Vísir - 13.12.1965, Qupperneq 6
VÍSIR . Mánudagur 13. desember 1965.
.2
MBOK
VÖRÐUÐ
LEIÐ TIL LÍFSHAMINGJU
BALDVTV Þ. KBISTJÁNSSON íslenzkaSi
Dr. Norman Vincent Peale er einn frægasti
prédikari Ameríku fyrr og síðar — í sjónvarpi,
útvarpi og kirkju. Hann er og heimsfrægur
rithöfundur, bæði af bókum sínum og sem
ritstjóri. „VÖRÐUÐ LEIÐ TIL LÍFSHAMINGJU"
er ein hans frægasta bók. Hún er einhver
mesta metsölubók, sem um getun á 4. milljón
eintaka hafa selzt í heimalandinu, þar sem
hún var árum saman efst á metsölubókalista
— og hefir verið þýdd á fjölda tungumála;
seldist m. a. upp í 2. útgáfu á skömmum nútímamanna og skýrt frá lífi þeirra
tíma í Danmörku á þessu ári. og starfi.
Kaflar úr þessari óviðjafnanlegu metsölubók hafa verið endurprentaðir í dagbíöð-
um, tímaritum og bæklingum — og endursagðir í sjónvarpi, útvarpi og á ótal-
mörgum mannfundum — og efni bókarinnar lagt til grundvallar rökræðum á nám-
skeiðum og í skólum.
Bókin sýnir okkur á einfaldan og raunhæfan hátt, hvílíkum undraverðum árangri er
unnt að ná einfaldlega með því að stjórnast ávallt af óbugandi bjartsýni og jákvæðri
hugsun.
Það er ekki ofmælt, að þessi bók hafi oröið miklum fjölda manna um heim allan hjálp
og örugg leiðsögn til lífshamingju.
BÓKAÚTGÁFAN LINDIN SF.
ADALUMBOÐSSALA BÓKABÚÐ NORDRA
Jólahreinsunin
er í fullum gangi. — Komið með fatnaðinn,
þér fáið fljóta og góða afgreiðslu.
EFNALAUGIN HEIMALAUG Sólheimum 33
Sími 36292.
ltölsku hjálmhúfumar komnar
(prjónað), svart, hvftt og brúnt.
Hattabúðin
HULD
Kirkjuhvoli
Sjötugur í dog:
Jón Gunnarsson
skrifstofustjóri
1 dag verður sjötugur Jón
Gunnarsson, skrifstofustjóri, hann
er fæddur f Reykjavík, foreldrar
hans voru Gunnar Bjömsson, skó-
smiður og Þorbjörg Pétursdóttir.
Jón brautskráðist úr Verzlunar-
skóla íslands árið 1917. Réðist til
Hlutafélagsins Hamar við stofnun
þess 1918. Skrifstofustjóri þess
síðan og meðeigandi frá 1924.
Einn af stofnendum Steindórs-
prent h.f., og stjómarformaður um
hríð. í skólaráði Verziunarskóla ís-
lands frá 1931—’38. í stjóm Verzl-
unarskólahússins h.f. frá 1936—
’38. Einn stofnenda Stálsmiðjan
h.f. og Jámsteypan h.f. og í stjórn
þeirra frá 1959. Endurskoðandi
Slippféiagsins í Rvík h.f. 1960.
Meðstofandi Landkynning h.f.
og stjómarformaður frá 1960—
1962. Endurskoðandi Steinullar f
Hafnarfirði. Einn af stofnendum
Hamarsbúðar h.f. f Reykjavík og
í stjóm frá 1960. í stjóm viku-
blaðsins Vikan h.f. í nokkur ár.
1955 stofnaði Jón Lionklúbbinn
Fjölni og var fyrsti formaður hans.
1 stjóm Geðvemdarfélags Islands
og ennfremur f stjóm Alliance
Francaise.
Árið 1932 kvæntist Jón Ásu
Þorsteinsdóttur og eiga þau 3
dætur: Helgu Þorbjörgu stúdent,
Emu Guðlaugu gift Magnúsi
Marteinssyni framkv.stjóra og
Eddu gift Ólafi Briem fulltrúa.
Árið 1958 sæmdi forseti franska
Iýðveldisins Jón riddaraorðu
Chevalier de L’Ordre du Merite
Maritime.
Þegar við, sem emm á svipuðum
aldri og Jón Gunnarsson, fæddir
og uppaldir f þessum bæ, lítum
um öxl, gæti verið margs að
minnast, en það, sem kemur frani
í huga mér á sjötugsafmæli hans,
framar öðru, er að hann var einn
þeirra mörgu drengja gömlu
Reykjavíkur, sem studdir af
heiðvirðum, fátækum foreldrum.
bmtu sér braut af dugnaði og
brennandi áhuga, og urðu mikils
metnir borgarar, i sínum verka-
hring og á sviði félagsmála, og
virtir að verðleikum. — Persónu-
lega vil ég í dag færa Jóni Gunn-
arssyni þakkir fvrir lörig og góð
kynni. A. Th.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Vestfirðingafélagsins verður 16.
desember n. k. kl. 20,30 í Tjarnarbúð uppi.
Venjuleg aðalfundarstörf. Byggðasafn Vest-
fjarða, Vestfirðingabók, Nýir félagar teknir
inn, Skemmtiatriði: Karl Guðmundsson leik-
ari les upp. Anna Þórhallsdóttir spilar á lang-
spil. Vestfirðingar fjölmennið á fundinn, kaffi
drykkja.
Stjómin.
ÍSIAND - RÚSSLAND
Síðari landsleikurinn í handknattleik fer fram í iþróttahúsinu í Laugardal í kvöld mánudaginn 13. des. kl. 20,15.
Dómari Hans Carlsson frá Svíþjóð.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Lárusar Blöndal í Vesturveri og við Skólavörðustíg og í íþrótta-
húsinu frá kl. 18.00. Verð aðgöngumiða: Fullorðnir kr. 125,00, böm kr. 50,00. Lúðrasveit Reykjavíkur leik-
ur frá kl. 19.45. Kaupið miða tímanlega. — Forðizt biðraðir.
Handknattleikssamband fslands.