Vísir - 01.03.1966, Blaðsíða 15
VISIR . Þríðjudagur 1. marz 1966.
15
HARVEI FERGUSSON:
>f
Don Pedro
— Saga úr Rio - Grande - dalnum —
Það var í barnaskólum borg-
arinnar, sem Leo fyrst fékk að
kenna á fjandskap heimsins. —
Honum og drengjum, sem ekki
geðjaðist að Gyðingadrengjum,
lenti saman, en hann var ann-
ars tregur til áfloga. Þetta var
þó ekki mótlæti, sem háði hon-
um, því að þegar allt kom til
alls lifði hann í samfélagi Gyð-
inga og þeirra milli ríkti sam-
heldni og hjálpsemi, og ef eitt-
hvað bjátaði á í skiptum við
aðra drengi, vissi hann að sér-
hver Gyðingadrengur var reiðu-
búinn til þess að hjálpa öðr-
um Gyðingadrengjum. Það voru
bæði ríkir og fátækir Gyðingar
í New York og hinir ríku bjuggu
uppi f bæ, en öllum Gyðinga-
innflytjendum var hjálpað. Það
var séð fyrir þeim. Það var ekki
látið við gangast, að noklcur Gyð
ingur betlaði á götum New York
borgar. í Gyðingahverfinu með
sínum 40.000 íbúum voru engir
glæpir framdir eða ofbeldisverk
unnin, þótt alræmdur bófaflokk-
ur væði uppi í næsta hverfi,
vopnaður hnúajárnum úr látúni
og bareflum, en í Kfnverjahverfi,
sem ekki var heldur f jarri, leiddu
kínversku bófarnir deilur sínar
til lykta, þegar í hart fór, með
axir að vopnum. Gyðingasam-
félagið einkenndi mildi og þar
voru mörg lfknar- og hjálparfé-
lög starfandi. Þar var litið á
hvers konar ofbeldi sem upp-
sprettu hins illa, það var sam-
félag, þar sem sá austurlenzki
hugsunarháttur ríkti, að allt lff
væri ein /órjúfandi heild, þannig
mótaðist hugsunarháttur manna
af austurlenzkum lífsskoðunum
án þess menn ef til vill gerðu sér
grein fyrir þvf.
Leo kunni lítil skil á forfeðr-
um sínum - mátti raunar segja
að hann þekkti ekki nema föð-
ur sinn, Samuel Mendes, og móð
ur sína, og ættingja í New York,
en vissi þó, að ættamafnið var
portúgalskt — og hann hafði
heyrt á götunum í New York,
að hann liti út eins og armen-
iskur drengur — ítalskur dreng-
ur frá einhverju Miðjarðarhafs-
landi - hann væri alls ekkert
líkur hinum skol- eða ljóshærðu
þýzku Gyðingum, sem fóru að
koma til New York eftir að fað-
ir hans hafði flutzt þangað, en
þeir fóru að þyrpast vestur um
haf eftir ófrið og erfiðleika um
1848.
12.
/
Faðir hans hafði flutzt vest-
ur um haf frá Bremerhaven, en
gamlar sagnir hermdu, að hún
hefði flutzt þangað frá hinu
gamla konungsríki Bæheimi. —
Enginn vissi hvenær ættin hafði
flutzt til Þýzkalands frá Portú-
gal eða hvers vegna hún fluttist
þaðan. Leo var þannig af mönn-
um kominn, sem gerzt höfðu út-
flytjendur, vegna þess að veiga-
miklar ástæður höfðu knúið á
til þess að taka sig upp og taka
sér bólfestu annars staðar oftar
en einu sinni eða tvisvar. Hann
var af fólki, sem elskaði frið og
heimilisöryggi, en samt hafði
orðið að ferðast kringum hálfan
hnöttinn, alltaf frá einhverju og
í leit að einhverju. Það var eins
og þetta hefði alltaf verið í blóð-
inu í hans ætt og Leo fann, að
það var líka í hans blóði, því að
hvort tveggja var, að hann þráði
heimili og samtímis var honum
í brjóst borin þrá eftir að leggja
land undir fót. Flestir forfeðra
hans £ Þýzkalandi og Bæheimi
höfðu verið rótgrónir kaupsýslu-
menn um langan aldur, en þó
hafði hann eihvern tíman heyrt
minnzt á afabróður, sem var
farandsali allt sitt líf, ferðalang-
ur, flækingur, sem aldrei gat ver
ið kyrr á sama stað, þótt skyld-
menni hans hefðu alltaf verið að
reyna að fá hann til þess að
setjast að einhvers staðar.
Og faðir Leos hafði haft af
hinu sama að segja. Ólík öfl tog-
uðust á hið innra með honum.
Hann hafði alið vonir um að
menntast og verða lærður mað-
ur, helzt rabbi (Gyðingaprestur),
og á unglingsárum hafði hann
soltið hálfu hungri til þess að
búa sig undir slíka lífsköllun.
En þá náði seiðmagn hins nýja
heims — Vesturálfu — til hans,
en þangað flykktust nú ungir
menn æ fleiri, og raunar fólk á
öllum aldri, svo að við lá, að
heilar byggðir í ýmsum löndum
tæmdust. Hinir auðugu — og
elzta fólkið, — hélt kyrru fyrir,
en hinir fátæku fóru margir, ef
þeir gátu, í von um að geta bætt
sinn hag, og einkum snauðir
menn og framgjamir. Þetta
greip loks um sig, það var smit-
andi, menn fengu vesturfara-
sýki. Á þeim tíma, sem faðir
Leos ætlaði sér að verða mennta
maður, helzt prestur, varð hjá
honum hugarfarsbreyting, því
að hann fór að lesa rit heim-
spekingsins mikla, Spinoza, sem
hafnaði hinum ógnvekjandi Je-
hova gamla testamentisins, og
leitaði guðs og fann hann í öllu,
í sál syndaranna eigi síður en
sálum hinna helgu manna, í
'þeim alheimsanda, sem allt sam-
einar að lokum, því að hann býr
í allra hjörtum. Og hann trúði
þvl líka, að forlög manna yxu
upp eins og jurt eða tré af fræ-
korni, og að þeir gætu ekki ráð-
ið öplögum sínum, en væru þó
frjálsir þegar hvatningin kæmi
innan að frá þeim sjálfum eins
og bjn- undir vængi, en að öfl
að utan lörhuðu og legðu
í viðjar. Það var þegar Leo var
um það bil 16 ára, sem þessi
breyting varð. Hann varð þá fyr-
ir þessum áhrifum frá föður sín-
um, sem talaði í þessum dúr
sýknt og heilagt. Og þetta varð
allt hluti af honum sjálfum af
því að hann var ungur og mót-
tækilegur og meyr og þessar
hugsanir snertu tilfinningar hans
og vöktu sömu kenndir og þeg-
ar vangi er lagður að vanga.
Faðir hans sagði honum einn-
ig margt úr sögu Gyðinga, hve
þeir hefðu verið ofsóttir og orð-
ið margt illt að þola, og hvernig
þeir voru neyddir til þess að
vera á eilífum flækingi frá einu
landi til annars. Samuel Mendes
leit ekki á það sem sjálfstæðan
viðburð í lífi sínu, að hann tók j
sig upp frá Bremerhaven og j
fluttist vestur, það var eitt af
því sem gerðist innan vébanda
þeirrar hreyfingar, sem hófst
austur f löndum, og bar hans
þjóð um öll lönd jarðar, þvi var
hluti þessarar hreýfingar, sem
að lokum bar hann vestur. Hann
hafði átt í miklu sálarstríði áður
en hann fór vestur, þvi að hon-
um var það ekki þjáningarlaust
sem geta má nærri, að yfirgefa
allt, sem hann hafði vanizt frá
blautu barnsbeini, horfast í augu
við hættur hafsins. En hann og
hans líkar höfðu beyg eigi lít-
inn af sjónum og það var
eins og þeir óttuðust öll þau
svæði jarðar, sem ekki voru
byggð mönnum. Hræðsla við
sjóinn varð þess valdandi, að
margir voru kyrrir heima, sem
annars mundu hafa farið, svo
að segja mátti um flesta þeirra,
sem fóru, að valinn maður væri
í öðru hverju rúmi.
Hafið gleypti ekki Mendes, en
hann hafði verið alveg dauð-
skelkaður, því að skipið lenti í
fárviðri. Þetta var seglskip og
ýmislegt brotnaði ofan þilja og
segl rifnuðu í tætlur, en öldum-
ar gengu yfir það stafna milli,
en í daunillri lest kúguðust vest-
urfarar skelfingu lostnir, og
fundu, að aldrei höfðú þeir unn-
að lífinu sem nú, er dauðinn
virtist vofa yfir þeim.
VÍSIR
Auglýsinga-
móttuku
r
I
TÚNGÖTU7
og
Luuguvegi 178
Sími 1-16-63
VÍSIR
VÍSIR
er
einu
síðdegisbluðið
kemur
út
alla
virka
daga
allan
ársins
hring
Áskriftursími |
1-16-61
Setjum upp
Mælum upp
131ÍVÍM
Loftfesting
Veggfesting
Lindurgötu 25
sími 13743
Loksins fer að birta af degi Tarzan. Dreif-
ið ykkur menn, lítið eftir einhverjum vegs-
ummerkjum.
Hérna.
Snertið það ekki. Þetta er ör Itos og það
er hægt að sjá nákvæmlega hvaðan hún
kom.
jí