Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 7

Vísir - 16.12.1965, Blaðsíða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 16. desember 1965, 7 Bygging alúmínverksmiðju við Stnmm Framh. af bls. 1 Unnið sleitulaust að samningsuppköstum Eins og kunnugt er fóru fram framhaldsviðræður milli sömu að- ila og áður hér í Reykjavfk, dag- ana 1.-3. des. og gaf þá iðnaðar- málaráðuneytið út fréttatilkynn •ingu þess efnis, að samkomulag hefði náðst í viðræðum milli full- trúa aðilanna í meginatriðum. Það sem næst lægi fyrir væri að ganga frá samningsuppköstum með margháttuðum fylgiskjölum og myndu lögfræðingar aðila vinna að því í desember. Það hafa komið fram óskir um, að frá því yrði nokkuð nánar greint hér í þinginu, hvað aðhafzt hefur verið síðan í maí á þessu ári og hvað líklegt sé, að framundan verði um meðferð málsins innan ríkisstjóm- ar og á Alþingi. Ég gerði grein fyrir því hér í umræðunum á Alþingi í vor, að ég teldi málið þá vera komið á nokk- uð nýjan vettvang, þ.e. af hreinu umræðustigi og á þann grundvöll, að þess bæri að freista, hvort samningar gætu tekizt milli aðila. Á þessu stigi májsins höfðu að eins verið gerð frumdrög af Is- lands hálfu að svokölluðum aðal- samningi við hið svissneska fyrir- tæki og jafnframt fmmuppdrög að orkusölusamningi. í lok maímán- aðar bárust okkur íslendingum ný samningsuppköst af hálfu Sviss- lendinganna og síðan hefur sleitu- laust verið pnnið að því að koma slíkum samningsuppköstum í það horf, er báðir aðilar gætu við unað Ég vil geta þess, að samnings- uppköst Svisslendinganna frá því í maímánúði ollu okkur nokkrum vonbrigðum og hafa skapað ýmsa erfiðleika e.t.v. ekki sízt vegna þess, hvemig þeir voru þá form- aðir af hálfu lögfræðilegra ráðu- nauta hins svissneska fyrirtækis og höfðum við sitt hvað við það að athuga. Gerði ég þingmanna- nefndinni strax í Zúrich þann 17. júní, grein fyrir þpssu og nefndin fékk þessi uppköst Svisslending- anna til meðferðar eftir heim- komu. Þingmannanefndin kynnir sér reksturinn Ég vil skjóta þvi hér inn, að um þetta leyti hafði orðið að ráði, að þingmannanefndin tæki sér ferð á hendur erlendis, til þess að kynn- ast betur byggingu og rekstri alum iniumbræðslna, eða verksmiðja. Nefndin fór því til Noregs í júní- mánuði og kynnti sér þar bygg- ingaframkvæmdir við aluminium- verksmiðju, sem Svisslendingar eru að reisa þar í Husnes í samvinnu við Norðmenn, en gert er ráð fyrir að þar sé um að ræða aluminium- verksmiðju af sömu stærð og ráð- gert hefur verið hér. Á sama tíma kynnti nefndin sér í Þrándheimi þær rannsóknir, sem vísindastofn un þar innti af höndum fyrir hönd raforkumálastjórnarinnar í sam- bandi við ismyndanir i Þjórsá og aðra erfiðleika í sambandi við byggingu raforkuvers við þetta stærsta fallvatn landsins. Síðan var haldið til Sviss og heimsóttar aðal- stöðvar Swiss-Aluminium { Zúr- ich og jafnframt skoðaðar alum iniumbræðslur og. verksmiðjur, sem framleiða úr aluminium, sem sama fyrirtæki á og rekur í Suð ur-Sviss. Hygg ég, að nefndar mönnum hafi með þessu móti gef izt nokkuð góður kostur á því að kynna sér eftir því sem verða mætti, hvemig hið svissneska fyr irtæki er upp byggt og hagar rekstri sínum og allt hafi það orð ið þingmönnum til nokkurs lær- dóms. Aðalsamningur og raf- orkusamningur athugaðir Þann 13., 15. og 16. júlí voru haldnir fundir í þingmannanefnd- inni að nýju, þar sem farið var ít- arlega yfir samningsuppköstin að aðalsamningi og raforkusölusamn ingi, sem okkur höfðu borizt í lok maímánaðar. í þessa endurskoðun þingmannanefndarinnar fór mikið verk, en hún hafði áður verið und irbúin áf ráðunautum og sérfræð- ingum ríkisstjómarinnar ásamt mér sem iðnaðarmálaráðherra. Þeir sem áttu hér hlut að máli voru dr. Jóhannes Nordal, formað- ur stóriðjunefndar, Hjörtur Torfa- son, lögfræðingur, Steingrímur Her mannsson, verkfræðingur, Eiríkur Briem, rafmagnsveitustjóri og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytis stjóri í iðnaðarmálaráðuneytinu. Fundur ákveðinn í desember Ekki reyndist fært að koma fund um á að nýju milli fulltrúa hinna þriggja aðila, fyrr en 12. okt. sl. en þá komu hingað fulltrúar Swiss Aluminium og Alþjóðabankans á þriggja daga fund. Að loknum þeim fundi var ákveðið að efna til nýs fundar í byrjun desembermán. en á milli þessara fpnda þurfti hins vegar að vinna ýmis verk á grundvelli viðræðna og álitsgerða frá október-fundunum. Af því til- efni fóru lögfræðingar okkar, Hjörtur Torfason og Brynjólfur Ing ólfsson, til fundar f New York í byrjun nóvembermánaðar með lög fræðingum Svisslendinganna og A1 þjóðabankans og formaður stór iðjunefndar ásamt ráðuneytisstjór- anum í iðnaðarmálaráðuneytinu fóru einnig til fundar við aðalfor- stjóra Swiss-Aluminium í Zúrich um miðjan mánuðinn. Jafnframt fór Steingrímur Hermannsson til Noregs til þess að afla upplýsinga um sérfræðileg atriði í sambandi við aluminiumvinnslu og hafa þar samráð við sérfræðinga og fjár málamenn um aðstöðu Norðmanna við slíkan atvinnurekstur, ef vera mætti; að okkur gæti orðið það að nokkru liði. Naut hann í því sam bandi aðstoðar Hans Andersen, ambassadors í Osló. Þingmanna- nefndinni voru gefnar ítarlegar skýrslur um þessar viðræður og annað það, er máli skipti í sam- bandi við þær og lialdnir jafn- framt tveir fundir þann 26. og 30. nóvember. Rætt við bæjarstjórn Hafnarfjarðar Ég vil skjóta því hér inn, að eftir að lögð hafði verið fram skýrsla ríkisstjórnarinnar á Alþingi í maí- mánuði, þótti ástæða til þess. að hefja viðræður við bæjarstjóm Hafnarfjarðar, en líkur bentu þá þegar til þess, eins og fram kom í skýrslunni, að hentugast mundi að staðsetja væntanlega alumin- iumverksmiðju við Straumsvík, rétt sunnan Hafnarfjarðar. Þegar svo enn stóðu fyrir dyrum viðræðu- fundir fulltrúa ríkisstjómarinnar og Swiss-Aluminium í október sl., er ætla mætti, að kynnu að skera nokkuð úr um framvindu málsins þótti rétt að taka upp formlegar viðræður við bæjarstjóm Hafnar- fjarðar um málið, og óskaði ég þá eftir því með bréfi 8. október að bæjarstjóm Hafnarfjarðar tilnefndi fulltrúa af sinni hálfu, til form- legra samningaumleitana við ríkis stjómina um þá þætti verksmiðju málsins, sem Hafnarfjarðarkaup- stað varða. Af hálfu Hafnarfjarðar hafa síðap tekið þátt I slíkum við- ræðum bæjarráðið sem skipað er þremur mönnum, og bæjarstjórinn Hafsteinn Baldvinsson. Þá ber einnig að hafa í huga, að eftir að landsvirkjun var stofnuð samkvæmt lögum frá síðasta Al- þingi hefur meðferð raforkusölu- samningsins og athuganir í sam- bandi við hann, fyrst og fremst ver ið í höndum stjórnar landsvirkjun ar. Frumdrög af öllum samn- ingum á næsta leiti Eftir síðustu viðræðufundi milli fulltrúa ríkisstjórnarinnar, Swiss- Aluminium og Alþjóðabankans, sem haldnir voru hér fyrstu dag- ana í desember, taldi ég málum hafa miðað það verulega áleiðis, að líklegt væri, að koma mætti saman á næstunni frumdrögum að öllum þeim samningum, sem hér gæti verið um að ræða í því formi sem viðunandi væri. Þótti þá ráð- legt að ákveðá nýjan fund með samningsaðilum í byrjun janúar- mánaðar. Af okkar hálfu þótti þá ástæða til að ætla, að upp úr því gætum við, sem höfum verið í I samningaviðræðum og haft stoð af þingmannanefndinni fyrr og síðar skilað frá okkur tillögum til rík- isstjómarinnar. En sjálf ríkis- stjómin hefur ekki haft aðstöðu til þess að fara yfir samningsupp köstin, sem um er að ræða, þó að jafnan hafi verið haft samráð inn an stjórnarinnar, eftir því sem föng stóðu til. Hefur þá einnig fjo-ir mér vakað, að þingemnn fengju slík samningsuppköst jafn liiiða til meðferðar eins fljótt og gengið verður frá þeim eftir næsta fund og búið verður að þýða það, sem þýða þarf. Fælist í þessu, að þingmenn allir gætu haft málsskjöl in til meðferðar vemlegan langan tfma, áður en að því kæmi, að ríkisstjómin teldi sig reiðubúna til þess að ganga til ákvarð.ana í mál- inu. Fylgiskjöl samningsins En gert er ráð fyrir því, að áður en málið yrði lagt fyrir Alþingi mundi iðnaðarmálaráðherra undir- skrifa aðalsamninginn fyrir hönd íslenzku ríkisstjórnarinnar, en hon um er ætlað að öðlast lagagildi ef Alþingi fellst á efni samnings- ins. En með því fororði eða skil- yrði mundi ráðherra undirrita. Þessum samningi mundu svo fylgja til Alþingis eftirfarandi fylgiskjöl: 1) raforkusölusamningur, sem und irritaður yrði einnig með skilyrði af hálfu landsvirkjunarstjómar f. h. okkar íslendinga, 2) samningur um staðsetningu verksmiðjunnar við Straumsvík og byggingu hafn- ar, en gert hefur verið ráð fyrir því, að Hafnarfjarðarbær hefði að- ild þess máls í samráði við ríkis- stjómina, 3) samningur um banka tryggingar, sem svissneska fyrir- tækið mundi gera við okkur, fyrst og fremst til öryggis því, að engir misbrestir yrðu á efndum þeirra varðandi byggingarframkvæmdir sem þó mundu ekki hefjast fyrr en 12-18 mánuðum eftir að sjálf Búr- fellsvirkjun hefði hafizt. I fjórða lagi er gert ráð fyrir ýmsum að- stoðarsamningum, sem svissneska fyrirtækinu er ætlað að gera við hið íslenzka aluminiumfyrirtæki sem jafnan hefur verið gert ráð fyrir að stofnað yrði sem hlutafé- lag. og mundi þá jafnframt stofn samningur slíks félags fylgja sem fvlgiskjal til þingsins. Málið fyrir Alþingi I marz Þetta er I stórum dráttum það, 'sem ég á þessu stigi hef um þetta mál að segja fram yfir þær upplýs- ingar, sem fram komu í skýrslu- gerð ríkisstjórnarinnar í maímán uði' sl. Tilboð í Búrfellsvirkjun í Þjórsá eiga að hafa borizt hingað upp úr 20. janúar, en verkið hef ur verið boðið út á alþjóðavett- vangi og þykir öruggt að mörg til boð munu berast, bæði frá erlend um aðilum pg frá íslenzkum aðil um e.t.v. að .pinhverju leyti í sam vinnu við erlenda aðila. Ég tel ekki líklegt, að til undirskrifta samninga komi fyrr en í lok febrú armánaðar og málið kæmi þá til meðferðar x Alþingi í marzmánuði Sámtímis væri eftir að ganga frá samningum við Alþjóðabankann um þær lánveitingar, sem við hann hefur verið rætt til virkjunarfram kvæmdanna. Efni hinna einstöku greina hinna margháttuðu samningsuppkasta tel ég ekki tímabært að víkja að nú. Bæði ríkisstjóm og þingmenn eiga eftir að fá öll þessi skjöl til með ferðar áður en til slíkar umræður gætu hafizt hér á Alþingi. Öll meg inatriði málsins komu raunar fram I skýrslugerðinni í vor, en tíminn sem liðið hefur síðan hefur í það farið að koma þeim megin- sjónarmiðum í samningsuppkösí og form, sem við teljum að menn gætu sætt sig’við. Vel ráðið að hafa fulltrúa allra flokka í nefndinni Ég veit að ég hef í þessum fáu orðum mínum ekki sagt neina ný lundu fyrir háttvirta þingmenn, því þeir hafa haft vitneskju um allt málið frá fulltrúum sínum í þing- mannanefndinni. Um það var nokk ur ágreiningur í öndverðu hvern ig sú þingmannanefnd skyldi vera skipuð. Ég tel, að það hafi ráðizt vel að fulltrúar allra flokka áttu sæti f nefndinni. Það hefur tví- mælalaust orðið málinu til stuðn- ings. Hins vegar breytir það að sjálfsögðu engu um afstöðu þing mannanna til málsins, þeir hafa gert fyrirvara um það mjög skil merkilega, fulltrúar stjórnarand- stöðunnar, að þeir starfi í þessari nefnd eins og hve'rri annarri þing nefnd, óháð því, þegar að því kem ur hvort þeir séu með eða á móti málinu, en út í það skal ekki fara nú, það er þingheimi nokkuð kunn ugt frá efnisumræðum, sem fram fóru hér á sl. vori.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.