ráð-
herra þess, að á öllu landinu væru
nú í notkun 18 sjálfvirkar sím-
stöðvar og í desember n. k. bæt-
ast væntanlega við tvær sjálfvirk
ar slmstöðvar. Ennfremur er sjálf
virkt langlínuval milli allra þess
ara stöðva. Stækkun sjálfvirku
símstöðvarinnar á Akureyri verð-
ur væntanlega lokið I desember
n. k. en stækkun sjálfvirku sím-
stöðvarinnar I Hafnarfirði verður
væntanlega lokið I janúar n. k.
Þá gat ráðherra þess að við stækk
um Grensásstöðvarinnar kæmu
2000 ný símanúmer fyrir Rvfk.
Yrði það á næsta ári.
Matthías Bjamason (S) sagði,
að framkvæmd slmamála á Vest-
fjörðum hefði gengið hægt, því
gert hefði verið ráð fyrir að sjálf
virkar stöðvar kæmu 1963.
Matthías sagðist viija bera fram
þau tilmæli að símaþjónusta yrði
lengd úr tveim klukkustundum
á sólarhring í sex klukkustundir.
ir.
i i *•••• •
Hannibal Vaidimarsson (K)
þakkaði ráðherra fyrir góð svör,
en harmaði að dráttur yrði á
framkvæmd enn um sinn. Hanni-
bal tók undir þau orð Matthíasar
að sfmaþjónusta verði bætt í ná-
grenni við Isafjörð, sem hefur
sfmaþjónustu allan sólarhringinn.
Lúðvík Jósefsson (K) sagði að
Austfirðir væm látnir sitja á hak
anum varðandi þessi mál, og bað
ráðherra að beita sér fyrir þvf að
áætlun þessi verði endurskoðuð,
þvf mjög slæm sfmaþjónusta væri
á Austfjörðum.
Fávitahæli.
Alfreð GísIasOn (K) bar fram
eftirfarandi fyTirspurn til ríkis-
stjómarinnar um framkvæmd
laga um fávitahæli.
1. Hefur eftirlitsnefnd fávita-
hæla verið skipuð, sbr. 6. gr. lag-
anna, og ef svo er, hverjir eiga
sæti í henni nú?
2. Hafa með sérstakri reglu-
gerð verið sett ákvæði um skýrslu
söfnun, aðgreiningu og eftirlit,
svo sem fjrrir er mælt f 8. gr.
laganna?
Heilbrlgðismálaráðherra Jóhann
Hafsteln sagði, að svara yrði báð
um þessum spumingum neitandi.
Ráðherra sagði að á vegum rfkis
ins hefðu verið reist hjúkrunar-
hæli, fyrst á Kleppjámsreykjum,
og hefði það svo verið flutt í
Kópavog, og hefði það nú verið
stækkað. Einnig hefði verið um að
ræða rekstur nokkurra einkahæla.
Síðan lögin frá 1936 vora sett,
hefur orðið mikil þróun í kennslu
málum, og í fræðslulögum 1946
væri gert ráð fyrir kennsluað-
stöðu fyrir vangefin böm. Að lok
um sagði ráðherra að lögin um
fávitahæli yrðu endurskoðuð f
heild og hefði til þess verið skip
uð þriggja manna nefnd undir
stjóm Benedikts Tómassonar
skólayfirlæknis.
Fyrirspyrjandi Alfreð Gíslason
tók einnig aftur til máls.
Sérleyfissjóður og
umferðarmiðstöð.
Ingi R. Helgason (K) bar fram
svohljóðandi fyrirspurn til sam-
göngumálaráðherra í níu liðum.
1. Hversu mikið fé hefur inn-
heimzt f sérleyfisgjöldum og hóp
ferðagjöldum, frá þvf að sú inn
heimta byrjaði til 1. október 1965?
2. Á hvem veg hefur þvf fé
verið varið, sem spurt var um
f fyrstu fyrirspum? 3. Hvenær
var byrjað að byggja umferðar-
miðstöðina í Reykjavík? 4. Hversu
mikið fé hefur Reykjavfkurborg
lagt af mörkum til byggingar um-
ferðarmiðstöðvarinnar? 5. Hver
var byggingarkostnaður umferðar
miðstöðvarinnar orðinn 1. okt.
1965: a) í heild, b) miðað við rúm-
metra? 6. Hvað er áætlað að kostn
aðurinn verði mikill við þær fram-
kvæmdir, sem ólokið er við bygg
ingu umferðarmiðstöðvarinnar, og
hvenær má búast við þvf, að hún
verði fullfrágengin?
7. Hverjum hefur verið veitt
aðstaða til rekstrar hótels og
verzlunar í umferðarmiðstöðinni?
8. Hver verður aðstaða sérleyfis-
hafa f umferðarmiðstöðinni, og
hvað þurfa þeir að greiða fyrir
þá aðstöðu á mánuði? 9. Má bú-
ast við því, að byggingarkostn
aður umferðamiðstöðvarinnar
Ieiði til fargjaldahækkunar ,á sér-
leyfisleiðum?
Samgöngumálaráðherra Ingólf-
ur Jónsson gaf eftirfarandi svör
við fyrirspurnunum: 1. Innb. sérl.
og hópferðagjöld kr. 13.418.113,62
vaxtatekjur kr. 973.855.36 og end
urgreiddur kostnaður kr. 72.578,
84 alls kr. 14.464.547,82.
2.
3. Bygging umferðarmiðstöðvar
innar hófst í aprílmánuði 1960.
4. Reykjavíkurborg hefur lagt
fram eina milljón króna til bygg
ingarinnar sjálfrar. 5. Hinn 1.
okt. 1965 var búið að greiða
16.002.000 vegna byggingarkostn
aðar, þá vora ógreiddar um tvær
milljónir króna vegna fram-
kvæmda síðustu 2 — 3 mánuðina.
í heild skiptist byggingakostn-
aðurinn nokkum veginn að jöfnu
milli húss og lóðar.
Rúmtak hússins er nokkuð á
níunda þúsund rúmmetra. Bygg-
ingarkostnaður sjálfs hússins ná-
lægt 1200 krónum pr. rúmmetra.
Skipt var um jarðveg á um það
bil 1400 fermetra svæði, og mun
meðal jarðvegsþykkt um 2 metr-
ar. Steypt og malbikuð bílastæði
era um 6000 fermetrar.
6. Þegar framkvæmd lýkur, sem
búizt er viÖ orðið geti á næstu
4 — 6 mánuðum, má ætla að bygg
ingakostnaður að meðtöldum vöxt
um á byggingatímanum verði um
19 millj. króna.
7. Sumarið 1964 var aðstaða til
veitingareksturs auglýst laus til
umsóknar. Gerður hefur verið
samningur við h.f. Hlað um að
hlutafélafið leigi þessa aðstöðu.
8. Sérleyfishafar fá til afnota
afgreiðsluaðstöðu í aðalsal, rúm-
góða vörageymslu fyrir smærri
vörusendingar og 5 skrifstofuher
bergi, auk bílastæða úti við. Mán
aðarleiga er ákveðin kr. 10.000,
00 pr. mánuð.
9. Til fargjaldahækkana mun
ekki koma vegna flutnings sér-
leyfishafa í stöðina, og stefnt er/
að því að sérleyfisgjald þurfi ekki
að hækka frá því, sem nú er.
Að lokum sagði ráðherra að
sérleyfishafar mundu flytja f um
ferðarmiðstöðina fyrir næstu
helgi.
Fyrirspurnar um sjónvarpsmál
frá Gils Guðmundssyni er getið
annars staðar í blaðinu.
Innb. sérleyfis- og hópferðagjöld
Vaxtatekjur
Kostn. endurgr. frá Samgöngumálar. ’42
Framlag til Ferðaskrifst. ríkisins
Kostn. við framkvæmd sérleyfislaga
Styrkur til gistihúsa 1942 —’48
Eftirgefin sérleyfisgjöld
Afskrifað skuldabréf
Greitt til byggingar umferðarmiðstöðvar
Lán til gistihúsa
Mismunur
Tekjur
j.3.418.113,62
973.855,36
72.578,84
Gjöld
2.143
6.849
399
16
45
4.570
314.
125
055,17
.624,00
.893,40
500.00
000.00
.000,00
643,00
832.25
14.464.547,82 14.464.547,82