Vísir - 01.03.1966, Side 5

Vísir - 01.03.1966, Side 5
VISIR . Þriðjudagur 1, marz 1966, irtlcnd í riöPAiin. i morsun í mön-sun Wilson tók stökkii — kosningar 31. marz Aðalkosningamál verða: Efnahagurinn, landvarnirnar og Rhodesia Harold Wilson forsætisráðherra Betlands tilkynnti í gær, að þing yrði rofið 10. marz og nýjar kosn ingar færu fram hinn 31.. Hafði verið búizt við tilkynningu hans um þetta nokkra undangengna daga. Wilson geröi þá grein fyrir á- kvörðun sinni, að það væri of mikl um erfiðleikum bundið við núver andi aðstæður að framfylgja stefnu flokksins og koma nauðsyn legum lögum þar að lútandi gegn um þingið, þar sem stjómin hefði þar aðeins þriggja atkvæða meiri hluta. Lengi vel var búizt við, að Wilson myndi frekar efna til haust kosninga, en fyrir Moskvuheim- sóknina var orðið ljóst, að svo mjög var að honum lagt innan flokksins að boða til þingrofs nú og kosninga, að hann myndi láta undan. Þessi þrýstingur er til kom inn vegna þess, að í flokknum er yfirleitt talið að tíminn til þess sé hentugur, ýmis vandi kunni síöar að koma til sögunnar, er dragi úr sigurhorfum, en nú benda skoðana kannanir eindregið til sigurs fyrir Wilson. Að ýmissa áliti stafar þetta fylgi ekki af því, að menn séu svo ánægðir með gerðir hans og stefnu ,heldur af því, aö menn vilji, að hann fái nægilegan tíma til þess að sýna hvað hann gæti, til efnahagslegrar viðreisnar og á öðrum sviðum. Stjóm Wil- sons hefir veriö við völd í 16 mán uöi. Það voru ekki liönir nema þrír tímar frá því Wilson tilkynnti á- kvörðunina, að þeir komu allir fram í sjónvarpi höfuðleiðtogar flokkanna, Wilson fyrir krata, Heath fyrir íhaldið og Jo Grimm- ond fyrir frjálslynda. Og allir gerðu þeir efnahagsmálin að um- talsefni í ræðum sínum. Wilson hélt því fram, að efnahagsástand ið hefði batnað síöan stjórn hans tók við völdum, en Heath kvað henni hafa farizt stjórn efnahags- málanna óhönduglega, — hún hefði ekki tekið málin réttum tök um í grundvallaratriöum, og fyrir bragöið vofði enn hætta yfir gjald miðlinum, vegna spákaupmennsku og óvissu. Heath kvaðst viðurkenna, að skoðanakannanir væru krötum í vil, en flokkur hans myndi berjast gegn þeim meö kjafti og kióm og enn væri ekki séð hver skjöldinn bæri á kjördegi. Jo Grimmond lét í ljós von um að flokkur hans fengi fleiri þingsæti. Ýmsir aðrir eru þó annarrar skoðunar en Jo Grimmond um fylgi flokks hans — telja líklegast að aðalflokkam ir dragi fylgi frá honum. Varleg- ast mun þó að spá ekki miklu um þetta. ÖNNUR HELZTU KOSNINGAMÁL veröa án vafa landvarnamálin, einkum fjárframlög til þeirra, gerö ir stjómarinnar varðandi flugvéla- kaup handa flughemum og neitun hennar aö láta flotann fá flugvéla- skip, og Rhodesíumálin og fleiri ■mál veröa án efa harölega um- deild. Báöir, Wilson og Heath, viku að Rhodesíu í sjónvarpinu í gær- kvöldi. Wilson sagði stjóm sína hafa tekið rétta stefnu til mótaö- gerða vegna yfirlýsingarinnar um sjálfstæöi. Stjórn Bretlands yrði fylgjandi þeirri stefnu, að lög væm virt og réttur. Heath kvað það mundu verða stefna stjómar sinn ar, að hefja umræöur við stjóm Smiths, án fyrirfram skilyrða aðila (Bretlands og Rhodesíu). Þaö verður að gera ráð fyrir, að Rhodesíumálin verði mjög á oddinum, ekki sízt vegha þess, að Wilson gekk lengra i refsiaðgerö- um en íhaldsflokkurinn taldi rétt, og svo virðist sem það verði æ vafasamara, að þær beri tilætlað- an árangur, þar sem ekkert lát er á olíuflutningum til Rhodesíu frá Suöur-Afríku, en þar hefur dr. Verwoerd forsætisráðherra tekið þá afstöðu, að ekki sé hægt aö álasa Suður-Afríku fyrir aö skipta við Rhodesíu meöan Bretar og’ Bandaríkjamenn skipti við Kúbu. í ræðu sem dr. Verwoerd flutti i gær, er hann talinn hafa lagt bless un sína yfir olíuflutningana. I Rhodesíu sjálfri boðaði fjár- málaráðherrann — um leið og Wil son boðaði nýjar kosningar — að efnahagsaögerðirnar myndu ekki ná tilgangi sínum. Hann boðaði og aukinn gjaldeyri til þeirra sem fara úr landi í sumarleyfi, og nem- ur aukningin 50 pundum á mann. Kallaði hann þetta fyrsta skrefið, sem sýndi svo ekki yrði um villzt, í hvaða átt stefndi. Nkrumah íMoskvu—óvíst hvur Quaison Sackey er þingsjá Vísis Kwame Nkrumah, sem steypt var af forsetastóli í byltingu, er hann var á leið til Hanoi um Peking, er nú kominn til Moskvu, án þess nokkuð yrði af Hanoiferðinni. Fréttamenn fengu ekki að tala við hann og er ekkert frekar um á- form hans vitað, nema að hann sagði fyrir burtförina frá Peking, að hann ætlaði til Ghana og kveða niður byltinguna. Ekki gat hann þess hvenær hann myndi reyna þetta eöa með hverj um hætti, að því er sagt var í brezka útvarpinu, en heima fyrir í Ghana viröist falli hans fagnaö, þingsjá Vísis og Ankhra, formaður Þjóðfrelsis- ráðsins, sem nú fer með .völdin seg ir hann hafa komið fjárhag lands ins nærri í kalda kol, og verði hann leiddur fyrir rétt, komi hann aftur til landsins. í Addis Abbeba var haldinn fund ur fyrir luktum dyrum til þess aö ræða, hverjir skyldu fá að koma fram fyrir hönd Ghana á fundi Ein inga,rsamtaka Afríku. gtóð fundur, inn 3 kl. án úrslita, en sendinefnd in frá Ghana varð að biða fyrir dyrum úti á meðan. Árdegis í dag var svo ráðstefn- an sett og var utanríkisráðherra Eþíopíu í forsæti (Ketima Yifri). í NTB-frétt segir, að öll aðildar löndin hafi átt þarna fulltrúa, en aðeins 15 utanríkisráðherrar voru mættir. Quaison-Sackey kom til Frank furt í fyrradag til þess að fara það an til Addis Abbeba sem utan- ríkisráðherra Nkrumah-stjómar- innar, en í NTB-frétt i morgtrrf segir, að jekki sé vitað með vissu hvar hann sé niður kominn. Sagt haföi verið, að hann ætlaði til Add is Abbeba með flugvél, er lagði af stað í gærkvöldi, — en hann var ekki meðal farþega. þ i n g s j á V í s i s Ný lög um útflutningsgjuld sjávarafurBa Fundir voru í báðum deildum Alþingis í gær. Á dagskrá neðri deildar var aöeins eitt mál, útflutn ingsgjald sjávarafuröa og var það til 2. umr. Eins og í efri deild var ekki samstaða með afgreiöslu málsins í nefnd. Meiri hluti sjáv- arútvegsnefndar mælti með, að frumvarpið yrði samþykkt eins og það hafði komið frá efri deild. Framsögumaður meirihlutans Birg ir Finnsson (A) sagði í sinni ræðu að þegar hefðu miklar umræöur orðið um máliö og væri óþarft að endurtaka það, er þegar hefði komið fram um það. Aðeins vildi hann gera að umræðuefni ósk sjómannasamtakanna og Far- manna- og Fiskimannasambands Islands um að til þeirra færi sami hundraðshluti af tekjum útflutn- ingsgjaldsins og fara ætti til út- geröamanna, þ. e. o,8% teknanna. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar hefði borizt erindi frá þessum sam tökum, sem fæli í sér óskir í þá átt. Sagði hann, að sjómannasam- tökin myndu veita frumvarpinu fullan stuðning, þótt þau fengju ekki þessari kröfu sinni fram- fylgt. Varðandi það, er fram heföi komið í umræðunum um, aö bol- fiskverðið hefði ekki hækkað nógu mikið sl. haust heföi sú hækkun þess samt verið sú mesta, síðan verðlagsráö hefði tekið til starfa. Áriö 1963 hefði hækkunin veriö 9.5%, ’64 6%, ’65 7% og nú hefði hækkunin veriö 17%. Hefði því Iöngum mátt segja, að útgerðin fengi ekki nóg I sinn hlut. Að lok- um sagöi ræðumaður aö meiri- hlutinn legði til að frumvarpiö yrði samþykkt, þó með þeim fyrir vara að þeir áskildu sér rétt til að styðja breytingartillögur, ef fram kæmu frá 2. minnihluta nefndarinnar og þeir væru þeim sammála. Lúðvfk Jósepsson (K) mælti fyrir nefndaráliti 1. minni hlutans er leggur til að frumvarp- ið yröi fellt. Var ræða hans mjög á sama veg og sú er hann flutti við umr. sl. fösfudag. Þó kom þar fram það álit hans; að ef sjó- mannasamtökin fengju sama hundraðshluta af tekjum útflutn- ingsgjaldsins og útgerðarmenn, ætti Alþýöusambandiö alveg sama rétt til þess fjár og sjómenn, þar sem innan alþýöusamtakanna væru fleiri sjómenn heldur en inn an sjómannasamtakanna. Þótt sjómenn fengju þessari sanngimis kröfu sinni framgengt væri hann samt á móti slíku gjaldi. Slík vandamál sem yllu því að út i slíkar ráðstafanir ætti að fara eins og í frumvarpinu fælist, er fram- leiðslukostnaður væri orðinn það mikill að hann stæöi ekki undir sér, ætti ríkiö að leysa sjálft með almennum ráðstöfunum, en ekki ætti að velta byröi einnar tegund arsjávarútvegsinsyfir á aðragrein hans. Jón Skaptason (F) gerði grein fyrir nefndaráliti 2. minni- hluta nefndarinnar. Sagði hann aö frumvarpið lýsti vel hversu komið væri hag bolfiskútgerðarinnar, því til hennar ætti að veita skv. fram- komnu frumvarpi 40 millj. kr. er taka ætti frá síldarútveginum, til að vertíð gæti hafizt. Sagði hann að margra ára reynsla sýndi að vandamál verðbólgunnar yrðu ekki leyst án víötækrar samstööu innan þings sem utan. Sú lausn að sildarútgerðin leysti vandamál bol fiskútgerðarinnar eins og í frum- varpinu fælist, væri ósanngjöm, þar sem það væri ekki henni að kenna, hvemig veröbólgan heföi leikið bolfiskútgerðina. Sagði hann að raunar væri þetta ekkert eins- dæmi, hve slæmur hagur hennar væri, þannig væri komiö fyrir flestum atvinnugreinum á íslandi í dag. Loks lýsti hann því yfir að hann væri samþykkur frum- varpinu, að því leyti að breyta ætti útreikningi útflutningsgjalds ins þannig að reikna ætti það af verðmæti en ekki magni eins og áður heföi veriö. Einar Guðfinns- son (S) lýsti samþykki sínu með frumvarpinu. Erlendis færi sala bol fisks i grófum pakkningum minnk andi en samþykkt frumvarpsins ýtti undir aukinn útflutning þeirra afuröa er pakkaðar væru í fínar og léttar umbúðir eins og æskilegt væri. Afuröimir yrði aö vinna að meira leyti hér á landi og auka útflutning fullunninna afurða. — Ræöumaður sagöi að fiskgæðum hefði hrakað mjög hér á landi vegna aukinnar veiöi í net og nót, og gætu íslendingar ekki lengur státað af því, að útfluttar fisk- afurðir þeirra væru betri en ann- arra þjóða. Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra gaf út yfirlýsingu um að hann ætlaði að beita sér fyrir samkomulagsumleit unum við forráöamenn sjómanna varöandi óskir þær, er þeir hefðu komið á framfæri varðandi frum- varpið. Pétur Sigurðsson (S) þakk aöi ráðherra yfirlýsingu hans. Lúðvík Jósepsson (K) spurði ráð- herra hvort viðræður myndu einn- ig ná til Alþýðusambands íslands, en eins og hann hefði áður sagt ættu þau einnig siöferöilegan rétt til sömu hlunninda og sjómanna- samtökin, þar sem innan þeirra væru miklu fleiri sjómenn en innan sjálfra sjómannasamtak- anna. Pétur Sigurösson (S) sagði að Lúövík færi með alrangt mál, er hann segði að fleiri sjómenn væru innan A.S.Í. en innan sjó- mannasamtakanna. Samkvæmt félagsskrám væru um 4000 sjó- menn innritaðir í Farmanna- og fiskimannasambands ísl. og Sjó- mannasamband íslands, en taliö væri aö á íslandi væru um 6000 sjómenn .Einnig væru sjómanna- samtökin samningsaðilar fyrir hönd ^jómanna í vertíðarsamning- um og kæmi A.S.Í. þar hvergi nálægt. Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráöherra sagöi að í sinni yfirlýsingu væri aðeins átt við þau samtök er komið heföu fram óskum sínum til hans og Alþingis. Að umræðum loknum var frumvarpinu visað til 3. umr. Var fundur settur í neðri deild strax á eftir og breytingartillög- ur 2. minnihluta sjávarútvegs- nefndar felldar og frumvarpið samþ. sem lög frá Alþingi að við- höfðu nafnakalli með 21 atkv. gegn 9 og sent til ríkisstjórnarinn- ar. UMRÆÐUR í EFRI DEILD. í efri deild var frumvörpum til laga um kosningar til alþingis og um aöför vísað til 3. umræðu. Frumvarp Bjartmars Guðmunds- sonar um heimild ríkisstjórnarinn ar til að selja eyðijöröina Litla- Gerði í Grýtubakkahreppi sam- þykkt, við 3. umræöu og sent for- seta neðri deildar. Önnur mál er á dagskrá deildarinnar voru, voru tekin út af dagskrá.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.