Vísir - 01.03.1966, Page 4
4
V í S IR . Þriðjudagur 1, marz 1966.
Sjötugur / dag:
Heigi Tryggvason
bókbindari
Mér barst frétt um bað seint í
fyrrakvöld að einn góðkunningi
minn, sem mér sýnist reyndar allt
af, þegar ég sé Hann, vera fimmt-
ugur, yrði sjötugur í dag. Maður-
inn er Helgi Tryggvason bókbind-
ari.
Ég trúði þessu ekki og trúi
reyndar ekki enn, og mér
þykir ekkert líklegra en ég
sé að gera einhverja bölvaða
vitleysu með því að minnast á
Helga sem sjötugan mann í dag.
Ég reyndi að vísu að leita staðfest-
ingar á þessari váfrétt i hinum
beztu heimildarritum, eins og
„Hver er maöurinn“ og „íslenzkir
samtíðarmenn“, en í hvorugri er
Helga getið frekar en hann væri
ekki og hefði aldrei verið til. Þessi
leit mín varð þvi ekki til annars
en að fá staðfestingu á því að þesái
tvö höfuðheimildarrit um samborg
arann í dag gegna á engan hátt því
hlutverki, sem þeim er ætlaö að
gegna — að þau eru vond rit. Helgi
Tryggvason yrði í röð fyrstu manna
sem ég myndi setja þar á blað, ef
ég hefði ritstjóm slfkra ævisagna
með höndum.
Þetta síðasta, sem ég hefi sagt,
segi ég engan veginn út i bláinn,
því mér finnst að Helgi Tryggva-
son hafi haft einstæðu menningar
hlutverki að gegna sem íslenzk
þjóð og islenzk menning fá honum
seint full þakkaö. Helgi hefur á
vissan hátt gegnt áþekku hlutverki
í þágu íslenzkrar samtiðamenning
ar sem Árni Magnusson vann ís-
lenzkri menningu á sfnum tíma.
Árni safnaði og varðveitti íslenzk
handrit vegna þess að hann sá fram
á óhjákvæmilega glötun þeirra í
höndum Islendinga á þeim árum.
Helgi Tryggvason hefur um ára
tuga skeið gegnt tilsvarandi hlut-
verki. Á þeim árum sem íslending
ar eru að rísa upp úr sárustu fá-
tækt kreppuáranna og flytja í ný
og betri húsakynni en áöur, þá voru
þessi nýju húsakynni svo fín að
ekkert gamalt rusl mátti inn í þau
koma. Gömul blöð og bækur, á-
samt öðrum fornmenjum skyldu
grotna niður og fúna í gömlu torf
bæjunum eöa útihúsunum, eða þá
brennd á báli. En þá er það sem
Helgi Tryggvason tekur sig til,
spyr uppi gömul blaðaræksni sem
fólk vill ekki hirða eða bókagarma
meira og minna gallaöa og ó-
heila, safnar þessu öllu saman, og
DANIELÓLAFSSON OG CO.H.F.
VONARSTRÆTI 4 SÍMI 24150Í
hættir ekki viö fyrr en hann fyll-
ir eitt eintakið af öðru, — þaö oft
af hinum sjaldséöustu blöðum og
bókum. Það eru örugglega engar
ýkjur þótt fullyrt sé að Helgi hafi
: á starfsferli sínum aukið bóka- og
| blaðaeign landsmanna svo tug-
milljónum króna verðmæta nemur,
verðmæti sem annars heföu alger-
lega farið í súginn og aldrei oröið
nokkrum manni að liði né eign.
Um þétta starf Helga er óþarft
að fjölyrða. Samt vildi ég benda á
að það hefur, enn sem komið er,
ekki verið metið að þeim veröleik-
um sem skyldi og almenningur ger
ir sér engan veginn fulla grein fyr-
ir hvílíku menningarhlutverki hann
hefur gegnt, né heldur fyrir þeim
| óhemju verðmætum sem hann hef-
i ur bjargað frá algerri glötun, og
i reynt eftir beztu getu að koma til
manna sem kunna að meta þau og
helzt hafa með þau að gera. Eigi
einn maður orðu skilið fyrir starf-
semi sína í þágu menningarinnar þá
er þaö Helgi Tryggvason.
Þau orð sem hér eru skrifuð, eru
ekki í þeim tilgangi að rekja ævi-
feril Helga. Mér er hann með öllu
ókunnur, að öðru leyti en því að
ég veit að hann á afbragðs konu
og mannvænleg börn. Helgi ber og
merki lífshamingju í öllu fasi sínu
og svip. Góðlátleg glettni og kýmní
Iýsilr sér úr svip hans hvar sem
maður mætir honum, og hennar
gætir í ríkum mæli í viðræöum við
hann. Fáir menn hafa reynzt mér
jafn notalegir í viðkynningu og ég
fagná því ósjálfrátt í hvert skipti,
sem ég á þess kost að sjá framan
í Helga og rabba við hann. Því
miður er Helgi of eftirsóttur maður
og upptekinn til að maður fái að
njóta slíkra stunda oft.
Njóti hann svo allrar giftu á kom
andi árum og komandi starfsferli
og megi a.m.k. til hundrað ára ald
urs halda áfram að bjarga íslenzk
um menningarverðmætum frá glö.t-
un. — Þ. Jós.
Farið skyldi vadega í
sameiningu prestakalla
Ályktun Kirkjuráðs
Blaðinu hefur borizt eftirfarandi
ályktun Kirkjuráðs 24. febrúar
1936 um endurskoðun prestakalla-
skipunar.
„Með tilliti til þeirrar endurskoð-
unar á prestakallaskipun landsins
sem nú er á dagskrá, Ieyfir Kirkju
ráð sér að benda á, að sh'k endur
skoðun getur ekki haft önnur eðli-
leg rök en þau að gera kirkjunni
auðveldara fyrir um að gegna sínu
mikilvæga hlutverki í þjóðlffi nú-
tímans. Veröur þá að hafa í huga,
að kirkjan fái aukið svigrúm og
bætta aðstöðu, í samræmi við kröf
ur tímanna. Sameining prestakalla
getur komið til greina þar, sem að-
stæður hafa tekið miklum breyting
um á síðari árum, en jafnan verður
þó viö slíkar skipulagsbreytingar
að miða við það, að nauösynleg
þjónusta verði ekki óhæfilega erf-
ið og kostnaðarsöm, ella eru litlar
vonir til að menn fáist til þess að
þjóna slíkum köllum. Þá þarf og
að gæta þess, að hlutur afskekktra
og strjálbýlla byggða verði ekki
fyrir borö borinn. Þá ber jafnhliða
að gefa gaum að því, að ýmsir mik
ilvægir þættir f kirkjulegu starfi,
sem kalla að f þjóðlffi nútímans,
hafa hingað til oröið útundan vegna
'þess að kirkjuna skortir starfslið
til þess að sinna þeim. Má þar
nefna sálgæzlu á sjúkrahúsum, i
fangelsum og meðal manna, sem
tekið hafa út fangelsisdóm og þarfn
ast endurhæfingar. Kirkjulegt starf
fyrir sjómenn er og næsta lítið og
eru Islendingar í því efni stórum
Aðalfundur Byggingarsamvinnu-
félags verkamanna og sjómanna
var haldinn s.i. fimmtudagskvöld.
Formaður félagsins Guðmundur
Guðmundsson setti fundinn og
skýrði frá framkvæmdum félags-
ins.
I smíðum eru nú á vegum þess
38 íbúðir við Reynimel. I félaginu
eru nú 340 félagar. Það hefur sótt
um lóðir undir fjölbýlishús í Foss-
■MMftSW
sinnulausari en nokkur kristin
siglingaþjóö. Síðast en ekki sfzt
ber að minnast þess, að æskulýðs-
starfsemi kirkjunnar þyrfti mjög að
aukast og til forgöngu í því þarf
kirkjan fleiri sérmenntaða starfs-
menn. Hefur Kirkjuráð í því sam-
bandi einkum í huga leiðbeininga-
starf fyrir sjálfboðaliða víösvegar í
söfhuðum landsins, svo og starfsemi
meðal stúdenta og skólaæskunnar."
vogi og Breiðholtslandi og ráðgerir
að byggja á næsta ári um 60 fbúðir,
ef lóðir fást.
I stjórn félagsins eru: Guðmund-
ur Guðmundsson formaður, Axel
Guðmundsson ritari, Guðmundur
Sigurjónsson gjaldkeri, meðstjóm-
endur Guðjón Sigurðsson og Mey-
vant Meyvantsson, f varastjórn
Haraldur Sumarliðason, Stefán
Gunnlaugsson og Guðjón Hansson.
Aðolf. Byggingarsamvinnu>
I
fél. verkamanna og sjómanna
VÖRÐUR — HVÖT — HEIMDALLUR — ÓÐIHN
SPILAKVÖLD
Sjálfstæðisfélaganna í Rvk n.k. miðvikudagskvöld kl. 20.30
í Sjálfstæðishúsinu
SJÁLFSTÆÐISFÓLK Ávarp kvöldsins:
SÆKIÐ SPILAKVÖLDIN Sverrir Guðvarðarson, stýrimaður.
Happdrætti og glæsileg spilaverðlaun.
Byrjað að spila kl. 20,30 stundvíslega. Kvikmynd: „Jökulheimar á Grænlandi“
Húsið opnað kl. 20,00. með íslenzku tali.
Sætamiðar afhentir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á venjulegum skrifstofutíma.
SKEMMTINEFNDIN.