Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 11
VISIR . Fðstndagur 4. febrúar 1966. %'. ; EINAR SIGURÐSSON er aftur með FH í kvöld, en hann er á myndinni til hliðar. Stóra myndin er af FH-Iiðinu, en Kristján Stefánsson er þó ekki með, því hann er erlendis. „Dukla eru bura venjulegir menn" — en hvernig gengur FH gegn sniBlingunum frú Tékkóslóvukíu í Evrópubika rleiknum í kvöld? £ Blaðamaður Vísis hitti í gærdag að máli tékknesku hand- knattleikssnillingana frá Prag, DUKLA PRAG, sem í dag er senni- lega sterkasta félagslið í heimi, með 8 menn í landsliði, sem fyrir nokkrum dögum lék sér að því að mola niður a-þýzka landsliðið. # „Þetta eru ósköp venjulegir menn, hvers vegna skyldum við ekki a. m. k. standa í þeim“, sagði einhver í kaffiboðinu, sem Ax- el Kristjánsson, forstjóri í RAFHA í Hafnarfirði og formaður FH, bauð til í vistlegum húsakynnum fyrirtækisins. Jú, þeir eru venjulegir menn, en samt sem áður óvenjulega myndarlegir menn, og bera þess vott, að þeir eru í 100% þjálfun. Það var mikil glaðværð ríkj- andi meðal liðsmanna, sem reyttu af sér gamanyrðin (á tékknesku, því miður!) Samt var það áberandi hve mikinn aga þessir menn búa við. Tveir þeirra ætluðu að njóta dýrindis vindla, sem þama voru á borð um, en útrétt hönd bandaði á móti þeim og vindlamir höfn- uðu í vösum leikmannanna í stað munna. Allir leikmenn DUKLA PRAG em hermenn ,annað hvort að atvinnu eða þá að ljúka her- skyldu. Raunin hefur orðlð sú að margir beztu íþróttamanna, sem koma til Dukla og byrja að leika með liðum þeirra með árangri, hafna eftir herskylduna sem atvinnuhermenn, enda oft- ast boðið upp á góð lifskjör. Ekki mundu landvamir Tékk- anna beysnar, ef hermenn yfir- leitt væm jafnlítið heima fyrir og þessir handknattleiksmenn. Ferðalög þeirra em mjög tíð og þeir ekki fyrr komnir heim, en þeir eru famir að skipuleggja nýtt ferðalag. Þannig er raunar lílið hjá erlendum stórliðum hvort, sem þau eiga heimkynni vestan eða austan jámtjalds, — atvinnumennskan hefur fyrir löngu haldið innreið sina í evr- ópskar fþróttir. Fyrir hálfum mánuði keppti liðið á Spáni og var þar í rúma viku, þá kom Þýzkaland og nú Island. Eftir þetta erfiða ferða lag er ætlunin að „slappa af“ í æfingabúðum fyrir næstu á- tök heima og erlendis. Um leikinn á morgun var auð vitað mikið rætt í kaffiboðinu syðra. Vaclav Duda, 25 ára gamall með 32 iandsleiki sagði: Bróðir minn kom hingað með Spartak Plsen 1963. Hann var geysihrif- inn af öllu hér og vakti mjög forvitni mína á landi og þjóð. Mér er ljóst að ísland á hand- knattleiksmenn á heimsmæli- kvarða og þvf kvíði ég fyrir leiknum. fslendingar gefast aldrei upp fyrr en í fulla hnef ana og við slfk lið er oft erfitt að eiga. Vojtech Mares, nær þrítugur leikmaður og einn af beztu hand knattleiksmönnum heims, her- foringi að atvinnu: Ég þekki af eigin raun f jóra af leikmönnun- um, sem við hittum i nýju höll- inni ykkar annað kvöld. Það eru þeir Ragnar, Birgir, Einar og Hjalti. Vlð höfum nefnilega hitzt áður, en það var á heims meistarakeppninni 1961, og þeim leik gleymum við seint, því jafntefli varð í miklum hörkuleik 15:15. Ég talaði við þjálfara Karviná áður en við héldum til íslands. Hann sagði okkur að vera ekki of vissir um sigur, því að FH- Iiðið væri mjög sterkt lið. Ég er það heldur ekki, en vona allt hið bezta fyrir okkar hönd, þvf við höfum fullan hug á að kom- ast langt að þessu sinnl. Þetta verður án efa skemmtilegur og góður leikur. Ragnar Jónsson, einn reynd- asti Ieikmaður FH sagði: „Ég verð með annað kvöld, enda þótt ég hafi enn ekki jafn að mig að fullu eftir meiðsli sem ég fékk á hendi. Dukla er geysisterkt lið og ég vil biðja fólk um að gera sér ekki of há- ar vonir með okkur. Vissulega gerum við okkar bezta, en spum ingin er bara hversu langt það nær. Að vísu náðum við jafn- tefli við landslið Tékka 1961 15:15 og þá voru fimm þessara sömu leikmanna með í tékk- neska landsliðinu. I þessum leik hafði ég fyrirliðann Troyan á móti mér, en hann er talin bezta homaskytta heims og á 81 Iandsleik að baki og meira en 600 leiki með félagsliðum. Við erum annars f ágætri æf- ingu um þessar mundir miðað við þá æflngu, sem hægt er að öðlast við þau skilyrði, sem hér eru. Birgir Bjömsson, fyrirliði FH og margrejmdur í stórum leikj- um sem smáum sagði: Þetta leggst nokkuð vel í mig, þótt undarlegt megi virðast. Það er stór styrkur fyrir okkur að hafa fengið Einar Sigurðsson aftur. Og eftir allt þá era þetta bara venjulegir dauðleglr menn. Því skyldum við þá ekki spjara okk ur. ... og Hallsteinn Hinriksson, hinn aldni handknattleiksjöfur þeirra Hafnfirðinga botnaði og Framh. á. 6. síðu. i Latwmm—rosmmwii m i ita—mgaa . Þessi mynd var tekin þegar KR vann Landsmót 2. flokks 1963. Síðan eru margir þessara piita famir að Ieika með meistaraflokki. Sá, sem borinn var út í heiðursskyni, var Hörður Markan, en Guðmundur Haraldsson er annar frá hægri á myndinni. Ungir fromherjor KR utan í morgun ★ í morgun héldu utan tii Engiands þrír knattspymumenn úr KR, en þeim var boðið að æfa og jafnvel leika með varaliði enska annarar deildarliðsins Coventry, sem nú er efst í deildinni þar, og hefur mjög mikla möguleika til að komast í fyrstu deildina á næsta ári. ★ Eins og flestir muna kom liðið í keppnisferð hingað síðastliðið sumar á vegum KR og bauð þá tveim til þremur KR-ingum að koma utan og æfa með liðinu 2-3 mánuði. - Upphaflega átti „markakóngur“ KR, Baldvin Baldvinsson, að vera í hópnum, en vegna vinnu sinnar sá hann sé ekki fært að þiggja boðið. ★ I sumar má því búast við sterkri framlínu hjá KR, þegar utanfararnir, þeir Guðmundur Har- aidsson, Hörður Markan og Einar ísfeld koma heim eftir þriggja mánaða þrotiausar æfingar og hitta þá fyrir hinn nýja félaga í KR, Eyleif Hafsteinsson, og „markakónginn“ Baldvin Bald- vinsson. ★ Erfitt verður áreiðanlega að velja í framlínuna, þegar við bætast menn eins og Gunnar Felix- son, Sigurþór Jakobsson, Theodór Guðmundsson, Jón Sigurðsson og margir fleiri ungir og efni- legir drengir, sem eru komnir úr 2. flokki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.