Vísir - 18.11.1965, Page 15
VIS IR . Fimmtudagur 18. nóvember 1965.
7
47.
á hvað á blautum veginum, og að
bílstjórinn átti fullt í fangi með að
hafa stjórn á honum. Taugar mínar
strengdust og ég beið þess í ofvæni
að heyra brakið og brestina þegar
bíll þeirra Gregoris skvlli á hlið
Jagúarins.
En af því varð ekki; einhvern
veginn tókst þeim, sem undir stýri
sat, að hemla og stöðva bílinn á
síðustu stundu, dálítið til vinstri í
hliðargötunni. Ég snaraðist upp að
Jagúarnum; vegna ljóskastarans
var ólíklegt að þeir, sem sátu
framí bílnum, sæju til ferða minna,
þrátt fyrir sterkt skin framljós-
anna. Ég er ekki að halda því fram,
að ég sé nein meistaraskytta, en
ekki þurfti nema tvö skot úr þeirri
japönsku til að mola glerin á fram-
ljósunum og slökkva þau. í sömu
svifum staðnæmdist annar bfll ör-
skammt fyrir aftan þann stolna;
það var lögreglubillinn, sem veitt
hafði honum eftirför.
Þá var dyrunum hægra megin
á stolna bílnum hrundið upp, og
tveir karlmenn ruddust út. Brot úr
andrá hafði ég þá í miði, svo að
það hefði verið hægur nærri fyrir
mig að bana þeim báðum, en éin-
hverra hluta vegna, sem ég fékk
hvorki skilið né skýrt seinna, þá
hikaði ég. Og þar með var úti um
það tækifæri, þvi að Mary var
dregin út úr bflnum í sömu svifcim
svo harkalega, að hún veinaði, og
hrundið fram fyrir Gregori, sem
miðaði á mig skammbyssu sinni,
yfir hægri öxl hennar. Hinn ná-
unginn var lágvaxinn og baraxla
Suðurlandabúi, sem hélt á hlaup-
stórri skammbyssu í vinstri hendi.
I vinstri hendi — og þá minntist
ég þess, að svo hafði virzt sem sá,
er klippti á girðingarstrengina að
Mordon, væri örvhentur. Þama var
þá morðingi Clandons og dr. Baxf-
ers sennilega kominn Morðingi
var hann að minnsta kosti, slflrt
leynir sér aldrei — alltaf eitthvað
í svipnum og augnaráðinu, sem er
sameiginlegt öllum morðingjum.
Og Gregori? Það var sá hinn sami
Gregori, sem ég þekkti, hár vexti,
dökkur á brún og brá, en hárið
nokkuð farið að grána. Og samt
var eitthvað, sem gerði, að þetta
var allt annar maður að sjá. Hann
bar ekki lengur gleraugun.
„Cavell“, tók hann til máls, og
röddin var róleg, næstum alúðleg.
„Ég átti þess kost að myrða þig
fyrir nokkrum vikum. Slæm yfir-
sjón, að ég skyldi ekki láta verða
af því. Ég hafði einmitt verið var-
aður við þér, en ég tók ekkert mark
á því“.
Ég hafði látið marghleypuna siga
og horfði nú beint inn í hlaupið á
skammbyssunni, sem sá lágvaxni
miðaði á mig. „Þessi kur.r.ingi binn
er örvhentur, Gregori", sagði ég.
„Það er semsagt hann, sem myrti
þá báða, dr. Baxter og Clandon".
„Satt segirðu“, varð Gregori að
orði og herti um leið tak'ð á Mary.
Hár hennar var úfið andlitið 6-
hreint og mar fyrir ofan hægéa
augað, sennilega hafði hún gert ti*l-
raun til að flýja, þó að vonlaust
væri. En það varð ekki á henni séð,
að hún væri skelfd. „Já, þeir höfðu
á réttu að standa, sem vöruðu mig
við“, mælti Gregori enn. „Þetta er
Henriques, að ... aðstoðarforingi
minn. Hann ber auk þess ábyrgð
á nokkrum öðrum ... slysum. Þar
á meðal þeim smávægilegu meiðsl-
um, sem þú hefur orðið fyrir, Ca-
vell“.
Ég kinkaði kolli. Þetta var mjög
sennilegt. Henriques hafði allt útlit
til að geta verið böðull. Ég þurfti
ekki annað en að virða fyrir mér
hörkuna og hatrið í svipnum og
tómleikann I augunum til að sann-
færast um, að Gregori sagði satt.
Ekki það, að sök hans yrði minni
fyrir það. En þetta gerði allt sam-
kvæmara og skiljanlegra. Glæpa-
snillingur, eins og Gregori, skertu
sjaldnast sjálfir hár á höfði þeirra,
sem þeir áttu í höggi við.
Gregori varð litið til Iögreglu-
mannanna tveggja, sem veitt höfðu
honum eftirför og nálguðust þá nú
að baki þeim. Hann gaf Henriques
bendingu, sem sneri sér að þeim
og hafði skammbyssuna I miði. Þeir
námu staðar, en ég gekk skrefi
nær Gregori og miðaði á hann
marghleypu minni.
„Gættu þin, Cavell“, sagði hann
um leið og hann þrýsti hlaupinu á
skammbyssu sinni svo fast í síðu
Mary, að hún kveinkaði sér. ,,Ég
hika ekki við að hleypa af...“
Ég nálgaðist hann enn um skref.
Það voru aðeins fjögur fet á milli
okkar. „Þú gerir henni ekki mein,
ella drep ég þig, það veiztu. Ham-
ingjan mð vita. hvað þú ætlast fyr-
ir, en eitthvað stórkostlegt má það
vera, fyrst bú hefur lagt á þig allt
þetta skiptclae og undirbúning, og
ef þú teíur, ?* bað geti réttlætt þau
morð. sem bú heíur látið fremja.
En hvað svo sem bað er, þá hef-
urðti ekkJ eim náð bvf marki. Og
þú eklti að varpa því öllu fvr-
ir róffe með því að myrða eigin-
konn mína".
„Frelsaðu mig frá þessum and-
styggilega náunga, Pierre", mælti
Marv, og rödd hennar var !ág, og
óstyrk.
„Kann gerir þér ekki neitt, vina
min.“, r--araði ég. „Hann þorir það
ekvri. Og hann gerir sér það ljóst“.
„Þú þykist víst vera talsverður
sálfræðlngur, Cavell“, og rödd hans
var enn sera fyrr aiúðleg og róleg.
Þá gerðist það allt í einu, að hann
rak sig utan í bílinn, missti jafn-
vægið og hálfhratt Mary í fang
mér. Og þar sem ég var allsendis
óviðbúinn, varð ég að hörfa um
skref til að taka af henni höggið.
Áður en ég hafði náð jafnvæginu
til fulls, hafði. ég ýtt henni til ei-
lítið til hliðar, nóg til þess, að ég
gat enn miðað marghleypunni á
Gregori, sem hélt á einhverju I út-
réttri hendi — kúptu glerhyíki með
innsigli á stútnum, en í hinni hélt
hann stálhylkinu, sem hann hafði
dregið glerhylkið upp úr.
Mér varð litið um öxl, og sá,
að þeir Hardanger og hershöfðing-
inn höfðu báðir miðað marghleyp-
um, sínu® á Gregori um leið og
hanri sleppti taki á Mary.
„SkjötHS ekki,“ mælti ég lágt og
skipandi. „Glerhvlkið, sem hann
heldur á, inniheldur djöflaveirur.
Þið vitið, hvað verður, ef hylkið
brotnar."
Þeir voru ekki í neinum vafa um
það. Ég mundi ekki í svipinn hve
langan tíma það mundi taka, að
allt líf gereyddist á Bretlandi eft-
ir að djöflaveirunni hefði verið
sleppt lausri. Það skipti heldur
ekki máli, eins og á stóð.
„Rétt til getið," mælti Gregori
ofboð rólega. „Rautt innsigli tákn
ar, að glerhylkin hafi taugalömun-
arsýkla að geyma, blátt djöfla-
veiruna. Ég bið ykkur að hafa það
hugfast, að mér kemur ekki til
hugar að beita brellum. í kvöld
geri ég mér vonir um að ná þvl
takmarki, sem ég hef lengi keppt
að. Ef mér verður ekki leyft það,
stendur mér á sama um mitt eigið
líf. Þá brýt ég þetta litla gler-
hylki. Ég bið ykkur enn einu sinni
að hafa hugfast, að mér er fyllsta
alvara.“
Hann þurfti ekki að endurtaka
þá aðvörun. Ég trúði honum skil-
vrðislaust. Hann var snarbrjálað-
ur. „Hvað um aðstoðarforingja
þinn, Henriques?“ spurði ég.
„Hvernig sættir hann sig við
þessa afstöðu þína gagnvart líf-
inu, hans ekki síður en þfnu?“
„Ég hef einu sinni bjargað hon-
um frá drukknun og tvívegis frá
aftöku. Þar að auki er hann bæði
heyrnarlaus og mállaus, og getur
því ekki fylgzt að öllu leyti með
því, sem fram fer.“
„Þú ert kolbrjálaður," mælti ég
„Þú sagðir okkur í gær, að ekkert
: gæti stöðvað útbreiðslu og tímg-
, un djöflaveirunnar. hvorki veður
né haf, eldur né ís.“
„Ég geri ráð fyrir, að ég hafi
sízt farið þar með neinar ýkjur.
Og Vomist ég ekk? bjá bana, gild-
ir mig einu þó að gervallt mann-
kyn verði mér þar samferða."
„Það getur ekki verið alvara
þín. Þess finnast ekki dæmi f allri
glæpasögunni, að nokkurn tíma
hafi verið uppi svo forhertur
afbrotamaður, að hann hafi lát
ið sig drcyma um slfkt, auk heldur
meir.“
„Kannski er ég ekki með öllum
mjalia," svaraði hann.
Hafi ég áður verið í vafa um,
að hann væri brjálaður, var ég
það ekkí iengur. Gripinn annar-
legri skelfingu, sem ég hafði al-
drei áður kennt, fylgdist ég með
hverri hreyfingu hans, þegar hann
handlék glerhylkið jafn kærulevs-
islega og það hefði ekkert nema
blávatn að geyma, laut niður og
lagði það á blauta mölina undir
tána á vinstri skó sínum, en stóð
í hælinn. Sem snöggvast kom mér
í hug hvort hörð skothrina úr
þeirri japönsku mundi ekki reyn
ast nógu kraftmikil til þess að
hann skylli aftur fyrir sig, en það
var ekki nema brot úr andrá.
Brjálaður maður gat leyft sér það
að hafa líf meðbræðra sinna að
leik, óbrjálaður maður ekki.
„Fg hef þaulprófeð styrkleika
slíkra hylkja," mælti hann jafn
alúðlega og áður. Það þarf ekki
nema þriggja kg. þunga til að
brjóta þau. Það vill svo til, að ég
hef stungið á mig blásýrutöflum,
sem ég ætla mér og Henriques,
tilraunir á dýrum hafa fært okkur
heim sanninn um það, að djöfla-
veiran veldur ólýsanlega kvala-
fullum dauða. Nú gerið þið svo vel
að ganga fram, einn og einn í einu
og réttið mér vopn ykkar. En gæt
ið þess um leið vandlega, að ekk
ert verði til að raska stöðujafn-
vægi mfnu, svo að ég stígi ekki
of fast í vinstri fótinn,- Þú fyrst
Cavell...
Ég teygði fram arminn og rétti
honum japönsku marghlevpuna
eins hægt og gætilega og mér var
' frekast unnt. Við hlutum að horf-
ast í augu við það, að við værum
gersamlega sigraðir; að þessi vit-
firringur ætti þar með opna leið
til undankomu og gæti hrundið sín-
um djöfullegu áformum óhindrað
í framkvæmd. En þessa andrá
skipti það í rauninni ekki neinu
máli — einungis það, að ekkert
yrði til að raska jafnvægisstöðu
UMBOÐSMENN
VISIS /
ÁRNESSÝSLU
ERU:
Á SELFOSSI
Kaupfélagið Höfn
og Arinbjörn
Sigurgeirsson
Á STOKKSEYRI
Benzinsala
Hraðfrystihússins
Á EYRARBAKKA
Lilian Óskarsdóttir,
Hjallatúni
| ÍHVERAGERÐI
Reykjafoss
í ÞORLÁKSHÖFN
Hörður Björgvinsson
UMBOÐSMENN
VISIS
SELJA BLAÐIÐ
k til fastra
KAUPENDA OG
I
I / LAUSASÖLU
v i s; r ,,
Askrifendaþjonusta
Áskriftar-
Kvartana-
Askriftar-
síminn er
11663
virka daga kí 9-19 nema
laugardaga kl 9-13.
Gangi ykkur báðum vel. Þakka þér fyrir
Tarzan, ég skal hugsa vel um Naomi.
Ég skal senda nokkra sjúkraliða í stað-
inn fyrir þessa einu hjúkrunarkonu. Skilaðu
kveðju frá mér til Ito Yeats hershöfðingi og
segðu honum að vera góður drengur.
Hann er sannarlega guðsgjöf handa Afr-
íku. Hefurðu nokkurn. tímann hitt annan
eins mann og Tarzan. Það getur verið að
ég sé ekki óvilhöll en ég held það.
AUGLÝSING
í VISI
eykur vidskiptin
aHBtoiliaSMBSiSdl