Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 4

Vísir - 16.03.1966, Blaðsíða 4
 Hákarlalega — .ramh. af bls 9 ef okkur ætti að auðnast að nálgast okkar heimahöfn. Risavaxnar öldur Allan þennan dag og næstu nótt hélzt sami veöurofsinn, frostiö og fannkoman, ekkert sást nema á næsta ölduhrygg og oft risu öldurnar, geigvæn- lega háar og skullu meö mikl- um þunga yfir skipiö. Þeir fáu sem uppi á þiljum voru gripu þá dauðahaldi í eitthvaö, viö- búnir aö sjá dagsljósið ekki oftar. Að standa lengi við stýr iö í þessu veöri var allmikil þol raun, en viö það var einnig eitt hvað mikilfenglegt. Þaö var sem háð væri stríð upp á líf og dauöa. Engin heigulmennska mátti ná tökum á honum, sem að vissu leyti haföi skip og líf áhafnarinnar í hendi sér. Hann varð að taka á öllu, reynast hetja og einnig dálítill snilling- ur. Ekki var sama hvemig í stýristaumana var tekið. Það gat stundum verið næsta gam an aö þreyta taflið viö stór- viðri og storsjó. Þegar risavaxn i ar öldur stefndu að skipinu, | reiðubúnar til að greiða því ægi þunga löðrunga, beitti stýrimaö ur skipinu nokkuð upp í öld- una, en sló svo lipurlega og snögglega dálítið undan, til þess aö haröasti ölduhnúturinn lenti ekki vægðarlaust á skipinu í harðri andstöðu. Gæti ekki ver iö hyggilegt hverjum og einum manni, að taka þannig á móti andblæstri lífsins? Bjargráðiö getur stundum falizt í ofurlitl- um undanslætti. Njáll gamli sakkaði þetta á- frám 1 hafrótinu og blindhríð-' inni, næstum ganglaus, veltist um og lagðist stundum á hliö- ina allt aö luktarbretti, var þá jafnvel tvísýnt um, hvort hann myndi reisa sig viö aftur. Niöri í lúgamum var ekki vistlegt, sjórinn þar í hlébórðslögginni í mjóalegg, ekki var viölit aö geta tekið upp eld og hitað sér kaffisopa. Þessar rúmar 30 klukkustundir, sem siglingin varaði, fengum viö aldrei volg an sopa, og næstum engan mat Flestir hásetanna lágu i flet- um sínum, einnig stýrimaður- inn, sem var líka vélstjórinn og var allmikiö þrekmenni. Hann sagöist vera sárlasinn. Við strákarnir héldum hann hafa lagzt í hræðslu. Hinir fáu, sem á róli voru, fóru aldrei úr föt- um þennan rúma sólarhring og uppi voru sjaldan nema tveir eða þrír í einu, annar viö stýr- ið og hinn fram á til þess að reyna aö sjá, ef ísmoli kynni aö vera á reki í hafrótinu, en slíkt var alltaf ein mesta hætt- an. Flestir hásetanna áttu fjöl- skyldur í landi og frá ýmsu aö hverfa, en við yngri lausingj- amir vorum ekki bundnir neinu slíku, jafnvel ekki kær- ustu. Viö þóttumst því vera j hetjurnar og hvergi smeykir. | Skipstjórinn reyndist alla stund hinn dugmesti, þótt ekki væri hann neinn beljaki á velli. Hann stóð oft lengi í senn viö stýrið. Ég man það, að ég lán aöi honum mín góöu stígvél og fór í önnur lakari, en hafði það fyrir að mig kól dálítið á aðra stómtána, en aö því bjó ég þó ekki lengi. Öll þessi sigl ing var keppni upp á líf og dauða, háð milli vonar og ótta. Vélstjórinn hafði sagt, að hann þyröi ekki að setja vél- ina í gang af ótta við það, aö hristingurinn frá henni sjálfri og hið vægðarlausa hafrót kynni að hrista hana lausa og það verða til að granda skipinu Vél þessi var nokkuð há í loft inu og reynsla manna um þess ar slóðir í meðferð slíkra véla var ekki mikil, en samt var það þessi vél, sem að síðustu bjarg aði okkur. Rofar til Síðari morguninn á þessari þrautasiglingu var ég rétt kom inn niður í lúgar, er á skipinu skall óskaplegt högg. Þegar ég kom upp aftur brá mér heldur en ekki. ölduhnúturinn sem gaf skipinu hið ofsalega högg hafði brotið allan skansinn og lunninguna aftur um mitt skip Var nú næstum augljóst, að fengi skipið annað eins áfall mundi stjórafæriskassinn losna og kastast út að borðstokkn- um hléborösmegin og sennilega valda því að skipið færi á hlið ina, og einnig mátti búast við að frammastrið færi, þar sem bil að var nú að nokkm leyti það sem studdi það. Útlitið fór því að verða allískyggilegt, ofviðr ið hið sama og hafrótið óskap legt, en feigir höfum við ekki verið', þótfci:, komnir værum tæpt. Nú rofaði til augnablik og grillti þá rétt sem snöggvast í fjallshnjúk, en ekki gátum við áttað okkur á hvar við værum komnir. Við þessa vonarbjörtu fregn brá vélstjórinn sér sem snarast fram úr og tók að hita vélina og rann brátt upp hin stóra stund, sem ég mun aldrei gleyma. Það stóð nákvæmlega heima, vélin tók fyrsta „púst- ið“ ,eins og við kölluðum það, þegar ögn rofaði til í annað sinn og brá okkur þá heldur en ekki, því að við vorum rétt ó- komnir upp í ægilegan brotsjó á Siglunestá. Véllausir hefðum við farizt þama, þvf að undir þessum kringumstæðum hefði Njáll gamli, sem eitt klaka- stykki og með litlar seglpjötlur hiklaust neitað vendingu. Með engu móti hefðum við getað snúið skipinu frá brotsjóunum en þá bjargaði vélin. Á svip- stundu gátum við snúið við og var nú ekki vandratað vestur fyrir brotið á Nestánni og á innsiglinguna til Siglufjarðar. Lái nú manni hver sem vill, þótt slík stund sem þessi verði ógleymanleg. Siglfirðingar munu hafa rekið upp stór augu en vafalaust fagnandi, þegar þeir sáu Njál gamla síga hægt og rólega, en þó eins og rokna klakaklump inn á hina góðu legu á Siglufirði. Heim heilu og höidnu Sennilega hafa einhverjar konur grátið gleðitárum, því að Njáll mun hafa verið talinn af og hver veit nema einhverri ungri stúlku hafi einnig vöknað um augu, því að þær hafa oft hugsað hlýtt til ungu sveinanna á sjónum. Það var frábærlega notalegt að stíga á land og vera fagnað innilega sem mönnum heimtum úr helju. Margvíslegir sigrar mannanna eru oft miklu fagn aðarríkari en sigrar á vígvöllum en glíman þó einnig oft háð við öfl dauðans. Þegar halla tekur löngum ævi degi, hillir oft upp minninga- löndin, furðulega söguleg og at hyglisverö frá sjónarhóli hins háa aldurs. Oftast eru hinir minnisstæðu og jafnvel ógleym anlegu viðburðir margir, en mis jafnlega bjart í kringum þá, en allt verður þaö þá órofa vitnis burður um furðulega spunninn örlagaþráð og undursamlega handleiðslu, sem hugfró veitir þakklátu hjarta. Kennedy — Framh. af bls. 7 Leitin bar drjúgan árangur. Þeg ar henni lauk, nam fenginn efni- viður 2.000.000 fetum af kvik- myndafilmum og svo voru allar ljósmyndirnar að auki. Þessar kvik myndir voru teknar ýmist af at- vinnumönnum eða áhugamönnum, í litum eða svarthvítu á filmur af mismunandi breidd og kornun, við misjöfn skilyröi og eins og aö lík um lætur voru þær misjafnar, bæöi að myndgæðum og frásagn- argildi. En allar áttu þær eitt sam merkt — þær voru sannar, teknar af atburðum um leið og þeir gerö ust og því óvefengjanlegar heim- ildir. ERFIÐ ÚRVINNSLA. Þó að leit þessi væri erfið og umsvifamikil, var það starf þó ef til vill enn erfiðara, sem nú beið Mel Stuarts. Að rannsaka gaum- gæfilega allan þennan sundurleita efnivið, velja og hafna, klippa úr og skeyta saman svo að úr honum yrði heilsteypt kvikmynd, sam- felld og ljós frásögn af atburðun- um, aðdraganda þeirra og afleiðing um .1 þann mund sem Stuart hafði lokið því vandasama starfi, var Theodore Strauss, ritstjórnarstarfs maður bandaríska stórblaðsins ,,Life“ ráðinn til að semja kvik myndartextann. Hann hafði mikla reynslu í slíku starfi, hafði unnið sem textahöfundur við gerð fjöl- margra heimildarkvikmynda um síðari heimsstyrjöldina og síðar Kóreustyrjöldina. Loks var Rich- ard Basement leikari fenginn til að lesa textann inn á kvikmyndina, en hann er kunnur úr kvikmynd- um og sjónvarpi fyrir karlmann- lega rödd sína og skýran framburð. Eins og eðlilegt er hafa frétta Hjorta bifreiðarinnar erhreyfillinn,andlitið er stýrishjólið Það er margt hægt að gera til að fegra stýrishjólið, en betur en við gerum það er ekki hægt að gera. Er það hagkvæmt? Já, hagkvæmt, ódýrt og endingar- gott og - Viljið þér vita meira um þessa nýjung — Spyrjið viðskiptavini okkar, hvort sem þeir aka elnka bifreið, leigubifreið, vörubifreið eða iafnvel áætlunar bifrelð. - Aliir geta sagt yður það. Upplýsingar í sima 34554 frá kl. 9—12 f.h. og 6,30 — 11 e.h. Er á vinnustað (Hæðargarði) frá kl. 1 — 10 e.h. Mikið úrval af nýjum litum. ERNST ZIEBERT, Hæðargarði 20 kvikmyndamenn lagt drjúgan skerf til þessarar myndar og nokkrir kaflar hennar hafa áður verið sýnd ir í kvikmyndahúsum og sjónvarpi. En mikill meirihluti hennar hefur ekki veriö áður sýndur — þar á meðal kafli, sem fenginn var að láni hjá Kennedyfjölskyldunni og margir kaflar, teknir af kvikmynd urum lögreglunnar í Dallas. Eins eru þeir kaflar, sem fjalla um ævi og atferli Lee Harvey Oswalds fvr ir morðið — og verulegan hluta af ,,ferðasögu“ forsetahjónanna, sem felldur var saman úr myndum átján áhugaljósmyndara og áhuga kvikmyndatökumanna. LÍKAST MARTRÖÐ — HVERNIG GAT ÞETTA GERZT? Að sjálfsögðu verður þeim heimssögulega harmleik, sem gerðist í borginni Dallas, þann 22. nóvember 1963, og þeirri örlaga- myrku martröð, sem grúfði þar yfir, þessa fjóra, döpru nóvember- daga, aldrei lýst til hlítar, hvorki í myndum né orðum. Allir voru þeir atburðir með slíkum ólíkind- um, að almenningur vildi ekki trúa. Áður en tími vannst til að átta sig á hinum válegu tíðindum, var hinn hálffimmtugi, ástsæli forseti, John Fitzgerald Kennedy, látinn af sár- um eftir kúlur úr riffli launmorð- ingja og nýr forseti tekinn við embætti hans; maðurinn, sem tal- inn var valdur að morðinu, tekinn fastur af lögreglunni — og myrtur í höndum hennar, að millj. sjónv,- notenda áhorfandi, áður en tóm gafst til formlegrar yfirheyrslu, svo fjarstæðukennd og furðuleg at- burðarás var í rauninni óhugsan- leg; veruleikinn varð ímyndunarafli manna ofurefli. Og enda þótt hann hljóti líka að verða ofurefli þeirri tækni, sem höfundar þessarar ein- stæðu heimildarkvikmyndar hafa frekast yfir að ráða, fer ekki hjá því að áhorfandinn leggi fyrir sjálf- an sig sömu spuminguna og borg- ararnir i Dallas: — Hvernig getur annað eins gerzt? Upphaf myndarinnar er eins konar forleikur, þar sem áhorfend- um gefst kostur á að fylgjast með forsetahjónunum og börnum þeirra síðustu daga og stundir áður en forsetahjónin leggja upp f hina ör- lagaríku för. Þá víkur frásögninni til Dallas; áhorfendur fá að kynn- ast varúðarráðstöfunum af hálfu lögreglunnar þar og öllum viðbún- aði vegna komu forsetahjónanna; umhverfi og aðstæðum og við- horfi almennings. Sýndur er upp- drátturinn, sem dagblöðin þar birtu helgina áður af leið þeirri, sem forsetahjónin ætluðu að aka um borgina — og yfirlögreglustjórinn flytur sjónvarpsávarp sitt þar sem hann biður al'menning um að „sýna stillingu". Þá er sýnt þegar her- flugvélin lendir á flugvelli borgar- innar með forsetahjónin innan- borðs, móttökumar og loks er þau aka um borgina undir vernd vopn- aðrar lögreglu á bifhjólum og í bifreiðum; lestin hægir á sér á veg- arbeygju, skothvellirnir kveða við, forsetinn hnígur út af í sæti sínu og Jacqueline kona hans varpar sér yfir hann, eins og hún hvggist vernda hann, en lestin breytir um leið og nú er ekið með hinn hel- særða forseta í sjúkrahús eins hratt og komizt verður. Eftir það em það kvikmyndarar sjónvarps og lög- reglu, sem fyrst og fremst leggja fram efniviðinn, og hafa ýmsir kaflar, teknir á vegum lögreglunn- ar, t.d. leitin í byggingunni, þar sem riffillinn finnst, ekki sézt áður á kvikmyndatjaldi eða í sjónvarpi. Þá fær áhorfandinn að kynnast viðbrögðum almennings í helztu höfuðborgum heims, þegar fréttim ar af hinum válegu atburðum ber- ast þangað, og mun ýkjulaust að [ telja að sjaldan eða aldsei hafi j andlát nokkurs þjóðhöfðingjh vak- : ið jafn almennan söknuð utan ætt- ! lands hans. Og enn gerast ótrúlegir I atburðir, sem helzt má líkja við feiknsýnir í myrkri martröð — Lee Harwey Oswald er myrtur í hönd- um lögreglunnar að milljónum manna áhorfandi fyrir atbeina sjónvarpstækninnar — og enn spyr áhorfandinn sjálfan sig: — Hvemig gat þetta gerzt? Lokaþátturinn, jarðarför forset- ans í Arlington kirkjugarðinum, þar sem ónafngreindir menn og sagnfrægir hvíla hlið við hlið, myndar næstum leikræna lausn hinnar samfelldu stfgandi, áhrifa- mikla og mannlega, þrátt fyrir íburð hins ytra forms. Og enn sem fyrr verður veruleikinn dramatísk- ari en hugsanlegt er í nokkru skáldverki. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi þessa einstæðu kvikmynd. Sums staðar gætir þess óhjákvæmi lega nokkuð úr hve sundurleitum efniviði, tæknilega skoðað, hún er unnin. En frásögnin er sam- felld, stígandin órofin unz lýkur, og öll bygging myndarinnar slík, að heildaráhrifin verða sterk og eftirminnileg. Það liggur ótrúleg vinna að baki slíkri heimildarkvik- mynd, en árangurinn er Hka í réttu hlutfalli við það, að því er bezt verður séð. L. G. Húseignir til sölu 4 herb. íbúö. Verö kr. 750 þús. Útb. 300 þús. Lítið hús i gamla bænum. Verð kr. 650 þús. Útb. 300. þús. 5 herb. íbúð I Vesturbænum, mjög falleg. 2 og 3 herb. ibúðir 1 Austurbænum. Útb. 250 þús. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12. Símar 14120 og 20424. Kvölds: 10974. Fasteignasala til sölu Af sérstökum ástæðum er fasteignasala, sem starfað hefur í nokkur ár, til sölu. Öll aöstaöa fyrir hendi. Smekklegt leiguhúsnæði í Miðborginni. Tilboð sendist augl.d. Vísis fyrir 20. marz merkt „Miklir möiguleikar". Útboð Óskað er eftir tilboðum í framkvæmdir við lagningu vatnsveitu í Hnífsdal á komandi sumri. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu voru Borgartúni 7 Reykjavík gegn kr. 2000 skilatryggingu. Innkaupastofnun ríkisins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.