Vísir - 01.03.1966, Síða 11
V1SIR . Þriðjudagur 1. marz 1966.
TVEIR NÝLIÐAR GEGN
HHMSMEIS7URUNUM
- Ingólfur og Birgir ekki með
Tveir nýliðar eru með ís-
lenzka landsliðinu í handknatt-
leik, sem leikur á laugardag og
sunnudag við Rúmena, heims-
meistarana í handknattleik í
Laugardalshöllinni. Geir Hall-
steinsson, FH, og Sigurður
Dagsson, Val, koma í liðið í stað
Birgis Bjömssonar, FH, og Ing-
ólfs Óskarssonar.
Ekki mun þó enn liggja ljóst
fyrir hvort Geir getur verið
með. Hefur hann nú orðið að
taka sér 8—10 daga frí í vetur
frá skóla, en hann er við nám
á Laugarvatni við íþróttakenn-
araskólann þar og kemur slík
fjarvera sér vitaskuld mjög
ilia. Geir var þó mjög ánægður
og glaður, þegar fréttamaður
rabbaði við hann á sunnudags-
kvöid, en þá hafði það kvisazt
að hann og Sigurður yrðu
reyndir í leikjunum gegn Rúm-
enum.
Rúmenar hafa að undanfömu
verið í keppnisferðalagi, töp-
uðu fyrir A.-Þjóðverjum, unnu
Danir naumlega, unnu Norð-
menn í fyrri leiknum á sunnu-
dag með yfirburðum og keppa
í kvöld aftur við Norðmenn.
Næst liggur ieiðin til íslands,
og er liðið væntanlegt aðfara-
nótt fimmtudags með Loftleiða-
vél. Hér fara fram tveir lelkir,
á laugardag og sunnudag, og
hefjast báðir Ieiklmir kl. 17.
Rúmenar hafa einu sinni áð-
ur háð landslelk við íslendinga.
Það var í HM ’58, — og þá
unnu islendingar 13:11.
Lið íslands er þannig skipað:
Iljalti Einarsson, Þorsteinn
Bjömsson, Geir Hallsteinsson,
Gunnlaugur Hjálmarsson, Guð-
jón Jónsson, Hermann Gunnars-
son, Hörður Kristinsson, Sigurð
ur Dagsson, Karl Jóhannsson,
Sigurður Einarsson, Stefán
Sandholt.
Miðasala að landsleikjunum
er hafin, og ef að líkum lætur,
verða nokkur hundmð manns
að hverfa frá Laugardalshöllinni
um helgina, þvf líklega
„trekkja“ heimsmeistaramir
enn betur en Rússar og Pólverj-
ar og Tékkar. Miðamir eru
seldir hjá Lárusi Blöndal f Vest-
urveri og vfð Skóiavörðustfg.
Ármann vann ÍR 55:54
— Birgir Örn Birgis átti stærstan þáttinn / oð Armann vann einn mest
spennandi leikinn um langa hrib / Körfuknattleiksmóti Islands
• Staða KR á íslandsmótinu í körfuknattleik vænkaðist heldur betur í gærkvöldi, þegar Ár-
mann vann IR í einhverjum harðasta og skemmtilegasta leik, sem um langan tíma hefur sézt.
KR hefur nú 6 stig eftir 3 leiki, Ármann 6 eftir 4 leiki og ÍR 4 stig eftir 3 leiki, — Reykjavíkur-
meistarar KFR hafa ekkert stig eftir 3 Ieiki og ÍKF hefur heldur ekki fengið stig að loknum 3
leikjum.
• Sigur Ármanns í gær gerir mótið mjög skemmtilegt, og greinilegt er, að baráttunni er ekki
lokið, KR, Ármann og ÍR eiga eftir að elda saman grátt silfur í leikjum sínum á næstunni. Þessi
sigur Ármanns 55:54 var þó tæpur eins og sjá má. Laus gólffjöl í gamla Hálogalandi var nærri
búin að færa ÍR sigurinn, þegar Davíð Helgason„dribblaði“ undir ÍR-körfuna og hugðist skora,
en gólffjölin lét undan og boltinn sat eftir á gðlfinu. Þannig getur lítil þúfa stundum velt þu
ngu hlassi, lítið atvik orðið örlagarikt.
Leikur Ármanns og ÍR var sem oft reynist þó erfitt í körfu-
greinilega leikur kvöldsins í gær knattleik. Þetta var bezti leikurinn,
og enda þótt áhorfendur væru allt sem Birgir hefur sýnt, og hefur
of fáir, þá létu þeir mikið í sér hann þó oft reynzt vel áður, eins
heyra. Birgir Örn Birgis var aftur og flestir vita. Var þó greinilegt að
í röðum Ármenninga, — og það j meiðsli hans háðu honum í byrjun,
var einmitt hann sem átti ekki1 en smám saman fór hann að
hvað minnsta þáttinn í að ÍR tap- j treysta sér betur.
aði þama tveim dýrmætum stigum.! Ármann hafði yfirleitt forystuna
Hann skoraði 25 stig í leiknum, j í fyrri hálfleik og í hálfieik var
náði fjölda mörgum fráköstum af! staðan 27:22 fyrir Ámann. ÍR náði
körfunum, lagði hvað eftir upp ! þó fljótt að jafna í seinni hálfleik
fyrir félaga sína, barðist eins og | og komst yfir. Ármenningum gekk
ljón, — innan ramma laganna þó,! mjög illa að jafna og fengu þó tvö
Norðmenn unnu fimm
gull á HAA á skíðum
• Norðmenn unnu flest verðlaunin á HM á skíðum, sem lauk
í gær í Osló. Mjög góðir dagar Norðmanna um helgina færðu
þeim gullverðlaun og 4. mann í 5 km. göngu á laugardag, gull
og 5. sæti í stökkinu í gær og silfur í boðgöngu kvenna. Þetta
færði gestgjafana upp í fyrsta sætið í hinni óopinberu keppni
um verðlaunapeningana.
• Norðmenn fengu 5 gullverðlaun, 2 silfurverðlaun og 1 brons,
samtals 7 verðlaun. Sovétmenn fengu 3 gull, 2 silfur og 1 brons,
alls 6, Finnar 1 gull, 3 silfur og 2 bronsverðlaun, einnig 6 sam-
anlagt. V.-Þjóðverjar fengu 3 verðlaun, Svíar 3, A.-Þjóðverjar,
Japanir, Sviss og Ítalía fengu öll ein verðlaun hvert land.
• Reiknað í stigum hefur Noregur 54 stig, Sovét 50, Finnland
37, Svíþjóð 24, V.-Þýzkaland 16, A.-Þýzkaland 13, Tékkóslóvakía
6, Sviss 5 Búlgaría 5 og Japan 5.
góð tækifæri undir körfunni, þeg-
ar staðan var 45:43 fyrir ÍR. Ár-
mann skoraði nú 45:44 úr víti en
seinna kastið lenti á hringnum, en
þá kom Birgir Birgis aðvífandi og
sló boltann ofan í körfuna mjög
laglega og þar með höfðu Ármenn-
ingar náð forystu og spenningur-
inn magnaðist um allan helming.
Glæsilegur leikkafli og góð hittni
færði Ármann upp í 52:47, en nú
fóru iR-ingar að síga á með tveim.
góðum vítaköstum og síðan aftur.
úr tveim velheppnuðum vítaköst-
um eftir að tæknivilla var dæmd
á Ármann, leikmaður hafði haft |
Ijót orð um dómarana og boltinn j
var færður yfir völlinn endilangan
að körfu Ármanns. Staðan var þá
orðin 54:51, og þegar Davíð missir
boltann í upplögðu tækifæri á
lausu fjölinni snúa iR-ingar vörn
í sókn og skora 54:53. Birgir skor-
Staðan
Staðan á Islandsmótinu f körfu-
knattleik er nú þessi: •
KR 3 3 0 0 257:158 6
ÁRMANN 4 3 0 1 248:265 6
ÍR 3 2 0 1 211:180 4
KFR 3 0 0 3 215:249 0
ÍKF 3 0 0 3 134:211 0
MINNING:
Ólafur Sveinsson
prentari
Ólafur lézt 19. febrúar s.l.
75 ára að aldri.
Hann var fæddur 1. nóv.
1890 að Hvanneyri, sonur fyrstu
skóiastjórahjónanna þar. Ólafur
var víðþekktur fyrir dreng-
skap og prúðmennsku og Ieysti
af hendi mörg ábyrgðarmikil
störf fyrir fþróttasamtökin um
árabil. Á yngri árum sfnum var
Ólafur góður og fjölhæfur
fþróttamaður, en þegar hann
hætti þjálfun og þátttöku,
helgaði hann sig íþrótta- og fé-
lagsmálum. Hann gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir
íþróttahreyfinguna og á þar
stórt blað í sögu íþróttanna.
Ég átti því lánl að fagna að
kynnast Ólafi f starfl hans fyrir
fþróttalífið, því þar var hann
hinn sífómandi maður, sem
öllum vildi vel. Prúðmennska
hans og hjálpsemi var elnstök
og honum eiginleg.
Ólafur var fararstjóri okkar
fslenzku íþróttamannanna á
Ólympfuleikana í Ástralfu árið
1956. Undir stjóm Óiafs gekk
ferðin til Melboume vel. Á leið-
inni þangað nutum við Vil-
hjálmur Einarsson þekklngar
og frásagnarhæfileika Ólafs,
þvi hann vissi margt og mikið.
Við komumst þá að þvf, að
Ólafur var sérlega vel áð sér
f sögu þjóða og staða, um skipu
Iag borga og landa, og hefi ég
ekki kynnzt fróðari manni en
Óiafi f þeim fræðum.
Það er ekki hægt að meta það
til fjár að ferðast milli heims-
álfa og njóta þeirra upplýsinga,
sem Ólafur veltti.
Hann hrelf huga okkar með
fróðleik sfnum, sem er mér ó-
gleymanlegur. Ég gieymi ekkl
aði nú 55:53 úr vítakasti, en hitti
ekki í fyrra kastinu. ÍR fékk nú
tvö vítaköst þegar rúm hálf mfn-
úta var eftir. Annað kastið mis-
heppnaðist, hitt ekki, staðan var
55:54 og þegar aðeins voru 15
sekúndur eftir náðu ÍR-ingar bolt-
þeirri stund á leikvanginum í
Melboume, þegar ljós var sigur
Islands og fslenzki fáninn
blakti við hún. Þá bmnnu af
heitri ættjarðarást gleðileiftur
í augum Ólafs. Ég sá nokkur
tár faila, sem tindruðu af tign
og lotningu, og geislar frá sig-
urbrosinu léku um vanga hans,
þá varð reisn Ólafs svo fróm
sem tvftugs manns.
Þótt Ólafur væri fararstjóri,
þá fannst það ekki: Hann var
félagi okkar.
Um Óiaf mætti margt segja,
en ég læt þá um það, sem áttu
lengri samleið með honum. Ég
er þakklátur fyrir að hafa
kynnzt Ólafi, því að minningin
um hann er fögur.
Ég votta konu hans og böm-
um mína dýpstu samúð.
Hilmar Þorbjömsson,
lögregluþjónn.
anum eftir klaufalega tilburði Ár-
menninga, en sendingin á Hólm-
stejn yfir endilangan völlinn var
of há, — lægri sending á Hólm-
stein hefði getað þýtt tvö stig fyr-
ir IR, ekkert fyrir Ármann, en út-
koman varð öfug. — jbp —
KR efst a körfu-
knattleiksmótína
Vann KFR
KR-ingar unnu í gærkvöldi
þriðja leik sinn á körfuknattleiks-
mótinu og em nú efstir með 6 stig
eftir þessa Ieiki sína. Það voru
Reykjavíkurmeistarar KFR, sem
töpuðu fyrir Islandsmeisturunum,
en á Reykjavíkurmótinu í desem-
ber tókst KFR að sigra KR og
vakti sá sigur ekki svo iitla at-
hygli.
KR var frá upphafi betra liðið,
en í hálfleik var staðah 42:30 fyrir
KR. í seinni hálfleik voru yfir-
burðimir svipaðir, og smám saman
dró sundur með liðunum og KR
í gærkvöld
vann seinni hálfleikinn með sama
mun, 12 stigum og lokaúrslitin
urðu 90:66.
KR-liðið virðist vera i góðri
þjálfun frá hendi hins bandaríska
þjálfara og verður gaman að sjá
KR og ÍR mætast á sunnudags-
kvöldið, en þá gefst ÍR tækifæri á
að klóra í bakkann eftir tapið gegn
Ármanni í gærkvöldi.
Það vakti athygli, að KR-ingar
hafa náð í mjög góSa varamenn og
vakti Sigurður Örn sérstaka at-
hygli mína í leiknum í gær, sýndi
góða hittni og tók mörg fráköst.
— jbp-
BSKas**
-■-.*> — ^~BSS