Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 9

Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 9
V í S I R . Fimmtudagur 16. desember 1965. BÆKUR OG HQJLUNDA œ r 18. öldin átti til bjartar vonir Umsögn um Ferbabók Olaviusar, sem opnar J mönnum gl'ógga sýn inn i libinn tima Eitt frægasta og mesta ri't, sem gefið hefur verið út um Island, var ferðabók Egg- erts Ólafssonar og Bjama Páls- sonar. Hún var ávöxtur fyrstu skipulögðu landkönnunar ís- lands. Þeir félagar ferðuðust svo að segja um landið þvert og endilangt á árunum 1750— 57 og þó hlutar miðhálendis- ins, heimur ímyndaðra útilegu manna yrðu útundari, unnu þeir ýmis þrekvirki, svo sem að ganga á Heklu og Snæfellsjök- ul og grandskoða Surtshelli. Frá sagnir þeirra af þessum og öðr- um álíka afrekum, sem þóttu Ferðabók Eggerts og Bjama, svo að hún hefur skyggt á allt annað sem skrifað var á þess- um tíma. Tvo tinda ber hæst í ritum 18. aldarinnar í augum nútímamanna er þeir skyggn- ast aftur á bak gegnum móðu aldanna, Vidalínspostillu og Ferðabókina og svo e. t. v. und- ir aldarlokin skáldskap Jóns Þorlákssonar á Bægisá. jyjenn koma þá ekki auga á það, — þjóðin virðist vera búin að gleyma því að upp úr miðri öldinni, kringum 1750, hófst hér á landi einhver rú Uxahver, —’ þar vildi Olavius láta reisa gróðurhús, 150 árum áður en gróðurhús voru reist á Islandi. Myndin tekin úr ferðabók hans. einstæð í þá daga, gerðu’ bók þeirra þegar hún kom út 1772, fjórum ámm eftir drukknun Eggerts að læsilegri og skemmti legri ferjasögu, auk hálfgildings hetjusögu sem blandaðist sam- an við kennedílega dýrkun á Eggerti eftir hið sviplega frá- fall hans. En bókin var þó miklu meira, hún var vísindarit, sem lengi síðan var undirstaða nátt- úrufræðilegra rannsókna á ís- landi. Allt þetta hefur hafið upp mesta ritöld, sem hér hefur ver- ið. Það var engin tilviljun, að Skúli fógeti reis upp um þess- ar mundir, sjálfstæði hans, kraftur: og sterkur persónuleiki þroskaðist með nýjum tímum. Sterk viðreisnaralda byggð á vaxandi vísindalegri þekkingu reið yfir landið og átti upptök sín í merkilegum uppgötvunum Newtons og fjölmargra annarra andans manna f vísindaakademí um álfunnar. Auk þess var þetta tímabil hins upplýsta einveldis, þegar konungamir fóm að líta á það sem skvldu sína að reyna að stjóma ríkjunum eins og vel reknum einkafyrirtækjum. Þess vegna gerðist það nú m. a. að íslendingur, Jón Eiríksson, var í fyrsta skipti ráðinn, sem helzti ráðunautur í konungsgarði um málefni íslands og hlutverk hans átti að vera að hjálpa kon unginum í þeirri viðleitni að styðja atvinnuvegi hinnar fjar- lægu nýlendu í Norðurhöfum. Tjað var sannarlega vorhugur í mönnum á Islandi í kring- um 1750. Það er hafin uppreisn gegn danska kaupmannavald- inu, og ótal ráðagerðir eru uppi um að gera atvinnulífið fjöl- breyttara og leita að nýjum leið um. Ferðabók Eggerts og^jama er minnsti hlutinn af þeim ó- teljandi ritgerðum um landið, atvinnumál og margs konar vís- indi sem hefjast um þessar mundir. Það leit ekki þá út fyrir að 18. öldin ætti eftir að verða mesta hörmungaöld þjóð- arinnar, en það varð hún um sfðir, þegar fjárpestin varð af- leiðing djarfra hugmynda um sauðfjárkynbætur, útgerðar- og iðnaðarfyrirtæki hrundu saman gjaldþrota, Jón Eiríksson framdi sjálfsmorð og eldgos og móðu- harðindi skullu yfir eins og refs ing til þjóðarinnar fvrir að leyfa sér að vonast eftir betri tím- um. ’C’itt þeirra merkilegu rita, sem voru skrifuð á þessum tímum, var ferðabók Ólavíusar, sem ég ætla að gera að umtals- efni að þessu sinni sakir þess, að þetta gamla og merkilega rit hefur Bókfellsútgáfan nú sent frá sér f þýðingu Stein- dórs Steindórssonar. Ferðabók Ólavíusar er nokkurs konar við- bót við Ferðabók Eggerts og Bjarna, en hún hefur alltaf hvflt í skugga hennar, naut ekki rétt- dæmis aldarinnar, af ástæðum sem ég mun víkja að nánar. Ólavíus var íslenzkur náms- maður, sem hafði eins og marg- ir sem forfrömuðust á þeim tímum, tekið upp latneskt nafn. Hann hét Ólafur Ólafsson og ættaður frá Isafjarðardjúpi. Fékk hann styrki til að fara í álíka rannsóknaferðalög um Is- land eins og þeir Eggert og Bjarni og fór hann í fyrstu ferðina 1775, réttum 25 árum eftir að þeir tvímenningarnir byrjuðu sínar ferðir, en þó að- eins þremur árum eftir að ferða bók þeirra kom út. Tilgangur m 'mms Siglufjörður, uppdráttur úr ferðabók Olaviusar. ferðar hans var að hann átti að safna sem mestum upplýs- ingum um atvinnuhætti íslend- inga og þá um leið gera tillög ur á öllum sviðum til úrbóta og nýbreytni. Þetta þótti vanta í Ferðabók tvímenninganna á þessari miklu öld gagnseminnar, þeir höfðu lagt mesta áherzlu á að gefa heildarmynd af íslandi og rekja náttúruundtg^og ||Us , kyns fyiirbæri, án þess að huga svo mjög að því, hvað væri til hagræns gagns. /\lafur var 34 ára, þegar hann hóf þessar ferðir. Leitaði hann fyrst til æskustöðva sinna og skoðaði Vestfirði og Breiða- fjörð, á öðru ári ferðaðist hann frá Húsavlk og austur og suð- ur um og alla leið suður í Lón. Á þriðja ári ferðaðist hann frá Húsavík og vestur um Eyja- fjörð, Skagafjörð og Húnavatns sýslur. Þégar hér var komið lauk ferðum hans af einhverjum á- stæðum, hann fékk ekki áfram haldandi styrk og sennilega hef- ur það búið á bak við, að hon um tókst ekki að afla sér vin- sælda á ferðunum. Hann virð ist ekki hafa verið sérlega fé- lagslyndur maður og margt bendir til þess, áð landsmönn- um hefi fallið illa gagnrýni hans og nýjungagirni, er hann benti þeim á að leggja niður gamlar aðferðir. Af sömu ástæðu býst ég við að Ferðabók hans, þeg- ar hún kom út hafi áldrei orðið neitt sérstaklega vinsæl fyrir það, að hann var all hvatskeyt- legur í dómum sínum og ráð- leggingum. Tillögur hans ýmsar voru meira rnetnar af ráðamönnuín erlendis, enda studdi Jón Eiríks son hann drengilega og varð árangurinn aftur sá, að danskir sérfræðingar voru síðar sendir til að rannsaka sérstaklega viss atriði, sem hann hafði bent á, einkum þar sem menn gerðu sér vonir um að framkvæma mætti námugröft. Þessi atriði voru brennisteinsnámurnar, surtarbrandslög, grafit, þ. e. efni f blýanta í Siglufirði og postulínsleir í Strandasýslu og auk þess ölkelduvatn til lækn- inga. Allt þetta var rannsakað ýtarlega og hafa aðeins á fyrri stríðsárunum verið gerðar eins ýtarlegar rannsóknir á mögu- leikum námugraftrar á íslandi, svo sjá má, að menn hafa ekki verið smáhuga á þeim tímum, þótt árangur yrði lítill. Þrjár þessara ritgerða sem fjalla um brennisteinshverina, surtar brandslögin og ölkeldurnar fylgja með sem viðaukar við Ferðabókina. t'g hef að undanförnú vérið að lesa seinná bindi ferðabók- ar þessarar, var áður búinn að lesa fyrra bindið. Þetta hefur verið á margan hátt skemmti- legur lestur, það er t. d. kými- legt að sjá hugmyndir, sem menn höfðu þá um ýmis nátt- úrufyrirbrigði. Tökum t. d. skoð anir annars Danans á því hvem ig gjárnar á Þingvöllum mynd- uðust, hann hafði komið þar við á leið sinni frá Krýsuvík norður að Mývatni. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að gjárnar á Þingvöllum séu svo geigvæn- lega miklar, að útilokað sé að þær hafi getað myndazt við jarðskjálfta, heldur setur aann upp kenningu, að jarðlög þessi hafi myndazt á sjávarbotni, síð an hafi vatnið þornað upp og við það að jarðlögin þornuðu hafi þau herpzt og skroppið svo saman sem raun ber vitni. En annars er frásaga Olaví- usar ómetanleg sem þjóðhátta- lýsing þessarar merkilegu aldar og ég hef komizt á þá skoðun,\ að sem slík sé hún jafnvel merkilegri en Ferðabók Egg- erts og Bjarna. Þeir héldu sig meira við lýsingu lands og nátt- úrufræðifyrirbæra, sem smám saman hefur fengið minni þýð- ingu eftir því sem menn hafa lært meira. En gildi bókar Óla- víusar er í því fólgið, að hann lýsir mest aðstæðum sem ekki eru til lengur, atvinnuvegum og lífi fólksins á þessum tímum. Það er auðséð að hann hefur verið harðduglegur maður og litið köldum ráunsæjum augum á allt sem fyrir bar. í hverri sýslu sem hann fer um telur hann upp hinn mesta fjblda eyði býla og reynir að meta hvort þau séu byggileg, hann lýsir s.érstaklega vel öllum útvegi, bátum og veiðarfærum, ná- kvæmar frísagnir eru hjá hon- um af hákarlaveiðum, hér er Framh. á bls. 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.