Vísir - 04.12.1965, Side 15
VlSIR . Laugardagur 4. desember 1965.
75
Hvað varð af
-K
Eftir
Louis Bromfield
Önnu Bolton?
Gdngunni upp sögann breiða var
lokið og ég tók mér stöðu fyrir
aftan Ruby, þegar lafði Háddon-
field, húsfreyja Haddonfield House
hafði boðið okkur velkomin, og
Ruby sagði:
— Þekkið þér herra Sorrell?
Og lafði Haddonfield svaraði:
— Nei, en það gleður mig að
kvnnast yður.
Og svo örlaði á stjómmálaleg
um slóttugheitum hjá henni, því
að hún bætti við:
—Þér eruð þó vænti ég ekki
hinn frægi David Sorrell?
—''Hvað sem fægð minni líður,
lafði Haddonfield, er nafn mitt
David Sorrell. Ég kom með Hillyer
hjónunum. Ég var gestur þeirra.
Ég varð þess var, að fylkingin
á leið upp stigann hafði stöðvazt
í bili. Ruby var að segja eitthvað
við Önnu, sem stóð þama, for
kunnarfögur en með sigurljóma í
hörðum svipnum. Ég gerði mér
grein fyrir, að það mundi ekki
hafa farið fram hjá henni, að nafn
mitt var nefnt, og ég sá, að nafn
ið David Sorrell lét henni kunnug
lega í eyrum, því að hún leit snöggt
til mín eins og til þess að komast
að raun um, hvort það væri ég,
sem kominn var. Ég veit nú, að
meðan þær skiptust á nokkrum
orðum, hún og Ruby, var hún að
hugleiða hvaða afstöðu hún ætti
að taka gagnvart mér, — hvort
hún ætti að láta uppskátt, að hún
þekkti mig frá fornu fari eða láta
sem hún hefði aldrei heyrt mig
nefndan á nafn fyrr. En þegar mér
yrði ljóst hvemig hún mundi snú
ast við þessu gæti ég svarað þeirri
spumingu hvort hún hefði raun-
verulega selt hið bezta í sjálfri sér
vegna glitljómans yfir þeirri sund
dirleitu hjörð, sem kringum hana
var.
Lafði Haddonfield fór að tala við
mig að nýju.
— Við verðum að ræðast við
frekar hvað líður. Það hlýtur að
vera svo margt hér í álfunni, sem
ekki hefur farið fram hjá yður.
Ég vissi vitanlega hvað klukkan
sló. Hún hugði mig hafa aðstöðu til
áhrifa, sem reyndust gagnleg henn
ar eigin áformum varðandi frama
manns hennar. Og svo gæti ég
frætt hana um sitt af hverju sem
var að gerast, en á fárra vitorði
var, f Rússlandi og Þýzkalandi. Og
sú vitneskja gæti einnig komið
henni að notum. Hún var kona, sem
lét ekki margt frá sér fara, eða
tækifærin ganga sér úr greipum.
En það varð eitthvað til bragðs
að taka, vegna fylkingarinnar að
baki okkar og fyrir neðan okkur,
sem beið þess að hreyfing kæmist
á, og hún sneri sér að önnu, og
sagði
— Þetta er herra Sorrell, þú
veizt — fréttaritarinn.
Ég hafði aldrei gleymt augunum
í henni Önnu — þau vom svo fag
urblá, og ef horft var í þau gat
tillitið orðið hlýtt og vinsamlegt
— en það gat líka orðið nístings
kalt. Ég hafði séð tillit þeirra breyt
ast þannig á einu andartaki, þegar
stolti hennar var misboðið. Og nú,
er hún horfði beint í augun á mér,
var tillit þeirra sviplaust — og ég
gat ekkert lesið úr því. f því var
enginn vottur þess, að hún hefði
þekkt mig, né heldur nokkur vott
ur undrunar eða fáts. Þetta að
minnsta kosti, hugsaði ég, hefir
hún lært að tileinka sér, að leyna
gersamlega hversu hugsunum henn
ar og tilfinningum var varið — þeg
ar henni bauð svo við að horfa.
— Það gleður mig að þér höfð
uð tækifæri til að koma. Það var
einkar vinsamlegt af frú Hillyer,
að bjóða yður að fljóta með. ,
—Það var vinsamlegt af yður,
að veita henni tækifæri, sem ég nú
nýt góðs af. Ég þakka.
Svo sneri hún sér að konu, sem
stóð fyrir framan mig, og fór að
tala við hana, en ég gekk inn í
danssalinn og hugsaði, gersamlega
beiskjulaust: Mín vegna máttu
tefla taflið með þessum hætti. Ég
skal ekki bregðast þér. En ég gat
ekki varizt því að hugsa, er ég
leit um öxl og sá þær önnu og
lafði Haddonfield heilsa hverjum
gestinum á fætur öðrum: Þarna
standa þær hlið við hlið, tvær harð
lyndustu og metnaðargjömustu
konur í álfunni, eins og hálf Evrópa
kæmi skríðandi að fótum þeirra.
Mér þótti það síður en svo mið
ur, er ég komst að þeirri niður-
stöðu ,að hvað sem öðru liði væri
það aðdáunarvert .hvernig henni
hafði tekizt að hafa sig áfram.
Hún átti langa baráttuleið að baki,
og var —að vissu leyti — orðin
allt önnur en hún var. Hún var
ekki lengur hin „villta og slæma“
en stolta Annie Scanlon. Er ég
leit hina heimsborgaralegu glæsi
konu, sem stóð þarna og tók á
móti fulltrúum hinnar deyjandi
Evrópu, fanst mér engu líkara en
að hún hefði aldrei þekkt Annie
Scanlon. Ég var alveg sannfærður
um, að undir eins og hún horfði á
mig vissi hún, að ég var Davi
Snorrel frá Lewisburg. Á þessum
áratug, sem liðinn var frá þvi við
hittumst ,hafði ég ekki getað tekið j
þeim breytingum, að hún þekkti
mig ekki aftur Karlmaður tekur j
ekki miklum útlitsbreytingum frá j
því hann er 25 ára þar til hann I
er orðinn 35. Ég hafði sannast að
segja breytzt miklu minna en Anna !
sjálf. Það var ekki snefill eftir af
þeim gelgjublæ sem á henni var
meðan hún var ung. Andlitsdrætt
ir hennar báru því enn vitni, að
hún hafði tekið í arf fegurð úrvals
stofns, en harðari voru þeir drættir
en forðum daga. Mér kom í hug
veðhlaupahryssa í þjálfun.
Þegar ég var að snúa mér við
veitti ég athygli annarri konu, sem
stóð nokkru fvrir aftan hana, Hún
var á að gizka um sextugt. Senni
lega hefði ég enga athygli veitt
henni, ef ekki hefði verið vegna
þess hve sérkennilega virðu — og
göfugleg hún var. Andlitið var fín
legt, nokkuð kinnbeinamikil, nefið
beint, og hárið greitt aftur, flétað
og bundið í hnút yfir hnakkagróf
inni. Hún var klædd einum þess
ara svörtu blúndukjóla ,sem óger
legt er að lýsa og gefa ekkert til
kynna, og konur geta komið fram
í hvenær sem er og hvar sem væri.
Það var svo sem auðséð, að hún
virti alla tízku og nútímasnyrtingu
að vettugi, örugg í þeirri vissu, að
skapfesta hennar og ættarmót,
myndu ávallt varpa ljóma á hana
hvar sem hún færi, og þess vegna
var hún f rauninni fegurst og
virðulegust allra þeirra kvenna sem
þama voru saman komnar og miklu
fegurri en Anna, þótt fögur væri,
þvf að hjá henni vottaði enn fyrir
í svipnum, því, sem algengt er —
og fegurri langtum en lafði Hadd
onfield, sem enn var fríð, en horuð
og dálítið rengluleg og minnti f1
aðra röndina á beinabera hryssu.!
All f einu sneri hún sér við ■
hækkaði röddina dálítið, og sagði.
— Gott kvöld, ungfrú Goodwin
mig langar til þess að kynna David
Sorrell, vin minn.
Ungfrú Goodwin sneri sér að mér
og brosti til mfn og bros hennar
var fagurt, en það var eins og vott
aði fyrir angurværð í því. Mér
fannst hún fegurri en ég hafði
gert mér grein fyrir.
Við ræddumst við smá stund,
ekki um neitt sérstakt. Hún spurði
mig hve lengi ég hefði verið í Lund
únum nú og hvaðan ég hefði komið
Og Ruby sagði eitthvað á þá leið
að allt benti til að allt mundi tak
ast eins vel og bezt varð á kosið
hófið varðandi, og svipur ungfrú
Goodwin varð bliður.
— Já, sagði hún, það er næst
um eins og í gamla daga þegar
konungurinn var enn á lífi.
Ég gat þegar gert mér betur
grein fyrir henni. Hún var „Edward
ian“, Játvarðs-aðdáandi, og kon
ungurinn, sem hún drap á var
Játvarður VII. Síðan er hann lézt
hafði allt haft á sér svip leiða í
þeirra augum og ekki laust við, að
vottaði fyrir fyrirlitningu hjá þeim
á öllu eins og það var nú í saman
burði við allt eins og það var þá.
— Hún sneri sér að Ruby og sagði:
— Hvað er að frétta af systur
yðar? Það er orðið langt síðan við
höfum hitzt?
— Hún er f Malcolm Reach, svar
aði Ruby. Hún er alveg hætt að
koma að sumrinu.
^— Biðjið hana að líta inn til
mín, ef hún skyldi skreppa í borg
ina, sagði ungfrú Goodwin.
Þjónn sá, sem hafði með höndum
vfirstjórn alls heimilishalds, gekk
nú til ungfrú Goodwin, og spurði
hvort hann mætti tala við hana,
og við vékum okkur frá. Mér
fannst mikið til um ungfrú Good
win. Síðar varð mér það gleðiefni
að fundum okkar hafði borið sam
an þetta kvöld, þvf að hún átti
eftir að hafa mikil áhrif í lífi Önnu.
Jafnvel nú, löngu eftir að hún er
dáin, er eins og hún standi ljós
lifandi fyrir hugskotssjónum mín
um. Hún var kona, sem mönnum
gleymist ekki.
Allt fór fram svo sem bezt varð
á kosið í hófinu. Gnægð var kampa
víns, beztu tegundar og þarna voru
tvær beztu hliómsveitir Lundúna
borgar, — flokkur bandarískra
karla og kvenna, skemmti með
söng. dansi og spili — það var
heil röð skemmtiatriða, furðulega
slyngir loftfimleikamenn frá Rúmen
íu, þar kom fram Ceranova úr
Monte Carlo ballettinum, sem þá
sýndi í Lundúnum, og þarna var
hundur látinn leika furðulegustu
listir. Allt þetta fór fram í öðrum
enda hins mikla danssalar, og
þarna komu menn og fóru og
ræddust við, margir helzt til um
of háværir, svo að skemmtiatriða
yrði notið. Þetta var dálitið f átt
ina við það hvernig þjóðhöfðingjar
(maharajar) á Indlandi skemmtu
gestum sínum undir lokin, er þeir
efna til opinberra hófa. Og menn
halda áfram að rabba saman næst
um án bess að horfa á það sem
fram fer, en dansendur og aðrir
skemmtendur halda áfram eins og
allir skemmti sér konunglega og
einbeini að þeim athygli sinni, þótt
enoinn láti í 1 jós hrifni eða lofi
þá fyrir frammistöðuna. Menn voru
nefnilega svo uppteknir af sjálfum
sér, að það sem þeir nutu bezt,
var að vera sjálfir þátttakendur í
enn stærra s!ó'iarsnili. Þetta var í
samræmi við þá niðurstöðu, sem
ég hafði komizt að varðandi söng
VÍ81B
KÓPAVOGUR
Afgreiðslu VÍSIS í Kópa
vogi annast frú Bima
Karlsdóttir, sími 41168.
Aígreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað ber að snúa
sér, ef um kvartanir
er að ræða.
HAFNARFJÖRÐUR
Afgreiðsiu VÍSIS í
Hafnarfirði annast frú
Guðrún Ásgeirsdóttif,
íimi 50641
Afgreiðslan skráis
nýja kaupendnr og
þangað ber að snúa
sér. ef um kvartanir
er að ræða.
tCEFLAVÍK
.Afgreiðslu VÍSIS í Kefla
/ík annast Georg Orms-
áon. sími (349.
Afgreiðslan skráir
nýja kaupendur og
þangað bér að snúa
sér. ef um kvartanir
er að ræða
Er þetta ekki fallegur staður Tarzan? Við
skulum gista hérna I nótt. Góð humynd Ito..
Þú eyðir ekki tímanum.
Ég steypti mér ekki, ég datt, mér brá svo,
þegar þú sagðir að við gætum gist héma.
Mjög skemmtilegt.
EFLIÐ
SAMBAND
ÆTTINGJA
OG VINA
ERLENDIS
VIÐ
ISLAND
m
SE.'iSiö
'RSÁSKRIFT
Afi VISI
I ’
JÓLAGJÖF
ÁSKRIFTARSIMI
1-16-61
EO