Vísir - 10.01.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 10.01.1966, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Mánudagur 10. janúar 1966. VISIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VISER Framkvæmdastjóri: Agnar ólafsson Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Sölustjóri: Herbert Guðmundsson Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ásmegin vísindanna gandaríkin eru í dag mesta vísindaríki veraldar. Vís- indamenn þar telja að fjármagn sem varið er í dag til vísindarannsókna skili allt að fimmtugföldum arði eftir 25 ár. Hér skýra þeir frá, sem gerst mega um vita. Það er ástæða til þess fyrir okkur íslendinga að spyrja: höfum við efni á að taka ekki þátt í svo arðbærri fjárfestingu? í vísindaefnum höfum við til skamms tíma verið vanþróað ríki, á vísindakortinu hefur verið eyða í landsins stað. Skýringin er vitan- lega fámenni og fátækt þjóðarinnar um langan aldur og knýjandi þörf brauðstritsins. En síðustu áratugi hefur viðhorfið breytzt í þessum efnum. Á undan- förnum árum hefur lykill okkar að vísindaöldinni verið fægður. Vísindalegar rannsóknarstofnanir okk- ar hafa verið endurskipulagðar, Vísindasjóður stofn- aður og honum fengið allmikið fé, Raunvísindastofn- un byggð úr grasi og afl vísindanna sett á oddinn við væntanlega endurskipulagningu háskólanámsins. Allt eru þetta góðir áfangar þjóðar sem rétt er í þann veginn að átta sig á gildi vísindarannsókna. Þetta er þó ekki nóg. Hér þarf að gera miklu meira vegna þess að lengur er ekki fátækt þjóðarinnar af- sökun fyrir værum svefni á þessu sviði. Við erum enn langt á eftir litlum nágrannaþjóðum okkar í vís- indarannsóknum, miklu færri menn starfa að tiltölu við þær hér á landi, miklu minna fé er til þeirra varið og tíma. Hér nam framlagið til þessara efna aðeins 0,3% af þjóðartekjunum fyrir fáum árum. Hjá öðrum þjóðum er sambærilega tala 1—i%. yitanlega er það í mörgu hagkvæmara og ódýrara að fleyta rjómann af vísindaárangri annarra ríkja og notfæra sér hann ókeypis hér á landi. En á sumum sviðum er það ekki kleift. Þar verða íslenzkir rann- sóknarmenn að vera að verki. Og starf þeirra getur borið ríkulegan ávöxt. Dæmi um það eru rannsóknir fiskifræðinga okkar og fiskitæknileitarmanna. Starf þeirra hefur fært þjóðinni hundruð milljóna króna í auknum verðmætum á síðustu árum — margfalt meira fé en til rannsóknanna hefur verið lagt. Þar er það hugvitið sem mismuninn gerir, eins og í allri vísindastarfsemi. Hið sama er að segja um gildi og nauðsyn rannsókna í öðrum undirstöðugreinum, svo sem landbúnaði og iðnaði. Síðustu árin hefur hinn ytri rammi vísindastarfsins hér verið endurbyggður. Eftir er þó að glæða mjög skilning á gildi Vísinda- rannsókna fyrir líf og framtíð þjóðarinnar, og jafn- framt að auka verulega fjármagnið til þessa mikil- væga þjóðarþáttar. Það er verkefni næstu ára. ís- lenzkir vísindamenn verða að finna að hér eiga þeir heima — þessari þjóð eiga þeir að helga starfskrafta sína, en ekki erlendum. Stórfelld aukning á innan- landsflugium Rvk-flugvöll ( Á fundi hjá flugmálastjóra í gær voru gefnar upplýsing- ar um flugumferð á sJ. ári Flugumferð um íslenzka flugstjómarsvæðið varáárinu 14,972 farþegavélar á móti 12,333 árið áður og er þar um að ræða 21% aukingu. Framkvæmdastjóri flugör- yggisþjónustunnar Leifur Magnússon skýrði frá því á fundinum að árið 1964 hefði umferð farþegaflugvéla um svæðið minnkað, hún héfði árið 1963 verið komin upp í um 14,500 en hefði 1964 lækk að niður í um 12,500. En að baki því hefðu verið eðlilegar orsakir, íslenzka flugumferð- arstjómarsvæðið hefði þá ver ið minnkað nokkuð. Nú hefði hins vegar enn orðið slík aukning á farþegafluginu að það væri komið yfir tölu árs ins 1964 og færi enn ört vax andi. Um Reykjavíkurflugvöll er það að segja að millilandaflug um hann minnkaði á árinu, varð tala flugvéla 639 á móti 1046 árið áður og er þetta um 39% minnkun. Stafar það líka af þeim mjög eðlilegu or sökum, að Loftleiðir hafa flutt starfsemi sína til Kefla- víkur. Þar varð samsvarandi aukning, þvi að tala millilanda flugvéla þar varð 1889 móti 1218 árið áður og er það um 55% aukning. Á fundinum var viðstadd- ur Gunnar Sigurðsson flug- vallarstjóri Reykjavíkurflug- vallar. Hann sagði að þessi breyting ylli þvf að tekjur Reykjavíkurflugvallar minnk- uðu þar sem tekjur af milli- landaflugi væru mestar, en ríkið tæki þær tekjur þá bara inn á Keflavíkurflugvelli og kæmi það í sama stað niður, enda em flugvellimir ekki reknir beint sem sjálfstæð fyr irtæki, heldur er kostnaður við rekstur þéirlfá greiddur af fjárlögum. Gunnar behti hins végar á það áð f öðm flugi áf Reykja vfkuíflugvélli héfði Orðið geýsileg aukning á árinu. — Lendingar f farþegaflugi inn- anlands hefðu orðið 8863 á móti 5839 árið áður sem er 52% aukning. Ekki kvaðst hann hafa sundurliðað í hverju þessi aukning væri fólgin, en sénnilega væri það bæði tilkoma Friendship vél- arinnar og örar fefðir hennar og þó ekki sfður lendingar hinna mörgu litlu flugfélaga. MeSt er aukningin þó í flugi smáflugvéla 3 sæta og minni Þár teljaSt flugferðir sem lókið er Við 9,823 móti 6,278 árið áður eða 56% aukn ing. Ef allár lendingar einka- flugvéla em taldar, svo sem æfinga og kennsluflug, þar sem margar lendingar em stundum framkvæmdar í striklotu kemst talan upp f 131 þúsund flugtök og lend ingar sem er 92% aukning frá árinu áður. Taldi Gunnar að þessar auknu lendingar sýndu alveg sérstaklega mikið líf og grósku í íslenzku flugi. Þama var og viðstaddur Bárður Daníelsson formaður félags einkaflugmanna, sem ræddi nokkuð um hinn mikla áhuga í einkaflugi. Það væri nú orðið mikið um það að menn keyptu sér einkaflug- vél til að fara f skemmtiferðir á sumrin. Á góðviðrisdögum um helgar gætu þeir flogið á skömmum tíma, hvert á lánd sem væri, farið f kynn isferðir og jafnvel laxveiði- túra. Þeir notuðu og mikið ýmsa smáflugvelli á Suður- og Vesturlandi, svo sem Hellu, Skógasand, Vest- mannaeyjar og Stórasand. Hann kvað hægt að fá gamlar einkaflugvélar í góðu standi fyrir 100 þús. kr. oft tækju fleiri sig saman að eiga eina vél, 5 — 8 menn. Ný flugvél af hinni vinsælu Mooney-gerð kvað hann mundu kosta um 800 þúsund krónur. Hann ræddi um starfsemi félags einkaflugmanna sem var stofnað fyrir þremur ár- um. í því væru nú um 50 einkaflugmenn, en annars væri vitað um 200 manns sem lokið hefðu solo-prófi og væru þeir hvattir til að ganga í félagið. ☆ Yfir 2 þús. íbúðir / smíð- um í Reykjavik á s.l. ári Ásakanir kommúnista um lóðaskort því ekki réttmætar í umræðum um fjárhags- áætlun í borgarstjórn réðust ýmsir ræðumenn minnihluta- flokkanna á borgarstjóra fyr- ir það, að þeir héldu því fram að borgin hefði staðið sig illa f að undirbúa og úthluta lóð- um fyrir íbúðarhús. Bar ekki 'ivað sízt á þessum ásökun- um í ræðu, sem kommúnist- inn Guðmundur Vigfússon flutti þar sem hann sagði, að borgaryfirvöldin væru að fylgja einhverjum ímynduð- um fyrirmælum ríkisstjórnar- innar um að draga úr fjár- festingu með því að tefja fyr- ir byggingum. Borgarfulltrúi Gísli Hall- dórsson svaraði þessum árás- um kommúnista rækilega með því að gefa stutta en greinargóða skýrslu um lóða- úthlutun borgarinnar á síð- ustu árum. Lóðaúthlutun hef ur verið sem hér segir: 1962 708 íbúðir 1963 543 - 1964 1221 - 1965 500 - Þetta þýðir, að á fjórum árum hefur lóðum fyrir um 3 þúsund íbúðir verið úthlut- að, eða að meðaltali um 750 á ári, en það er meira en ár- leg þörf er talin vera. Málið má einnig líta frá annarri hlið Á s.l. ári voru samþykktar teikningar að húsum með 1140 íbúðum og sýnir það kannski bezt af öllu þá miklu grósku f þess- um málura hér. Á s.l. ári var byrjað á fram kvæmdum við byggingu um 1100 nýrra íbúða í Reykja- vík. /uik þess voru um 930 íbúðir í smíðum í borginni í byrjun ársins. Þannig hafa yfir 2 þúsund íbúðir verið í smíðum á árinu. Þessar tölur eru allar mjög athyglisverðar. Hver getur sagt með nokkrum sanni eftir þetta, að það sé lóðaskortur, sem tefur hús- byggingar. Þannig hrakti Gísli fullyrðingar kommún- istans og benti um leið á það, að það stendur ekki á úthlut- unum, það sem helzt tefur fyr ir byggingum er skortur á vinnuafli, annars hefðu fbúða byggingar f borginni getað verið ennþá meiri.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.