Vísir - 18.12.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 18.12.1965, Blaðsíða 8
$ V TS I R . Laugardagur 18. deseniDer 1965. VISIR Otgefandi: Blaðaútgálan VlSIR Framkvæmdastjóri: Agnar ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jönsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjóm: Laugavegi 178. Slmi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrseti 3 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Framkvæmdir í vændum J»að munu borgarbúum hafa þótt merkustu fréttirnar af hinni nýju fjárhagsáætlun Reykjavíkur að gert er ráð fyrir að útsvarsstiginn í Reykjavík verði óbréytt- ur og unnt verði að veita sama afslátt af útsvörum, sem gert var á s.l. sumri. Kom þetta skýrt fram í ræðu borgarstjóra, Geirs Hallgrímssonar, á fundinum um fjárhagsáætlunina. Nú hefur reynzt nauðsynlegt að hækka engu að síður heildarupphæð útsvaranna um 20%, en þar sem bæði tekjur manna hafa vaxið og gjaldendum fjölgað í borginni er gert ráð fyrir að ekki þurfi að hækka útsvarsstigann. Er það vissu- lega vel og vonandi verður unnt að standa við það fyrirheit. Af þeim verkefnum, sem fram undan eru og unnin eru fyrir útsvarsféð, verður megináherzlan lögð á íþrótta- og sýningahúsið í Laugardal, sundlaugina þar og Borgarsjúkrahúsið í Fossvogi. Af þeim verk- efnum er vitanlega langmest áríðandi að ljúka Borg- arsjúkrahúsinu, en alls ekki er vansalaust hve býgg- ing þess hefur dregizt á langinn. Þá er gott til þess að vita, að mikil áherzla verður lögð á allar fram- kvæmdir við undirbúning nýrra byggingarsvæða í borginni, því áríðandi er að íbúðarbyggingar geti vaxið frá því sem nú er og verði þannig bætt úr hús- næðisvandkvæðunum. Þá er einnig gert ráð fyrir, þegar lokið er við fyrrgreind verkefni, að byggja Borg- arleikhús, myndlistarskála og borgarbókasafn. Allt er gott um þessi verkefni að segja, en hins vegar eru vitanlega mörg önnur brýnni, bæði þau sem að fram- an eru rakin og framkvæmdir í félagsmálum og skóla- málum. Þannig er t. d. nauðsynlegt að auka áður framkvæmdir við byggingu barnaheimila og leikvalla, vegna þess hve borgin stækkar ört og æ fleiri hús- mæður vinna úti. Borgarbúar ættu að gera sér far um að fylgjast sem bezt með því til hvers fénu er varið sem þeir greiða í útsvör. Þeir munu komast að raun um að mikilvæg þjónusta á fjölmörgum sviðum er látin í té af borgarinnar hálfu fyrir þau framlög. Island í Regent Street þær smökkuðust vel íslenzku rækjurnar og humar- inn, svo ekki sé talað um súrmetið, er íslandshúsið í London var opnað með pomp og pragt á fimmtudag- inn. Þetta er skemmtileg tilraun til landnáms í heims- bor^inni og tími til þess kominn að kynna súrsaðan bringukoll og íslenzka brennivínið fyrir Bretum. Ef vel tekst til mun þessi miðstöð auka sölu íslenzkra afurða og er það vel, en vonandi fæst það hátt verð fyrir þær að unnt reynist að lækka örlítið uppbæturn- ar. Þar að auki er ekki að efa að veitingastaðurinn verður miðstöð Islendinga í heimsborginni, Litla ís- land á brezkri grund. / ll Síldarbáturinn eftir Gunnlaug Schevmg. Robert M. Coates: UPPRENNANDIÍSLAND í desemberhefti bandaríska tímaritsins The New Yorker birtist grein um íslenzka málaralist í tilefni af íslenzkri málverkasýningu f safni American Federation of Arts. Höfundur greinarinnar er Robert Coates, en tímaritið New Yorker er, eins og kunnugt er, eitt af þekktustu tímaritum heims. Grein Coates er mjög athyglisverð og hér birtist hún í íslenzkri þýðingu. Jginn af kostunum við það að eiga heima í mikilli mið- stöð alþjóðalista er sá, að oss býðst a.m.k. stöku sinnum færi á að skoða margbreytilegt úr- val. Nú er m. a. boðið upp á íslenzka málverkasýningu í safni American Federation of Arts, sýningu listaverka úr margs konar efni eftir unga ameríska Indjána f Riverside Museum, og loks sýningu ind- verskra lista hefðbundinna í Asia House. Ég kýs að ræða sérstaklega um íslendingana — ekki sízt vegna þess, að þettta er fyrsta verulega yfirlitssýningin, sem hér hefur verið haldin, á verk- um frá því landi, og er það sögulegur eigi síður en listrænn viðburður. Þetta skilst, þegar at hugaður er ferill fsl. málaralist- ar, sem naumast upphófst fyrr en um aldamótin ( svo sem fram kemur í fjörlegum og fróðlegum formála að myndskránni). Þá voru einungis tveir starfandi málarar í landinu og allt fram til 1912 urðu þeir ekki nema hálf tylft manna. Smátt og smátt hættu brautryðjendurnir sér utan — fyrst til Danmerkur, „móðurlandsins", sem sjálf hafði í listum dregizt aftur úr — síðan til Berlínar til þess að læra handbrögð Evrópuskól anna. Þegar athugað er, hversu seint er til starfa tekið og hversu nær alger einangrun var til þess tíma, ýr ekki að undra að hrífandi upprunaleika gætir mjög í verkum þessara manna. En með honum fer talsverður ofsi í miklum hluta verkanna, og kynni að mega rekja hann til þess, að ísl. menning hafði nær eingöngu beinzt að bók- menntum, — sem birzt hafa í Eddunum, Heimskringlu og öðr um norrænum sögum — en myndlistinni hafði verið mark- aður þrengri bás, svo sem tré skurður, þannig að hinir nýju menn urðu að sækja á til þess að brjóta hugmyndum sínum braut. Og sýningin sannar þenn an sóknarhug. Þegar fslendingar breyttu um stefnu, brugðu þeir stýrinu skjótt eins og forfeður þeirra víkingamir og létu vaða á súðum. Ljóst er af sýningunni, að í myndlist íslands er fjör, afl og athafnasemi, þótt í henni gæti nokkurrar óvissu. Nú er sýn ingin sjálf, líkt og sýningarskrá in, fullsamandregin til þess að til fullnustu sé hægt að átta sig á því tímabili, er hún tekur til, en það er h. u. b. frá upp- hafi þessarar aldar til nútímans. Hér er úr æði miklu að velja. og þó að misjafn svipur sé yfir sýningunni, verður að haí% það hugfast, að það er ekki nóg með að ísland kæmi seint inn í Evr- ópulistina dg það á þeim tíma, er hún var á hverfanda hveli — impressjónistar að taka við af realistum 19. aldar, síðan posf- impressjónistar, fauvistar, kúb- istar og allir hinir — heldur hef ur list þess lifað tvær heims- styrjaldir, en í báðuni mátti ugga um örlög eylandsins Fimmtán iistamanna verk eru sýnd og ná yfir þrjá „ættliði", frá Þórarni B. Þorlákssyni (1867 —1920) sem árið 1900 varð fyrst ur íslendinga til þess að halda einkasýningu og að eldheitum fylgjendum nútímastefnu eins og Þorvaldi Skúlasyni, Nínu Trvggvadóttur. og Jóni Engil- berts, sem öll hafa háþróuð við horf. Eldri listamennimir, sem notað hafa þykka áferð (im- pasto) og breiða myndbyggingu til þess að sýna hrikaleik nor- rænnar náttúru, munu nú á tím um þykja full-þunghentir, ekki sízt vegna þess að sum málverk anna, sém máluð eru með grófri litaáferð, þyldu vel að vera bet ur hreinsuð, enda vantar flest þeirra glit (sparkle). En þau eru heiðarlega unnin, og mörg þeirra — svo sem „Kvöld í Reykjavík“ með sínum óreglu- legu húskumböldum við sjóinn, eftir Ásgrím Jónsson, og dáh'tið langsótt en þokkafull mynd „Stapafell“ eftir Jóhannes S. Kjarval og „Á marglitum kjól“ eftir sama málara, báðar lands lagsmyndir — eru heilsteypt og virðingarverð verk. Verk yngri mannanna eru miklu fjölbreytt- ari að stílsmáta, og má ætla að þar gæti árekstra milli áhrifa. Meðal þeirra má telja „Dagur í marz“ og „Ströndina“ eftir Eirík Smith, sem bæði minna á Hartung, fíngerð og smágerð verk eins og „Vatnið“, abstrakt landslag eftir Guðmundu Andr- ésdóttur, og loks áhrifamikil verk eins og „Hrynjandi" og „Gustur" eftir Jóhannes Jóhann esson, en í báðum verkum tekst málaranum að gefa til kynna raunverulega hreyfingu með hörðum útskornum formum i rúmi. Minnstum árangri virðast þeir málarar ná, sem heyra til annarri eða mið-kynslóðinni, og má vera, að það stafi af þvi, að þeir eru „inn á milli“ hins hefðbundna og hins nýja. I hópi þeirra féllu mér einungis sjávar myndir Gunnlaugs Schevings („Morgunn á sjó“ og „Slldar- báturinn", m. a.) Þó að þær myndir séu klunnalega byggðar og stirðlegar, búa þær yfir sann leika sem Ijær þeim vissan styrk. Fáeinar ályktanir má gera, en þær verða að vera nokkuð af handahófi. Svo sem títt er um allar upprennandi listhreyfingar, eru áhrifin víðast hvar augljós — frá Miinchenskólanum með- al eldri manna og frá Hartung, van Gogh og Gauguin meðal Framh. á Ws. 6. EK'::.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.