Vísir - 18.11.1965, Side 8
8
ViSIR • Fimmtudagur 18. nóvember 1965.
VISIR
Breytt viðhorf
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvæmdastjóri: Agnar Ólafsson
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson
Þorsteinn Ó. Thorarensen
Auglýsingastj.: Halldór Jónsson
Sölustjóri: Herbert Guðmundsson
Ritstjórn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald: kr. 80,00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7,00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Síldin og jbjóðin
Síldaraflinn norðan lands og austan er nú orðinn 500 (
þúsund málum og tunnum meiri en á sama tíma í
fyrra, og er heildaraflinn á þessum veiðisvæðum nú
3.5 millj. mál. Þetta eru ánægjuleg tíðindi fyrir alla
þá mörgu, sem við síldveiði fást, jafnt sem aðra.
Öðru hvoru heyrist því fleygt í málgögnum
stjórnarandstöðunnar að hér sé um einstaka heppni
og góðæri gjöfullar náttúru að ræða. Liggur við að
stjórnarandstaðan harmi að svo vel skuli ganga í
landinu meðan núverandi ríkisstjórn situr í sessi! Auð-
vitað er slíkt tal hin mesta firra. Meginástæðan til
þess hve vel hefur aflazt hin síðustu ár er hinn glæsti
nýi síldveiðifloti, þau fullkomnu skip, sem bætzt hafa
í hópinn, og svo hin mikla tækni, sem nú er notuð
við veiðarnar. Það er ekki sízt rétt stjórnarstefna,
sem gert hefur þessa umbyltingu framkvæmanlega.
Gjaldeyrishungruð þjóð getur ekki keypt síldarflota
fyrir hundruð milljónir króna. Þess vegna minnumst
við þess, á þessu mikla síldarári, að það er ekki nóg
að fiskurinn syndi í sjónum. Velmegandi sjávarútveg-
ur er undirstaða veiðanna.
Jngólfur Jónsson samgöngumálaráðherra benti rétti-
lega á það í þingumræðum í fyrradag, að óánægjan,
sem í fyrstu varð vart hjá sumum með vegatollinn á
Keflavíkurveginum, hefur nú hjaðnað. Upphæð gjalds
ins er að flestra dómi sanngjörn, enda hefur þegar
komið í ljós hver sparnaður það er bifreiðastjórum
að aka nýja veginn. Ekki eingöngu sparast mikið
benzín, heldur einnig viðhald og tími, sem örugglega
er samtals meira virði en gjaldið, sem greitt er. Er
ekki um það að efast, að væri skoðanakönnun látin
fara fram meðal íbúa Suðurnesja um það hvort þeir
vildu heldur hverfa til gamla vegarins gjaldlausir,
myndi allur þorri þeirra kjósa nýja veginn. Hitt er
svo sjálfsagt að taka til athugunar greinargerð sam-
bands vörubifreiðastjóra og athuga hvort óánægja
þeirra er á rökum reist og gera þá þar á nauðsynleg-
ar leiðréttingar.
Merkur bókaflokkur
Á§æt ráðabreytni var það hjá stjórn Almenna bóka-
félagsins að hefja útgáfu á flokki alfræðibóka um
lífið á jörðinni, vísindi og tækni. Er fyrsta bókin nú
komin út, Fruman, í þýðingu dr. Sturlu Friðriksson-
ar, erfðafræðings. í ljósu og skýru máli verður furðu-
heimum þeirrar veraldar, sem við byggjum, upp lokið
fyrir ungum sem öldnum. Þessi útgáfa er menningar-
legt framtak og sýnir það, að AB stendur vel í stöðu
sinni sem merkasta bókaútgáfa samtíðarinnar.
ER ÞETTA
FYRIRBÆRI ?
* Eftirfarandi grein hefnr for-
stöðumaður Heimatrúboðsins
sent Vísi og óskað eftir birt-
ingu hennar hér í blaðinu:
„Ólukku tillagan hans Sig-
urðar Vigfússonar, sem var
„kveðin niður“, hefur alls ekki
legið kyrr. Meira að segja er
hún nú orðin svo fyrirferðamikil
að hin gagnmerka ályktunartil-
laga, sem allir fundarmenn —
utan einn — greiddu sitt at-
kvæði, er að þvi komin að falla
í skuggann fyrir ljóma hennar.
Og ekki kæmi mér á óvart, þótt
einhverjir væru teknir til að
berja sér í þessum stóra vanda,
en bót í máli er það, að enn
munu þó vera til með þjóð vorri
menn, sem kunna tökin á þess-
um ótætis „kverúlentum“. Ann-
ars var það nú þessi hægláti
„kirkjufundarhvellur" hans Páls
V. G. Kolka, sem ég var að
virða fyrir mér. Hann er til sýn-
is í Vísi frá 13. þ. m. Mér
virðist hann í öllu tilliti næsta
hlálegur. Með þessum „hvelli“
virðist mér það helzta áhuga-
mál læknisins að mín persóna
sé gerð sem aumust, en tilburð
imir við það eru þess eðlis, að
með mér vekja þeir ekki vott
sársauka eða reiði, heldur að-
eins meðaumkun og það því
fremur þar sem hér er um lífs-
reyndan mann að ræða.
Ég get þó ekkihnná^^öfer'
nokkrar athugasemdi'r'við þössa 1
mjög svo sundurlausu þáriká
læknisins, þótt þeir að vísu
stangist um of á innbyrðis og
beri því fremur vott um bágt
heilsufar.
Að ég hafi gjört „uppsteit“ á
hinum almenna kirkjufundi, er
nánast sagt öfugmæli. P. V. G.
K. játar, að tillaga min hafi af
fundinum verið tekin tll með-
ferðar. Fyrst svo var gjört,
hlaut- ég að hafa rétt til að
gjöra grein fyrir tilgangi mín-
um með flutningi hennar, enda
ekkert þvi til fyrirstöðu af hálfu
fundarstjóra, aðeins eftir á þótti
honum ég hafa fylgt henni full
fast úr hlaði, en,það gjörði ég
satt að segja ekkert með, gat 1
raunar glaðst yfir því, að hann
fengi enn á ný tækifæri til að
geta sagt nokkur vel valin orð.
Þá tel ég það ekki rétt, að ég
hafi veitzt „harkalega að fjar-
stöddum mönum“ það var mál
efnið sem ég fór með og beindi
því með fullri alvöru að fundar-
mönnum. Um þetta ber líka til
laga mfn sjálf vitni. Ég fór ekki
fram á vítur á neina menn, fór
fram á það, að fundurinn lýsti
ókurteislegan og ókirkjulegan
þann boðskap, sem 1 tillögu
minni var síteraður og fékkst
hinsvegar ekki, og má ég nú
raunar þrátt fyrir allt, úr því
sem komið er una vel mínum
hlut hvað þetta áhrærir. Að
ég hafi reynt að skjóta mér bak
við tillögu fundarins er fráleitur
misskilningur. Ég gaf Vísi leyfi
til að birta mína tillögu. Ég var
ekki aðeins fús til að bera hana
upp innan dyra, heldur og reiðu
búinn til að standa við hana
utan dyra. Og það mun ég gera
hvar sem er og hvenær sem er.
Ég afbið mér því allt mas um
„óskammfeilni í garð“ fundar-
ins. Vísa því, ásamt öðrum
bamalegum páfagælum til sinna
réttu föðurhúsa. Þá mætti ráða
af orðum læknisins, að ég væri
líklegur til þess að „klína“ ein-
hverjum „stimpli" á kirkjuna.
Eigi læknirinn við það, að ég tel
kirkju Krists helga stofmm,
sem beri að virða, þá hann um
það. Þann stimpil hafði ég
Sigurður Vigfússon.
hvorki smíðað eða merkt þá
kirkju með; það hefir sá gjört,
sériiv téldð hefir á sig meíri van-
virðu' ogi’þyngri dóm en ég er
fær um. Fyrir mér er kirkja
Krists annað og meira en trúar-
bragðaskjóða. Hún er stofnun,
sem á sér eigin stjórnarskrá —
Guðsorð. Og þess ber vel að
gæta, að kirkjan er ekki höfund
ur syndafallskenningarinnar og
á heldur ekki frumkvæðið að
þeirri lífshjálp, sem í Fagnaðar
erindinu er framrétt. Að lýsa
vitnisburði Ritningarinnar þar
um úreltan og ósannan.getur
því aldrei skoðazt gagnrýni á
kirkjuna,. heldur er það árás á
stofnanda hennar, Drottia Guð.
Vegna þess konar aðfarar flutti
ég mína tillögu, sem nú virðist
hafa komið fremur óþægilega
við andlegt taugakerfi mætra
manna. En hvað um það, ég kýs
mér fremur krossinn en sjötta
skilningarvitið. Og skoða það
fremur fátæklegan vopnaburð
og lélegan til frama, að leitast
við að gera sig stóran með stað
lausum orðum, eða hvenær hefi
ég „krafizt" dómaravalds um
trúmál? Ég held það vera harla
lítinn ávinning „að skjóta sér
bak við“ slíka, ætli maður sér
að fá umflúið hættuna. í þessu
tilfelli var nú heldur alls ekki
um neina hættu að ræða, hvað
mig snerti. Ég hafði ekkert að
óttast, þurfti engu að leyna.
Trú mín er ekki byggð á vís-
dómi manna. „Þess vegna, eins
og syndin kom inn í heiminn
fyrir einn mann ,og dauðinn fyr-
ir syndina, og dauðinn þannig er
runninn til allra manna . . .
þannig leiðir og af réttlætis-
verki eins réttlæting til lífs fyr-
ir alla menn . . . því að laun
syndarinnar er dauði, en náðar
gjöf Guðs er eilíft líf fyrir sam-
félagið við Krist Jesúm Drott-
in vom“. Róm. 5—6. „Þetta er
vitnisburður Guðs, að hann hef
ir vitnað um son sinn. Sá sem
trúir á Guðs son, hefir vitnis-
burðinn i honum; sá sem ekki
trúir Guði, hefir gjört hann að
lygara, af bví að hann hefir ekki
trúað á þann vitnisburð, sem
Guð hefir vitnað um son sinn“.
1. Jóh. 5. hs usv
Ég veit mig því' sájuhólpinn
fyrir það eitt, að Jesús 4ó vegna
minna synda. Og ég tileinka
mér náð Guðs í trúnni sam-
kvæmt skýringu Lúthers á ann-
arri grein trúarjátningar kirkj-
unnar. Þetta er sú trú, sem ég
hefi komizt að raun um að Jesús
er höfundur að, lof sé góðum
Guði. Að lokum vildi ég svo
mega biðja lækninn þess, að
gefi hann frekari lýsingu á mér,
þá láti hann nafn þess sam-
félags, er ég þjóna vera rétt
með farið, en það er: Heimatrú-
boðið. Ég tel að það nafn ætti
ekki að verða mér vegsauki um
of í augum vísindalegra trú-
manna.
Hittumst svo vonandi heilir á
næs\a kirkjufundi eða ef til vill
fyrr. Sigurður Vigfússon.
Flaug á þrem hreyflum
til Montreal i Kanada
í fyrradag var flogið vestur
til Amerfku til Montreal í Kan-
ada með Rolls Royce flugvél
Loftleiða, sem varð fyrir óhapp,
inu á Keflavíkurflugvelli á dög
unum. Flugvélinni var flogið
með aðeins þrjá hreyfla í gangi
en slfkt er algerlega hættulaust
þar sem hreyflaorka vélarinnar
er það mikil, enda var flugvélin
óhlaðin.
Eftir óhappið á dögunum voru
tveir hreyflar vélarinnar ó-
virkir. Var einn nýr hreyfill af
þeirri gerð til á Keflavíkurflug-
velli og var hann settur í í stað
inn fyrir annan óvirka hreyfil-
inn. Úti í Montreal verður svo
settur hreyfill í sem kemur í
stað hins óvirka hreyfils. Við
gerð sú mun ekki taka langan
tíma, það er ekki nema fárra
daga verk að skipta um hreyfil
í vélum, fleiður þau sem vélin
hlaut á ytra borði af steinkasti
voru einnig sáralítil svo flug
vélin á að geta verið tilbúin til
notkunar eftir skamman tima.
Það er enn ekki upplýst af
hvaða sökum óhappið varð um
daginn. Á nú að kanna hina ó-
virku hreyfla og sjá hvort ein-
hver skýring fæst f þeim á því
sem gerðist. En vanur flugmað-
ur var við stjórn vélarinnar og
þykir ótrúlegt að vélin hafi far-
ið að snúast til á brautinni
nema um einhverja bilun hafi
verið að ræða.
Þegar vélin stöðvaðist voru
sem fyrr segir tveir hreyflar ó-
virkir, en óvíst um orsakasam-
bandið milli þess og óhappsins
þar sem hreyflarnir kunna að
hafa skemmzt við það að vélin
fór út af brautinni og að smá
steinar kunni þá að hafa sogazt
inn í hreyflana og valdið
skemmdum.
sasæe