Vísir


Vísir - 20.01.1966, Qupperneq 6

Vísir - 20.01.1966, Qupperneq 6
6 VISIR . Fimmtudagur 20. janúar 196t>. 500 manns leita — Framhald af bls. i. inn gæti bent til þess að flugvél in hafi flogið inn Seyðisfjörð yfir Fjarðarheiði og á flugleið í áttina til Reykjavíkur yfir Jök uldal. Hinn flokkurinn gæti bent til þess að flugvélin hefði flogið suður með Austfjörðum, suður að Homafirði. Tilkynning ar þessar em mjög misjafnar, sums staðar virðist alveg ör- uggt að flugvél hafi verið á sveimi ,annars staðar er þetta óljósara. En vegna þessa er nú svo komið að aðalleitarsvæðið er ekki lengur við Norðfjarðar- flóa, heldur austur af Horna- firði og færist einnig inn á Fljótsdalshérað. Hér verður nú gefið yfirlit yfir þetta mikla starf, sem er imnið af hjálpsemj og bræðra- þeli. Verður fyrst sagt frá leitar starfinu f gær og síðan gefið yfirlit yfir það sem er að gerast í dag í þessu. Leitin í gær 1 gær var aðalleitarsvæðið við Norðfjarðarflóa og firðina og fjöllin þar fyrir norðan og sunnar. Bækistöð leitarmanna var Neskaupstaður. Þar voru komnir leitarmenn úr Reykjavfk og Egilsstöðum auk heima- manna. Var skipt niður í 4—6 manna flokka sem fengu hver sitt ákveðna svæði og kunnugur maður látinn vera f hverjum flokki. t>rír flokkar fóru frá Neskaup- stað til Mjóafjarðar og leituðu út að Dalatanga. Áætlað hafði verið að taka þá um kvöldið um borð f skip á Dalatanga, en þá var kom ið brim þar, svo að þeir urðu að ganga aftur inn að Brekku í Mjóa- firði. Margir flokkar voru f fjalllend- inu milli Norðfjarðar og Mjóafjarð or og leituðu upp. Fannardal og alla leið upp í Fönn. Þarna var farið svo að segja upp á hverja nfpu. Flokkar fóm Hellisfjörð, Viðfjörð og Norð-fjarðarhomið, Barðsnes og telja þeir sig hafa leitað af sér allan gmn þar. Þegar kom upp á nfpurnar sunnan við Norðfjörð rák ust þeir á Ieitarmenn þar, sem höfðu komið frá Eskifirði og leitað sunnanvert fjalllendið. Eskifjarðar menn leituðu með norðanverðum Reyðarfirði, Seljafjall og Svínalág. Reyðarfjarðarmenn tóku svæðið þar fyrir vestan og sunnan, Skarðs fjall og alla leið út að Vattamesi og þar mættu þeir leitarmönnum frá Fáskrúðsfirði sem höfðu leitað fjöllin fyrir norðan Fáskrúðsfjörð. Á þessu svæði sem nú hefur ver- ið rakið var leitin skipulögð og fast mótuð, þannig að menn telja sig hafa gengið úr skugga um að flug vélin fyrirfinnist þar ekki. Þó áttu leitarflokkar eftir ýmsa smáskika, sem haldið verður áfram við í dag. Á fjörðunum þar fyrir sunnan var einnig leitað á ýmsum takmörkuð um svæðum, sem hættulegust eru talin, en þar þarf að halda leitinni áfram og framkvæma hana skipu- lega. 1 gær munu sjö flugvélar hafa leitað á þessu svæði og skal tek- ið fram, að eftir hádegi birti upp, svo að skyggni var mjög gott. Vitnisburður um flugvélarhljóð. Nú skal lítillega rekja þá vitnis- burði, sem borizt hafa frá Aust- fjörðum um að fólk hafi orðið flug- vélar vart einmitt skömmu eftir að síðast heyrðist til flugvélarinnar. Eins og sagt var frá í fréttum í gær, heyrðist síðast til flugvélar- innar í talstöðinni 'ki. 22,12 um nóttina. BIFREIÐA- EIGENDUR Félag ísl. bifreiðaeigenda opnaði í dag ljósa- stillingarstöð til stillingar á bifreiðaljósum samkvæmt hinni nýju reglugerð. Gjörið svo vel að panta tíma með fyrirvara. Símar 33614 og 38355. TIL SÖLU 3 herb. íbúð í Kópavogi selst tilbúin undir tré- verk og málningu með sameign kláraðri. Bílskúr fylgir uppsteyptur. 3,4 og 5 herb. íbúðir seljast tilbúnar undir tré- verk og málningu við Hraunbæ. Eldri íbúðir víðs vegar í bænum. Litlar útb. FASTEIGNASTOFAN Austurstræti 10, 5. hæð. Sími 20270 SENDISVEINAR Sendisveinar óskast hálfan eða allan daginn. H/F EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Sumir vitnisburðimir benda til, að flugvél hafi flogið nokkru seinna inn yfir Seyðisfjörð og síðan inn yfir Hérað og Jökuldal i átt til Reykjavíkur. Þannig heyrði fjöldi manna á Seyðisfirði, um 25 manns að flugvél flaug inn yfir Seyðis- fjörð eftir klukkan 22.30. — Á Eiðum í Eiðaþinghá heyrð- ist í flugvél undir kl. 23,00 og á Vaðbrekku i Jökuldal heyrðist i flugvél um kl. 23,30. Allt gæti þetta komið heim við að hin týnda flugvél hefði verið þarna á flug- leið í áttina til Reykjavikur, og alls er þannig vitað um átta staði í beinni línu, þar sem flugvélar varð vart. tímaákvarðanir á öllum stöð- unum koma samt ekki saman. Skipulögð leit er ekki enn hafin á þessu svæði, þar sem samgöngur þarna eru mjög erfiðar en björg- unarsveit frá Akureyri er á leið í Herðubreiðarskála. Aðrir vitnisburðir gætu bent ti! þess að flugvél hefði verið á ferð á sama tíma suður með Aust- fjörðum. Það er upp úr 22,30 sem tveir menn í Álftafirði telja sig hafa heyrt þar í flugvél og annar þeirra kveðst hafa séð flugvélar- ljós. Þá varð maður á Stafafelli í Lóni var við flugvélardyn en hann gefur upp tímann um eða eftir miðnætti. Fleiri álíka vitnisburðir hafa komið af suðurfjörðum Aust- fjarða, en tímasetningar passa ekki vel saman. Gengið hefur verið úr skugga um það, að flugvél frá vamarlið- inu sem var þessa nótt að fljúga meðfram suðurströndinni og síðan austur vfir hafið, var ekki á þess- um slóðum. Þá hafa borizt fregnir um það víðar af landinu m. a. frá Reyk- holti í Borgarfirði, frá Hellu og frá Múlakoti á Síðu, að heyrzt hafi til flugvélar en lítið hægt að byggja á slíkum fréttum. Nú er mest áherzla lögð á að leita á • svæðinu á surtnanverðum Austfjörðum við Hornafjörð og Vatnájökul. f morgun fór Friend- ship vél Flugfélagsins frá Reykja- vík fullskipuð leitarmönnum úr björgunarsveitinni Ingólfi og Hjálp- arsveit skáta austur til Hornafjarð- ar og á að leita á svæðinu þar. Víðtæk leit úr lofti Úr lofti leita í dag um 10 flug- vélar og er leitarsvæðið alla leið frá Heklu og austur á Austfirði. Lítil vél af svokallaðri KZ-A tegund leitar umhverfis Heklu og vestan við Eyjafjaliajökul. Douglas Dakota-vél frá vamar- liðinu leitar um Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul og þar upp af. Bjöm Pálsson leitar á Bonansa- vél sinni um Vatnajökul og norður að Öskjuvatni. Neptune-flugvél frá vamarliðinu Ieitar alla strandlengjuna austur á Austfirði. Helikopter landhelgisgæzlunnar fer til Homafjarðar og fer yfir tor- sóttasta fjalllendið þar norður af. Cherokee-flugvél frá Flugsýn- og Cessna-vél frá Flugmiðstöðinni leita austur af Homafirði og við Álftafjörð. Og loks munu tvær fiugvélar frá Flugsýn af Heron-gerð og Dúfu- gerð leita frá Homafirði og Beru- firði yfir hálendið og inn á Fljóts- dalshérað og Jökuldal. Bækistöð leitar á Egilsstöðum Á landi fer nú fram hin víðtækasta flugbjörgunarleit sem gerð hefur verið hér á landi. Verður skipu- lögð leit framkvæmd um alla sunn' anverða Austfirði og á hluta af Pljótsdalshéraði, við Loðmundar- fjörð og Borgarfjörð eystra, um Dyrfjöll og einnig kringum Horna- fjörð. Örðugast er hins vegar að framkvæma leit á öræfunum kring um Jökuldal vegna erfiðrar færð- ar, en þár er haft samband við bændur á bæjunum og þeir beðnir um að skyggnast um. Er varla of í lagt að segja að um 500 manns muni taka þátt í leitarstarfinu í dag. Miðbækistöð leitarinnar hef ur nú verið flutt frá Norðfirði og upp að Egilsstöðum. Skipverji drukknar Það sviplega slys varð á tog- aranum Marz í vikunni sem leið að einn skipverji féll fyrir borð og drukknaði. Skipverjinn hét Þráinn Magn- ússon, til heimilis að Hverfis- götu 83 í Reykjavíík, 27 ára að aldri. Enginn áhorfandi var að slys- linu, en togarinn var á leið á veiðar, þegar það varð. Vissu menn síðast um Þráin, að hann drakk kaffi með félögum sínum um níuleytið s.l. fimmtudags- kvöld, en morguninn eftir var hann horfinn. Erlendir togarasjó- menn slasast illa Um hádegið í fyrradag komu tveir brezkir togarar til Patreksfjarðar með slasaða menn. Var annar togarinn Wyre Marin- er frá Fleetwood. Hafði fyrstj vél- stjóri brennzt mjög illa, þegar rör í vélinni sprakk á hann. Var mað urinn skaðbrenndur upp að mitti. Var hann strax fluttur í sjúkrahús til læknisrannsóknar og taldi lækn irinn hann ekki eins illa farinn og útlit var fyrir. Hinn togarinn var Lord Hotham frá Fleetwood. Hafði skipið fengið á sig brotsjó með þeim afleiðing um að stýrimaðurinn slóst illa til og meiddist töluvert. Eftir læknis- skoðun var honum samt leyft að fara út aftur. Var veður rysjótt um nóttina, þegar þetta gerðist. Liggur annar Englendingur flla slasaður á sjúkrahúsinu í Patreks firði. Kom togarinn Barley frá Grimsby með hann fyrir fáum dög um og lagði hann í land. Hafði slitnað togvír í skipinu með þeim afleiðingum að skipverji þessi varð fyrir og mölbrotnuðu báðar pípur { öðrum fæti. Jarðarför JÓNS ÁSBJÖRNSSONAR fyrrverandi hæstaréttardómara fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. janúar kl. 2 e. h. Vinir og vandamenn TILKYNNING Samkvæmt samningum milli Vörubílstjórafélagsins Þróttar í Reykjavík og Vinnuveit- endasambands íslands og samningum annarra sambandsfélaga verður leigugjald fyrir vörubifreiðir frá og með 18. janúar 1966 og þar til öðruvísi verður ákveðið eins og hér segir: ) Nætur- og Fyrir 2 V2 tonna vörubifreiðir ... Kr. Dagv. 143,50 Eftirv. 166,10 helgid.v. 188,60 — 2i/2-3 tonna hlassþ — 160,40 183,00 205,50 _ 3 -3i/2 — — 177,30 199,90 222,40 — 3/2-4 — — — 192,80 215,30 237,80 4 -4/2 — — ... — 206,90 229,40 251,90 — 4/2-5 — — ... — 218,20 240,70 263,20 — 5 -5i/2 — — ... — 228,00 250,50 273,00 — 5i/2-6 — — ... — 237,90 260,40 282,90 — 6 —61/2 — — — 246,30 268,80 291,30 — 6i/2-7x — — — 254,70 277,20 299,80 — 7 -7i/2 — — ... — 263,20 285,70 308,20 - 7i/2-8 - - - 271,60 294,20 316,70 Aðrir taxtar breytast samkvæmt því. Landssamband vörubifreiðastjóra.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.