Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 1
MikiS hvassviðri með úrfelH gekk yfir sunnan og vestanvert landið í gær og nótt. Orsakaðist það af mjög djúpri lægð sunnan úr hafi sem kom upp að landinu í gær, og telur Veðurstofan hana vera með dýpri lægðum sem yfir- leitt gerast hér við land. Með morgninum tók mjög að hvessa og náði veðurhæðin 12 vindstigum á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum um hádegisleytið í gær. Annarsstaðar um sunnan og vestanvert landið var víðasthvar 8—10 vindstig þegar hvassast varð. Skammt undan Reykjanesi breytti lægðin um stefnu, til norð- vesturs í stað þess að fara yfir landið og fylgdi henni mjög mikil úrkoma. Mest rigndi í Kvígindisdal við Patreksfjörð eða 21 mm á tímabilinu frá kl. 5 siðdegis í gær Framh. á bls. 6. Fulltrúar allra fíokka fjölkiíu um alúmínmálið Skýrsla Jóhanns Hafsfeins iðnaðarmála- ráðherra um byggingu alúmínverksmiðju fimdi í sameinuðu Alþingi í gærkvöldi flutti Jóhann Haf- stein, iðnaðarmálaráðherra skýrslu rikisstjómarinnar um þær viðræður sem hafa átt sér stað um byggingu alúmínverk- smiðju hér á landi. Fer ræða ráðherrans í heild hér á eftir. Þann 5. maí sl. lagði ríkisstjóm- in fram á Alþingi skýrslu um þá athugun á byggingu aluminium- verksmiðju hér á landi, sem fram til þessa hafði farið fram að til- stuðlan ríkisstjómarinnar og á vegum stóriðjunefndar. Allítarlegar umræður urðu um þessa skýrslu í þinginu næstu daga Áður en hér var komið hafði stóriðjunefnd þann 14. nóv. 1964 skilað ftarlegri skýrslu til ríkis- stjórnarinnar um aluminiumverk- smiðju og stórvirkjun, en þar voru störf nefndarinnar og gangur við- ræðna við erlend aluminiumfyrir- tæki rakin fram til þess tima. Skýrsla þessi ásamt fylgiskjölum var afhent öllum alþingismönnum sem trúnaðarmál skömmu síðar þ.e. 23. nóv. Einnig höfðu þing- mönnum verið afhentar skýrslur stóriðjunefndar um framhaldsvið- ræður í málinu, sem fram fóru í desembermánuði 1964 í Ziirich og í Washington í marz 1965 og loks í Reykjavík dagana 31. marz og 1. apríl. Aðilar þeir sem tóku þátt í þessum viðræðum voru fulltrúar íslenzku ríkisstjórnarinnar, fulltrú ar Swiss-AIuminium og fulltrúar frá Alþjóðabankanum. Með þessari skýrslugerð og um- ræðum um hana má segja að gerð hafi verið til hlítar grein fyrir hvernig horfur voru á þessum tíma f þessu máli. Jafnframt hafði það gerzt, að fyrir Alþingi hefði verið lagt frumvarp til laga um lands- virkjun og var það afgreitt á síð- asta þingi, en í því frumvarpi fylgdu ítarlegar skýrslur og grein- argerðir sérfræðinga um þær rann sóknir, sem fram höfðu farið hér á landi um möguleika til stórvirkj- ana í fallvötnum landsins. Einnig hafði þingmannanefnd skipuð fulltrúum þriggja þing- flokka unnið að athugun málsins frá því 9. febrúar, en eftir að fram var lögð skýrsla rikisstjómarinnar þann 5. maí var fjölgað f nefndinni og einnig teknir f hana fulltrúar Alþýðubandalagsins, þannig að síð an hafa allir þingflokkar átt sæti í þessari þingmannanefnd. Framh. á bls. 7. Jóhann Hafstein iðnaðarmálaráðherra Skreytt fyrir jólin Jðlaundirbúningur er f fuli- um gangi og ekki sfzt í barna skólum borgarinnar þar sem krakkamir kepptust við að skreyta stofurnar sfnar f morg un. Það er áreiðaniega eitt af því skemmtilegasta, sem þau fá að gera í skólanum og tilhlökk- unin til jólagleðinnar og jóiafrís ins eykur vinnugleðfna. Svo ýtir undir metingurinn hver hafi fail egasta stofu og fallegasta töfiu skreytingu. í Vogaskólanum var verið að undirbúa jólahátíðahöldin í skólanum í morgun. Stór grenitré lágu í forsal og átti að fara að skreyta þau. I hverri stofu var verið að vinna við skreytingarnar, þeir drátthög- ustu í bekkjunum lögðu sig alla fram við að teikna sem fallegast á töfluna, jólasveinarnir voru vinsæíastir bæði sem skreyting á töflum og í gluggum og víðar. Sum voru að hengja upp jóla- skraut í loft og á veggi og önn ur voru að ganga frá jólagjöf unum en hver krakki fær eina jólagjöf frá einhverjum í bekkn um og er dregið um gjafimar.. Allir unnu kappsamlega því að jólagleði fyrstu bekkjanna átti að hefjast eftir hádegið. Ingólfur Jónsson landbúnaðarmálaráðherra Um hádegisbilið í dag var hin íslenzka matstofa og kynningarstaður Iceland Food Center í Regent Street í London opnaður af Ingólfi Jónssyni landbúnaðarxáð- herra. Viðstaddir athöfn þessa voru um 70 gestir. Auk ráðherrans vou þama Guð- mundur í. Guðmundsson sendiherra, stjórn fyrirtækis ins og nokkrir íslendingar, þeirra á meðal Bjöm Bjöms son kaupm., sem hefur unnið mikið að þessu máli. Af brezkum mönnum, sem þarna voru má nefna John Mackie talsmann brezka land búnaðarráðuneytisins í þing- inu, Lady Phillips fram- kvæmdastjóra Verkamanna- flokksins í lávarðadeildinni, Joseph Godber landbúnaðar- ráðherraefni Ihaldsflokksins. Lord Mountevans, þingmenn- ina dr. Reginald Bennett frá íhaldsflokknum og Louis Cart er Jones frá Verkamanna- flokknum og Mr. Doddson fulltrúa brezka utanríkisráðu neytisins. Ræða Ólafs Johnsons Ólafur Ó. Johnson formaður stjórnar flutti fyrst ræðu þar sem hann bauð gesti vel- komna. Hann ræddi um fyrir hugaða starfsemi Iceland Food Center, sem ætti ekki aðeins að vera matstofa, held ur líka íslenzkur sýningar- Framh. á bls. 6. Um sjötíu gestir viðstaddir opnun lceland Food Center í London

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.