Vísir - 01.03.1966, Page 7
VfSIR . Þriðjudagur l. marziaCK.
7
Æskulýðsráð Reykja-
víkur 10 ára
TTinn 5. janúar 1956 var haldinn
fyrsti fundur í nefnd þeirri,
er þáverandi borgarstjóri í Reykja-
vik, Gunnar Thoroddsen hafði
skij»að „til þess að beita sér fyrir
umbótum í félags- og skemmtana-
lífi æskufólks í bænum, m. a. með
því að stofna til hollra og mennt-
andi skemmtana og athuga leiðir
til þess að koma á tómstunda-
iðju“, eins og segir í bréfi borg-
arstjóra til nefndarmanna, dags. í
des. 1955.
Fyrsti formaður nefndarinnar
var kjörinn Helgi Hermann Eiríks-
son, bankastjóri.
Nefndin hóf þegar ýmsar kann-
anir og undirbúning að auknu
æskulýðsstarfi í borginni, og sér-
stakur framkvæmdastjóri var ráð-
inn til þess að annast daglegan
rekstur á vegum nefndarinnar, en
það var séra Bragi Friðriksson.
Nafni æskulýðsnefndarinnar var
breytt á fyrsta ári, og hlaut hún
þá nafnið: Æskulýðsráð Reykja-
víkur.
f setpember 1962 var samþykkt
í borgarstjórn reglugerð fyrir
æskulýðsráð, og skal samkvæmt
henni kjósa æskulýðsráð árlega, en
í því eiga sæti, borgarstjóri og
fræðslustjóri eða fulltrúar þeirra,
5 fulltrúar kjömir af borgarstjóm
og tvö ungmenni 16—25 ára skipuð
af æskulýðsráði.
Á þessum 10 árum, sem æsku-
lýðsráð hefur starfað, hafa alls 25
fulltrúar átt sæti £ ráðinu um
lengri eða skemmri tíma, en
fræðslustjóri Jónas B. Jónsson og
Bendt Bendtsen, verzlunarm. hafa
setið í ráðinu frá upphafi.
Núverandi formaður æskulýðs-
ráðs er Baldvin Tryggvason, lögfr.
í maí 1964 lét séra Bragi Friðriks-
son af störfum sem framkvæmda-
stjóri, eh við tók Reynir G. Karls-
son.
Starfsemi æskulýðsráðs hefur
frá upphafi verið mjög fjölþætt og
vaxið með ári hverju. Áherzla hef-
ur verið lögð á fjölbreytta tóm-
stundaiðju, vandaðar skemmtanir,
stofnun klúbba og félaga um áhuga
mál unga fólksins og stuðning við
ýmis æskulýðssambönd og ein-
stök félög. Víðtækar umræður hafa
farið fram um úrbætur varðandi
skemmtana- og ferðamál æsku-
Ella hitar sig upp .
að ennþá eru skrif dagblaðanna
svo mótuð af pólitískum sjónar
miðum að þar er iðulega haft
endaskipti á staðreyndunum.
Slíkt tiðkast ekki í ábyrgri
blaðamennsku nágrannaþjóð-
anna. Þar geta menn treyst því
að það sem sagt er um stað-
reyndir mála sé nokkurn veg-
inn rétt. Eru svo lesendur sjálf-
ir látnir um það að draga á-
lyktanir sínar af staðreyndun-
um, svo sem fullþroska mönn-
um sæmir.
nríminn er það íslenzkra dag-
blaða, sem einna lengst
gengur í því að rangfæra stað-
reyndir í þágu pólitískrar stefnu
þess flokks, sem blaðið styður.
Lengi lá fréttaföisunarorð á
blaðinu, svo segja má að
skammt sé þama vítanna á
milli. Dæmi um þetta eru skrif
Tímans undanfarna daga um
álmálið nafntogaða. Blaðið ber
það á borð fyrir lesendur sína
dag eftir dag að álverksmiðjan
muni sjúga til sin vinnuafl frá
heilum landshluta og helzt
leggja fiskiðnaðinn hér á Suður
nesjum algjörlega í rúst.
pyrir skömmu gerði iðnaðar-
málaráðherra glögga grein
fyrir því hvað verksmiðjan
þyrfti mikið vinnuafl, þegar
fullum afköstum væri náð. Það
eru 500 manns. Jafngildir það
2% af vinnuafli iðnaðarins i
landinu og er um 10% af aukn-
ingu vinnuaflsins í iðnaðinum
næsta áratuginn. Meira er það
ekki og sjá allir að hér er ekki
um neina hættu á ferðum.
En þrátt fyrir þessar skýru
upplýsingar lætur Framsóknar-
blaðið sér ekki segjast. Síðasta
úrræði þess er að vitna í grein
í Degi á Akureyri eftir Gísla
Guðmundsson þar sem hann
segir að í norskri skýrslu sé
gert ráð fyrir að helmingi
stærri álbræðsla sé atvinnulega
undirstaða 8—10 þús. manna
ibyggðar. Síðan dregur blaðið
sjálft þá ályktun að það þýði að
við slíka verksmiðju hljóti að
starfa 3 þús. manns — þótt
hvergi sé á það minnzt í skýrsl-
unni eða grein Gísla'.
Þetta kallar maður að kunna
að umgangast sannleikann með
sparihönzkum. Oft hefur Tím-
anum tekizt vel upp en sjaldan
betur. Ritstjórar hans ættu
vissulega að fá skáldalaun frá
ríkinu fyrii slíka frammistöðu
og skipa þar sæti i efsta flokki.
Vestri.
fólks. Einnig hefur farið fram
fræðsla í atvinnuháttum þjóðarinn-
ar, einkum þó í sjóvinnu.
Sífellt hefur verið leitazt við að
‘ná til ófélagsbundinnar æsku, og
fá hana með í æskulýðsstarf, og
hefur nú að undanfömu fengizt í
þeim efnum góð reynsla með
„opnu húsi“ fyrir unglinga, og
fjölbreyttu starfi í sambandi við
það.
Aðstaða öll til starfsins hefur
batnað mjög vegna síaukins stuðn-
ings borgaryfirvalda, og frá því í
janúar 1964 hefur æskulýðsráð
haft húseignina að Fríkirkjuvegi 11
til eigin afnota. Hefur það orðið
til þess að efla að miklum mun
alla þætti starfseminnar.
I samvinnu við fræðsluyfirvöld
borgarinnar hefur undanfarna þrjá
vetur farið fram víðtækt tóm-
stunda- og klúbbastarf í gagn-
fræðaskólunum á vegum æsku-
lýðsráðs, og hafa frá upphafi um
það bil 4000 nemendur þessara
skóla tekið þátt í fyrrgreindu
starfi.
Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur
á ýmsan hátt orðið brautryðjandi
í æskulýðsstarfi bæjar- og sveitar-
félaga, og veitt fjölmörgum aðilum
um land allt ýmiss konar aðstoð
og fyrirgreiðsla. Leitazt hefur verið
við að kynna nýjar greinar tóm-
stundastarfs, og haldin hafa verið
leiðbeinendanámskeið.
Helztu verkefni sem æskulýðs-
ráð vinnur nú að eru: undirbúning-
ur að tjaldsvæði fyrir unglinga, í
nágrenni Reykjavíkur, og aðstöðu
fyrir siglingar og róðra í Fossvogi.
Eitt merkasta mál, sem æsku-
lýðsráð hefur fjallað um að und-
anfömu, er þó undirbúningur að
byggingu nýs æskulýðsheimilis í
miðborginni.
Hinn 21. sept. s.l. samþykkti
borgarráð tillögu skipulagsnefndar
um staðsetningu frambúðar æsku-
lýðsheimilis á lóðunum 10 E og 12
við Tjamargötu.
Borgarstjóri fól framkvæmda-
stjóra æskulýðsráðs að semja
greinargerð varðandi þetta mál.
Var greinargerðin Iögð fram á fundi
æskulýðsráðs, miðvikud. 16. febr.
s.l., en það var 100. fundur ráðsins.
Var hún þar samþykkt £ megin at-
riðum og send borgarráði.
¥jegar sagnfræðingar framtfð-
arinnar taka að fjalla um
það tímabil, sem við nú lifum
á, munu þeir skjótt komast að
þeirri niðurstöðu að til annarra
heimilda yerður mjög að leita
en dagblaðanna ef draga á fram
sanna mynd af samtíðaratburð-
um.
Dagblöðin á Islandi hafa að
visu tekið miklum stakkaskipt-
um siðustu árin, vegna þess að
þar hafa að stjómveli komið
nýir menn og eldri vikið. Hin
níðangurslegu persónuskrif eru
nú að heita má útlæg orðin úr
dagblöðunum, þótt upp hafi
sprottið æsifréttablöð, sem ætla
sér að nota persónunfð í fjár-
gróðáskyni.
Hins vegar er þv,í ekki að neita
Ella og félagar
tónleikum ELLU
Svitinn byrjar að renna £ lækj
um niður eftir andliti Ellu, húi
tekur auðsýnilega á öllu þvi ser
hún á til og áheyrendur fá a
Kurteislegt lófaklapp kveður við,
þegar Ella kemur inn á sviðið.
Tríó Jimmy Jones og Gunnar
Ormslev og félagar hafa leikið
fram að hléi og það er ekki fyrr
en farið er að líða á síðari hluta
tónleikanna að „stjarnan" kemur
í ljós. i
Það er ekki fullt hús, en þeir
sem eru viðstaddir hrífast smám
saman af blæbrigðra ríkri rödi
söngkonunnar, sem hitar sig up;
þegar á líður og „improviserar" a
krafti, fléttar bitlalögum og al
þekktum dægurlögum inn £ útsetn
ingu sína á laginu „How High th
Moon“.
njóta til fulls raddarinnar, sem þeir
hafa aðeins ‘heyrt á hljómplötum
áður.
í kvöld gefst síðasta tækifærið
að hlusta á söng Ellu, sem hefur
án efa sungið sig inn í hjörtu
margra þeirrq,A§pm,, vpr,u,.yiðstaddir
tónleikana fema, sem begar hafa
vérið haldnir.
Á fimmtudaginn heldur svo söng
konan til Bandaríkjanna eftir að
hafa hvílt sig um hríð héma á Is-
landi eftir erfiða söngför til ým-
issa Evrópulanda þar sem hún
hefur heillað þúsundir áheyrenda
með dimmri tjáningu sinni og
mannlegum hlýleik.