Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 10
10
V í SIR . Þriðjudagur 7. desember 1965.
horgin í dag horgin í dag horgin í dag
Nætur- og helgldagavarzla
viKuna 4. des.—11. des.: Vestur-
baéjar Apótek.
Útvarp
•riðjudagur 7 desember
íastir liðir eins og venjulega
15.00 Miðdegisútvarp
16.00 Síðdegisútvarp
17.20 Framburðarkennsla 1
dönsku og ensku
18.00 Tónlistartími barnanna
20.00 Börnin og vinna mæðra ut
an heimilis: Adda Bára Sig
fúsdóttir veðurfræðingur
flytur erindi.
20.20 Gestur í útvarpssal: Ann
Jones frá Wales syngur lög
frá heimalandi slnu og leik
ur sjálf undir á hörpu.
20.40 Þriðjudagsleikritið: „Hæst-
ráðandi til sjós og lands,“
eftir Agnar Þórðarson II.
21.20 Handknattleikur í íþrótta-'
höllinni í Laugardal. Sigurð
ur Sigurðsson lýsir síðari
hálfleik milli Iandsliðs ís
lendinga og tékkneska liðs
ins Karviná.
22.10 Minningar um Henrik Ib
sen. Gylfi Gröndal les
22.30 „Pizzicato, pomp o.fl.“
Monte Carlo hljómsveitin
leikur.
23.00 Á hljóðbergi
24.00 Dagskrárlok
Sjónvarp
Þriðjudagur 7 desember
17.00 Þriðjudagskvikmyndin
„The Shocking Miss Pil-
grim.“
18.30 I’ve got a secret
19T00 Fréttir
19.30 Þáttur Andy Griffith
20.00 Hollywood Palace
21.00 M-Squad
21.30 Combat
22.30 Kvöldfréttir
22.45 Dansþáttur Lawrence Welk
Bazar
Kvenfélag Hallgrímskirkju hef
ur á hverju ári haft bazar til á-
góða fyrir starf sitt, en kvenfél
agið hefur verið mjög dugmikið
í starfi sínu, bæði inn á við og út
á við. Það hefur verið áhugamál
kvenfélagsins að komast sem
fyrst að því félagsheimili, sem
söfnuðurinn á að eignast á neðstu
hæð kirkjuturnsins. Sú ósk hefur
þó ekki rætzt að fullu ennþá, en
er þó svo langt komið, að 1 þetta
sinn getur félagið haft bazarinn í
norður-álmu kirkjubyggingarinn
ar. Gengið verður inn um vænt
anlegar aðal-dyr kirkjunnar, að
vestan verðu. Bazarinn verður
næstkomandi þriðjudag kl. 2 e.h.
Kvenfélagskonur vænta þess,
að allir borgarbúar, og ekki sízt
fólk í Hallgrímssöfnuði sameinist
um að styrkja gott málefni og
samgleðjist félaginu vegna þess
skrefs, sem hér er stigið. Jafn-
framt vil ég lýsa þökk til allra
Spáin gildir fyrir miðvikudag-
inn 8. desember.
Hrúturinn, 21. marz tii 20.
apríl: Þú finnur a.m.k. stundar
lausn á einhverju vandamáli,
sem þú hefur glímt við að und
anförnu. Þó getur farið svo, að
enn verði um einhverja hindr
un eða hik að ræða.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Þetta verður annríkisdagur, en
hætt er við að þú berir efeki
eins mikið úr býtum og þú
reiknaðir með. Farðu gætilega
í öllu sem viðkemur peninga
málunum, að þú eyðir ekki um
fram tekjurnar
Tvíburamir, 22. mai til 21.
júní: Það lítur vel út í sambandi
við eitthvert viðfangsefni, sem
þú hefur tekið að þér. Vertu
samt við því búinn, að einhver
sam^tarfsmaður þinn valdi
nokkrum töfum á óheppilegum
tfma.
Krabbinn, 22. júní til 23. júli:
Það lítur út fyrir að þú glatir
öllum áhuga á einhverju máli
eða viðfangsefni sem þér hefur
verið mjög hugstætt að undan
förnu — sennilega vegna þess,
að þú færð áhuga á einhverju
öðru.
Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst:
Þú hefur í nógu að snúast
vegna fjölskyldunnar eða þinna
nánustu. Eitthvað sameiginlegt
vandamál þitt og þinna leysist
á viðhlftandi hátt. Láttu pen
ingamálin mæta afgangi til
kvölds.
Meyjan, 24. ágúst til 23 sept.:
Þú mátt gera ráð fyrir einhverj
um minniháttar töfum eða
hindrunum í sambandi við mál
eða málefni, sem þér er mjög
i mun að ieysist farsællega.
Þess verður ekki heldur ýkja
Iangt að bíða.
Vogin, 24. sept. til 23. okt.:
Hafðu hugann opinn fyrir öllu
nýju Hver veit nema að þar
verði eitthvað á ferðinni, sem
getur reynzt þér mikilvægt þeg
ar fram I sækir. Gefðu ímynd
unaraflinu slakan taum um
stundarsakir.
Drekinn, 24 .okt. til 22 nóv.:
Hafðu sem nákvæmasta gát á
öllu, sem við kemur peninga-
málum þínum og efnahag og
flanaðu þar ekki að neinu. Það
lítur út fyrir að þú sért í ein
hverri óvissu í því sambandi í
bili.
Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Það lítur út fyrir að þú
þurfir að beita ýtrustu nær
gsetni í skiptum við þína nán
ustu. Þér væri hollt að muna
þá staðreynd, að sínum augum
lítur hver á silfrið — eins á
menn og málefni.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Reyndu að hafa sem
fyllsta stjóm á skapsmunum
þfnum í dag Gagnrýndu aðra
ekki of harðlega í dag og vertu
ekki heldur uppnæmur fyrir
nokkurri gagnrýni af annarra
hálfu.
Vatnsberinn, 21 jan. til 19.
febr.: Láttu ekkert verða til þess
að spilla eða draga úr vináttu
þinni og þeirra, sem þér eru
kærir, eða koma þar af stað mis
skilningi — sízt af öllu skaltu
láta peningamál verða að deilu
efni.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marg: Taktu ekki neinar endan
legar ákvarðanir, sem máli
skipta án samþykkis maka þfns
eða þinna nánustu Það er ekki
ólíklegt að eitthvert vandamál
sem snertir þig og þá, leysist
betur en þú bjóst við.
þeirra, sem á liðnum árum hafa
stutt kvenfélagið með því að gefa
muni, eða með því að verzla við
þær á bazarnum. En kvenfélags
konunum sjálfum þakka ég fyrir
alla þá fyrirhöfn, sem þær leggja
á sig, bæði nú og endranær
Jakob Jónsson.
ia
ÁRNAÐ
HEILLA
Nýlega voru gefin saman í
Fríkirkjunni af séra Þorsteini
Björnssyni, ungfrú Þórunn Magn
úsdóttir og Guðmundur Guðbjarts
son, Lindargötu 9.
(Nýja ljósmyndastofan).
Norska jólafréð er komið
upp á AUSTURVELLI
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Dómkirkjunni af
séra Ólafi Skúlasyni ungfrú Guð
rún Björg Tómasdóttir skrifstofu
stúlka og Hjálmtýr Axel Guð
mundsson, iðnaðarmaður. Heim-
ili þeirra er að Hæðargarði 18.
(Studio Gests).
Minningarspjöld Geðvemdarfé
Iags fslands eru seld f Markaðn-
um Hafnarstræti og í verzlun
Magnúsar Benjamínssonar, Veltu
sundi.
BELLA
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í dómkirkjunni af séra
Óskari J. Þorlákssyni, ungfrú
Ruth Alfreðsdóttir og Kristinn
Sigurðsson nemi. Hetmili þeirra
er á Háaleitisbraut 26.
(Studio Gests).
Minningarp j öl d
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband í Skálholtskirkju af
séra Guðmundi Óla Ólafssyni
ungfrú Elín Ásta Skúladóttir
simamær og Gústaf Snæland
garðyrkjumaður. Heimili þeirra er
í Víðigerði Biskupstungum.
(Studio i Gests).
HJARTA-
VERND
Minningarspjöld Hjartaverndar
fást í skrifstofu samtakanna.
Austurstræti 17. Sími 19420.
Minningarspjöld Félagsheimilis
sjóðs Hjúkrunarkvennaféiags fs-
lands eru til sölu á eftirfarandi
stöðum:
Hafið þér ilmvatn, sem ilmar
eins og maður sé fjári góður til
að búa til mat?
zsBmaumpv-wxm
I