Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 6

Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 6
6 VÍSIR . Þriðjudagur 7. desember 1965. I-+M BB Lögfræðingar halda fund um: ENDURBÆTUR Á RÉTTARFARI 1 kvöld verður hið merkasta mál tekið til umræðu á fundi Lögfræðingafélags íslands. Rætt verður um efnið: „Aðkallandi endurbætur á réttarfari, dóm- stólaskipan og aðbúnaði að dóm urum“. Verður fundurinn í Tjamarbúð og hefst kl. 20,30. Stutt framsöguerindi halda þeir Guðmundur Ingvi Sigurðs- son hrl. og dómarafulltrúamir Jón Finnsson og Magnús Thor- oddsen. Að erindum þeirra lokn um verða almennar umræður. Óhætt er að fullyrða að það efni, sem á fundinum vérður rætt, er mjög tímabært að tek ið sé til umræðu, þar sem bæði meðal starfandi lögfræðinga og dómara eru uppi ákveðnar skoð anir og tillögur um að ýmsum atriðum réttarfarsins og dóm- stólaskipunar þurfi að breyta til betri vegar og hverfa frá göml um háttum. Má búast við mikl um umræðum um fundarefnið, en hinum stuttu framsöguerind um er ætlað að skýra málin frá hinum ýmsu sjónarhomum rétt arframkvæmdarinnar. Heimdallur — Framh. af bls. 4: hingað Þjóðverji í starfsskiptum og vann f banka. Héðan hafa farið 14 stúdentar í skiptum, á s.I. sumri voru þeir 6, en hingað komu þá 4 útlendingar, þrír Þjóð verjar og einn Dani. Þeir störf- uðu 1 bönkum og á Hagstof unni. Þakka ber aðstoð þessara stofnana, en við vonumst til, að útflutningsfyrirtæki íslenzk sjái sér fært að taka á móti slíkum starfsmanni á okkar veg- um f framtíðinni, því að eðli legt er, að útlendingamir kjósi helzt að vinna hjá þeim fyrir- tækjum er einkennast af aðalat vinnuvegum landsmanna. Stúd- entar, sem héðan hafa farið, telja þessi skipti mjög gagnleg og með aðstoð sinni hafa hin ýmsu fyrirtæki stuðlað að betri menntun súdentanna. Árós — Læknar — Framh. af bls. 1 henni. En þegar konan snerist til varnar barði hann hana og veitti henni áverka. M. a. er hún með sár á höfði, glóðarauga á báðum augum, mölbrotnar í henni gervi- tennur og víða marin á líkaman- um. Eftir þessa meðferð á konunni snaraðist árásarmaðurinn eins fljótt út og hann hafði komið inn og hvarf út í myrkrið. Konan gat hins vegar gert vart við sig hjá sambýlisfólki sínu í húsinu, en það hafði ekki heyrt til hennar m. a. vegna hávaða í útvarpstækjum sem í gangi voru. Konan var flutt í sjúkrahús og liggur þar nú, en lögreglan leitar árásarmannsins. Þjórsá — Framli. af bls. 1 frost, oft dögum saman um 10 stiga frost og er nú svo komið, að allir lækir eru orðnir botn frosnir. Fossá og Sandá í Þjórs árdal eru báðar að því er virðist botnfrosnar og Hvítá hið mikla fljót Árnesinga er víða lagt ísi. Hins vegar hefur frostið enn ekki yfirbugað hina miklu elfi Þjórsá. enda er hún vatnsmesta og ein straumharðasta á lands- ins. Var tilkomumikil sjón eftir að hafa ekið yfir Hvítá í klaka böndum, að koma að Þjórsá, þar sem hún vall áfram með miklum straumþunga, á bökkimum og á sandeyrum úti f ánni voru famir að setjast að klakabólstrar eins og þeir væru að byrja að þrengja að farvegi hennar. Þannig stend ur hin stöðuga barátta milli nátt úruaflanna. Annars er merkilegt að sjá uppi í Þjórsárdal, þær miklu und irbúningsframkvæmdir undir raf virkjun, sem þar eru hafnar og á það sérstaklega við um vega gerðina. Hvarvetna er unnið að því að styrkja og breikka veg- inn upp Gnúpverjahrepp og mik il ný vegalagning hefur verið gerð f Þjórsárdal, þar er búið að brúa myndarlega bæði Fossá og Sandá og ágætur vegur hefur verið lagður upp á Búrfellsháls inn og alveg að virkjunarstaðn- um í nánd við Tröllkonuhlaup. Er vegur þegsi nú svo sléttur og góður, að hann er betri en nokkru sinni að sumarlagi, hann er þurr og frostið hefur hert hann og styrkt. Neðan undir Búrfellshálsi má svo sjá leifamar eftir þá jarð gangaborun sem þar var gerð f tilraunaskyni fyrir tveimur ár um. Þar liggja ennþá járnbraut arteinar og járnbrautarvagnar sem notaðir voru til að flytja jarðeftiin út, en öfært Vár inn í göngin sakir þess að vatn hef ur síazt þar út úr jarðlögunum og myndar nú ísfoss sem lokar fyrir jarðgangamunnann. VEGIRMOKAÐIR í dag er verið að moka snjó á vegum á allri Norðurlandsleiðinni til Akureyrar, þar sem ófært eða illfært var orðið vegna snjó- þyngsla. / Eru moksturstæki í gangi strax á Holtavörðuheiði, önnur moka norður frá Blönduósi og Langa- dalsveginn að Vatnsskarði. Þriðju tækin eru í gangi í Skaga- firði og ryðja leiðina bæði aust an og vestan Héraðsvatna, vestur á Vatnsskarð og að mörkum Öxna dalsheiðar, og loks taka moksturs- vélar frá Akureyri við og ryðja leiðina þaðan inn Öxnadalinn og upp á Öxnadalsheiði. Hjörleifur Ólafsson hjá Vega- gerðinni tjáði Vísi í morgun að mokstursskilyrði væru hin ákjós- anlegustu, víða mikill snjór að vísu, en veður bjart og lygnt. Taldi hann allar líkur benda til að fært yrði milli Akureyrar og Reykjavfkur í dag, enda munu margir vöruflutningabílar vera á leiðinni, auk áætlunarbíls Norður- leiðar. Sömuleiðis er verið að moka norður Strandir og búizt við að fært verði til Hólmavíkur síðdegis í dag. Loks er verið að moka í Dölum vestur og verður mokað alla leið í Króksfjarðarnes í Barða strandarsýslu. í Húnaþingi er fremur snjólétt vfðast þótt ófært hafi orðið í Langadalnum. I Skagafirði er aftur á móti mikill snjór og vegir víða ófærir, einkum austan Héraðs- vatna. í Eyjafirði er kafaófærð á öllum vegum og þeír ekki færir nema állra kraftmestu bílum. Áætlunarbill komst þó milli Akur- eyrar og Húsavíkur í gær, en átti í miklum erfiðleikum og var allan daginn á leiðinni. ■ Á Austurlandi hefur færð versnað til muna og margir vegir ófærir orðnir — þó er fært milli Egilsstaða, Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar. Á Suðurlandi er færð óbreytt. I Framh. af bls. 16 uðu alls staðar jafnvel. Sagði hann að samkvæmt áliti lækna er starf að hefðu á Vestfjörðum myndi læknamiðstöð ekki vera eins hent ug þar og t.d. á Suðurlandsundir Iendi, í Borgarfirði, við Breiða- fjörð, víða á Norðurlandi og jafn vel á Austurlandi. Eins og segði í athugasemd Læknafélags íslands væri félágið ávallt reiðubúið að tæða tillögur til úrbóta við þau stjómarvöld sem hlut eiga að máli. Sú athugasemd sem blaðinu barst frá Læknafélagi Islands, fer hér á eftir: Að gefnu tilefni vill stjóm Læknafélags íslands taka fram, að hún telur, að vandræði þau, sem nú ríkja hér á landi vegna lækna skorts í dreifbýlinu, verði víðast hvar leyst bezt á þann hátt að komið verði á fót læknamiðstöðv um þar sem fleiri læknar sameinist um þjónustu á stærri svæðum en nú taka yfir einstök læknishéruð. Frá slíkum stöðvum fari læknar síðan í vitjanir eftir því sem með barf hverju sinni og með þeim farartækjum, er bezt henta á hverjum stað, bilum, snjóbílum, byrlum eða öðrum flugvélum. Er slíkt fyrirkomulag í samræmi við 4. gr. Læknaskipunarlaga frá 6. maí 1965 og er stjóm Læknafélags íslands þess fullviss, að það muni víða bæta úr brýnni þörf. I Læknasamtökin eru að sjálf sögðu alltaf reiðubúin að ræða til lögur til úrbóta við þau stjórnar völd, sem hlut eiga að máli, bæði varðandi þann vanda, sem hér steðj ar að, sem og önnur þau vandamál er upp kunna að koma í heilbrigð ismálum þjóðarinnar hverju sinni. Stjóm Læknafélags íslands. BUICK Kögglar — Framh. af bls. 1 mál síldar á ári. Mundi spam- aðurinn við slíka verksmiðju verða nettó rúmar 5 milljónir króna. Við kögglaframleiðsluna vinnur aðeins einn maður, sem gætir vélarinnar, en I mjöl- húsinu vinna ekki aðrir menn. Eins og nú er, fer mikill hluti vinnulaunanna 1 síldarverk- smiðju fyrir vinnu í mjölhúsi, jafnvel þó að nokkur sjálfvirkni hafi verið innleidd við pokun- ina. í útskipunarkostnaði sparast mikið fé þar sem ekki þarf mannafla í lestum til að taka á móti mjölkögglunum. Þá rúmast kögglamir mun betur en pokar og er talið að það muni allt að 40%. í lok greinar sinnar segir Jón Gunnarsson: „Mér vitanlega er ekkert, sem getur aukið fram- leiðni í síldar og fiskimjölsfram leiðslu íslendinga eins mikið og það að hætta að setja mjölið í poka. Það er hliðstætt því, þegar hætt var að setja síldar- lýsi á tunnur. Vonandi verður ekki langur dráttur á fram- kvæmdum þessa mikilsverða máls“. NÝJAR OTLTNUR — NÝTT GRILL NÝTT FJÖLBREYTT ORVAL AF AKLÆÐI - NÝTT MÆLABORÐ BUICK HEFUR ALLT ÞAÐ BEZTA Leitio uppíýsinga hjá Véladeild SIS, Ármúfa 3 Sími 38900

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.