Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 5
VÍSIR . Þriðjudagar 25. janúar 1966. utl.önd í morgun utiön: ■ n ;J 1 .'4-P dvlonc i mor.T Engar árásir á N- Vietnom meðan von er im ráðstefnu Lester Pearson forsætisráðherra Kanada sagði í þingræðu í gær ,að Bandaríkjastjórn hefði tjáð sér að sprengjuárásir yrðu ckki gerðar á Norður-Vietnam að nýju meðan von væri um, að hægt væri að fá st.;órn Norður-Vietnam til þess að seijast að samningaborði. Fulbright formaður utanríkis- nefndar ðldungadeildar þjóðþings Bandaríkjanna sagði i gær, að hann vildi viðurkenna Vietcong sem samningsaðila. Um þetta og fleira virðist vera ágreiningur í nefnd- inni. McNamara vildi ekkert um það segja í gær hvort sprengju- árásir yrðu gerðar á ný á N.V. Almennt óttast menn, að til þess komi, nema kommúnistar fallist á að taka þátt í ráðstefnu, en þess sjást engin merki enn. Barizt er á ný á ýmsum stöðum. Vietcongliðar hafa gert árásir á tvær bandarískar herstöðvar og bandarískar sprengjuflugvélar harðar árásir á stöðvar Vietcong. Líklegt er talið, að L.B.J. hafi öruggan meirihluta á þingi með sér til þess að koma fram fjárveiting- um vegna Vietnamstyrjaldarinnar, Yfir 160 farast í tveimur fiugslysum Yfir 160 menn fórust í tveimur flugsiysum undangenginn sólar- hring — annað f Svlss — er 117 menn fórust, — hitt í herflutning- um í Vietnam — er herflutninga- flugvél hrapaði skömmu eftir flug- tak. Indverska farþegaflugvélin, sem fórst í Ölpunum var af gerðinni Boeing-707. Hún rakst beint á hæsta fjall Evrópu — Mont Blanc í frönsku Ölpunum. 4807 metra hátt. Flugslysið varð í moldösku- byl. Hún rakst á fjaliið I 4700 metra hæð. Aðeins 2 lík hafa fundizt til þessa. Hitt flugslysið var 420 km. fyrir norðan Saigon og segir í NXB- frétt, að orsakir slyssins séu ó- kunnar. Eddie Lemmy og Elga Andersen í „Keisari næturinnar. Hvað upp á er boðið í kvikmyndahúsunum Mikilfenglegasta kvikmyndin, sem nú er sýnd hér, er vafalaust „Becket" £ Háskólabíói, en það er stórmynd í litum og fara þeir með aðalhlutverk Richard Burton og Peter OToole. Þessi mynd gerist á 12. öld. Hér er athyglinni haldið fastri frá upp hafi, hver viðburðurinn rekur ann an, alvara og kímni skiptast á og aldrei væmnibragur á neinu. Tækni lega er myndin vel gerð. Og fram- kvik,. mynoir kvik myndirl l en af áætluðum 111 milljarða rlkis- útgjöldum á næsta fjárhagsári fer helmingurinn til landvama. Hvað verður af mat- vörunum? Það veldur hvarvetna vaxandi áhyggjum, að milljónavirði af vörum. einkanlega matvörum, hverfur án þess nokkur viti með vissu hvað af þeim verður, nema að sumar koma aldrei til kjörbúð- anna (það er um „matvöruhvarf" i þeim sem hér um ræðir). Aften- posten í Oslo segir, að árleg um- setning á matvörum I Noregi er 5.2 mflljarðar n. kr. en í kjör- verzlunum iandsins „hverfa“ mat- vörur að verðmæti 52 milljónir ár- lega. ► Nýr ráðherrafundur EBE verður haldinn 28. þ. m. Ekkert samkomu lag náðist á fundinuir. sem lauk fyrir viku. Fulltrúar fimm sam- markaðsiandanna stóðu sem vegg- ur gegn tillögum Frakka um neit- unarvald. Charles Heston, systur hans, frjáls lynda og léttlynda, Yvette Mimi- eux, en bræður tvo af innbomum stofni G. Chakaris og F. Nuyen. Kynþáttafordómar eru góðu heilli úr sögunni á Hawaii, en kvikmynd- in er afburða góð lýsing á því, er kynþáttafordómamir eru í andar- slitmnum. Austurbæjarbíó sýnir enn Ange- lique við góða aðsókn. Gamla Bíó sýnir nú eina hinna alkunnu „Carry on“ gamanmynda og heitir þessi Áfram sægarpur. Þessar myndir gera mönnum ávallt létt í skapi og eru mjög vinsælar. Leikendur eru gamlir kunningjar úr fyrri „Carry on“-myndum. Hafnarbíó sýnir áfram skemmti- lega mynd: Köld em kvennaráð. (Rock Hudson og Paula Prentess). Nýja B£ó, sem hefur sýnt Kleópötru að undanfömu er með Lemmy- mynd til tilbreytingar, mikla slags- málamynd sem nefnist Keisari næt urinnar. Tónabfó er enn að sýna Vitskerta veröld og Laugarásbíó Heiminn um nótt. Tillaga um vantraust á Wilson rædd á fimmtudag 1 brezka útvarpinu var sagt frá einmitt þann dag fer fram auka- því í morgun, að skuggastjóm íhaldsflokksins hefði samþykkt að bera fram tillögu um vantraust á stjóm Wilsons. í greinargerð er því haldið fram, að stjómarinnar sök sé, að ekki hefir tekizt að hafa hemil á dýr- tfðinni f landinu, sem fari hraðvax- andi. Tillagan mun verða tekin fyrir til umræðu á fimmtudag — en kosning í kjördæmi í Hull, þar sem úrslit eru mjög tvfsýn, en ef kratar töpuðu þingsætinu þar, hafa þeir aðeins eins atkvæðis meiri- hluta á þingi. Skoðanakannanir hafa leitt f ljós vaxandi fvlgi íhaldsmanna í kjördæminu, auk þess á óháður frambjóðandi nokkru fylgi að fagna, Kratar höfðu um 1180 at- kvæða meirihluta þarna síðast. Selma Sigþóra Vigbergsdóttir Kveðja Það er friður yfir minningu þeirra sem völdu sér veg kær- leikans. Við brottför okkar kæru gilwellsystur Selmu Sig- þóru Vigbergsdóttur, er stórt skarð höggvið f fylkingar fsl. Gilwellskáta. En hún lætur eft- ir sig margar kærar minningar og einungis ljúfar og fagrar minningar, sem leiða hugann inn á brautir kærleika, friðar og hjálpfýsi við náungann. Selma var ein f hópi þeirra sem sóttu fyrsta Gilwellnám- skeiðið sem haldið var að Úlf- ljótsvatni haustið 1959. Minn- ingamar frá samverustundun- um þar eru veipaðar ljóma um hana sem ávallt var lítillát, hógvær og kærleiksrík í allri framkomu við hvem sem átti f hlut. Hún sýndi á margan hátt að henni var alvörumál að geta þroskazt á skátans braut. Við fundum einnig að hún var ávallt reiðubúin að rétta okkur hjálp arhönd f hvívetna og það af einlægum huga. Hún gekk ó- trauð að hverju verkefni sem leysa átti og af virðingu fyrir málefninu. Með sinni látlausu framkomu og einlægu hógværð gerði hún sitt til að gleði- stundirnar gætu orðið sem mest mannbætandi og ánægjulegar. Við fundum inn á að hún vann að áhugamálum sínum af einlægni og áhuga. Seinna meir, þegar gilwellskátar efndu til samtaka um sín málefni, gerð- I ar öðru: Heitar tilfinningar túlk- aðar á áhrifamikinn hátt. Næst er að nefna Diamond Head, kvikmynd, sem sýnd hefur j verið í Stjörnubíói að undanfömu, en hún er gerð eftir samnefndri metsölubók. Kvikmyndin gerist á Hawaii og fjallar um samskipti hvítra manna og brúnna. Aðalper- sónuna, bandarískan landnema, hrokafullan og íhaldssaman hald- inn kynþáttafordómum. leikur kvik mynriir kvikí myndirli kvik myndir kvik L myndirE I kvik. imyndir kvik I myndirl Úr kvikmyndinni ist hún ein af fyrstu liðsmönn- um þar, og varð þar hinn trausti og virki félagi, sem sjálf sagt þótti að fela ýmis trúnað- arstörf og meiriháttar vanda- mál. Hún var m.a. f stjórn þess ara samtaka okkar og nú siðast ritari þar, og vissum við öll að það starf var f góðum höndum. Á sl. hausti, þegar við héldum okkar árlega þing, og Selma, samkvæmt okkar venjum lét af þessu starfi, hugði enginn að hún þá, brosmild og hæglát að vanda kvaddi okkur, að það værí í hinzta sinni. Við sitjum eftir hljóð og hnfpin og horf- um á autt sætið sem var svo vel setið. Við finnum að við höfum misst mikið úr okkar fá- menna hóp. En þegar okkur verður hugsað til ástvinanna, foreldranna og systurinnar, ger um við okkur ljóst að þau hafa misst ennþá meira og eiga nú um mjög sárt að binda. Okkur skátunum er glögglega bent á, að án trúar, trúarinnar á Guð og trúarinnar á hið góða f sér hverri sál, getur engin skátun í þess orðs dýpstu merkingu orðið. Okkur verður þvf hugsað til hans sem er höfundur alls lífs og Ijóss, og minnumst orða hans þar sem hann segir: „Ég Iifi, og j>ér munuð lifa,“ og enn- fremur: „Ég er upprisan og líf- ið, hver sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi.“ Þetta er okkur huggun harmi gegn nú á jjessari viðkvæmu kveðju- og skilnaðarstund. Já, minningin um þig, kæra gilwellsystir og allt það er þú starfaðir með okkur og fyrir okkur af þínum fómfúsa huga, verður okkur hvatning til að halda merki bræðralags og frið ar hátt, unz sigur er unninn. Kæru foreidrar og systir hennar sem við f dag kveðjum. Við sendum ykkur okkar inni- Iegustu samúðarkveðjur, og biðj um góðan Guð að blessa ykkur og styðja með almættiskrafti sín um. nú f þessari þungu raun. Við segjum öll sameiginlega: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gilwellfélagar snrjtí*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.