Vísir - 01.03.1966, Síða 8

Vísir - 01.03.1966, Síða 8
/ V1S IR . Þriðjudagur 1. marz 1966. VISIR Dtgefandl: BlaSaútgáfan VISIR Fraœkvæmdastjóri: Agnar Ólafssar Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Jónas Kristjánsson Þorsteinn Ó. Thorarensen Auglýsingastj.: Halldór Jónsson Rltstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Auglýsingar og afgreiðsla Túngötu 7 Askriftargjald: kr. 90,00 á mánuði innaniands I lausasölu kr. 7,00 eintakið Prentsmiðja VIsis — Edda h.f. Kjör verzlunarmanna 'Verzlunarmenn hafa boðaö verkfall í þrjá daga síðar í þessari viku hjá matvöruverzlunum hér í Reykjavík, og hafa kaupmenn jafnframt ákveðið að loka öllum nýlendu og kjötvöruverzlunum, ef til þessa verkfalls kemur. Undanfarið hafa aðilar átt í samningaviðræð- um, eins og kunnugt er. Tilboð kaupm. telja verzlunar menn of lágt og fara fram á að fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfshópar hafa fengið. Kaupmenn benda hins vegar á að þeir séu fúsir til frekari boða, ef leið- rétting fáist á álagningarákvæðum, en vitað er að á sumum vöruflokkum í matvörunni nægir núverandi álagningarprósenta ekki fyrir sannanlegum dreif- ingarkostnaði. Það er hið mesta hagsmunamál borgar-' búa, að ekki komi til þessa þriggja daga verkfalls í matvörubúðum eða annarra í kjölfarið. Þess vegna er það von allra, að samkomulag takist milli aðila fyrir fimmtudag, þannig að báðir megi sæmilega við una. Því gleymdi Einar Einar Olgeirssor. hefur borið fram á þingi hina nýstárlegustu tillögu. Hann vill að sendinefnd íslands hjá S. þ. gangist fyrir því að fram fari reikningsskil hinna rændu þjóða við ríku þjóðirnar. Einar segir „Til- lögur þessar skulu fela það í sér að reynt skuli að meta það tjón sem yfirstéttir Evrópu og Bandaríkja- menn hafa unnið þjóðum þeim sem byggja Afríku, Asíu og Suður Ameríku“. Menn hljóta að virða það göfuglyndi og hjálpfýsi flutningsmanns sem fram kemur í tillögunni, er hann býður fram liðveizlu ís- lendinga svo þessurn þjóðum hugkvæmist að ná rétti sínum. Telur Einar greinilega að til þess að þjóðimar geri sér ljósa hagsmuni sína þurfi ábendingar frá hon- um. En einu gleymir Einar. í tillögu hans er hvergi minnzt á reikningsskil þjóða Austur-Evrópu við Sovétríkin. Það er þó á allra vitorði að eftir styrjöld- ina fluttu Sovétríkin fjölda skipsfarma véla, birgða og varnings frá Austur-Þýzkalandi og ýmsum Austur Evrópulöndum og notuðu í sínu atvinnulífi. Þar var um arðrán á heimsmælikvarða að ræða. Hví gleymir Einar því? Tíminn og vinnuaflið Tíminn heldur áfram að ræða um það að ótækt sé að byggja álbræðslu hér á landi vegna þess að enginn mannafli sé tij starfa í verksmiðjunni. Hér er Fram- sóknarmálgagnið illa heima, eins og fyrri daginn. Það vinnuafl sem verksmiðjan þarf á að halda, þegar hún hefur náð fullum afköstum er 500 manns. Það er einungis 10% af aukningu mannafla í iðnaði, að meðtöldum fiskiðnaði, á næsta 10 ára tímabili. Af því sést að hér er ekki um þau vandkvæui að ræða sem Tíminn vill vera láta. „SjáiÖ hvaö ég er stór. // BYLTING AÐ OFAN I INDÓNESÍU ✓/ // )) Endurskipulagning Súkamó forseta Indónesíu í vikunni sem leið, er hann lét Nasution róa sem landvamaráöherra var í. er- lendu blaði kölluö „bylting aö ofan“. Sú staðreynd, aö Súkamó tókst að víkja úr jafn mikilvægu em bætti manni einse og Nasution, sem almennt var farið að kalla „hinn sterka mann Indónesíu“, sýnir, að það fær ekki staðizt sem sagt var á þessari síðu fyrir nokkru eftir erlendu blaði, aö hinir raunverulegu valdhafar f landinu væm aðrir en Súkamó (þ.e. Nasution og menn hans) og þeir myndu losa sig viö hann er þeim hentaði. En Súkarnó hefir komið öllum óvart eöa flestum og enn sýnt hve sterkur hann er — hann hefir enn getað „blásið sig upp“. Sumir ætla, að honum verði að því skamm- góður vermir. í gær hermdu fréttir, að les- in hafi verið yfirlýsing í útvarp frá Nasution hershöfðingja, þar sem hann hvatti til stuðnings við Súkamó og þjóðareiningar. Margir spurðu þó: Hvers vegna las Nasution ekki yfirlýsinguna sjálfur? Óeirðir halda áfram í Indónes- iu. Stúdentar ganga hart fram og hafa ekki látið undan síga fyrr en -brugðið var byssustingj unum. Og þó sagði Súkamo: Þejr æða um eins og hænsni, sem búið er að höggva af hausana En stúdentamir geta enn reynzt hættulegir. . Og það er ekki vist, að Sú- karno sé búinn að treysta sig eins í sessi á ný og segir í sum- um fréttum. Hún er annars ekki fámenn stjóm Indónesiu — ráðherrarnir eru 97 — og 14 urðu að róa, allir fylgismenn Súkamo. — Súkarno mun treysta á fiugher- inn. Suharto er nú yfirmaður landhersins. Og í stað Nasution sem landvarnarráðherra vár val- inn Haji Sambini — alveg eins andvígur kommúnistum og Nas- ution, en Súkamo hefir bara ekki litið á hann sem keppinaut um að vera þjóöarleiðtogi. „Bylt ingunni að ofan“ var þannig ekki beint gegn þeim sem stjóma landvömunum fyrir stjóm þeirra á þeim — hún var gerð til að losna við Nasution. Nasution er nú sagður vera í Bandung. Það standa sterk öfl á bak við hann. Brátt mun koma í Ijós hvers hann er megnugur og hans menn. Margt getur enn gerzt í Indonesiu. Framtíðin er í mikilli óvissu og togstreita um völdin tefur alla viðleitni til þess Nasution að koma efnahag landsins á rétt an kjöl. a. Tónleikar A fimmtudagskvöld gerðust þau tiðindi helzt, að þrír einleikarar léku á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar, þeir Bjöm Ólafsson, Einar Vigfús- son og Ámi Kristjánsson f hin- um þrefalda konsert Beethovens op, 56, og þar með heyrðist hann í fyrsta sinn hér á landi. Margir álíta þennan konsert eins konar „kolbít" meðal verka Beethovens, líkar miður að þurfa að viðurkenna ýmis þau undur, er hann býr yfir, láta hann frekar rykfalla í afkima Nú var hann samt leiddur inn í tónleikahöllina okkar af áður- nefndum þremur ágætum hirð- mönnum listarinnar, og hann bar sig sannarlega vel. Margreynt er, að hljóð berst illa milli hljóðfæraleikara á sviði Háskólabíós. Konsertinn útheimti enn fremur sérstaklega náin, „kammermúsíkölsk", sam skipti einleikaranna, samleik, sem óframkvæmanlegur er, ef þeir geta ekki fylgzt með hverri smæstu hreyfingu hvers annars. Það var því undravert, hve vel þeim tókst að stýra frá hinum mörgu hættum í samleik og jafnvægi. í ofanálag var vist ekki hægt að koma stjómandan um, Bohdan Wodiczko, betur fyrir en svo, að óhugsandi er annað en, að Einar og raunar flestir cellistamir í hljómsveit- inni hafi orðið að Ieika sam kvæmt einhverjum „telepatísk- um“ leiðum. Að undanskild- um smá agnúum er óhætt að segja, að flutningur hafi tekizt prýðisvel og hinn sjaldheyrði konsert hefur áreiðanlega eign Framhald á bls. 6. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.