Vísir - 18.11.1965, Blaðsíða 7
T ög voru fótum troðtn, dómar að
engu hafðir, grið rofin og líf
og eignir alþýðu í varga klóm.
íslenzkir höfðingj'ar hrifsuðu á
víxl til sín eignir og völd. Þetta
gat gerzt, vegna þess að fram-
kvæmdavald ríkisins var ómátt-
ugt, eða raunverulega ekki til. Af-
leiðingin varð sú ,að þjóðin varð
erlendu valdi auðfengin bráð, og
þjóðin þjáðist í meira en sex aldir.
Þannig fer jafnan fyrir þeim þjóð-
um ,er traðka á sínum eigin lögum |
og rjúfa frið og grið í landi sínu. j
Svo sem að ofan er lýst var í
aldarhátturinn á íslandi fyrir sjö |
hundruð árum. „Höfum við geng-
ið til góðs“ —. Vissulega höfum
við gert það á mörgum sviðum. j
En þó er' enn furðu mikið í blóði !
okkar af Sturlungaeðlinu, og þvf;
lakasta. Við nútímamenn þolum
ekki lög og reglur. Skirrumst ekki
við að traðka á landslögum og
sýna framkvæmdavaldinu fyllsta
mótþróa, ef þeir, sem með það
fara gegna skyldum sínum á þann
veg, sem þeir sjálfir álíta réttast,
en er ekki Pétri og Páli þóknan
legt, vegna eiginhagsmuna, eða
skoðana. En nýasta dæmi þessa
eru viðbrögð nokkurra starfs-
manna á bæjarfógetaskrifstofunni
í Hafnarfirði, nú fyrir fáum dög-
um, með Jón Finnsson fulltrúa i
fararbroddi, svo og upphlaup fimm
hreppstjóra á Suðurnesjum. Allir
þessir menn hóta að hlaupa frá
störfum sínum I þeim tilgangi, að
þvinga framkvæmdavald rfkisins
til að lúta þeirra eigin vilja.
JJómsmálaráðherra hafði nefni-
lega leyft sér, að skipa í sýslu
mannsembættið í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og bæjarfógetaembætt
ið í Hafnarfirði, þann manninn af
þremur ágætum umsækjendum,
sem hann, dómsmálaráðherra eftir
staðgóða yfirvegun og athugun á
öllum aðstæðum, taldi hafa ótví-
ræðastan rétt til að fá embættið.
En samkvæmt síðar fram komnu,
virðist ráðherrann hafa hent sú
yfirsjón, að afsala sér ekki veit-
ingavaldinu í hendur fyrr nefnds
skrifstofufólks og a. m. k. hrepp-
stjóranna fimm. Um það ber ekki
að sakast að menn mótmæli á sið
ferðilegan hátt því, sem þeir telja
miður fara, en illkynjaður mót-
eftir Steingrím Daviðsson
þrói við löglegar ákvarðanir ríkis
valdsins er refsingarvert athæfi.
Jóhann Hafstein dómsmálaráð-
herra þolir vel, án þess að blikna
eða blána, skammir þær og róg er
á honum dynja nú daglega, og
sem runnar eru undan rótum J. F.
og hans fylgifiska. Ráðherrann er
þjóðkunnur fyrir réttsýni og mik
inn velvilja í garð allra, jafnt and
stæðinga sinna sem fylgismanna.
Einar Ingimundars. bæjarfógeti
er kunnur fyrir ágætann embættis
rekstur, og mjög eru rómaðar vin
sældir hans á Siglufirði svo og
annars staðar, þar sem hann er
þekktur Enda er sannmæli allra
er honum hafa kynnzt að hann sé
drengur góður, í þeirra orða fyllstu
og fornu merkingu.
Vafalaust lægir öldumar bráð-
Iega, augnabliks ofsinn hjaðnar
þama í Hafnarfirði og þar um slóð
ir, menn þar ná aftur fullu ráði
og fara að hugsa um málin með
stillingu, þá mun vel skipast með
þeim og hinum ágæta manni, sem
þeir fá í sæti bæjarfógeta og sýslu
manns í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu.
í keppni geta ekki allir sigrað.
En það er helguð venja vel siðra
kappleiksmanna, að þeir sigruðu
taka í hönd sigurvegarans að lokn
um Ieik og biðja hann vel að njóta
Að gremjast tapið er mannlegt, en
drengilegt að bregðast vel við og
búa sig undir næsta leik með festu
og djörfung en ekki myrkur í huga.
'jp’g leyfi mér að hugsa þannig:
Þegar Bjöm Sveinbjörnsson sá
hvað verða vildi um viðbrögð
sumra undirsáta sinna, átti hann
þegar að bera klæði á vopnin og
forða þeim frá frumhlaupi, sem
þeim er til lítils sóma. Ef bæjar-
fógetinn hefði þann veg að málum
búið, þá hefði hann hlotið verðugt
lof allra góðgjama manna, og
drengskap hans lengi við bmgðið.
Hreppstjóraembættið er nú að-
eins svipur hjá sjón þess er áður
ÁRBÆJARHVERFI
Höfum til sölu 3 og 4 herb. íbúðir tilbúnar
undir tréverk og málningu með tvöföldu gleri
og svalahurð. Öll sameign pússuð utan sem
irinan og málað. Allar sameiginlegar hurðir
verða komnar. Geymsla með hurð og hillum
fylgir hverri íbúð. íbúðirnar verða tilbúnar
seinnipart næsta árs og er miðað við að út-
borgun sé 100 þús. Eftirstöðvar má greiða á
8 mán. Veðdeildarlán verður tekið upp í eftir
stöðvar. Kynnið ykkur verð og skilmála á
skrifstofu vorri. Teikningar á skrifstafunni.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNBR
Austurstræti 10, 5. hæð Simi 24850. Kvöldshni 37272
var og sem slíkt þýðingarlítið í
stjórnsýslu þjóðarinnar. Þess
vegna hefði verið ástæða til að
deila á dómsmálaráðherra fyrir að
hækka laun hreppstjóra en afnema
ekki þetta úrelta embætti og spara
þannig nokkur útgjöld ríkisins.
Hreppstjóraembættin eru vafalaust
skipuð ágætis mönnum, en svo
gagnslítil eru þau, að þjóðarskútan
mundi ekki einu sinni taka dýfur
hvað þá bera í strand, þó allir
hreppstjórar í landinu hlypu frá
borði á sömu stundu.
Þegnskapur og drenglyndi ætti
að réttri þróun ,að vera það mun
meira en fyrir sjö öldum, að yfir
troðsla gegn rétt kjörnum stjóm-
arvöldum ríkisins væri óþekkt fyr
irbæri í okkar velferðar ríki.
Og rógi blandið vatn skyldu all
ir forðast að nota á sína myllu,
því minnsta öreind úðans gegn-
sýrir mélið, og getur þá valdið
fári í mannfólkinu í heilum byggða
lögum, hafs og heiða milli.
í Gleraugnabúðin
Laugavegi 46 . Sími 11945 . Reykjavflc
Model 1966 nýkomið
Höfum fengið glæsilegt
úrval af karlmanns og
kvenmanns umgjörðum.
Einnig mikið úrval af
barnaumgjörðum.
Mjög fallegar teak um-
gjörðir nýkomnar.
Afgreiðsia samdægurs.
Tökum við receptum frá
öllum augnlæknum.
iu
# JÓNAS KRISTJÁNSSON:
MAÐURINN, MANNFÉLAGIÐ 0G MENNINGIN
"JYJaðurinn reynir yfirleitt að
x A skapa reglu i umheimi sín-
um Hann flokkar atburði, hluti
og persónur og raðar þessu í
ákveðnar hillur. f augum hans
hefur hver atburður ákveðinn
i tilgang.
Talið er, að dýr hafi ekki
slíka hæfileika til flokkunar og
að þeim finnist umheimurinn
vera óútreiknanlegur og sjálfum
sér ósamkvæmur. Þau sjái enga
reglu í hlutunum.
§Hins vegar er mjög algengt
að menn flokki um of og finn-
ist skipulag umheimsins vera
meira en það er í raun og veru.
Sumir þykjast t.d. sjá samhengi
milli aðstöðu stjarnanna og at-
burða mannkynssögunnar
Hjátrú er ein tilraunin til að
skapa reglu i umheimi, sem í
rauninni er að miklu leyti óút
skýranlegur. Meðal frumstæðra
þjóða er hjátrúin mikilvæg
hækja, sem hjálpar mönnum að
komast yfir geigvænlega at-
burði, svo sem uppskerubresti
eða veikindi. Þessar þjóðir
hugsa sem svo: Uppskeran
brást, af því að andamir voru
reiðir, og þeir blíðkast, ef við
gerum þetta eða hitt.
En við erum öll meira eða
minna hjátrúarfull. Má nefna
svörtu kettina og korgrandirn-
ar í kaffibollunum sem dæmi
um það.
Börn eru hjátrúarfyllri en
fullorðnir líklega vegna þess
að aðstaða þeirra er ótryggari
og reynsla þeirra mmni. Sami
maður getur verið mismunandi
gagnrýninn eftir því, í hvaða
aðstöðu hann er. Sjúkur maður
eða ellímóður er Ifklegri en
hinn heilbrigði til að álíta of-
urmannlega reglu stjóma heim
inum og þetta álit verður oft
til mikillar huggunar
Maður, sem berst í styrjöld,
hefur mjög einfalda flokkun á
öðrum hermönnum i stríðinu.
Óvinirnir eru allir afstyrmi
eins og þeir leggja sig, en sam-
herjarnir eru hreinir englar
allir saman. í venjulegu borgara
legu lffi eru límimar yfirieitt
ekki svona hreirtar, en þó má
t.d. nefna, að menn álíta flokks
bræður sína yfirleitt vera á-
gætismenn en menn í öðrum
flokkum frekar grunsamlega.
Það er sandur atriða, sem við
álítum samhengi vera í, án
þess að nein rök bendi til þess.
Má nefna að menn telja ennis-
hæð og gáfur fara yfirleitt
saman, en rannsóknir hafa leitt
í Ijós, að næstum ekkert sam-
hengi er á milli ennishæðar og
gáfna (fylgnin er 0.10),
Hverjum manni er mjög erf-
itt að viðurkenna, að eitthvað
sé óútreiknanlegt eða óútskýr-
anlegt, að „kaos“ ríki f ein-
hverjum efnum. Yfirleitt grípa
menn heldur til hálmstráa frem
ur en að þola óvissuna. Þegar
menn hafa í huga sfnum mynd-
að sér skúffur og flokkunar-
kerfi fyrir alla atburði, komast
þeir hjá óvissunni og myrkr-
inu, sem henni fylgir.
Menn eru yfirleitt gjamir á
að taka afstöðu til allra hngs-
anlegra mála, ef þeir eru spurð
ir, jafnvel þótt þeir hafi ekk-
ert vit á málunum og geti á
engan hátt leitt gild rök að á-
liti sfnu. Ef þú spyrð einhvem
að því, hvers vegna hann
kjósi þennan eða hfrm flokkinn
muntu oftast komast að raun
um, að ímynduð rök hans geta
illa hulið, að hann gerir það
af gömlum vana, af þvf að hann
hefur raðað þessum flokki f eitt
skipti fyrir öll á hillu góðra |
hluta.
Það nálgast hetjuskap að
geta þolað óvissu, enda leggja
fæstir út í að vera óákveðnir
eða láta sig skora svör og út-
skýringar. Þessi ótti við óviss-
una hefur verið kallaður tóma-
rúmsótti (horror vacui) eða
umburðarleysi gegn tvfræði
(inolerance of ambiguity).
Hjátrú og fullvissa