Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 7

Vísir - 25.01.1966, Blaðsíða 7
VÍSIR . Þriðjudagur 25. janúar 1966. 7 YfíR 200 MILLJÓN KRÓNA HfíLDAR- TJÓN Á ÁRI / UMFERDARSL YSUM Framsöguræðn Egils Gestssonar á ráðsteffnunni um umferðarmál Egill Gestsson, formaður samstarfsnefndar tryggingafélag- anna átta, sem boðuðu til ráðstefnunnar um umferðaröryggi, er haldin var um helgina á Hótel Sögu, flutti þar framsögu- ræðu af hálfu undirbúningsnefndarinnar. 1 inngangi erindisins rakti Egill margvíslegan fröðleik um sögu bifreiðanna á ís- landi og sagði síðan: í árinu 1915 er talið að ak- færir vegir á Islandi hafi verið alls 500 km. Á sama tíma var bifreiðaeign landsmanna tal in vera 15 bílar. Úr þessu fjölg ar bæði bflum og kflómetrum lagðra vega, og samtímis fjölg ar landsmönnum. Til samanburðar og fróðleiks skulu nefndar nokkrar tölur, sem sýna íbúafjölda, fjöida bif- reiða og lengd akfærra vega & Is landi á þessum árum: Ár íbúar Bifreiðir Akfærir vegir km. 1915 90.000 15 500 1930 109.000 1430 2.500 1940 112.000 2600 5.400 1950 144.000 10700 7.900 1960 177.000 21600 10.900 1965 194.000 34500 12.100 Tölur þessar eru ekki alveg ná kvæmar, en því sem næst. Fróðlegt er að sjá hversu margir fbúar koma á hverja bif reið landsmanna, en það lítur þannig út: Ár íbúar á bfl 1915 6.000 1930 75.9 1940 47.1 1950 13.4 1960 8.2 1965 5.6 Eins og sjá má af þessum töl um erum vér íslendingar framar lega í flokki bílaþjóða, þótt ekki verði gerður samanburður við þær fremstu. Áður greinir frá því, að ak- færir vegir 1965 séu um 12.100 km. og má það teljast mjög gott í jafn fámennu og strjál- býiu landi, sem ísland er. Samkvæmt skýrslu Inter- national Road Federation 1957 er vegalengd pr. íbúa á íslandi langhæst í Evrópu eða 6.000 km. á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir okkur eru Frakkar með 3.000. Ef við tökum Norðurlönd með, verður útkoman þessi: Danmörk 1300 km. pr. 100 þús. íbúa, Noregur 1400 km. pr. 100 þús. íbúa. Svíþjóð 2000 km. pr. 100 þús. íbúa Finnland 1500 km. pr. 100 þús. íbúa. Þess má geta að útgjöld til vegamála, sem hundraðshluti af rekstrarútgjöldum ríkissjóðs í 40 ár, eða árin 1910 til 1959, námu að jafnaði á ári um 11— 12% Skal nú vikið að hinum alvar legri málum í sambandi við notk un bifreiða hér á landi. Með hinni miklu fjölgun bif reiða á undanförnum árum hef ur skapazt hreint neyðarástand. Árekstrum, slysum og dauðs- föllum fjölgar jafnt og þétt frá ári til árs. Til þess að öllum megi verða ljóst, hversu málið er alvarlegt, skulu nefndar hér nokkrar tölur frá s.l. ári. I Reykjavík einni slösuðust hátt á fimmta hundrað manns f umferðarslysum. Gera má ráð fyrir, að á sjöunda hundrað manns hafi slasazt af sömu or- sökum á öllu landinu. Talið er að 3ji hver bíH á landinu hafi lent í árekstri eða umferðaslysi. Fjöldi tjóna, sem tilkynnt voru til tryggingafélaganna námu milli 11 og 12 þúsund. Hvert tjón, sem tryggingafé- lögm greiddu, nam að meðal- tali um 11 þús. krónum. Heildartjóníð, bæði beint og óbeint af völdum umferðar- slysa er talið nema hátt á 3ja hundrað milljón króna. 1 amferðarslysum fórust 21 maður á móti 37, sem fórust í sjóslysum. S. 1. 10 ár eða 1956—1965 létu lífið í umferðarslysum hér á landi alls 154 manns. Á sama tfma fórust f sjóslysum 330. Að auki létust fjöldi manna af öðr um slysförum til sjós og lands. Það liggur í hlutarins eðli, að yfirleitt eru allt aðrar orsakir til sjóslysa en umferðarslysa. Helztu orsakir sjósiysa eru, óveður, vélabilanir og bilanir siglingatækja. Sjaldgjæft er, að ökuslys or- sakist af bilun í ökutækinu. Ástæðan er oftast aðgæzluleysi ökumannsins. Er ekki kominn tími til að, slíkum manndrápum linni. Og hvað hefur verið gert til bjarg- ar? Ýmsir aðilar hafa lagt sitt af mörkum til bættrar umferðar- menningar. Má m. a. nefna Slysa vamarfélag íslands, Reykjavfk- urborg, Tryggingafélögin, Félag ísl. bifreiðaeigenda og marga aðra aðila. Það er engin lausn á vandan- um, að ýmsir aðilar ausi út pen ingum f umferðaráróður, þegar það er gert af handahófi. Um skipulagða umferðarfræðslu og áróður fyrir bættri umferð hefur ekki verið að ræða til þessa. Er ekki kominn tftni til að sameina öll þau öfl, sem að þessum málum vilja vinna, og skipuleggja starf þeirra svo að sem mestur árangur náist? Margir munu spyrja. Hvað er nú til ráða? Það er margt, sem má og á að gera til úrbóta. Er það þá helzt að hafa góða umferðarfræðslu, skipulagðan á- róður á hvem þann hátt, sem að gagni má koma. Hækkun sekta fvrir umferðarlagabrot, svipting ökuleyfa, og þá ekki hvað sízt sköpun heilbrigðs al- menningsálits á þessum málum. Það er von og einlæg ósk fundarboðenda, að hér verði stofnað til samtaka, sem allir íslendingar geti sameinazt um. Reynt hefur verið að ná til allra þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt hafa eða ættu að hafa vilja til að vinna að lausn þeirra vandamála, sem um ferðin skapar, og því hefur hin Egill Gestsson flytur fram- söguerindi sitt. um ýmsu aðilum verið boðið til fundar hér í dag. Ég held, að það sé ekki of- sagt, að þeir, sem hér eru mætt ir tíl fundar, ýmist sem aðalfull trúar eða áheymarfulltrúar, séu fulltrúar allrar þjóðarinnar. Hér eru mættír fulltrúar rflds, bæja og borgar, líknarfélaga, lög- gæzlu, tryggjngafélaga, bifreiða stjöra, lögfræðinga, lækna og presta að ógleymdum kvenfé- lagasamtökunum. Það er á vitorði alþjóðar, að áhugamaimafélög geta gert og gera bina ótrúlegustu hluti til bjargar hinum ýmsu málefnum. Má þar nefna m. a. slysavamar- deildir víðsvegar um landið, Hringskonur, konur f Thorvald sensfélaginu. Skátahreyfinguna og marga, marga aðra. Slysavamarfélag Islands hef- ur um fjölda ára verið einu sam tökin, sem staðið hafa fyrir slysavömum hér á landi. Hugð arefni félagsins hefur lengst af verið sjóslysavamir og bjargan ir úr sjávarháska. Mörg undan- farin ár hefur félag þetta unnið að slysavömum á landi, bæði á vinnustöðum og í umferð á veg um, bæði eitt sér, og í samvinnu við aðra. Slysavamarfélagið hefur á að skipa fjölmörgum deildum víðs vegar um landið og hlýtur það þvf að vera kappsmál þess fé- lags, sem nú er ætlun að stofna. að leita eftir nánu samstarfi við það og hinar mörgu deildir þess. Ætla má, að einhverjum þeim, sem ráðstefnu þessa sitja sé ofar lega í huga ýmis mál, sem eru efst á baugi eða önnur, sem hafa við ýmis tækifæri komið mönnum í illt skap. Og má þar nefna hægri handar akstur, hol ur í götum og vegum, of mjó ræsi á vegum, of mjóar brýr, illa lagðir vegir og ótal margt annað. Það er vitað, að mörgu er ábótavant, og úr því verður ekki bætt á stundinni. Tími ráð stefnu þessarar er naumt skammtaður, enda megintilgang ur hennar að stofna félag, sem getur í krafti samtakamáttar síns tekið þau mál á dagskrá, sem lengst hafa beðið úrlausnar og öll hin, sem nauðsyn ber til að leysa, og leiða þau til far- sælla lykta. Ég vfl því mælast til þess, að þeir sem vilja koma áhugamál- um sínum á framfæri beini máli sínn til væntanlegrar stjórnar, sem hlýtur óhjákvæmilega að afgreiða öll slík erindi á einn eða annan hátt til hagsbóta fyr ir alla. Af fundarboðenda hálfu voru þessir tilnefndir í undirbúnings nefnd ráðstefnunnar: Jón Rafn Guðmundsson Ólafur B. Thors og Egill Gestsson. Ljóst er, að undirbúningur slíkrar ráðstefnu, sem hér er haldin í dag og á morgun krafð ist mikillar vinnu. Varð því að leita frekari starfs krafta, því timi var naumur til undirbúnings. Fyrir sérstakan velvilja borg- arstjórans í Reykjavik fékk und irbúningsnefndin lánaðan Pétur Sveinbjamarson, fulltrúa Um- ferðamefndar Reykjavíkur, og er hann framkvæmdastjóri ráð- stefnunnar. Vil ég nota þetta tækifæri til að þakka honum hið ágæta starf, er hann leysti af hendi f sambandi við undir- búning þessa fundahalds. Þá vfl ég og þakka Baldvin Þ. Kristjánssyni, félagsmálafull- trúa, hið ágæta starf, er hann hefur innt af hendi. Að lokum þykir mér hlýða að þakka meðnefndarmönnum mínum fyrir ánægjuríkt sam- starf. Við höfum átt samtöl við ýmsa framámenn þeirra sam- taka, sem sent hafa fulltrúa á ráðstefnu þessa og mætt þar góðvild og skilningi, og fyrir það viljum við einnig þakka. Hæstvirtum dómsmálaráð- herra Jóhanni Hafstein þökkum við fyrir komuna og ávarpið og ekki sízt fyrir þann skilning, sem hann hefur á þeim vanda- málum, sem hér er við að etja. Það fer ekki milli mála, að til þess að vænlegt félag geti verið virkur aðili að bættri um- ferðarmenningu þarf mikið fé. Er þess því vænzt að rfki, borg, bæir og sýslufélög ásamt tryggingafélögum og öðrum að- ilum sýni málefninu þann skfln ing, að samtökin verði ekki fé- vana, heldur geti áorkað því meginverkefni sínu að draga stórlega úr umferðarslysum á íslandi. Þótt ekki verði bjargað nema einu mannsHfi, einu barni frá örkumli eða einni móður frá því að missa barn sitt, þá er til- ganginum náð. Því segi ég ykkur öllum, sem ekki vitið, að við sem lesum allar þessar skýrslur um dauða og örkuml karla, kvenna og bama og þurfum að afgr. þau mál, erum sennilega mun meira meðvitandi um þær ógnarlegu staðreyndir, sem við blasa £ þess um efnum og þar með að stór- átak verði gert £ þessum efnum. I beinu framhaldi af þessu leyfi ég mér fyrir hönd undir- búningsnefndarinnar að leggja hér fram eftirfarandi tillögu stofnunar landssamtaka gegn umferðarslysum og vil ég með leyfi fundarstjóra lesa hana upp. Ég þakka áheyrnina. Fokhelf hús í Vesturbæ Höfum til sölu: 2 hæða hús + jarðhæð, hvor hæð er 154 ferm., 6 herb. og eldhús, bað og WC. Á jarðhæð eru 2 bflskúrar, 2 herb., 2 þvottahús, 2 geymslur. Selst einnig fokhelt í heihi lagi eða tvennu lagi. Þetta er á bezta stað í Vesturbæ. 2 svalir á hvorri hæð. Teikningar liggja frammi á skrifstofu vorri. Uppl. ekki gefnar í síma. TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR Austurstræti 10 a, 5. hæð. Sími 24850. Kvöldsími 37272 Málverk — listmunir Fegrið heimilið með orginal málverkum frá okkur — Notfærið yður hið lága verð og hin sérstaklega hagkvæmu afborgunarkjör.Vöru skipti koma til greina. MÁLVERKASALAN Týsgötu 3. — Sími 17602

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.