Vísir - 20.01.1966, Blaðsíða 9

Vísir - 20.01.1966, Blaðsíða 9
VlSIR . Flmmtudagur 20. janúar 1966. FYLLA ÚT SKA TtSKÝRSLUNA ? Ef konan vinnur úti fæst helmingur teknanna frádreginn tekjuöflunar, þá færist fyming- in aðeins til lækkunar á eign. Hafi framteljandi keypt eða selt vélar, verkfæri og áhöld, ber að útfylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um. 5. Bifreið. Hér skal útfylla eins og skýrsluformið segir til um, og færa kaupverð í kr. dálk. Heimilt mun þó að lækka einka bifreið um 13%% af kaupverði fyrir ársnotkun, frá upphaf- legu verði. Kemur það aðeins til lækkunar á eignarlið, en dregst ekki frá tekjum, nema bifreiðin sé notuð til tekju- öflunar.. Leigu- og vörubifreiðir má fyma um 18% af kaupverði og jeppabifreiðir um 13%% af kaupverði. Fyming til gjalda skal færð á rekstrarreikning bifreiðarinnar. Sjá nánar um fymingar í tölulið 4. Hafi framteljandi keypt eða selt bifreið, ber að útfylla D- lið á bls. 4, eins og þar segir til um. 6. Peningar. Hér á aðeins að færa pen- ingaeign um áramót. Ekki víxileignir, verðbréf, né neina aðra fjármuni en peninga. 7. Inneignir. Hér ber eingöngu að færa peningainnstæður I bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum, svo og verðbréf, sem skattfrjáls em skv. sérstökum lögum. Víxlar eða verðbréf, þótt geymt sé 1 bönkum, eða þar til inn- heimtu, telst ekki hér. Sundur- liða þarf bankainnstæður og skattfrjáls verðbréf skv. A-lið bls. 3 og færa síðan samtals- tölu skattskyldra inneigna á eignarlið 7. Undanþegnar fram- talsskyldu og eignarskatti eru ofannefndar innstæður og verð- bréf, að þvi leyti sem þær eru umfram skuldir. Til skulda í þessu sambandi teljast þó ekki fasteignaveðlán, tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannan- lega notuð til þess að afla fast- eignanna eða endurbæta þær. Hámark slíkra veðskulda er kr. 200.000-. Það sem umfram er telst með öðrum skuldum og skerðir skattfrelsi sparifjár og verðbréfa, sem því nemur. Ákvæðið um fasteignaveð- skuldir nær ekki til fílaga, sjóða eða stofnana. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn félags í les- málsdálk og nafnverð bréfa i kr. dálk. Heimilt er þó, ef hlutafé er skert, að teija hlutabréf undir nafnverði og þá í réttu hlutfalli við eignir félagsins og miðað við upphaflegt hlutafé. Við gat eigna í slíku tilfelli má ekki miða við höfuðstól, vara- eða fymingarsjóði, né bókfært vérð eigna eða tækja. Miða skal við mögulegt sölu- verð eignanna, goodwill, úti- standandi skuldir og önnur hugs anleg verðmæti. Að mati loknu skal draga frá skuldir, en hlutafé telst ekki þar með. Ef eign verður þá lægri en upphaf- iegt hlutafé, má telja bréfin á því verði. Hafi framteljandi keypt eða selt hlutabréf, ber að útfylla D-lið á bls. 4. eins og þar segir til um. 9. Verðbréf, útlán, stofn- sjóðsinnstæður o. fl. Útfylla skal B-lið bls. 3 eins og skýrsluformið segir til um, og færa samtalstölu í lið 9. Hafi framteljandi keypt eða selt verðbréf, ber að útfylla D- lið á bls. 4, eins og þar segir til um. 10. Eignir bama. Útfylla skal E-Iið bls. 4, eins og formið segir til um, og færa samtalstöluna á eignarlið 10, að frádregnum skattfrjálsum inn- stæðum og verðbréfum sbr. tölulið 7. Ef framteljandi óskar þess, að eignir bams séu ekki taldar með sínum eignum, skal ekki færa eignir barnsins í eign arlið 10, og geta þess sérstakl. í G-lið bls. 4, að það sé ósk fram teljanda, að bamið verið sjálf- stæður skattgreiðandi. 11. Aðrar eignir. Undir þennan lið koma ýmsar ótaldar eignir hér að ofan (aðrar en fatnaður, bækur, hús- gögn og aðrir persónulegir munir), svo sem vöm- og efnis- birgðir, þegar ekki fylgir efna- hagsreikningur og starfsemi í það smáum stíl, að siíks gerist ekki þörf. Smábátar, hestar og annar búfénaður, ekki talið á landbúnaðarskýrslu, svo og h\^r önnur eign. sem áður er ótalin og er eignarskattskyld. II. Skuldir alls Útfylla skal C-lið bls. 3 eins og formið segir til um, og færa samtalstölu á þennan lið. Þannig á oð telja fram tekjur III. Tekjur árið 1965 1. Hreinar tekjur samkv. meðfylgjandi rekstrar- reikningi. Idður þessi er því aðeins út- fylltur, að fvrir liggi rekstrar- reikningur. Skattstjóri annast ekki reikningsuppgjör fyrir framteljanda og kemur því ekki til aðstoð í þessu tilviki. 2. Tekjur samkv. landbún- aðar- og sjávarútvegs- skýrslu. Hér em færðar nettótekjur af landbúnaði og smáútgerð og ekki til ætlazt, að byrjandi ann ist slíka skýrslugerð. Sjá umsögn með etgnarlið 2. 3. Húsaleigutekjur. Þennan lið á að vera búið að útfæra. Sjá 3. mgr. umsagnar um eignarlið 3. 4. Vaxtatekjur. Hér skal færa skattskyldar vaxtatekjur samkv. A- og B-lið bls 3. Það athugist, að undan þegnir framtalsskyldu og tekju skatti em allir vextir af eignar- skattfrjálsum innistæðum og verðbréfum, sbr. tölulið 7, I. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arð, sem fram teljandi fær úthlutaðan af hluta bréfum sínum. Rétt er að líta á eignarlið 8 og spyrja um arð frá hverju einstöku félagi, sé um fleiri en eitt að ræða, og færa samanlagðan arð hér. 6. Laun greidd í neningum. 1 lesmálsdálk skai rita nöfn og heimili kaupgreiðenda og tekjuupphæð í kr. dálk. Ef fram teljandi telur fram óeðlilega lág ar tekjur, miðað við það sem aðrir hafa í hliðstæðu eða sams konar starfi, skal inna eftir á- stæðu og geta hennar í G-iið bis. 4. 7. Laun greidd í hlunnindum. a. Fæði: Rita skal dagafjölda, sem framteljandi hefur frítt fæði hjá atvinnurekanda sínum, og reiknast til tekna kr. 54.- á dag fyrir karlmann, kr. 43.- fyr ir kvenmann og kr. 43.- fyrir börn yngri en 16 ára. Margfalda síðan dagafjölda með 54 eða 43, eftir þvf sem við á, og færa út komu í kr. dálk. Frftt fæði sjó manna er undanþegið skatti og útsvari og færist því ekki hér. b. Húsnæði: Rita skal fjölda mánaða, sem vinnuhjú hafa frítt húsnæði hjá atvinnurekanda sín um og reiknast til tekna kr. 165 á mánuði í bæjum og kaupstöð um, en kr. 132,- á mánuði f sveit um. Margfalda skal mánaða- fjölda með 165 eða 132, eftir því sem við á og færa útkomu f kr. dálk. Fæði og húsnæði framtelj- enda, sem búa í foreldrahúsum, telst ekki til tekna og færist j ekki á þennan lið, nema foreldri sé atvinnurekandi og telji sér nefnda liði til gjalda. Ef fram teljandi fær greitt kaup fyrir heimilisstörf, reiknast enn frem ur fæði og húsnæði til tekna c. Fatnaður eða önnur hlunn indi: Til tekna skal færa fatn að, sem atvinnurekandi lætur framteljanda í té án endurgjalds og ekki er reiknað til tekna í öðrum launum. Tilgreina skal hver fatnaður er og útfæra ■ <r. dálk, sem hér segir: Einkenn isföt kr. 2400.- Einkennisfrak^i kr 1800.-. Annar einkennisfatn aður og fatnaður, sem ekki telst einkennisfatnaður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd ákveðin fjárhæð í stað fatnaðar, ber að teija þá upphæð til tekna. Önnur hlunnindi, sem látin eru f té fyrir vinnu, ber að meta til peningaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tíma og reikna til tekna. 8. Elli- og örorkulífeyrir. Færa skal í kr. dálk upphæð þá, sem framteljandi telur sig hafa fengið greidda á árinu. Rík istrygging gefur upp slíkar greiðslur á nafn hvers og eins, og verður það borið saman við uppgjöf framteljanda við endur skoðun framtals. 9. Sjúkra- og slysabætur. Hliðstætt gildir hér og um lið 8. 10. Fjölskyldubætur. Greiðslur Tryggingastofnunar vegna barna (ekki barnalífeyr ir = meðlag) nefnast f jölskyldu bætur og mæðralaun, og er hvort tveggja fært til tekna undir lið 10. Á árinu 1965 voru fjölskyldubætur fyrir hvert barn kr. 3.105.- yfir árið. Margfalda skal þá upphæð með bama- fjölda og útfæra í kr. dálk. Fyr- ir böm, sem bætast við á árinu og böm, sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bætur sér staklega.. Mánaðargreiðslur á árinu 1965 vom sem hér segir: Jan. - febr. kr. 250.00 á mán. Marz - maí kr. 257.63 á mán. Júnf - ágúst kr. 259.15 á mán Sept. - nóv. kr. 262.20 á mán Des. kr. 268.30 á mán. Fyrir bam, sem fæðist á ár inu, em bætur greiddar frá 1. næsta mánaðar frá fæðingu. Fyr ir bam, sem verður 16 ára á árinu, em bætur greiddar fyrir afmælismánuðinn. Mæðralaun eru greidd ekkj- um, ógiftum mæðrum og frá- skildum konum. Á árinu 1965 vom mæðralaun, sem hér seg ir: Fyrir 1 bam kr. 2.403.45, 2 böm kr. 13.047.18, 3 böm og fleiri kr. 26.094.33. Mæðralaun fyrir börn, sem bætast við á árinu eða öfugt, verður að reikna með öðrum hætti en fjöl skyldubætur. Fjölskyldubætur eru alltaf þær sömu fyrir bam ið, en mæðralaun ekki. Ber þvf að reikna sjálfstætt hvert tíma bil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 barn, fyrir 2 börn o. s. frv. og leggja saman bætur hvers framhald á bls. 13 Happdrættisvinningar eru yfirleitt skattskyldir. Barnatekjur skulu taldar með tekjum foreldra. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.