Vísir


Vísir - 10.01.1966, Qupperneq 15

Vísir - 10.01.1966, Qupperneq 15
VISIR . Mánudagur 10. janúar 1966. 75 -x Hvað varð af RaIí An? Eftír Unnu Doiionr Anna var í vafa um hvað gera skyldi, en ungfrú Godwin tók af skarið: — Við verðum að taka á móti honum, sagði hún. Við verðum að sýna honum sem fulltrúa kirkjunnar eigi minni virðingu en borgarstjóranum sem fulltrúa bæjarins — og raunar ríkisins. Það er mikilvægt að við höfum þetta í huga í samfélagi sem þessu. Anna hreyfði engum mótmæl- um. Það var fyrir löngu orðið að vana hjá henni, að hlíta ráð- um hennar að því er varðaði meðferð slíkra mála. Hún sagði við þernuna: - Bjóðið honum inn og kom- ið með sherry, te og kökur. Anna hafði verið að hugleiða kynni sín af prestum, afstöðu almennings vestra af írsk- um stofni til þeirra, — og vald þeirra yfir alþýðunni, en hún hafði alizt upp með fólki, sem búið hafði við bág kjör og erf- iðleikar lífsins bitnað á, og yfir þessu fólki höfðu prestarnir pré dikað um syndir og vítisbál. Hún minntist klerksins í Léwis- burg, sem raunverulega hafði ríkt sem ógnvaldur yfir vesa- lings fólkinu á Bökkunum, af írskum, pólskum og ítölskum stofni, og knúið menn til þess að gefa kirkjunni ríkulega af rýrum tekjum sínum. Og hún hugsaði: Hann er kominn til þess að biðja um peninga. En þegar dymar opnuðust birtist f gættinni maður hár vexti, um sextugt, silfurhærður, fagureygður og bláeygur, og bauð af sér svo mikinn þokka, að það var eins og hlýr vorblær bærist inn í stofuna. Anna og ungfrú Godwin risu á fætur til þess að fagna hon- um. Og hann sagði ósköp blátt áfram: — Ég er monsjör Dubois, yf- irprestur í Moulins-la-Tam. Ég vona, að heimsókn mín baki ekki óþægindi. Tilgangur minn er að votta virðingu mfna og bera fram þakkir til ykkar, hinna bandarísku kvenna, sem gerið svo mikið til að lina þján- ingar hinna ólánssömu. Þau settust í hægindastólana, sem hvorug þeirra hafði getað vanizt, því að þeim hafði alltaf fundizt óþægilegt að sitja í þeim, en nú var eins og þetta væri gerbreytt á einu andartaki, og þeim Tannst fara prýðilega um sig. Það var innri ró, sem geisl- aði frá honum, framkoman blátt áfram, og það vottaði ekki fyrir neinu hjá honum, til þess að 31. setja á sig helgiblæ, - hann hafði vissulega ekki á sér yfir- skin guðshræðslunnar, heldur virtist honum eiginlegur sá hæfileiki, sem svo oft gætir hjá frönsku fólki og kínverzku, — hæfileikinn til þess að koma fram sem ber hvenær sem er, á fyrsta fundi með ókunnugu fólki, við giftingu hjóna, er bam fæðist, er andlát bar að höndum — og auðveldar þeim að bera byrði ,sem lífið leggur á menn með sjálfsvirðingu og virðingu fyrir öðmm. Hann greip til hinn ar gamalkunnu venju, að hefja viðræður við ókunnuga, með því að drepa á veðrið, á þessum hlýju og fögra, fyrstu dögum haustsins, og um kvöldblámann, er húma fer, svo séricennilegar fyrir Frakkland, og einkum þar um slóðir, sem þau voru. Hann gat þess líká að uppskeruhorfur væra góðar, og það væri þakkar vert, því að þjóðina vantaði mat væli. Þegar þeman kom með teið, kökumar og sherryið gætti þess ekki í framkomu neins þeirra, að þau höfðu aðeins þekkzt stutta stund. Og það kom eins og af sjálfu sér, að Anna sagði honum frá flóttanum frá París, vélbyssu- árásinni, frá Jean Lambert og dauða konu hans, og loks frá baminu. — Og svo fannst mér, að ekki gæti verið um neitt annað að ræða en að hverfa aftur til Par- ar, og við ungfrú Godwin tókum í okkur að gera eitthvað, sem gæti orðið til hjálpar öðrum. Ósköp einfalt mál, Ég hef aldrei gert mér fulla grein fyrir, hvern- ig það gerðist, en nú erum við hingað komnar. - Gerbevilliers virðist að mörgu leyti ákjósanlegur stað- ur til þess að inna af hendi það hlutverk, sem þið hafið tekið ykkur. Monsjör Dubois sagði ekki: — Það var guðs vilji, en ungfrú Godwin granaði, að þannig hefði hann hugsað. Hann lét sér ekki um munn fara vanaleg orða tiltæki margra stéttarbræðra sinna. Og hann hélt áfram: — Þið hafið þegar unnið mik- ið starf í þágu vesalings fólks- ins í flóttamannabúðunum á hæðinni. Almenningur hét hef- ur reynt að rétta þessu fólki hjálparhönd, en flestir era lítt efnum búnir og nöldra yfir sköttunum. Maður getur ekki áfellzt fólk fyríf það. Almenn- ingur gerir sitt með því að bera kostnaðinn af vera þessa flótta- fólks þarna að nokkra leyti og fvrir gæzlu þess. 1 þyrjun var þetta fólk slegið ótta og. sumir reyndu að flýja. Þá lu-ðú margir til þess hér í bænum að skjóta skjólshúsi yfir þá með leynd, þar til unnt reyndist að koma þeim til vina og ættingja sunnar, en fjandmennimir og Vichy- fylkingin hefur komið í veg fyrir allt slíkt. Koma ykkar hefur orðið til mikillar hjálpar. Það getur verið mikilvægara en í fljótu bragði virðist, er flótta- manni er réttur vindlingur eða súkkulaðimoli. Það vottaði fyrir angurværð í svip hans. — Þá finnst þeim, að það sé þó einhver sem man eftir þeim. Hann lauk úr sherryglasinu og minnugur annarrar reglu, að dveljast aldrei lengur en hálfa klukkustund þar sem maður kemur í fyrsta sinn, reis hann á fætur og sagði: — ,vNú verð ég að fara, ella verð ég af strætisvagninum. Ég veit ekki hverrar trúar þið er- uð, það skiptir ekki máli, en það mundi gleðja mig að sjá ykkur hlýða messu í Moulins. Það er vissulega sérkennlleg kirkja — ekki fögur, en athygl- isverð um margt meðal annars sökum aldurs síns, og vegna þess að hún er frá breytinga- tíma, þegar hið gotneska var að taka við af hinu rómanska. — Ég er fædd rómversk-ka- þólsk, sagði Anna, en ég er smeyk um að ég hafi lengi verið áhugalítil um trú mína. - Ég mun fagna yfir því, er þér komið aftur, sagði prestur- inn, og í dyragættinni bætti hann við: — Ef ykkur vantar bækur skuluð þið leita til mín. Ýg á stórt bókasafn. Ég geri ekki ráð fyrir að veðbókarinn sálugi hafi látið eftir sig mikið af bókum. — Það er víst ekki svo mikið, að það taki því að nefna það, svaraði Anna brosandi. Þeim var öll þreyta; Jhorfin, þegar hann var farinn og þær höfðu orðið fyrir þeim áhrifum af heimsókn hans, að þeim fannst næstum að það hefði ver- ið vinur, sem þeim báðum þótti vænt um, sem var að fara. Og þær Ktu öðrum augum á Gerbe- villiers og íbúa bæjarins en áð- Setjum upp Mælum upp RENNIB RAUTIN- FYRIR AMERÍSKA ■ UPPSETNtNOU. Loftfesting Veggfesting /..I Att F’ETEE CKISF’Yl WAS INVESTISATINS Ol CtOV/l ALI» T'IA TUC ArTIV/ITlCC ór T A R 2 A N Veiztu ekki að þú ert á landsvæði þar sem allar veiðar á villtum dýrum eru bann- aðar? Auðvitað veit ég það. 2. Þú varst með antilópuhræ á hestinum. Ó, já. 3. Ég er Peter Crisp gamli minn og eftir- litsmaður með garðinum héma. Ég var að gæta að veiðiþjófum, þegar ég fann dýrið dautt. Ó, Tarzan, þarna skjátlaðist þér. ur. Þeim fannst, að þeim hefði hlotnazt blessun þeirra, eftir að þeir höfðu kynnzt þeim dálftið og starfi þeirra. Anna náði í drenginn og skipti á honum og mataði hann og gerði gælur við hann. Þar sem þær vissu ekki hvað hann hét kölluðu þær hann Jean-Pi- erre eftir föður hans, en frá hon- um höfðu engar fréttir borizt. Næsta sunnudagsmorgun reis Anna snemma úr rekkju og hlýddi messu í Moulins-Ia-Tam. • Og haustið leið hægt og hægt og vetur gekk í garð með svala í lofti og oft þoku síðdegis, en akrar voru tíðum alhrímgaðir að morgni. Æ fleiri kvennanna sáust með þykk, svört ullarsjöl á herðum, á herðum hinnar feitu Marguer- ite, eldabuskunnar, og á grönn- um herðum Jeanne, hreingern- ingakonunnar, sem og annarra, Stundum komu konur úr bæn um, kváðust ætla „rétt að líta inn“, en þær dokuðu stundum lengi við sumar, og smám sam- an eftir því sem lengur leið kynntust þær Anna og ungfrú Godwin fólkinu betur, einkum gamla borgarstjóranum, sem hafði ekki heppnina með sér við ljóðasmíðina, og Madame St. Genis, konu bakarameistarans. Hún var kona mikil vexti og föðurleg, mikil á barminn og hárið tekið að grána, og gat sem bezt verið ímynd gyðjunn- ar Ceres. Hún var tilfinningarík kona og gerði lítið til þess að leyna því, er öldur tilfinning- anna risu hátt. Hún hataði Þjóð- verja og hefði helzt viljáð sjá atla dingla hengda úr ljóskera- stáutum. Frá þessu tímabili vora það þessar þrjár manneskjur, klerk- uriim, borgarstjórinn og bakara meistaramaddaman, sem urðu Önnu æ síðan eftirminnilegast- VBSIR er eina síðdegisblaðið kemur út alla virka daga allan ársins hring Askriftarsími 1-16-61

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.