Vísir - 01.03.1966, Page 1

Vísir - 01.03.1966, Page 1
VISIR 1. marz 1966. — 50. tm. Nýja tollareglugerðin gengur í gildi í dag í dag gengur i gildi reglugerö um tollfrjálsan farangur ferða- manna og farmanna við komu til landsins. Vísir átti stutt viðtal við toll- gæzlustjóra Unnstein Beck í morgun um þessa breytingu. Kvað hann þetta vera í fyrsta skipti, sem af ráðuneytisins hálfu hefðu verið gefnar út á- kveðnar reglur um það hvað ferðamenn megi hafa með sér við komu til landsins, og hafi þetta verið nokkuð í lausu lofti hvað ferðamenn snertir, en hvað farmenn varðaði voru ákveðnar reglur í gildi. Tollgæzlan gat ekki auglýst um þetta ákveðnar reglur, en hér sem annará staðar varð ekki komizt hjá að veita ferðamönn- um nokkrar ívilnanir, annað hefði leitt til óþæginda og orðið Framhald á bls. 6. AMr vegir tepptir á Austurlandi 1 gær og í dag er bjart og gott veður á Austurlandi þar sem hef- ur kyngt niður snjó alla sl. viku. Eru allir vegir ófærir vegna fann- fergis, ýtur hafa verið notaðar til mjólkurflutninga, sem hafa gengið tregt og snjóþunginn hefur sligað niður og brotið þök á útihúsum á m. k. tveim stöðum. Segja má að sambandslaust sé að mestu mxlli sveita og jafnvel bæja á Austurlandi og ef snjókoman heldur áfram sem fyrr, má búast við að mikil vandræði skapist f sambandi við flutninga á nauð- svnjavörum og olíu til upphitunar. Alla s.l. viku hefur gengið á með byljum og hlóðst mikill snjór ofan á þann sem fyrir var og var hann J>ó mikill. Eru hús f Egilsstaða kauptúni núna nær á kafi í snjó eða þær hliðar þeirra þar sem skafrenningurinn hefur hlaðið upp skafla. Fyrir snjóakaflann í síðustu viku má segja að vegir hafi nokk- um veginn verið færir og hafði jafnóðum verið rutt af þeim. Mynduðust við það mannhæðarháir ruðningar sitt hvorum megin við vegina. Núna hafa vegimir aftur fyllzt af snjó, og er vonlaust að moka honum frá. Standa veg- imir eins og þeir væru hlaðnir upp úr hvítri flatneskjunni í kring. Einu farartækin eru ýtumar, sem notaðar em við mjólkurflutning- ana, en mjólkin er höfð á sleðum, aftan í ýtunum og svo dráttar- vélar bænda, sem belti hafa verið sett á. Hefur oft tekið langan tfma að flytja mjólkina og hefur hún verið gaddfrosin, þegar á áfangastað, Egilsstaðakauptún var komið. Tók það t.d. tvo sólarhringa fjrir ýtu að flytja mjólk úr Hjaltastaða- þinghá, sem er um 40 km. frá Eg- ilsstöðum og var mjólkin gadd- freðin og ónýt, þegar komið var með hana. Snjóþunginn hefur verið það mikill að sligað hefur niður útihús. í síðustu viku féll niður þak fjár- hússins á Skeggjastöðum í Jökul- dal en ekki sakaði neina skepnu. 1 gær brotnaði svo þak á fjárhúsinu f Grænuhlíð f Hjalta- staðþinghá sökum snjóþyngslanna og drápust 7 kindur. Þótt segja megi að ófært sé inn- an héraða á Austurlandi hafa flug- samgöngur að mestu levti verið í lagi og hafa venjulegar áætlunar- ferðir verið flognar þar á meðal tvær f síðustu viku. Hefur tekizt að ryðja af flugvellinum jafnóðum. Á sunnudag var fannfergið hins vegar það mikið að ekki var fært frá Egilsstöðum til flugvallarins á bíl'. Vegimir niður á firðina eru al- gjörlega tepptir, en reynt hefur verið að halda uppi samgöngum með snjóbílum og hefur snjóbíll alltaf gengið yfir til Reyðarfjarðar Framhald á bls. 6. ÍSALÖG í SKERJA- FIRÐINUM Einn geimfaranna sem heimsóttu Islaud fórst / flugslysi í gær hér á Innnesjum eru orðin æðimikll. Ekki hefur frostið bó ver ið mjög mikið að jafnaði, en sam- fellt í langan tfma. Nú er svo kom- ið að allir vogar inn úr Skerjafirði, Fossvogur, Kópavogur og Amar- If vogur em lagðir og fshellan var || byrjuð að færast út cftlr Skerja- .íftíiMS f,r8inum- ísnum var -bó Wst svo I að hann væri ótraustur. í dag er því spáð að veðráttan breytist, útlit fyrir rigningu og þíðu svo að segja í fyrsta skipti á þessu ári. Myndin sem hér birtíst var tekin f gær f Fossvoginum, og er þar allt stokkfreðið og bátar á landi sem ekki komast á sjó. Þessi mynd va rtekin í sumar af Charles Bassett, þegar hann var að skoða steinategundlr í Ódáðahrauni s.l. sumar. í júlímánuði s.I. sumar komu ellefu bandariskir geimfarar í heimsókn hingað til lands, til þess að venja sig við dvöl á tunglinu með því að kynnast hinu versta apalhrauni Ódáða- hrauns. íslendingar fengu þá tækifæri til að kynnast mönn- um, sem búast má við að verði frægir gelmkönnuðlr á næstu ámm. Hétu fslenzkir frétta- menn þvf, að þeir skyldu fvlgj- ast með þessum mönnum i fréttunum á næstu árum. Og nú er sá fvrsti þeirra kominn í fréttimar, en með öðrum hætti en búizt var við. Hann heitir Charles Basset og f gær fórst hann ásamt öðmm geimfara. Þeir létu þó ekki lifið í geimflugi eða tunglferð, heldur í venjulegu flugslysi í Miðríkj- um Bandaríkjanna. Bassett og félagi hans Elliott See sem einnig fórst höfðu verið valdir til að fara f geim- ferð saman með Gemini 9 sem á að skjóta á loft í sumar. En í gær voru þeir að fljúga tveir saman á lítilli flugvél frá Houston f Texas til St. Louis við Missisippi-fljót. Lending mistókst o^ þeir fórust báðir. Charles Bassett var 35 ára gamall og var rafmagnsfræð- ingur að menntun. íslenzkir blaðamenn sem hittu geimfar- ana voru flestir sammála um það að Bassett hefði verið einna geðþekkastur af þeim, sem í hópnum voru. Hann var mjög laglegur maður, viðfelldinn og greindarlegur og fróður, sér- staklega um allt sem að geim- vísindum laut. Hann lýsti þvf fyrir blaðamönnum hér, að hann teldi, að yfirborð tungls- ins væri ekki ólíkt því sem sums staðar hefði borið fyrir augu í Ódáðahrauni, sérstak- lega þar sem gjall og vikur var, en hann taldi - líklegt að jarð- eldar væru í tunglinu og eld- gígir Eftir að tilkynning var gefin út um flugslys þetta, var jafn- framt skýrt frá þvf, að vara- menn þessara tveggja myndu nú fara í Gemini geimferðina næsta sumar. Þeir sem valdir Eugene Cernan, einn af ís- landsförum hefur verið vallnn til ferðar með Gemlnl í sumar. hafa verið eru Eugene Ceman og Thomas Stafford. Stafford er þegar þekktur af fyrri geim- ferð sinni. Cernan er hins veg- ar enn einn úr hópi þeirra, sem komu til íslands í sumar. Hann er 32 ára og einnig rafmagns- verkfræðingur að menntun.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.