Vísir - 18.12.1965, Blaðsíða 16
VISIR
Laugardagur 18. desember 1965.
m
RUSSNESKI SILDARBATURINN
OLLl MILLJ. KR. TJÓNI
Utanrikisráðuneytið hefur milligöngu um bótakröfur
Utanríkisráðuneytið hefur tek
ið að sér að hafa milligöngu um
að fá Rússa til að bæta tjónið,
sem síldarbáturinn Jón Garðar
frá Sandgerði varð fyrir, er
rússneskur sildarbátur sigldi
gegnum nót hans fyrir skömmu
og stórskemmd! hana. Gert hef
ur veriö við nótina og kostaði
viðgerðin hálfa milljón króna.
Aflatjón Jóns Garðars er metið
á hálfa milljón, svo allur skað-
inn er 1 millj., nánar tiltek-
ið 1.020.000 krónur.
Lögfræðingur Guðmundar á
Rafnkelsstöðum, eiganda báts-
ins, Páll S. Pálsson hrl. sendi
í dag til utanríkisráðuneytisins
afrit af sjóprófunum, sem fóru
fram í málinu í Hafnarfirði, og
um veiðifæra- og aflatjón báts-
ins.
Á þessum tíma veiða íslenzk
og rússnesk síldveiðiskip mikið
á sömu slóðum og sambúðin
hefur oft gengið stirðlega, því
rússnesk reknet og íslenzkar
síldarnætur eiga ekki saman [
sjó. Mesta hættan er fóigin í
því , að rússnesku skipin sigli
yfir síldarnætur íslenzku skip-
anna og stórskemmi eða eyði-
leggi þessi milljón króna verk-
færi.
íslenzk sildveiðiskip eru nú
að koma sér upp sérstökum ljós
merkjum, sem eiga að tákna að
þau séu með nótina úti, og hef-
ur náðst samkomulag við rússn
esk yfirvöld um fyrirkomulag
þessa ljósaútbúnaðar. Eiga
rússnesk síldveiðiskip að taka
mark á þessum aðvörunarljós-
um, þótt misbrestur viiji verða
á því, en þó er talið, að nóta-
skemmdir séu töluvert minni í
ár en þær hafa verið áður.
íslenzku bátamir hafa yfir-
ieitt ekki krafizt sjóprófa, þeg-
ar nætur þeirra hafa verið
skemmdar eða eyðilagðar. Sjó-
próf var þó haldið I máli Jóns
Garðars og einnig um daginn
í máli Jóns Kjartanssonar frá
Eskifirði. Afrit af sjóprófum og
áætlanir um tjón er hægt að
senda utanríkisráðuneytinu, er
hefur síðan milligöngu í málinu,
á sama hátt og [ máli Jóns Garð
ars.
Háteigskirkja vígð á morgun
Biskup lslands mun vígja hina nýju Háteigskirkju í Reykja-
vík á morgun, sunnudag, klukkan 2 eftir hádegi. Kirkjan'
hefur verið í smiðum í rúmlega sjö ár og er nú byggingunni I
lokið. Undanfarið hefur verið unnið við að ljúka frágangi |
kirkjunnar og í gærkvöldi voru kirkjubekkimir festir niður..
Myndin var tekin við það tækifæri. Á morgun mun safnaðar-.
fólk Háteigssafnaðar í fyrsta skipti hlýða á guðsþjónustu í
sinni eigin kirkju, en áður var messað í Sjómannaskólanum.1
Sandbíll rennur gegnum grindverk
Laust fyrir kl. eitt í gær var stórri vörubifreið frá Bensa á
Vallá, fullri af sandi, ekið suður Bragagötu. Á mótum Lauf-
ásvegar og Bragagötu missti ökumaður stjórn á bifreiðinni
og rann hún í gegnum grindverkið við húsið nr. 48 við Lauf-
ásveg og braut það, skemmdi tröppur og grindverk. - Bif-
reiðin skemmdist mikið. Guðs mildi var, að ekki skyldi hljót-
ast af slys, því að 11 ára drengur var við grindverkið, þegar
þetta bar við, og slapp með naumindum inn í húsagarðinn.
Myndin er tekin á 100. fundi bæjarstjómar Kópavogs.
FRÁ 100. FUNDI BÆJARSTJÓRNAR KÓPÁVOGS:
ÚTSVÖRKÓPA VQGSBÚA
HÆKKIUM TÆP 29%
Á 100. fundi bæjarstjórnar
Kópavogs, sem haidinn var í gær,
var lagt fram tii fyrri umræðu
frumvarp að fjárhagsáætlun Kópa-
vogskaupstaðar fyrir árið 1966.
Bæjarstjóri, Hjálmar Ólafsson,
hafði framsögu fyrir frumvarpinu.
Umræður urðu litlar, en þær bíða
að mestu til seinni umræðu að
vanda. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
manna vöktu þó sérstaka athygli
á því, að eins og við fyrri afgreiðsl
ur fjárhagsáætlana bæjarins á nú
verandi kjörtímabili lægi engin
heildaráætlun um framkvæmdir fyr
ir við afgreiðslu þessarar síðustu
fjárhagsáætlunar á kjörtímabilinu
Það mikilsverða grundvallaratriði
hefði því endanlega gufað upp úr
kosningastefnuskrá meirihlutaflokk
anna.
í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að niðurstöðutölu.r fjárhagsáætlun
arinnar verði 61.2 millj. kr., en
þær voru I ár 47.9 millj. kr. Nemur
því hækkunin 13.3 millj. kr. eða
um 36%.
Helztu tekju- og gjaldaliðir eru
áætlaðir þannig:
Otsvör verði 45.5 millj. kr. voru
í ár 35 millj. kr., hækkun 11 millj.
kr. eða tæplega 29%.
Aðstöðugjöld verði 3.6 millj. kr.
voru í ár 2.7 millj kr.
SEMENTSSKIPIÐ HEITIR FAXI
„Faxt“ heitir nýja sements-
skipið, sem hleypt var af stokk
unum á föstudaginn i fyrri viku
í Noregl. Sementsverksmiðja rík
isins er aB láta smíða þetta skip
hjá Aukra Bruk A. S., Aukra
I Noregi. Þegar skipinu var
Enska jólaguðsþjónustan
Enska jólaguðsþjónustan verður
haldin í Hallgrímskirkju kl. 4 á
sunnudaginn 19. desember. Allir
eru hjartanlega velkomnir.
hleypt af stokkunum, gaf frú
Maríanne Vestdal, kona for-
stjóra Sementsverksmiðju ríkis
ins, þvi nafnið .,Faxi“. Ráðgert
er, að Faxi verði fullsmíðaður í^"
lok marz í vor og komi til lands !
ins í sementsflutninga í april.
Það er 1275 tonn að stærí) og
er ætlað til flutninga á sementi
frá Akranesl til staða umhverf
is landið, annarra en Reykjavik
ui.
hö. Gert er ráð fyrir því að skip
ið gangi 11 hnúta fullhlaðið. Á
skipinu verður 5 tonna krani,
sem gengur á sporum eftir þvi
endilöngu og verður með hon-
ut’ hægt að losa um 60 tonn af
sementi á klst. með aðeins 1
eða 2 mönnum í lest.
Leit að konunni hætt
Skipið verður 1275 :d.vv neð
1520 hestafla Deutz aðalvé! og
tveimur ljósavélum, hvor 120
Engar spumir hafa borizt af
týndu konunni og öll leit að henni
í hefur reynzt árangurslaus með öllu
Engar upplýsingar um ferðir
konunnar hafa borizt frá því á
þriðjudagskvöldið og engin spor
! hafa verið rakin eftir þáð.
1 gær var leit gerð með kafara
í Reykjavíkurhöfn en í morgun
var meiningin að fara yfir leitar
svæðið í þyrlu. Frekari leit á landi
verður ekki skipulögð nema ein-
hverjar nýjar upplýsingar berist
serri tilefni gefa til leitar.
Fasteignagjöld verði 3 millj. kr.
voru í ár 2.6 millj. kr.
Kostnaður við stjórn bæjarins
verði 4.44 millj kr., var í ár 3.72
millj kr.
Kostnaður við fræðslumál verði
7.23 millj. kr., var í ár 6.375 millj.
króna. Bæjarstjóri upplýsti, að
kostnaður Kópavogskaupstaðar
væri áætlaður 2.340 kr. á bam í
barnaskólunum og 3000 kr. á bam
í gagnfræðaskólunum. Er það fróð-
legt til samanburðar við Reykjavík
Þá skýrði bæjarstjóri einnig frá
því, að á nýafgreiddum fjárlögum
rikisins fyrir næsta ár væra fjár-
veitingar til skólabygginga í Kópa
vogi alls 6.2 millj. kr. Áætlað er
aö bærinn verji til þeirra fram
kvæmda 6 millj. kr.
Kostnaður við félagsmál verði
13.585 millj. kr., var í ár 9.794
millj- kr.
Til gatna og holræsa, viðhalds
cTg nýframkvæmda, verði varið 10.
5 millj. kr, en áætlað í ár 10.658
millj. kr.
Til framkvæmda og innbúskaupa
annarra en gatna og holræsa, er á
ætlað að verja 11.175 millj. kr.,
en var áætlað í ár 9.44 millj. kr.
laoBODm
6 DAGAR
TIL JÓLA