Vísir - 10.01.1966, Qupperneq 4
4
V1 S IR . Mánudagur 10. janúar 1966.
Btmdalag kvenna ályktar
um tryggingamál
Á síðasta aðaltundl Bandalags
kvenna, sem haldinn var dagana
8.-9. nóvember í vetur voru gerð
ar ályktanir fjölda mála. Hér
birtast ályktanirnar um trygginga
mál, en blaðið mun síðar birta
aðrar ályktanir aðalfundar Jfanda-
lags kvenna.
1) Fundurinn fagnar því, að við
síðustu endurskoðun tryggingalag-
anna voru tekin upp ýmis atriði,
sem bandalag kvenna hefur bent á
í ályktunum sínum undanfarin á'r,
meðal annars, áð nú hefur verið
viðurkenndur réttur húsmæðra til
sjúkradagpeninga, þótt sú upphæð,
sem miðað er við, sé of lág.
Jafnframt leyfir fundurinn sér
að vekja eftirtekt á eftirfarandi
atriðum, sem hann telur, að þurfi
breytinga við:
a 16. gr. 4. málsgr. orðist þann
ig: Greiða skal ekki allt að full
um barnalífeyri. Skal það einnig
ná til annarra feðra, sem einir
hafa börn á framfæri sínu.
Vélritunarkennsla
Kenni vélritun (blindskrift) uppsetningu og
frágang verzlunarbréfa. Kennt í fámennum
flokkum, einnig einkatímar. — Innritun og
nánari uppl. í síma 38383 á skrifstofutíma.
Rögnvaldur Ólafsson.
■ b. Barnalífeyrir vegna munaðar
lausra barna sé greiddur tvöfaldur.
í stað heimildar komi fullur réttur.
c. Heimilt sé að greiða iífeyri
með ófeðruðum börnum, ef sér-
stakar ástæður eru fyrir hendi,
sem tryggingarráð viðurkennir.
d. Stefnt sé að því að ellitrygg
ingum sé breytt í það kerfi, að
komið sé á lífeyrissjóðstryggingum
fyrir alla þegna þjóðfélagsins.
e. Heimilt sé að láta rétt til elli
lífeyris haldast við sjúkrahúsvist
allt að 26 vikum á ári.
f. Fundurinn telur, að sú upp-
hæð, sem sjúkradagpeningar hús
mæðra er miðuð við, sem sé líf
eyrisupphæð elli- og örorkulifeyr
isþega, sé of lág.
g. Fundurinn telur sjálfsagt og
eðlilegt, að bótagreiðslur trygging
anna verði verðtryggðar í samræmi
við samninga, sem ríkisstjórnin hef
ur gert við Alþýðusamband Is-
lands.
II) Fundurinn leggur áherzlu á,
að fram fari athugun á því. hvort
ekki sé unnt að taka tannviðgerð
ir inn í hinar almennu sjúkratrygg.
ingar.
III) Fundurinn álítur það rang
látt, að ellilíffyrir hjóna skuli vera
minni én einstaklinga, og gerir þá
kröfu, að hjónalífeyrir verði jafn
og tveggja einstaklinga.
TRANSIT
SendiferSabtfreið
UMBOÐIÐ
SVEINN EGILSSON H.F.
LAUGAVEG 105 SÍMI oozlaa
fdro transit
gjörnýtir plássið
Ný kraftmikil V4 benzín- eða dieselvél.
Flutningsþungi fró 600—1750 kg.
43 amper alternator. 4 skiptur kassi, alsamhæfður.
Verð og myndlistar fyrirliggjandi.
V-------------y--------------'
Oslóarbréf —
r 1'aiTlll . II Ols '
I
kaffibolla eða mjólk með „lefse“
eða kuekkebröd með geitosti,
og rætt um áhugamálin af
hrifningu.
Líka þarna getur maður
heyrt ávæning af turen pá
söndag. Og frammi á gangi.
upp um alla veggi eru hinar
ýmsu tilkynningar varðandi fé-
lagslíf stúdenta. Ein þeirra
vakti sérstaka athvgli mína,
voru þar kvenstúdentar hvattir
til að fjölmenn nú á innanhúss-'
skíðagönguna á föstudagskvöld
ið, til þjálfpnar, og vera nú við
öllu búnar þegar þar að kæmi
að hægt væri að draga alvöru-
skíðin fram.
„BACH’S
EIGENE ORCHESTER“.
Aulasalurinn er nú hér á
næstu hæð fyrir ofan. Og enn
leitar á hugann konserthúsið
sem ekki er til. En einmitt þetta
konserthúsleysi hefur satt að
segja verið undrunarefni út-
lendinga sem gista höfuðborg
Norðmanna, og sérstaklega pá
þeirra sem hingað eru komnir
í þeim tilgangi að láta ljós sitt
skína yfir Oslobúa frá konsert-
palli. — Og eins var um með-
limi Gewandthaus Orchester
frá Leipzig sem gistu Oslo
seinni hluta október. eftir að
hafa haldið hljómleijta i Kaup-
mannahöfn og Stokkhólmi.
Þetta er 20 manna kammer-
orkester sem nefnir sig Bach
Orchester, eða „Bach’s eigene |
Orchester". Og er þá stórt til
orða tekið að mér fannst eftir í
að hafa hlusað á hljómleika
þeirra hér i „Aulaen", þvf oft
fannst mér Bach koma þar
hvergi nærri. En kvöldið var
helgað Bach eingöngu. Því
verður ekki neitað að margt af
því sem þarna fór fram var
unun á að hlýða, en aftur á móti
annað sem vantaði þá reisn, og
þann myndugleik sem einkennir
Bach, eins og við helzt þekkjum
hann í túlkun hinna mestu
snillinga. Voru það þá helzt hin
geysi hröðu tempo, ásamt ýmsu
öðru, sem ollu því að áhrifin
urðu yfirborðslegri en vænta
hefði mátt af „Bach’s eigene
Orchester". Kú má vera að við-
horf þessara snillinga til Bach’s
sé moderniserað, nokkurs kon-
ar Bach vorra tíma, eins og við
höfum þegar verið kynnt honum
á jazz-grammófónplötum, og
instrumentalmúsikin imiteruð af
mannsröddum, að vísu meist-
aralega en úr þessu verður nokk
urs konar karikatúr, sem vant
ar alla dýpt, alla sál, það vantar
sem sé kjamann. Þó umbúðirnar
séu þar fyrir verður úr þessu
sálarlaust glamur og hátíðleik-
inn farinn út í veður og vind.
En vonandi er þó að Bach’s eigið
orchester sé ekki á leiðinni út
á þær villinötur. Nema þetta sé
að verða þeirra Bach austur
þar. (En þetta með Bach fer
annars bráðum að verða eins
og með rúmheigu Bogguna hans
Gunnars Gunnarssonar í
„Fjallkirkjunni" og svo aftur á
móti hina Bögguna, allt eftir
túlkuninni).
Að hljómleikum þessum
loknum gafst mér tækifæri til
að spjalla ivolítið við nokkra
þeirra sem þarna létu ljós sitt
skína. Þeir sögðust vera á sí-
felldum ferðalögum út um allar
trissur, meira að segja til Jap-
an og Kína auk Evrópuland-
anna. Og hvort þeir spiluðu
„bara“ Bach á þessum hljómleik
um sínum? Nei, það var nú
öðru nær, i Stokkhólmi höfðu
þeir t.d. líka spilað Mozart, og
eiginlega væri það alls ekki
heppilegt með Bach program
eingöngu. Nú barst taHð að
salnum sem þeir höfðu spilað
í hér. „Aulaen", og spurðu þeir
nú hvort það orsakaði ekki al-
veg óskaplegan hávaða þegar
heil symfónuhljómsveit léti til
sín heyra í þessum litla sal,
þar sem er og frekar lágt til
lofts, og hvort ekki stæði til
að byggja konserthús. — Ég
gat frætt þá um að við og við
væri eitthvað um þetta í blöð-
unum. Meira vissi ég ekki, ég
væri ekki einu sinni norsk, ég
væri frá Islandi. Hvað! frá ís-
landi? Og þéir sem höfðu haldið
. að ég væri þýzk.
Ég trúði því svona mátulega.
Ég sagði þeim fyrir alla muni
að heimsækja ísland, en það
sögðust þeir ekki hafa tfma til,
það væri svo langt, og þeir
væru uppteknir með konserta
langt fram i tímann.
En það sem síðast fréttist af
konserthúsinu tilvonandi er, að
þvi hefur þegar verið valinn
staður, og teikning af því full-
gerð. Eitt vandamál er þó enn
óleyst, en það er hvar taka
skuli fjársjóð þann sem slík
höll á að rísa fyrir. En á þvi
munu hinir háttvirtu Osloborg-
arráðsmenn einnig brátt finna
lausn, kannski jafnvel á
„turen pá söndag" í hinni fögru
paradís Oslobúa, Nordmarka".
Katrín Dalhoff.
Úr dagbókinni —
Frh. af bis. 9.
og ofþenslunni í efnahagsmálum
en það eru markmið sem stjórn
arandstaðan þykist ella bera
mjög fyrir brjósti. & hún þess
vegna komin í undarlega mót
sögn við sjáifa sig — því með
því að leggjast gegn þéssum
aðgerðum leggst hún líka gegn
því að hemill sé hafður á verð
bólgunni.
Það er einmitt með slíkum
peningapólitískum ráðum sem
þjóðbankar allra landa reyna að
hafa áhrif á þróun mála, stemma
stigu við öfugþróun og leiðrétta
misfellur efnahagskerfisins.
Slík beiting hagstjórnartækja
eins og takmörkun bankaútlána
og hækkun vaxta er þess vegna
sjálfsögð og eðlileg, þegar vand
kvæði rísa, — og enginn getur
neitað því að hér eru vand
kvæði á ferðinni. Eitt algeng
asta ráð Bretlandsbanka er
þannig að setja á svonefnda
,,credit-squeeze“ þegar of mik
illar , þenslu og verðbólgutil
hneigingar verður vart í Bret
landi, og takmarka þó einnig
kaup á afborgunarskilmálum.
Hefur þessu ráði verið beitt
með góðum árangri á nokkurra
ára fresti að undanförnu.
Á sama hátt voru ráðstafanir
Seðlabankans réttmætar og
sjálfsagðar. Um hitt má fremur
deila hvort þær hafi komið
nógu snemma og gengið nógu
Iangt. Hætt er við að vaxta
hækkunin dugi ekki til þess að
draga úr eftirspurn eftir fjár
magni, sem bankinn býst þó við
En undirtektimar sem þessar
ráðstafanir fengu hjá sumum að
ilum sýna það mjög ljóst hve
erfitt er að berjast gegn verð
bólgunni hér á landi og hve
mikið ábyrgðarleysi stjórnmála
flokka og dagblaða er. Þegar á
■að grípa til lækningaráðstafana
er hrópað gegn þeim og reynt
að gera þær tortryggilegar. Er
nema von að þeir erlendu hag
fræðingar, sem hingað hafa kom
ið og rannsakað efnahagsmálin
hristi margir hverjir höfuðið yf
ir sjálfskaparvíti þjóðarinnar í
efnahagsmálum?