Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 5

Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 5
5 V1SIR . Þriðjudagur 7. desember 1965. iitlönd. i morgim utlönd. í mor.^un Heimsblöðin um forsetakjörið: Úrslitm ósigur fyrir de Gaulle, þó að hum verði eadurkjörim Heimsblöðin ern á einu irrli um, að úrslitin í for- setakjörinu s.l. sunnudag hnfi verið ósigur fyrir de GauIIe. Blaðið NEW YORK HERALD TRIBXJNE birtir úrslitin undir fyrirsögninni: De Gaulle missir umboð sitt. Hið óháða TIMES í Lundúnum telur de Gaulle ekki hafa ályktað rétt varðandi almenningsálitið í Frakklandi, en hið frjálslynda brezka blað GUARDIAN, að úr- slitin sýni, að eftir langan tíma persónulegrar stjórnar, hafi franska þjóðin ekki brugðið trún- aði við lýðræðislegt réttarfar. New York Herald Tribune segir, auk þess, sem að ofan greinir, að enginn vafi sé, að de Gaulle sigri í næstu lotu, en jafnvel þótt það hafi komið í ljós, að hann hafi meira fylgi en nokkur hinna fram- bjóðendanna, hafi úrslitin orðið ósigur — þau séu ósigur vegna þess að það sé grundvöllur stjóm- mála-heimspeki hans, að forseti Frakklands eigi að njóta stuðnings yfirgnæfandi meiri hluta frönsku þjóðarinnar, þau séu ósigur vegna þess, að þau sýni, að andstæðing arnir voru ekki einvörðungu kommúnistar, nokkrir aðrir róttæk ir og öfgamenn til hægri — og ósigur vegna þess, að í kosn- ingunum var lögð áherzla á, að það hafi verið utanríkispólitík de Gaulle, „pólitík de Gaulle" sem kom Frakklandi aftur til vegs og virðingar (endurreisti „grandeur“ Frakklands). DAILY MAIL, íhaldsblað í Lund I únum, telur franska kjósendur hafa greitt de Gaulle þungt högg. „Hann er stoltur maður og hann I er mikilmenni, og harmleikur vorra tíma, að hann notaði hæfi- leika sína til stöðvunar 20. aldar þróunar". Lecanuaet, hinn franski „Kenne- dy,“ sem nú er úr leik. Norðurlönd og refsiuðgerðir gegn S.-Afráku bingsjá Vísís í NTB-frétt segir, að Svíþjóð hafi ekki gefið upp von um, að Norður landaeining náist á vettvangi Sam einuðu þjóðanna varðandi afstöð una til refsiaðgerða gegn Suður- Afríku, áður en til atkvæðagreiðslu kemur um ályktunartillögu 'Asíu- og Afríkuríkja um refsiaðgerðir gegn S. A. Er haft eftir Torsten Nilsson að Svíþjóð geti ekki greitt henni at- þingsjá Vísis kvæði, og alveg óvíst að Danir geri^ það. Sænska stjómin ákvað á fundi sínum f gær, að greiða ályktunar tillögunni ekki atkvæði. — að því er varðar hið „danska frumkvæði í málinu“, sagði Nilsson ,að það væri „innlegg í málið á umræðu- stigi“, sem Svíþjóð þurfti ekki að taka afstöðu til. — Enn þykir þó nokkur óvissa vera ríkjandi vegna afstöðu Svía. LyftubílÍinn Sími 35643 þingsjá Vísis Á fimdi í efri deild í gær voru fjögur mál á dagskrá. Engar um ræður urðu um málin og voru þrjú þeirra afgreidd til neðri deild ar en eitt til 3. umræðu. Fuglaveiðar og fuglafriðun Breyting á lögum um fugla- veiðar og fuglafriðun var fyrsta málið sem tekið var fyrir á fundi í neðri deild 1 gær. Skúli Guðmundsson (F) mælti fyrir breytingartillögu við frum varpið, en hún er, að við 8. gr. frumvarpsins bætist einn liður sem kveði svo á, að bannað sé að skjóta fugla á helgidögum þjóð- kirkjunnar. Síðan fór fram at kvæðagreiðsla um þessa breyting artillögu og aðra frá Halldóri E. Sigurðssyni sem dregin var til baka við 2. umræðu. Báðar breyt ingartillögumar voru felldar en frumvarpið samþykkt í heild og sent forseta efri deildar til frek ari meðferðar. Vegalög 2. umræða var um breytingu á vegalögum„ og mælti Guðlaug- ur Gíslason (S), framsögumaður meirihluta samgöngumálanefndar fyrir nefndaráliti meirihlutans. Framsögumaður sagði, að nefnd in hefði ekki orðið sammála og myndi minni hlutinn skila sér áliti en meiri hlutinn legði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt Guð- laugur sagði, að gert væri ráð fyrir því að tekjumar renni ó- skertar til vegamála og komi þannig f stað 47 millj., sem hafa verið á fjárlögum. Síðan vitnaði ræðumaður í greinargerð frum varpsins og sagði, að samkvæmt henni myndu tekjur aukast stór lega til vega, og kæmi það strax fram á næsta ári, en ennþá meir á árinu 1967. Að lokum sagði Guð laugur, að aukið fé til vega væri spor í rétta átt. Sigurvin Einarsson (F) mælti fyrir nefndaráliti og breytingar tillögum 1. minnihluta sam- göngumálanefndar. Framsögumaður sagði, að fram sóknarmenn væru andvígir frum varpinu og hefði hann því flutt breytingartillögu við það. Þingmaðurinn sagðist líta svo á, að með því að fella niður þá upphæð sem verið hefur á fjárlögum til vega, sé rofið samkomul. það sem gert var á Alþingi 1963 og svo gangi að einnig í berhögg við 89 gr. vegalaganna. Ræðu maður gerði sfðan grein fyrir þeim tveim breytingartillögum sem hann flytur við frumvarpið. Lúðvík Jósefsson tók næstur til máls og sagði, að Alþýðubanda lagsmenn væru á móti frumvarp inu, því augljóst væri að ríkis stjómin væri að leggja á nýjan skatt til tekju- öflunar fyrir rík issjóð. Lúðvik sagði, að þess ar 9 millj. sem framlag til vega mundi hækka um, ef frum varpið yrði sam þykkt, myndu strax tapast, þvl útgjöld vegasjóðs myndu þá vaxa mikið. Atkvæðagreiðslu um mál ið var frestað. Verðlagning landbúnaðarvara 2. umræða var um verðlagn- ingu landbúnaðarvara, og mælti Jónas Pétursson (S), framsögu maður meirihluta landbúnaðar nefndar fyrir nefndaráliti meiri hlutans. Jónas sagði að ekki hefði náðst sam comulag um málið innan nefndarinnar en meirihlutinn legði til, að, frumvarpið yrði samþykkt óbreytt. Engum dyld ist, að gagnrýni framsóknar- manná hefði frekar verið af vilja. en mætti og allar deilur um málið væru óskynsamlegar Ríkisstjómin undir fomstu land búnaðarráðherra hefði leyst mál ið vel og skynsamlega Ágúst Þorvaldsson (F) sagði, að andstaða sín við frumvarpið væri byggð á því að bráðabirgða lögin sviptu bændur rétti til öllum áhrifa : ■ Wi> .jrfijyíii og samninga um kaup sitt og kjör. Hið nýja viðmiðunará- kvæði, sem bráðabirgðal. hafa að geyma, sé mjög óeðli legt, svo að ekki sé meira sagt, þar sem hækkun á kaupi bænda er miðuð við hækkun á bótum al mannatrygginga til elli- og ör orkulífeyrisþega, en Iagaákvæðið um hækkun bótanna er aðeins heimildarákvæði. Landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson sagði, að enda þótt Á gúst Þorvaldsson hafi áður boð að það að þinfemenn Framsókn arflokksins mundu ekki veita bráðabirgðalögúnum stuðning, að þá hafi ekki ver ið með því reiknað, að jafn fráleitt plagg og nefndarálit hans, yrði gefið út. Það, væri ekki skrítið þótt Biörn Pálsson hafi neitað að ljá nafn sitt við slíkan málflutning, en hann á sæti í landbúnaðamefnd fyrir hönd Framsóknarflokksins, ásamt Ágústi Þorvaldssyni. Björn Páls son hefði áður lýst því, að ekki væri ástæða til að snúast gegn bráðabirgðalögum ríkisstjómar innar um verðlagningu búvöru. Ráðherra taldi mikið ábyrgðar leysi koma fram í afstöðu Ágústs Þ þar sem hann leggur til að frumvarpið verði fellt. Sennilega hafj hann ekki gert sér grein fyrir hvaða afleiðingar það myndi hafa. Víst væri það að það væri frekleg árás á hagsmuni bænda stéttarinnar, ef að ráðum Ágústs yrði farið. Ráðherra sagði, að það væri rangt, að nokkur réttur hefði verið tekinn af bændum. Það væri einnig skakkt ályktað hjá Ágústi að hlutur bænda sé fyrir borð borinn með því að miða hækkun þeirra á kaupi við bætur Almannatrygginganna.'' Það væri viðurkennt, að bætur A1 mannatrygginga miðuðust við full ar bætur og f samræmi við kaup hækkanir sem orðið hafa. Ráð herra minnti á að margir bændur gerðu samanburð á afkomu land búnaðarins nú og bví sem var þegar Framsókn hafðí völd. Allir vita að sá samanburður er ríkis stiórninni í hag sagði ráðherra að lokum Þá tók til máls Ágúst Þor valdsson og las upp úr blaða erein þar sem talið var. að bænd um hefði fækkað síðan núver andi stiórn kom til vaida Hann sasðí einnin að skuldir bænda v'efðn vavið. Landbúnaðn-r^ffherra Ingólfur Jónsson. ,sanði að bað væri eng in ástæðn tO að barma bað þótt bændur legðu niður búskap á beim iörðum sem ekki hafa rækt rnöcruieika fvrir hæfilega bústærð. Taldi ráð herra að enn væru nokkrar jarð ir þannig í sveit settar og svo landlitlar að þær væru dæmdar til þess að fara í eyði. Land þess ara jarða er notað til beitar af öðrum bændum og notast þannig á hagkvæmari hátt en áður. Ráð herra taldi eðlilegt að skuldir bænda hefðu vaxið nokkuð sein ustu árin vegna mikillar ræktunar stóraukinna byggingafram- kvæmda og almennrar vélvæð- ingar. Þá mætti og geta þess að mikil bústofnsaukning hefir orðið í seinni tíð og stóraukin fram leiðsla. Hefur þetta gert afkomu bændastéttarinnar mun betri og væri dugnaður og framtak bænd anna virðingarvert. Ráðherra sagði að lokum að það væru að eins hinir þröngsýnustu sem vildu halda því fram að kotbúskan ur hefði tilverurétt Þá tók Ágúst Þorvaldsson aft ur til máls og svo Jónas Péturs son (S) sem sagði að enginn samningsréttur hefði verið tek inn af baendum, Með því að sex mannanefndin varð óstarfhæf hefðu bændur ekki lengur að stöðu til samninga. Þótt yfimefnd hefði verið lögfest var ekki um að ræða að bændu-m væri færður samningsréttur í hendur, enda hafa bændur alltaf litið svo á að yfirnefndin væri úrskurðar aðili eftir að samningaumleitan ir hefðu farið út um þúfur. Jón as sagði að lokum, að sú lausn sem fékkst á verðlagningu búvara sl. haust væri sanngjörn og bænd ur væru ánægðari nú en áður með sín kjör. Að lokum tók til máls Skúli Guðmundsson (F). Atkvæða greiðslu um málið var frestað. ★

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.