Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 15

Vísir - 04.02.1966, Blaðsíða 15
V í SIR . Föstudagur 4. febrúar 1966. 75 Hvað varð af -K Eftlr Louis Bromfield Önnu Bolton? aftansöngs, því að þetta var á sunnudfigi. Klukkunum var hringt hægt og það var ömur- leika og sorgarblær á klukkna- hljóminum. Þokan hafði lagzt á landið og það var rakt og kalt í lofti og það var að koma fsing á götumar og hún varð að ganga varlega, og ef hún hefði ekki verið orðin þaulkunnug öllu, hefði henni veitzt erfitt að rata, en nú var hún komin að litla torginu, og húsið fann hún auð- veldlega, vegna ljósanna milli rimlanna á gluggahlerunum. Og er inn var komið var hlýtt og hamingjukennd í huganum, svo mikil hamingja, að ekkert mundi geta rekið hana á flótta. Það logaði glatt á arni hugans. Við þann eld var gott ag minn- ast og vona, um hann vissi hún ein og hann varð ekki frá henni tekinn. Og hún hugsaði sem svo: Ekki einu sinni Madame St. Genis hefir hugmynd um það. Og er hún stóð þarna í stof- unni hver skyldi þá koma úr eldhúsinu önnur en Madame St. Genis, sem var þá komin þarna á undan henni, og fyrst hún var komin hlaut eitthvað að hafa gerzt, og það var ekki neinum vafa bundið, að það voru góð tíðindi, sem hún hafði að færa, því að andlit hennar blátt áfram Ijómaði af fögnuði. Og hún var greinilega haldin mikilli hugar- æsingu. 1 meira en ár hafði Anna aldrei séð slíka gleði í ancfliti nokkurs manns eða konu. Og hún hafði haldið að aldrei framar mundi nokkur manneskja geta orðið eins glöð og Madame St. Genis var nú. Og svo sagði Madame henni í stuttu máli alla söguna, allt sem hún vissi, um það, sem gerzt hafði — í Pearl Harbour. — Við vorum að hlusta niðri í kjallara á brezka stuttbylgju- útvarpið, þegar við heyrðum það. Það var hætt að útvarpa venjulegri dagskrá til þess að segja tíðindin. Það var smánar- 53. legt, ógurlegt sem þeir gerðu, en gott mun af því leiða, því að nú getum við beðið frelsisins. Og Madame St. Genis fékk grátkast og gat ekki sagt meira í bili settist í stól, bar vasaklút að augum sér og reri fram og aftur. Fargi vonleysis og örvænt ingar, margra ára fargi var að létta af — allt sem innbyrgt hafði verið varð að brjótast út. Nú var von — vissa. Anna hellti víni í glas og færði henni og hún slokraði í sig úr því og var furðu fljót að jafna sig. — Ég kom beint hingað til þess að segja þér það. Mig hrygg ir það, að þín þjóð verður nú líka margt illt að þola. Styrjaldir eru hræðilegar. En nú stöndum við öll saman, sem þráum frelsið. Heiminum verður bjargað þrátt fyrir allt. Og svo þegar enn meiri ró var komin yfir hana sagði hún eins og allir aðrir: — Þér verðið að fara. Annars verða yðar endalok eins og vesl HAPPDRÆTTI LANDSMÁLAFÉLAGSINS VARÐAR DREGIÐ 11. FEBRÚÁR 1966 VERÐMÆTl V1NNINGA KR.315.000.00 Varðarfélagar Munið afmælishappdrættið. Skrifstofan er i Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. ings fólksins í flóttamannabúð- unum. Þér verðið að komast af stað sem allra fyrst. — Já, ég verð að komast af stað sem allra fyrst, sagði Anna, — nú verð ég að fara. Hún horfði á gömlu, gildu kon una. Og allt í einu kom það yfir hana, að hana langaði til að gráta af tilhugsuninni um hvað hún hafði orðið að þola og allt fólkið í Gerbevilliers, og hve staðfast og þolgott og hugrakkt það hafði verið — borgarstjórinn og kona hans og allir aðrir, — o ghenni varð hugsað til allra, sem höfðu hjálpað henni frá fyrstu stund eftir að hún kom þangað og alla tíð síðan hún kom þar ókunnug, útlending- ur að auki. Allir höfðu reynst henni vinir og félagar. Ungfrú Godwin hvíldi í gröf sinni í litla kirkjugarðinum við ána. Og sjálf hafði hún fest rætur þarna — í rauninni hafði hún fyrst byrjað að festa rætur þarna. Og hvern- ig sem allt velktist á komandi tíma mundi hún einhvern tíma koma aftur til Gerbevilliers, — og þá hefði hún kannski fé handa milli og gæti glatt þá, sem þar bjuggu. Á þessu dimma kvöldi og öm- urlega varð henni Ijóst hve heitt hún unni þessu fólki og veslings flóttafólkinu í búðunum uppi á hæðinni, þar sem sífellt var næðingur. Nú vissi hún hvað það var að elska náunga sinn. Allt í einu fannst henni, að það væri þarna sem hún hefði verið í heiminn borin, í þessum litla bæ — Gerbevilliers — og aldrei lifað annars staðar. Og svo veitti hún því allt í einu athygli, að Madame St. Gen is var að fara í kápuna, því að maðurinn hennar vildi fara að hátta. Hann gæti aldrei sofnað nema hann hefði hana vi ðhlið- ina á sér. Anna fylgdi henni til dyra og í gættinni faðmaði hún hana allt í einu að sér, hana Madame St. Genis, að frönskum hætti, og svo fóru þær báðar að gráta. Daginn eftir athugaði hún bækur sínar, kom með öðrum orðum bókhaldinu í lag og fór svo til borgarstjórans með þær og peningana, að undanteknu dálitlu, sem hún ætlaði sjálfri sér til ferðarinnar. Hún vissi ekki hvert Jean hugðist fara með þau, ef til vill til Sppnar, ef til vill til Ítalíu — eða Afríku. Þetta var allt leynd hulið og einhver ævintýrabragur á því, og það vakti óvenjulega ánægju kennd með henni, að nú var kom inn maður inn í líf hennar, sem tók ákvarðanir fyrir hana — maður, sem hún elskaði. Nú fann hún meira til þess en áður hve lengi hún hafði verið ein — hve lengi hún hafði orðið að treysta á sjálfa sig eina og taka allar ákvarðanir sjálf. Hún hafði verið sá sterki stofn, sem aðrir höfðu hallað sér upp að eða notið skjóls hjá. Og nú fann hún allt í einu til þess, að hún var þreytt, að hana langaði mest af öllu til þess, að einhverjum þætti vænti um hana og verndaði hana. Og hún beið í húsi veðbókar- ans kvöld eftir kvöld. Hún hafði fyllt tvær töskur með nauðsyn- legasta fatnaði og öðru, hafði !þær tilbúnar. í annarri var allt, isem drengurinn þurfti, í hinni ! það sem hún sjálf þurfti. Hún jvar tilbúin að fara, er kallið ; kæmi. Madame St. Genis leit inn til hennar á hverju kvöldi og sagði henni fréttirnar úr brezka stutt- bylgjuútvarpinu, sem þau hlust- uðu á kvöld hvert í kjallaranum heima hjá henni. Hættan, sem Anna var í nálgaðist. Þýzkaland og Ítalía sögðu Bandaríkjunum stríð á hendur og hún var nú fjandmaður Þjóðverja. Ef Þjóð verjar stigu nú það skref að her nema allt Frakkland kæmist hún í tölu stríðsfanga eins og flótta fólkið á hæðinni. Og þegar hver dagurinn og hver nóttin leið af annarri, án þess að hún heyrði frá Jean, fór að vakna beygur með henni. Hafði hann gleymt henni, höfðu þeir hertekið hann eða hafði hann fallið í einhverj- um átökum? En svo gerðist það kvöld nokk urt, að barið var létt högg á útidyrahurðina og það gerðist eins og hún svo oft var búin að gera sér í hugarlund, að það myndi gerast. Þegar hún opnaði dyrnar stóð hann fyrir dyrum úti. En nú var hann ekki klæddur fötum úr lélegu efni og í slitinni regnkápu. Hann var klæddur þýzkum einkennisbúningi, sem var stálgrár á lit, og hann var meir en snotur ásýndum, hressi legur, og augljósara en áður hve vel vaxinn hann var. Fyrir aftan hann sá hún bílskrjóð, sem Hingað förum við, þegar okkur langar til þess að komast í burtu frá heimi hinna fullorðnu. Ito, við höfum haft þennan felustað í lengri tíma. Hvers vegna reynum við ekki að finna nýjan stað, Teddy? Það getur verið, að einhverjir séu búnir að finna staðinn. Það gæti verið gaman, förum, Sybil og Togo. einhvern tíma hafði verið sendi ^ ferðabíll. í — Ég er kominn að sækja yð- ur. Eruð þér tilbúnar? — Já, eftir andartak. ! Hann fór á eftir henni inn í j setustofuna og svo inn í litla herbergið, þar sem sonur hans hvíldi í vöggu sinni. Og hann stóð þar og horfði á, er hún færði drenginn úr náttkjólnum, sem ungfrú Godwin hafði bród- erað í Jean Pierre, og klæddi hann til ferðarinnar. Hann var mjög þægur. Ekkert úrillur, þótt hann væri vakinn. Það var eins og honum skildist, að það ætti að fara með hann í eitthver ævintýraferðalag. Þegar hún var búin að klæða hann fór hún í kápu þá, sem hún hafði keypt sér til ferðarinnar, og settti á sig hattinn. Hvort tveggja var keypt í bazarnum í Gerbervilliers, ódýr fatnaður og einfaldur, eins og miðstéttarfólk í Frakklandi kaus að klæðast á þessum tíma. Hann brosti, er hann horfði á hana, og það fór ekki fram hjá henni. - Ég hef öll persónuleg gögn, sagði hann svo, og það er allt í lagi með þau, - þau eru frá Vichy.. Aftur brosti hann. - Við eigum vini og félaga þar líka - í sjálfum stjórnar- skrifstofunum. Við ættum ekki að verða fyrir neinum erfiðleik- um. — Af hverju eruð þér í þess um einkennisbúningi? Hann hló. Ég er í einkennisbúningi þeirra, sem marskálkurinn hefir falið að skipuleggja Ungmenna- hreyfingu. — Og ég hefi pappíra upp á það, megi þér trúa. Ég held, að við verðum ekki fyrir ncinni tortryggni. Og enn hló hann. - Og það stendur í þessum VÍSIR er eino síðdegisbloðið kemur út alla virka daga allan ársms hring Ashriftorsimi 1-16-61

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.