Vísir - 01.03.1966, Page 9
V í SIR . Þriðjudagur 1. marz 1966,
9
Viðtal v;ð
Sigurð iónsson
verksmiðjustjóru
í verksmiðjum Fiskiðj-
unnar s.f. í Keflavík er
þessa dagana unnið með
fuilum afköstum dag og
nótt. Og verksmiðjan
myndi naumast hafa und
an, ef ekki kæmi gæfta
leysi annað veifið svo að
Það rýkur úr öllum fjórum skorsteinum verksmiðjunnar.
UnniB er allan sólarhrínginn að loðnu-
bræðslu í fískiðjunni sJ. í Kefíuvtk
v,
bátarnir komast ekki á
sjó.
Það er loðnan, sem skapar
þessa miklu vinnu £ verksmiðj-
unum, en þar að auki bræða
þær líka fiskbein og fiskúr-
gang.
— Áður bræddu verksmiðj-
umar síld, auk fiskbeina, en
nú er loðnan komin í staðinn,
sagði Sigurður Jónsson verk-
smiðjustjóri þegar blaðamenn
frá Vísi hittu hann að máli í
bækistöðvum sínum í verk-
smiðjunni fyrir skemmstu.
— Hvernig stendur á því að
þið eruð hættir að bræða síld?
— Hún er hætt að veiðast
hér við Faxaflóann, sagði Sig-
urður. Það veit enginn hvernig
á þessu stendur, en hún sést
alls ekki orðið. Síldveiðin hér í
flóanum hefur farið minnkandi
frá ári til árs og í fyrra var
alger aflabrestur á síld. Ef til
vill hefur hún verið ofveidd.
þannig að það vanti vissa ár-
ganga, eða þá að hún leitar á
nýjar stöðvar. Það er ekki gott
að segja.
— Hafið þið þá enga síld
brætt á s.l. ári?
— Ekki Faxasíld svo teljandi
sé. En það var bvrjað á þvi að
flytja síld hingað á Faxaflóa-
hafnir frá Austurlandi s.l. sum-
ar.
— Gafst það fyrirkomulag
vel?
— Já, að mestu leyti. í fyrra
var stpfnað sérstakt félag sem
Akurnesingar, Hafnfirðingar,
Njarðvíkingar, Keflvíkingar og
Sandgerðingar voru aðilar að.
Það leigði tvö síldarflutninga-
skip, sem voru stöðugt £ förum
af austursvæðinu og fluttu sfld-
ina til skiptis á viðkomandi
Faxaflóahafnir. Þetta gaf á
ýmsan hátt góða raun og mynd
aði starfsgrundvöll hjá verk-
smiðjunum á meðan flutning-
amir stóðu yfir, einkum siðari
hluta sumars. Sildinni var dælt
úr bátunum upp i skipin, en
gallinn var sá að sömu dælur
vom svo notaðar til að dæla
úr síldarflutningaskipunum, og
það var helzt til tafsamt. Þar
verður að gripa til annarra ráða
ef síldarflutningar halda áfram
í áþekkri mynd milli lands-
hluta.
— Og núria er loðnan komin
í staðinn fyrir síldina?
— Já þetta er £ rauninni ný
atvinnugrein sem ekki hefur
þekkzt áður í þessari mynd. En
hvað sem því liður hefur loðnu-
vinnslan skapað aðal rekstrar
gmndvöll undir rekstur síldar-
verksmiðjanna á útmánuðum
síðustu árin. Sérstaklega þó í
fyrra og svo aftur núna.
— Hvenær kom fyrsta loðn-
an til vinnslu hjá ykkur í vetur?
— Þann 9. febrúar var henni
fyrst landað hjá okkur og fjór-
um dögum síðar tók verksmiðj-
an til starfa. Hún kom viku fyrr
upp að landinu £ ár heldur en í
fyrra.
— Hvað leggja margir bátar
upp loðnu hjá ykkur að stað-
aldri sem stendur?
— Þeir hafa verið fimm, sem
landa nokkum veginn reglulega
hjá okkur, en það kemur fyrir
að aðrir bátar leiti öðm hvom
til okkar einhverra ástæðna
vegna, og þá tökum við að
sjálfsögðu á móti þeim líka.
— Finnst bátunum ekki
nokkuð langt að sigla alla leið
vestur fyrir Reykjanes með
loðnu sem þeir veiða við Vest-
mannaeyjar?
— Jú, þegar mikil veiði er,
er þetta mjög tafsamt. Þess
vegna hafa bátamir tekið upp
þann háttinn að landa loðnunni
í Grindavfk. Fyrir bragðið kom-
ast bátamir samdægurs út á
miðin aftur. En aflinn er flutt-
ur á bílum frá Grindavík til
Keflavíkur.
— Hafið þið undan að bræða
þrátt fyrir þessa miklu loðnu-
veiði, sem hefur verið undan-
farið?
— Já, við höfum það með því
að vinna með fullum afköst-
um allan sólarhringinn. Við
höfum geymslur £ tveimur þróm
fyrir um það bil 40 þúsund
tunnur, og þær hafa enn ekki
fyllzt, enda hafa komið land-
legudagar annað veifið og þá
dagana söxum við á.
— Hvað eru afköstin mikil
á dag hjá ykkur?
— Þegar við höfum gott efni
til vinnslu bræðum við 3—4
þúsund tunnur á sólarhring.
— Hvað áttu við með gott
efni?
— Loðnan þarf að meirna
áður en hún er brædd, helzt 7—
10 daga. Þá er gott að vinna
hana, en verra miklu ef hún er
ný. Þetta er allt öðru vísi held-
ur en með síldina. Þar skipör
engu í bræðslu hvort hún er
ný eða ekki.
— Þið starfrækið tvær
verksmiðjur?
— Já. Önnur þeirra er búin
aö starfa í fjöldamörg ár, og
nú eru beinin brædd í henni.
En svo var ný verksmiðja
byggð og hún tók til starfa
1962. í henni fer öll loðnu- og
síldarbræðslan fram nú orðið.
Annars er hægt að bræða loðnu
og sild í þeim báðum ef þörf
krefur.
— Er alltaf nóg að gera fyrir
beinabræðsluna?
— Það er nú eins og á það
er litið. Það má e. t. v. segja,
að það sé jafnari og öruggari
starfsgrundvöllur fyrir hana,
þvi hún hefur yfirleitt hráefni
Framhald á bls. 6.
Síldin hefur brugðizt en
loðnan komið í staðinn