Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 4
4
Jakob Jakobsson: Síldveiðar við ísland 3. grein
fískifræðingar reyna að skýra
hátterni hins hvikula fisks
í grein Jakobs í gær var sagt frá þróun tækninnar við
síldveiðar íslendinga og sérstaklega rætt um fiskritann
og kraftblökkina. I dag skrifar hann um rannsóknir þær,
sem íslenzkir og norskir vísindamenn hafa gert á síldinni
undanfarin ár og áratugi.
ar. Merki þessi lenda í mjöl-
inu, þegar síldin er brædd,
en festast svo á seglum, sem
mjölið rennur yfir. Merkinga-
tilraunir hófust 1948, og þeg-
ar fyrsta árið fundust norsk
merki við Norðurland og ís-
lenzk merki í Noregi. Síðari
rannsóknir hafa staðfest
kenningar dr. Árna Friðriks-
sonar um göngur norsku síld-
arinnar milli íslands og Nor-
egs, en jafnframt hefur kom-
ið í Ijós, að athuganir dr.
Bjarna Sæmundssonar höfðu
við mikil rök að styðjast í
öllu, er varðar ís'^nzku síld-
arstofnana. í ör_ n orðum
er því lífssaga síldarstofn-
anna þannig i dag:
Ævisaga íslenzku
síldarinnar
■yrið ísland hrygna tveir síld-
arstofnar, vorgotssíld að-
allega í marz og sumargots-
síld aðallega í júlf. Hrygn
ingastöðvar vorgotssíldarinn
ar eru einkum á svæðinu frá
Vestmannaeyjum að Selvogi,
en einnig mun veruleg hrygn-
ing fara fram við suðurströnd
ina austanverða allt austur
fyrir Hornafjörð. Eftir hrygn-
inguna leitar sá hluti stofns-
ins, sem hrygnir hér suðvest-
anlands vestur fyrir Reykja-
nes og er hér oft f Faxaflóa
síðari hluta apríl og fram í
maí, en gengur síðan áfram
vestur og norður á bóginn.
Mjög er það misjafnt,' hve
sterkar þessar norðurgöngur
eru. Á tímabilinu 1957 —
1962 gekk íslenzka vorgots-
síldin t. d. á hverju vori allt
norður á Strandagrunn og
eitthvað austur með Norður-
landi, en í nokkur ár fyrir
1957 og nú s.l. 3 ár eru göng-
ur þessar mjög veikar og má
búast við, að verulegur hluti
stofnsins sé oft í ætisleit einn
ig á djúpmiðum út af vest-
anverðu landinu. Þó má telja
víst, að sá hluti vorgotssíld-
arinnar, sem hrygnir við aust
anverða suðurströndina haldi
að hrygningu lokinni austan
fyrir land og leitar á átusvæð
in út af Austurlandi og NA-
landi á sumrin. Við lok fæðu
tímabilsins á haustin safnast
vestangangan oft saman út
af Snæfellsnesi en færir sig
svo suður og austur á bóginn
eftir því sem líður á haustið
og mætir þá stundum SA-
lands síldinni í janúar eða
febrúar. Hrygningastöðvar
sumargotssíldarinnar eru hin-
ar sömu og vorgotssíldarinn-
ar, en ná lengra vestur að
Snæfellsnesi og í sumum ár-
um allt norður í Húnaflóa.
Að hrygningu lokinni í ágúst
má segja, að sumargotssíldin
leiti ætis á sömu slóðum og
vorgotssíldin og víst er um
það ,að hún safnast saman á
haustin á sömu miðum og
göngum hennar er eins farið
og göngum vorgotssíldarinn-
ar, unz hrygningartími hinn-
ar síðarnefndu hefst í marz.
Ekki er vitað með vissu, hvað
verður þá um sumargotssíld-
ina, en þegar í apríl leitar
Framhald f bls. 5
Jjannig.stóðu þá málin, þeg-
ar dr. Árni Friðriksson hóf
síldarrannsóknir sínar um
1930. Þegar dr. Árni hafði
kynnzt því, hvílík mergð síld-
ar oft var við Norðurland á
sumrin varð honum strax
ljóst, að samkvæmt því, sem
þá var vitað um síldina hlaut
hér einnig að vera ógrynni
síldar á hrygningastöðvunum
sunnanlands í marz og apríl.
Því skyldum við ekki geta
byggt upp vetrarsíldveiðar á
sama hátt og Norðmenn
höfðu gert frá alda öðli. I
rökrænu framhaldi af slíkum
spumingum fékk dr. Árni því
framgengt, að v/s Þór var
búinn síldarvörpum og öðrum
nauðsynlegum tækjum til at-
hugana á hrygningastöðvum
síldarinnar og vorin 1935 og
1936 gerði hann ýtarlegar
rannsóknir hér við Suður-
land, en fann hvorki verulegt
síldarmagn né hrygninga-
stöðvar, er gætu réttlætt þá
ályktun, að Norðurlandssíld-
in hrygndi öll eða mest öll
hér við land. Á næstu 6 — 8
árum beindi dr. Árni rann-
sóknastarfsemi sinni einkum
að því að kanna sem bezt ein-
kenni Norðurlandssíldarinnar
með tilliti til skyldleika henn
ar við aðra síldarstofna.
Dr. Arni Friðriksson hefur
síldarrunnsóknir um 1930
Norsku síldveiðamar síðustu tvær aldirnar. Stóra línuritið neðst til hægri sýnir aflann við
vesturströnd Noregs. Tölurnar i kantinum tákna milljónir hektólítra, en að neðan eru ár-
tölin. Litlu línuritin sýna (til vinstri) aflann við Norður-Noreg og (til hægri) við Svíþjóðar-
strönd. Stærðarhlutföll Iitlu línuritanna eru hin sömu og í stóra línuritinu, og ártölin að neð-
an gilda jafnt fyrir litlu línuritin sem hið stóra. Veiðar við vesturströndina hefjast ekki að
ráði, fyrr en veiðarnar eru úr sögunni við norðurströndina upp úr aldamótunum 1800, og úr
þeim dregur aftur um 1870. Frá þeim tíma og fram undir aldamótin veiðist síldin aðallega
við Svíþjóð, en eftir það aftur við vesturströnd Noregs. Þar eykst aflinn jafnt og þétt fram
á sjötta tug þessarar aldar, þegar heildaraflinn fer eitt ár yfir 12 milljón hektólítra. Sjá í
greininni um kenningar Devolds.
Bók um síldina
Á”ð, 1944 gaf hann svo út
bók sína: Norðurlandssíld-
in, þar sem færð eru veiga-
mikil rök fyrir því, að megin-
hluti sumarsíldarinnar við
Norðurland sé raunar ekki
af íslenzkum uppruna heldur
sé hér um að ræða hinn fræga
norska síldarstofn, sem allir
vissu að hrygndi við Noreg,
en enginn vissi í raun og
veru, hvar var á sumrin. Þeg-
ar í stríðslok hóf Árni svo
undirbúning að síldarmerk-
ingum og fékk Norðmenn í
lið með sér Notuð voru am-
erísk síldarmerki, svokölluð
innri merki, en þau eru raun-
ar litlar stálplötur, sem sett-
ar eru í kviðarhol síldarinn-
----------t
■ ■ n
Kortið sýnir ísland og hafsvæðið norðan og austan landsins. Því er skipt í svæði, sem eru
númeruð 54, 55 o. s. frv. Á hverju svæði er sýnt aflamagnið, sem hefur fengizt á því svæði
árin 1961 -1964, og er ein súla fyrir hvert ár. Súlan fyrir 1961 er lengst til vinstri í hverjum
reit og súlan fyrir 1965 lengst til hægri. Súlurnar sýna, að allt fram að árinu 1964 fékkst afli
við Norðurland, á svæðunum 54, 55 og 56. Öll Srin er aflinn mestur út af Austfjörðum, á
svæði 59, en síðustu árin, 1963 og 1964, fæst afli fjær landi, á svæðum 57 og 58.
i«wsaP»B*