Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 11

Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 11
esbi ! I lli SíÐAN Samkvæmi í París verið fyrir betra fólk i Paris í ár. Fjármálamaður og safnari á listaverkum hvaðanæva úr balletthópinn í hinu glæsilega húsi hans í París. Það var fjöldi nafnkunnra gesta í veizlunni. Rudolf Nurey- ev, ballettdansarinn heimskunni sást ræða af ákafa við Begum Aga Khan, ekkju Aga Khan, en hún er núna komin hátt á sex- tugsaldur. Hertogaynjan af Windsor, sem er tíður gestur ásamt eig- inmanni sínum í boðum Weill- ers rabbaði eftir kvöldverðinn við gestgjafa sinn. Fleiri sæmdir titlum voru í Boðið var haldið til heiðurs Ástralska ballettinum. 'Ómissandi gest ur Nureyev. Borðdama hans Begum Aga Khan. Hertogaynjan af Windsor hlust ar, niðursokkin í það sem gest- gjafinn Paul Louis Weiller segir við hana. Dame Margot Fonteyn snýr lokkandi, beru bakinu i mynda- vélina, þegar myndin var tekin' en það var í einu glæsilegasta samkvæmi, sem haldið hefur heiminum Paul Louis Weiller að nafni hélt veizluna. Hann hefur verið kallaður éfnn' af auðugustu mönnum Frakklands Boðið var haldið fyrir Ástralska Jólauppfynningar Það hringdi til mín kona og aðalerindi hennar meS' þeirri upphringingu var að láta í ljós undrun sína yfir þvi hvað þess- ir uppfinningamenn svokölluðu væru gersviptir allri árstíða- skynjun — og þó sér i lagi allri hátíðaskynjun, eins og hún orðaði það. Til dæmis í sam- bandi við jólin, sagði hún — það væri eins og þeir hefðu aldrei gert sér grein fyrir að það væru jól árl. Ég skaut þvi inn i, að ef þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir því, þá væru þeir áreiðanlega mestu lukkunnar pamfílar, sem um gæti . . . Það er til dæmis með þessa bögglahanka ,sagði hún og lézt ekki heyra innskotið, hvers vegna hefur enginn fundið upp og látið framleiða handhæga hanka eða króka til að festa utan á eiginmanninn, svo að hægt sé að hengja á hann böggla, bæði aftan og framan, þessir krókar þyrftu alls ekki að vera dýrir, en að hugsa sér hvað þeir gætu verið hentugir. Já, og hvers vegna eru ekki framleidd aukaboddý á þessa litlu bíla, jólaboddý eða jólabíla boddý, það skiptir ekki máli hvað þau væru kölluuð, en þau þyrftu að vera úr teygjanlegu plasti, skilurðu .. hvers vegna taka bílaverksmiðjurnar sér ekki fram um þetta, það mundi áreiðanlega stórauka söluna... Og hvemig er það með þessi segulbandstæki, sem hægt er að tala inná nokkrar setningar og lauma undir koddann hjá manni og dáleiða hann til að gera það, sem þar er skipað, þegar hann vaknar að morgni . . . hvers vegna eru þau ekki seld opinber lega, svo að konan geti laumið þeim undir koddann hjá eigin- manninum og fengið hann þann ig til að kaupa umyrðalaust þá jólagjöf sem hún óskar sér.... Já, og væri ekki hægt að fram leiða þannig seðlaveski, að þús undkallamir hyrfu inn í eitt- hvert leynihólf í þeim, sem eig inmaðurinn kynni ekkert á og vissi ekki einu sinni af og héldi svo að hann hefði týnt seðlinum eða dmkkið hann upp ... en konan gæti svo opnað þegar henni lægi á.... ég er viss um að engin kona gæti hugs að sér þarfari og ákjósanlegri jólagjöf . . . handa manninum sínum... Sitthvað minntist hún á fleira, sem uppfinningamönn- um hefur enn sézt yfir, jú, við megum víst prísa okkur sæla karlmennirnir á meðan konur al- mennt fara ekki að fást við uppfinningar ... það er að minnsta kosti þakkarvert, að þær skyldu ekki hafa orðið fyrri til að finna upp atómsprengj- una ... þá er vfsast að þær þætt ust hafa töglin og hagldimar á eiginmönnum sínum sfðustu vikumar fyrir jól... Hertoginn af Windsor, íhugull, umkringdur blómum og glösum boðinu þar á meðal prinsessa Ira von Furstenberg, en hún hefur haft aðsetur í. París um nokkurt skeið. Og þama var líka hertoginn af Windsor, sem einna lengst manna hefur tekið þátt í hinu alþjóðlega samkvæm islffi. Kjóllinn er eftir Yves St. Laur- ent. f gegn um hann sést f Dame Margot Fonteyn. Þama voru líka fallegar stúlk- ur eins og prinsessa Ira. Kári skrifar: „gókavinur" skrifar: „Bókaflóðið". „Það er ekkert smáræði, herra, kvað skáldið — það er ekkert smáræði, sem gefið er út og dengt á markaðinn í des- ember. Ég er ekki að amast við útgáfu á bókum, — en er nokk uð vit í þessu — að demba svona miklu á markaðinn á nokkrum vikum? Ég held ekki. Það er orðið svo, að í minni bókabúðunum er ekki pláss lengur á borðum og í hillum til þess að hafa til sýnis allar nýju bækumar og f rauninni engin leið, þegar líður á daginn vegna þrengsla að geta athugað sinn gang. — „í rólegheitum“. Það er einmitt svo mikið at- riði, þegar menn fara inn í bóka búð til þess að kaupa bók að geta athugað sinn gang — farið rólega að öllu, talað um bókina við bóksalann eða afgreiðslufólk ið (sem ætti að vera menntað og þjálfað og fært um að veita greinargóðar „upplýsingar" — Er kannski svo komið, að þessi atriði þyki engu máli skipta? Ég orðlengi þetta ekki. Það er víst ekki mikið rúm í blöðunum núna fyrir jólin um svona nudd En hér þarf margt umbóta við m.a. að hær tilgangslaust virð ist að fá að sjá aðrar bækui en nýju bækurnar rétt fyrir jól- in — þó eru fjölda margar eldri í fullu gildi, og það er aðalat riðið að bókin sé góð, — ekki hvort hún var gefin út í ár eða í fyrra. — Bókavinur."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.