Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 4
VI S IR . Þriðjudagur 25. janúar 1966. Rjfsfjórar: Markús Örn Antonsson — Páll Bragi Kristjónsson — Jóhann Bríem Allir verða að leggjast á eitt, eigi blómlegt félagslíf að þrífast Rætt v/ð formann S.K.I. Við Kennaraskóla Islands er starfandi skólafélag, sem ber nafnið: Skólafélag Kennara- skóla íslands. (S.K.Í.) 1 lögum félagsins segir m. a. um tilgang þess: „að leitast við að þroska félagslyndi meðlima sinna, að glæða þjóðrækni og þegnskap félagsmanna“. Formaður S.K.l. í vetur er ungur húnvetningur, Ólafur H. Jóhannsson að nafni, nemandi í fjórða bekk. Tíðinda- mönnum síðunnar datt í hug að forvitnast lítið eitt um félags- starfsemi kennaraskólanema, og gengu þeirra erinda á fund Ólafs, tók hann þeim prýðilega, enda ljúfmannlegur í framkomu. — Hvernig er skipulagningu félagsins farið Ólafur? — Á hverju vori er haldinn aðalfundur eru þar kosnir persónukosningu sex í stjórn, formaður og meðlimir einstakra nefnda. Stjórnin hefur yfirum- sjón með störfum nefnda en þær eru: ritnefnd, málfunda- nefnd, íþróttanefnd, bókasafns- nefnd, tafl- og spilanefnd, í árs- hátíðarnefnd er skipað sérstak- lega. — Verða allir nemendur sjálf krafa félagsmenn, þegar þeir koma í skólann? — Nei, hverjum og einum nemanda er frjálst, hvort hann gerist félagi, en flestir ganga þó í félagið. — Hverjir eru helztu þættir félagsstarfsins? — Við höldum úti skólablað- inu Örvar-Oddur, sem ég má fullyrða að sé eitthvert elzta, ef ekki elzta skjlablað landsins. Samkvæmt reglugerð á blaðið að koma út þrisvar vetur hvern. í blaðinu er mikið um skemmti efni, viðtöl, frásagnir úr félags lífinu og sitthvað fleira. Annars gengur nokkuð erfiðlega að fá nemendur til að skrifa eins og reyndar við flest skólablöð. í vetur keyptum við fjölritunar- tæki og hér eftir munum við algjörlega annast útgáfu biaðs- ins sjálf, og eins munum við út- búa aðgöngumiða að skemmtun um og hvað það, er prentunar þarf við. Málfundafélagið heldur fundi nokkuð reglulega, eru þá rædd ýmis dægurmál, skólamál og fleira. Fundir þessir eru sæmi lega sóttir. Nú svo eru haldnir dansleikir og árshátíð, annars er reynt að hafa eitthvað í hverri viku. — Hvernig er íþróttalífið hjá ykkur? — Yfirleitt má segja það gott miðað við aðstæður, en við höf- tim ekkert íþróttahús enn. Pilt- amir stunda leikfimi í húsi Jóns Þorsteinssonar og stúlkurnar í leikfimihúsi Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þessi tvístringur, að hafa ekki yfir eigin húsi að ráða, gerir allt íþróttahald erfið ara. Sama er að segja um stærri skemmtanir þar sem við höfum ekki eigin samkomusal enn. Þetta stendur hvorutveggja til bóta, reisa á íþróttahús og samkomusal á skólalóðinni, og þegar þeim framkvæmdum lýkur verða óvíða betri skilyrði en við Kennaraskólann. — Hvað mundir þú segja um félagslíf kennaraskólanema mið að við aðra sambærilega skóla t. d. M.R. og V.Í.? ÍSLAND-EFTA og alþjóðleg samvinna Kvöldráðstefna Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur. Næstkomandi fimmtudag mun Heimdallur gangast fyrir kvöldráðstefnu um, ísland - EFTA og alþjóðlega sam- vinnu. Ráðstefnan mun hefj- ast kl. 18 í félagsheimili Heim dallar. Þá mun Höskuldur Jónsson, viðskiptafræðingur flytja yfirlitserindi. Að erindi Höskuldar loknu verður gert matarhlé til kl. 20, og munu verða veitingar á staðnum. Eftir matarhlé verða flutt tvö erindi. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafræðing ur mun tala um EFTA frá sjónarhóli sjávarútvegsins, og Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri félags íslenzkra iðnrekenda talar fyrir hönd iðnaðarins. Eins og flestum er kunnugt fara nú fram nákvæmar at- huganir á vegum ríkisstjórn- arinnar um hugsanlega aðild íslands að EFTA. Sem að lík- um lætur taka þessar athug- anir langan tíma, til þeirra þarf að vanda hið mesta, þar sem ráðin aðild að EFTA yrði langstærsta og afdrifaríkasta spor íslands fram til þessa í efnahagssamvinnu við aðrar þjóðir. Lítið hefur verið rætt um þessi mál nú undanfarið á opinberum vettvangi, en margir hafa verið að hugsa sitt í sínu horni. Liggur ljóst fyrir, að mikill akkur er í þessari kvöldráðstefnu Heim- dallar, þar sem mönnum gefst kostur á að heyra fróða menn skýra frá EFTA og for- svarsmenn iðnaðar og sjávar- útvegs lýsa afstöðu sinni til bandalagsins. Búast má við, að sem flestir félagsmanna noti sér þetta tækifæri, og eru þeir hvattir til að mæta stundvíslega. Þorvarður Alfonsson frkvstj. Félags ísl. iðnrekenda. Höskuldur Jónssoi. viðskiptafræðingur. — Ja, það er nú frekar stutt síðan Kennaraskólinn varð svo fjölmennur, og þar af leiðandi stendur félagslíf ekki á jafn gömlum merg og í M.R. og V.í. Við höfum engar fastar venjur (tradition), en þetta er allt í mótun, og mér segir vel hugur um framtíð félagslífs í Kennara skólanum. En eitt er víst, að allir verða að leggjast á eitt, eigi blómlegt félagslíf að þrífast. — Geturðu sagt okkur eitt- hvað um starfsemi og kennslu skólans? - Kennsla fer fram í fjórum bekkjardeildum til almenns kenn araprófs. Þeir sem ætla að læra til handavinnu- og íþrótta- kennslu, sitja tvö vetur í undir- búningsdeild sérnáms, og fá það- an réttindi í nokkrum bókleg- um greinum. Svonefnd stúdenta deild starfar níu mánuði ársins. í henni sitja útskrifaðir stúdent ar og öðlast þeir kennararétt- indi að þessum tíma liðnum. — Hvernig er með æfinga- keijnslu? — í þriðja bekk byrjum við æfingakennslu, erum aðallega við ísaksskóla og í fjórða bekk einu sinni í viku við barnaskóla | borgarinnar. — Hver eru inntökuskilyrði Kenparaskólans og hvert er eink unnarlágmark við bekkjar- þröskulda? — Þeir, sem hafa landspróf ganga beint inn, gagnfræðaprófs hafar taka inntökupróf í nokkr- um greinum. Einkunnartakmark fyrsta bekkjar er 6,00 og hinna þriggja 5,00. — Er ekki búið að veita Kenn- araskólanum leyfi til að útskrifa stúdenta? — Jú, og gert er ráð fyrir að sú deild taki til starfa haustið 1967. Þetta verður eins vetrar deild og búist er við, að til inn- göngu verði krafist fyrstu eink- unnar við kennarapróf. — Gerir þú ráð fyrir að kenn- araskólastúdentar verði mennt- aðir sambærilega stúdentum frá menntaskólunum og V.Í.? — Þessu er ákaflega erfitt að svara, stúdentar frá þessum skólum eru sambærilegir á sum um sviðum öðrum ekki og skipt L þar á báða bóga. í deildinni verður höfuðáherzla lögð á latínu og ensku, en lítið verður um stærðfræði, enda munu kenn araskólastúdentar ekki fá rétt til setu í verkfræði- og læknadeild H.í. Fram yfir hina skólana hef ur Kennaraskólinn uppeldis- fræði, og þannig má lengi telja skólunum til hags sitt á hvað. - Er ekki geysilegur fjöldi ut anbæjarmanna við skólann? — Þar sem þetta er eini kenn Ólafur H. Jóhannsson. formaður S.K.L araskóli landsins eru skiljanlega margir utanbæjarmenn við hann, annars hygg ég að þeim hafi fækkað hlutfallslega undanfarin ár. — Væri ekki mikið hagsmuna- mál fyrir svo marga utanbæjar- menn, að reist yrði heimavist við skólann? — Heimavist mundi vissulega breyta miklu um afkomu utan- bæjarnemenda, en ég hef ekki heyrt um neitt í þessa átt og ekki íhugað þetta. - Nú vitum við Ólafur, að þeir, sem Ijúka kennaraprófi, helga sig ekki nærri allir kenn- arastörfum. Þú munt ljúka kenn araprófi að vori, megum við spyrja hvað þú hyggst þá fyrir? — Ég ætla að þeim fari ört fjölgandi hlutfallslega, sem leggja fyrir sig kennslu að námi loknu. Hvað sjálfum mér við- víkur býst ég við að ég fari eitt hvað til kennslu til að byrja með, en um framtíðina er allt óráðið. - Jæja Ólafur, er eitthvað sér stakt, sem þú vilt taka fram að lokum? — Já, ég vil leggja áherzlu á, að ég tel öllum kennaraefnum nauðsynlegt að taka virkan þátt i félagsmálastarfi sér til þroska og lærdóms. Þannig tel ég þá samfara ástundun við nám búa sig bezt til þess uppeldisstarfs, sem þeirra bíður. — Við þökkum Ólafi greinar- góð svör og óskum honum allra heilla f framtíðinni. FÉLAGSHEIMILIÐ: Dagskrá næstu viku Þriðjudagur 25. jan.: OPIÐ HÚS. Miðvikudagur 26. jan.: málfundur á vegum launþega- klúbbsins um sjónvarpið. Fimmaudagur 27. jan.: kvöldráðstefna um ísland — EFTA og alþjóðlega samvinnu- Föstudagur 28. jan.: kvikmyndakvöld, sýndar verða margar myndir, m. a. um b'f og störf CHURCHILL. Sunnudagur 30. jaru Opið hús.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.