Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 2

Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 2
2 V í S I R . Fimmtudagur 16. desember 1965. FH FÆR STÓRGJÖF Hjón j Hafnarfirði gefa félaginu stórhýsið SJÓNARHÓL eftir sinn dag Hafnfirzk íþróttaforysta og þá einkum sá hluti hennar sem fylgir FH að málum vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið nú um helgina þegar óvænt tíðindi spurðust út. Þau hjónin Björn Eiríksson og Guðbjörg Jónsdóttir höfðu ákveðið að gefa FH húseign sína SJÓNARHÖL við Reykjavíkurveg í hjarta Hafnarfjarð- arbæjar eftir sinn dag. — Er hér um einstakan hug til íþróttahreyfingar- innar að ræða og næsta fátítt að nokkuð sem þetta gerist, jafnvel úti í hinum stóra heimi. ^ Björn Eiríksson og kona hans hafa um langan aldur haft mikil afskipti beint og óbeint af Fimleikafélagi Hafnarfjarðar og eru Birgir Björnsson, handknattleiks- maður, og Bjarni Björnsson í landsliðsnefnd HSÍ, synir þeirra og önnur börn þeirra hafa einnig komið við sögu félagsins. Forráðamenn FH tilkynntu blaða mönnum um þessa stórkostlegu gjöf í gær og segist þeim svo frá: Síðastliðinn laugardag var boðað I stór og merk tímamót væru að i son setti fundinn voru allir stjórn til stjórnarfundar i Fimleikafélagi ! renna upp í sögu félagsins og yrði armenn mættir og auk þeirra Hafnarfjarðar. Fundarboðinu fylgdi 1 aðdragandi þeirra tilkynntur á j bæjarfógetinn í Hafnarfirði Bjöm að mjög áriðandi væri að stjórn og fundinum. | Sveinbjörnsson. Fundarmenn vom varastjórn mættu á fundinum, því' Er formaður F.H. Axel Kristjáns ' þöglir og alvörugefnir, því aðeins Frú Guðbjörg og Björn Eiríksson við undirritumna. þrír menn, af þrettán sem sátu inni í félagsheimili F.H. (sem er herbergi í Mjólkurbúinu gamla við lækinn) vissu hvað lá fyrir fund- inum, formaðurinn, bæjarfógetinn og Birgir Bjömsson, en hann á sæti í varastjórn F.H. En þó alvöruþungi hafi ríkt yfir fundarmönnum, þá var hann lítill við þá undrun og geðshræringu. sem gagntók fundarmenn eftir að formaður félagsins hafði lauslega skýrt fundaréfnið og ekki hvað sízt er bæjarfógetinn hafði lokið máli sínu, og menn litu spurnaraugum hver á annan. x Stórfengleg gjöf. Það þarf ;ngan, sem til þekkir að undra þó menn hefðu verið þrumulostnir, því það sem raun- verulega var að ske var, að hjónin á Sjónarhól í Hafnarfirði (Reykja- í víkurvegi 22) höfðu ákveðið að j færa Fimleikafélagi Hafnarfjarðar I að gjöf hús sitt Sjónarhól, á- samt lóð þeirri, sem húsinu fylgir og tveim bílskúrum, sem standa á lóðinni. Formlega skyldi gengið frá gjöf- inni að heimili þeirra hjóna að viðstöddum bömum þeirra (sem öll hafa lýst sig skriflega sam- þykk gjörð foreldra sinna) og stjóm og varastjórn F.H. mánu- daginn 13. des. 1965, en 13. des- ember er giftingardagur þeirra hjónanna. Gjöfin formlega tilkynnt. Síðastliðinn mánudag kl. 3 e.h. voru stjórnarmenn F.H. og bæjarfógetinn í Hafnarfirði mættir að Sjónarhól, þar sem gjafarbréfin og tilheyrandi skjöl voru undirrit- uð af þeim hjónum í votta viður- I vist. ^ Viðstödd þessa athöfn voru einnig börn þeirra Sjónarhóls- hjóna, Bjami, Bára, Boði, Birgir og Berglind, en Bragi gat ekki verið viðstaddur, þar sem hann er nú á síldveiðum. Vegna formlegrar móttöku gjaf- arinnar skrifuðu j þessir undir til- heyrandi skjöl, fyrir hönd F.H. Axel Kristjánsson, formaður, Hallsteinn Hinriksson, varafor- maður og Finnbogi F. Amdal gjaldkeri. Sjónarhóll. Húsið Sjónarhóll, sem verður þannig eign F.H. að þeim hjónum látnum, er sem kunnugt er öllum Hafnfirðingum nr. 22 við Reykja- víkurveg. Stærð hússins er 13 X 11 X 5,85 m. Húsið er tvílyft stein- hús með risi og kvistum. Undir ca. helmingi hússins er kjallari. I. hæð hússins er tvö anddyri, 3 stofur, 2 sölubúðir, bað og salerni. II. hæð hússins er anddyri og forstofa, 6 stofur, eldhús og bað. Ris, er gangur og 5 herbergi, 2 eldhús og bað. Efra ris 6 einstaklingsherbergi | og bað. Bílskúrar tveir 7,50 X 4,60 X j 2,80 hvor. í gjafabréfinu er F.H. áskilið að málverki af fæðingarbæ Björns Eiríkssonar, Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd skuli vera val- inn áberandi staður í félagsheimili F.H. hvort sem það verður í fram- tíðinni að Sjónarhól eða annars staðar, jafnframt að minnisvarði sá er stendur í garði hússins og er til minningar um föður og 3 bræð ur Bjöms Eiríkssonar, er fórust í sjóslysum, skuli í því tilfelli að stjórn F.H. selji húsið vera valinn staður á félagssvæði F.H. eða færður bæjarstjórn Hafnarfjarðar til varðveizlu. Framh á bls 6 Ferðabók — Frh. af bls. 9: sennilega betri lýsing en hægt er að fá nokkurs staðar annars staðar á öllum helztu fiskimið- um. Og svo koma ábendingar hans, nýjungatillögur og um- vandanir, sem fela e. t. v. í sér þegar nánar er að gáð, betri og hreinskilnari þjóðarlýsingu en nokkuð annað sem var skrif- að á þessum tímum. egar hann kemur að Uxa- 3 hver í Reykjahverfi, dettur S honum í hug, að hér mætti reisa heila borg af gróðurhúsum til ræktunar hvers kyns matjurta. Þar er hann svona circa 150 ár um á undan samtíð sinni. Hann bendir Grímsevingum á að þeir í ættu að nýta fuglabjörgin á Kol s beinsey, sem hollenzkir sjó- menn notfæra sér. Hann kemur ( Ásbyrgi, en hann minnist ekk- ert á það furðulega náttúrufyr irbæri, heldur sér hann aðeins hagrænu hliðina, Byrgisskóg, þar sem sagt var að áður hafi vaxið beinvaxinn birkiskógur, sem hægt var að nota til smíða. Hann lýsir nákvæmlega viðar- reka á Hornströndum og víðar, tekur ótal sýnishom af viðar- tegundum og reynir síðan að greina tegundimar, kemst að því að sumt er frá Síberíu ann- að frá Norður-Ameríku, fram að þessu höfðu sumir jafnvel ætl að að rekinn kæmi frá miklum skógum sem yxu á hafsbotni. Hann lýsir hinum litlu og lé- legu kálgörðum víðs vegar um Norður- og Austurland, sem eru sjaldnast meira en fjórir til fimm faðmar á kant, greinir frá því að enskir sjómenn hafi sáð kartöflum í garð á Kol- freyjustað og komið upp hin fegursta uppskera. Presturinn þar hafi síðan ætlað að geyma útsæði, en það hafi skemmzt i röku húsi yfir veturinn og næsta ár hafi ekki verið hægt að sá kartöflum þar. Hann grein ir frá hinum gömlu þæfingar- aðferðum íslendinga á ullinni. að þæfa hana í tunnu með fót- afli og fannst þetta mikil sóun á vinnuafli, leggur til að í hverri sýslu sé komið upp þæf- ingarstöð, knúinni vatnsorku. Hann segir frá ormaplágu, sem kemur í tún, lýsir því hvernig fólk hafi týnt maðkana í trog og borið þá út fvrir tún, leið- réttir hugmyndir fólks um að ormum þessum rigni af himni, „einkum í suðvestan átt“ eða að sá glitrandi spuni sem frá þessum skepnum komi sé eitr- aður, — þetta er aðeins silki, sem lirfan spinnur utan um sig, segir hann. gíðast en ekki sízt grannkynn- ir hann sér sjávarútveginn, hann er hrifinn af dugnaði og hagsýni vestfirzkra sjómanna og einnig Fljótamanna, en harmar það hve sjómenn á ýmsum öðr um stöðum séu skammt á veg komnir. Þar segir hann frá til- raunum Héraðsbúa til að reka bátaútveg við Héraðsflóa, en eftir að tveir bátar fórust þar með öllum áhöfnum segir hann að þeir hafi misst kjarkinn. Hann hvetur þá til að taka í notkun og efla Múlahöfn undir Kollumúla, þó samgöngur séu ekki góðar inn fjallshlíðina frá henni. Hann skammar aust- firzka sjómenn fyrir ranga róðr- araðferð, skort á þekkingu á rekstri fiskveiða og búnaði veið arfæra, lélegan seglabúnað og of litla báta. Hins vegar treystir hann sér ekki að afneita hug- myndum manna um að fjórar tegundir silunga séu eitraðar, öfuguggi, loðsilungur, blágóma og dílasilungur. Bændur ávítar hann fyrir að kunna ekki að reykja kjöt eða slátra fé á réttan hátt, söltun og meðferð smjörs sé mjög ábóta- vant, kunnátta í ostagerð á lágu stigi og fárast yfir því að víðast hvar noti menn enn snældu í stað rokka Jþetta eru aðeins nokkrir punktar sem ég hef tekið lauslega niður við lestur bókar innar og ég vildi spýrja hvort jafnvel þessir fáu punktar gefi ekki strax nokkra innsýn í ald arháttinn, sjálfum -fannst mér að ferðabók Olaviusar opnaði mér meira en flest annað, sem ég hef lesið, sýn yfir 18. öldina Frágangur bókarinnar er góð ur í alla staði og sama er að segja um fráganginn frá hendi Steindórs Steindórssonar. Þó finnst mér að víða hefði hann mátt gefa meiri skýringar og spurning hvort hann hefði ekki átt að notfæra sér meira dag- bækur Olaviusar úr ferð hans. Þær eru til, en ég sé ekki að hann hafi útvegað sér þær til að hafa við útgáfuna. Skal ég þó ekki fortaka fyrir það. Og t.d. kem ég hvergi auga á það að gangur ferða hans um land ið sé rakinn, sem þó hefði verið sjálfsagt í formálanum, sem þó er hinn gegnasti og greinileg- asti. l'Ttgáfa slíkra gamalla ferða- bóka um Island tel ég mikil væga. Það hefur talsvert verið gert af því og nefni ég t.d. bæk ur von Troils, Hendersons, Hol lands 'O.fl. Þessu mætti gjama halda áfram um þær merkustu bækur sem út komu um ísland á fyrri tíð. Sakir aldurs þeirra eru þær orðnar meðal merkustu sagnfræðirita um land og þjðð. Þorsteinn Thorarensen

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.