Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 07.12.1965, Blaðsíða 15
V í S IR . ÞriSjudagur 7. desember 1965. 75 Hvað varð af #4 » On1 m Bol toi * 1? — hún sóaði ekki auðæfum sínum, það var farið eftir reglunni, að græddur er geymdur eyrir, og sjóð ir mynduðust, borgarinnar og ein staklinga. Ég held, að meginótti hinna auðugu í Lewisburg hafi verið sá, að einhver kæmist að því hve auður þeirra var mikill í raun og veru. Og i lok aldarinnar byggðu menn sér stór hús við aðalgötu borgarinnar Center Ave- nue — stór timburÉús með turn um og útflúri, og höfðu eina vinnu konu eða enga. Það hefðu verið ýkjur, að segja að íhaldssemi ríkti í Lewisburg. Borgin var auðug, en allir fbú- amir voru ekki vel efnum búnir. Að minnsta kosti ekki þeir, sem áttu heima á bökkunum niðri við ána, þar sem alltaf flæddi inn á grunnhæðir húsanna og í kjallara í vatnavöxtum æ vorin. Þar voru margir snauðir, In svo voru líka fjölda margir, sem komust vel af með því að lifa sparlega. Þarna vom nokkrar fjölskyldur, til dæmis Harriganfjölskyldan, sem komust yfir mikið fé, sem var eytt og sóað, en þegar öllu var á botninn hvolft var það ríka fólkið við Center Avenue, sem raunverulega átti Lew isburg, bankana og búðirnar, verk smiðjurnar og íveruhúsin — og næstum allt annað. Og fólkið í útflúrshúsunum við Center Avenue lifði þar í sinum heimi, út af fyrir sig og þar ríkti álíka frjálslyndi í garð hinna og I indversku ríki gagnvart hinum „ó- snertanlegu" Valdamestar og auðugastar voru fjölskyldurnar af landnemastofni, sem ávallt höfðu þrætt brautir iðju og sparsemi, landnemastofninum, sem hafði erjað jörðina þar til hún varð þeim gullnáma, en neðar I metorða- og áhrifastiganum voru niðjar þeirra, sem síðar komu, og vel höfðu efnazt — og svo niðjar hinna upphaflegu fjölskyldna, sem gengið hafði af og heldur var litið niður á, þótt enn væri miðborgin þeirra vettvangur. Innan um voru svo fjölskyldur, sem komust nokk- um veginn af. Stofninn blandaðist, dætur giftust sölumönnum og skrif stofumönnum í verksmiðjum og þannig kom nýtt blóð inn í stofn- inn, og allt var þetta virðulegt og gamlar hefðir í heiðri haldnar. En það var ekki haldið rígfast í gamlar hefðir og siðvenjur niðri á Bökkunum — öðru nær, þar ríkti ekki sami metnaður og þar tóku karl og kona oft saman án þess að bindast neinum hjúskapar- tengslum. Menn voru ekki með nein ar vangaveltur um neinar siðaregl- ur, en þótt ekki væri um hjúskap að ræða, urðu slíkar samvistir lfka til þess að fjölskyldur mynduðust. Stundum allt lausara í reipunum og, sambúðin því ekki eins varanleg. Anna var komin af fólki, sem átti heima niðri á Bökkunum. Og hún var hjónabandsbarn, og þótt ekki væri áiitinu fyrir að fara, að því er föður hennar varðaði,' varð ekki annað með sanni sagt en að fnóðir hennar væri heiðarleg, göð kona og sanntrúuð kona rómversk kaþólskrar trúar. 8. Ég var I flokki þeirra, sem eitt sinn voru menn með mönnum, þeirra, sem máttu muna sinn fífil : fegri. Fyrir marga þeirra var ekki rúm lengur í atvinnu-viðskiptalífi, og fannst mér sjálfum, að þeir væru félagsiega utanveltu, og þann ig var ástatt um Tom Harrigan. | Foreldrar hans voru meðal þeirra, : sem síðar komu. Faðir hans var ! duglegur ,tók að sér húsasmíði og græddist vel fé, en eyddi því jafn ! harðan. Og innan um alla mótmæl ! endurna þarna í Lewisburg, v,ar | slangur af írum römversk-kaþólskr ar trúar, og það skipti engu máli hve miklu fé þeir rökuðu saman, þeir voru utan hrings hinna út- völdu. Mönnum gat svo sem geðj- azt ágætlega að mönnum eins og | Harrigan og konu hans, en þeim ! var 'ekki boðið í veizlur í húsun- um við Center Avenue. Þetta vita allir, sem átt hafa heima í borg eins og Lewisburg — og fyrir aldarfjórðungi var það miklu verra en 1 dag, því að á tím- um baráttu og þrenginga á þessari öld hafa flestir múrar 19. aldar verið jafnaðir við jörðu. Framhaldsskólamir voru einu staðirnir, þar sem unglingar fólks af öllum stéttum kynntust, en fyr- ir kynnum voru takmörk, þar sem hvert hverfi hafði sína framhalds- skóla. Börn fólks f stóru húsunum við Center Avenue stunduðu nám í Center Avenue Grade School og miðstéttabörnin og Tom Harrigan í Flemington framhaldsskólanum, Flemingstræti, en fátæku börnin á Bökkunum, oft tötrum klædd I skóla 10. strætis, en Tom Harrigan og ég ólumst upp með krökkunum á Center Avenue. Við þrjú hitt- umst ekki fyrr en í menntaskólan- um. Þegar fyrsta daginn veitti ég Önnu athygli, því að það var ekki annað hægt en taka eftir henni. Hún var ein af fjórum unglingum, sem komu af Bökkunum. Flestir unglingar þar hættu sem sé af nauðsyn til þess að fara að vinna eftir að hafa verið í átta bekkjum barna- og framha'.dsskóla. Við strákarnir þrír vorum allir stórir eftir aldri, en við héldum ekki hóp- inn því að tveir iðkuðu knattleik Cbaseball) og einn körfuknattleik — og Anna varð eins og utanveltu, bví að bá tfðkaðist ekki að stúlk- urnar iðkuðu íþróttir eins og nú og gengju í íþróttafélög. Það var eins oe bað væri hvergi pláss fyrir Önnu Scanlon. Engin virtist eiga samleið með henni. Hún var ein. Fór sfnar götur — alein. Ég held, að það sem lagðist þyngst á hana hafi verið það, að allir vissu, að hún var dóttir Pete gamla Scanlons, sem var jámbraut arhliðsvörður á vegamótum 10. götu, þar til honum var vikið frá starfi vegna drykkjuskapar, og Mary Scanlon, beztu hreingerninga konu bæjarins. í stóru, ljótu hús- unum við Center Avenue var gert hreint vor og haust, og alltaf þeg ar að því kom, að hafizt var handa um hreingerningar, voru gerð boð eftir Mary til þess að „lofta út“, þyo dyr. og glugga og skúra gólf. AÍIir sóttust eftir Mary Scanlon til þessara starfa og það voru eins konar forréttindi gömlu fjölskyldn- anna í bænum, að njóta starfs- krafta hennar. Þetta var eitthvað í áttina við að vera fordildarlegt, þvf öllum mátti ljóst vera mikil- vægi þeirra, sem létu Mary Scanlon gera hreint hjá sér. Anna vakti athygli hvar sem hún fór. Mönnum varð tíðlitið til henn ar á fömum vegi, vegna djarflegrar framkomu hennar, litarhátts henn ar og vaxtarlags, en hún var mjög bráðþroska, og í sannleika leit hún út sem ung Venus, fögur ásýndum og eins og sköpuð til ásta og bam eigna. Og þetta fór ekki fram hjá skólapiltunum, þeir fundu það ó- sjálfrátt, þótt þeir skildu það ekki til fulls. Og sumir piltanna frá Center Avenue er þeir voru orðnir dálítið eldri, vildu óðfúsir koma sér f mjúkinn hjá henni, en Anna var lffsreynd þótt ung væri, hún var alin upp á Bökkunum, og hafði svo margt reynt og séð, og vildi ekkert hafa saman við þá að sælda. Þeim varð ekkert ágengt með hana. Og þessi þrjú ár, sem Anna var í menntaskólanum var hún á vallt efst í sínum bekk. Hún var ekki aðeins gáfuð, hún beitti gáf N0 MAW IS AU ÍSLANP’ ITO!.. VOU CAH'T ISOLATE YOUKSELF AHP EXF’ECT TO um sínum, og vildi komast áfram, því að henni var metnaður í brjóst borinn, og hún vissi, að það var hjartans ósk móður hennar, að hún gæti búið við betri lffskjör en henn ar hlutskipti hafði orðið í lífinu. Margoft sá ég ánægjuroða hlaupa í kinnar Önnu, er hún gat reiknað á svipstundu flatarmálsfræði — og bókstafareikningsdæmi sem bekkj arsystkinin gátu ekki reiknað rétt. Því var alls ekki til að dreifa, að hún væri f meiri metum hjá kenn urum sínum en aðrir og nyti for réttinda þess vegna. Aðrir nemend ur stóðu vissulega betur að vígi til þess að koma sér inn undir hjá þeim, stöðu foreldra sinna vegna og hégómagirndar kennara, en Anna með sinn fagra vöxt og litar aft hafði sannast að segja fremur truflandi áhrif á piltana en hitt, og gerði það piparjúnkur þær, sem kennslu höfðu með höndum, ekki beint blíðar í hennar garð. í augum beirra leit hún út eins og smábæjar stúlka laus á kostunum, — en framkoma hennar bar af framkomu allra hinna stúlknanna, og varð ekki að henni fundið. Hins vegar varð því ekki neitað, að slík var fegurð hennar og vaxtarlag, að smábæjarstúlku sem svo girnileg var gat verið hættara en öðrum, en stolt hennar og skapferli bægði henni frá hættum hálla brauta. Það var sem loftið væri lævi | blandað hringum hana og það olli I hugarangri og beiskju, sem hún j bældi niður. Hvers konar fálmandi I tilraun skólapilta á hröðum þroska i aldri vfsaði hún á bug — og hún var stoltari en svo að þýðast nokk urn piltanna á Bökkunum, sem voru ágengari en hinir og hrana legri í allri framkomu. Og ekki felldi hún betur skap við skóla systur sínar — næstum verr. Ein þeirra, Mary Downing, sem var : skapmildari og betri í sér en hinar, bauð henni f boð á heimili sínu við Center Avenue, en Anna neitaði jafnan, Hvemig gat hún verið gest ur á heimili, þar sem móðir hennar kom vor og haust til þess að gera hreint? Hún fór aldrei á skóladans Ieiki. Þriðja veturinn var hún ein mana, stolt og bitur ung stúlka. SE3KLC TMtZMÍS WOZFS AZE ALMOST PROPHETIC... FOZ A STRAMSE SILENCE SUPPENLY ?ZZ- VA7ES THE AmOS?HERE-THE QUIET THAT USUALLY PRECE7ES A JUWSLE STORIA! EFLIÐ SAMBAND ÆTTINGJA OG VINA ERLENDIS VIÐ ISLAND SENDIÐ ÞEIM ÁRSÁSKRIFT AÐ VISI í JÓLAGJÖF Skólavörðustfg 45 Tökum veizlur og fundi — Cftveg- um fslenzkan og kfnverskan veizlu mat Kfnversku veitingasalimir ODnir alla daga frá kl. 11. Pantanir frá kl 10-2 og eftir kl. 6 Sfmi 21360 ASKRIFTARSIMI 1-16-61 wism IIOPAVOGUR Afgreiðslu VÍSIS í Kópa vogi annast frú Birna Karlsdóttir, sími 41168. A.fgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða HAFNARFJÖRÐUR Afgreiðslu VÍSIS i Hafnarfirði annast frú Guðrún Ásgeirsdóttir, sími 50641 Afgreiðslan skráii nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartanir er að ræða AEFLAVÍK Afgreiðslu VlSIS í Kefla \ <rík annast Georg Orms-1 aon, sími 1349. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og þangað ber að snúa sér, ef um kvartam? er að ræða Ó Tarzan þetta er afskapiega gaman, ég vildi að við gætum verið hérna um alla eilífð. Ito, enginn maður er sjálfum sér nógur. Þú getur ekki einangrað þig og búizt við að vera hamingjusamur alla ævi jafnvel ekki 1 unaðsgarði eins og þessum . Þessi orð Tarzans reynast nærri þvi vera spádómsorð þvl að einkennileg þögn fellur yfir, kyrrðin, sem venjulega dettur á fyrir frumskógaróveður. Bezfi oð auglýsa í VÍSI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.