Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 1
VISIR 56. árg. — Þriðjudagur 25.^í^j,1966. - 20. tbl. Frostið / Reykjavík 12 stigum minna ea / gær Búizf við kólnandi veðri og snjókomu í kvöld Mikið hefur dregið úr frost gærmorgun þar til í morgun Reykjavík, frostið féll úr 16 inu á SV-landi og frá því í kl. 8 hlýnaði um 12 stig í stigum niður f 4 stig. — Yfir Grænlandi er nú mjög vax- STRANDAÐI A BUNDSKERI I AFTAKA VEDRI VID REYKJANES Komst sjáif- krtsfœ á flot oftur Hollenzka sementsflutninga- skipið Tjamme strandaði rétt fyrir miðnætti í nótt á blind- skeri um 2 sjómílur VNV af Reykjanesvita. Foráttuveður var og sendi skipið út neyðar- skeyti og var undirbúningur haf inn að björgun, en er skipið hafði setið fast á skerinu í um 15 mínútur losnaði það og komst hjálparlaust til Reykja- víkur. Henry Hálfdánarson skrif- stofustjóri hjá Slysavarnafélag inu sagðj blaðinu að Loftskeyta stöðinni hefði borizt um það tilkynning rétt fyrir miðnætti að skip væri strandað 2 sjómíl- ur VNV af Reykjanesvita. Björgunarsveitir í Höfnum, Sandgerði og Garði voru þegar ræstar og voru í þann veginn að leggja af stað út í sortann er önnur tilkynning barst um það að skipið væri komið á flot og teldi sig komast hjálpar laust til Reykjavíkur. — Ég tel skipsmenn hafa sloppið vel þar sem skipið losn aði sjálft, sagði Henry, því að björgun úr landi hefði ekki verið möguleg þar sem skipið var úti á rúmsjó. nema það hefði rekið nær landi. Hefði það rekið í átt til lands eru miklar líkur til þess að það hefði sokkið áður en það hefði náð að reka upp á land, en aftaka veður var á þessum slóðum i nótt. Tjamme heilu og höldnu í Reykjavíkurhöfn í morgun andi hæð og að því er Veður stofan tjáði blaðinu í morgun má gera ráð fyrir að hún þjarmi að í kvöld og nótt með vaxandi frosti og snjókomu á Suðurlandi en hríðarveðri á Norðurlandi. Á Norðurlandi var ennþá mikið frost í morgun og komst það mest í 22 stig á Grímsstöðum á Fjöllum og 20 stig á Staðarhóli. Á Norð- ur og Austurlandi hefur veð- ur lægt mikið frá því í gær- morgun og var frostið við norðurströndina 9-11 stig f morgun. Á Austfjörðum var kominn hægur vindur og bjartviðri. Smálægð myndaðist fyrir vestan land í gær og fór hún SA og austur með landinu. Snjóaði í nótt á Suðurlandi og hlýnaði mjög og í morgun var t. d. aðeins eins stigs frost á Reykjanesi og Stórhöfða f Vestmannaeyjum. AUKIN SALA ÍSLENZKS DILKA- KJÖTS Á NORÐURL ÖNDUM Alls munu um 3.000 lestir kjöfs fluttur út — Fró fundi landbúnuðarrúðherru Norðurlanda í K.-höfn Allgóðir möguleikar eru á því að unnt sé að auka veru- lega sölu á íslenzku dilkakjöti til Norðurlandanna. Þegar liggur fyrir að um stóraukna sölu á dilkakjöti til Noregs verður að ræða og munu þang að fara 700 tonn á hærra verði en annars gerist. Þá mun og þó nokkurt magn af íslenzka kjötinu fara til Fær- eyja og sæmilegar horfur eru taldar á að auka megi kjöt- sölur til Svíþjóðar og Dan- merkur. AIls munu um 3000 lestir af dilkakjöti verða flutt ar út af framleiðslu ársins 1965, og er það mun meira en nokkru sinni fyrr. Þessar upplýsingar komu fram á sameiginlegum fundi landbúnaðarráðherra Norður- landanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn 18. janúar s. 1. Fundinn sátu af íslands hálfu þeir Ingólfur Jónsson landbúnaðarráðherra og Gunnlaugur Briem ráðuneytis stjóri. Allir landbúnaðarráð- herrar Norðurlandanna voru LEITAÐ AD TYNDUM MANNI Á NYRZTA KJÁLKA LANDSINS Leitin hófst ú sunnudagskvöld. Líklegt að för hafi fundist eftir hann i gær 1 morgun hófu 20—30 manns frá Raufarhöfn leit að týndum manni, Auðunni Eiríkssyni, pósti frá Krossavík, sem hafði yfirgefið bíl sinn á heiðinni milli Krossavikur og Raufar- hafnar s.l. sunnudag. Auðunn hafði farið sama morgun með tvo menn í jeppa- bíl frá Raufarhöfn til Krossa- víkur, sneri þar til baka um kl. 2 e. h. en nokkru síðar gerði blindhríð. Var þá strax símað frá Krossavík til Raufarhafnar að Auðunn væri á leiðinni þang- að. Þegar myrkur var skollið á og Auðunn enn ókominn, þótti sýnt að hann myndi hafa lent í einhverjum erfiðleikum eða eitt- hvað orðið að. Voru menn þá fengnir til að fara til móts við Auðun, en hríðin var þá svo dimm að mennirnir treystu sér ekki að halda áfram og sneru til baka. Nokkru seinna um kvöldið fór annar leitarflokkur af stað í tveim bílum og fundu þeir bíl Auðuns, mannlausan og benzín- lausan á veginum sem næst 15 km. frá Raufarhöfn. Má telja líklegt að þegar pósturinn komst ekki áfram i bílnum hafi hann ætlað sér að komast fót- gangandi til bæja. Frekari leit í fyrrinótt var með öllu útilokuð sökum nátt- myrkurs og hríðar, en í gær var skipuleg leit hafin og leitað meðan birta entist. Hún bar þó engan árangur. Sumir leitar- manna sneru aftur undir mvrk- ur til Raufarhafnar, en aðrir gistu — sex að tölu — á bæj- unum Kollavík og Krossavfk sem standa niðri við sjó. Að því er Vísi var símað í morgun frá Raufarhöfn töldu leitarmenn sig í gær hafa fund- ið spor í skafli, sem þeir töldu að mundu geta verið eftir Auð- un. og voru þau all'angt fyrir norðan bílinn, svo til í beina stefnu á Raufarhöfn. Sé sú raunin að þessi spor hafi verið eftir Auðun póst. þykir auð- sætt að hann hafi tekið strikið beint til Raufarhafnar. En hvað svo hefur gerzt, er öllum hulin Framh á bls. 6 Ingólfur Jónsson Iandbúnaðarráðherra þarna mættir. Á dagskrá fund arins voru 11 mál og hefur Vísir aflað sér upplýsinga um það helzta sem á fundinum gerðist. Ráðherrar Norðurlandanna gáfu hver um sig skýrslu um landbúnaðarframleiðsluna í löndum sínum 1965 og hverj- ar horfur væru í þeim efnum á þessu ári. Ræddi Ingólfur Jónsson um íslenzkan land- búnað og Gunnlaugur Briem flutti skýrslu í umræðunurr um fyrrgreint álit. í umræð unum kom fram að öll Norð- urlöndin eiga við sömu vanda Framh. á bls. 6.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.