Vísir - 16.03.1966, Qupperneq 10
70
VÍSTR . Miðvikudagur 16. marz nn».
Nætur og helgarvarzla í Rvík
vikuna 12. — 19. marz Laugavegs
Apótek.
Næturvarzla í Hafnarfirði að-
faranótt 17. marz: Eiríkur Björns-
son, Austurgötu 41. Sími 50235.
20.30 Hollywood Palace
21.30 Ferö í undirdjúpin
22.30 Kvöldfréttir
22.45 Leikhús noröurljósanna
„Gateway.“
ÚTVARP • BELLA®
Miövikudagur 16. marz --
Evrópusýningin 1966
Kristín Svíadrottning og menn-
ingarlíf Evrópu á hennar dögum
veröur sýningarefnið á 11. Evr-
ópusýningunni, sem haldin verð-
ur í Stokkhólmi á vegum Evrópu-
ráðsins 1. júlí til 16. október n.k.
Kristín var dóttir Gústafs Adolfs
og varö drottning 6 ára gömul.
Hún afsalaði sér völdum 1656,
tók kaþólska trú og settist að í
Rómáborg, þar sem hún bjó í
þrjá áratugi. Hún var í forystu-
sveit evrópskrar menningar um
sína daga og hefur veriö nefnd
fyrsta nútímakonan.
Sýningin verður í 35 sölum og
herbergjum í sænska listasafninu
og er hún einhver umfangsmesti
listviðburður sem skipulagöur
hefur verið í Svíþjóð. Listaverk
hafa verið fengin aö láni í ýms-
um löndum, m.a. hefur Páll páfi
persónulega veitt undanþágu frá
reglum Vatíkansafnsins og leyft
aö senda megi mjög dýrmæt
handrit þaðan á sýninguna. Þar
veröa 250 málverk og ótal aörir
listmunir, sem með einhverjum
hætti eru tengdir minningunum
um Kristínu. Listaverkin eru m.
a. eftir Rafael, Rubens, Titian,
Tintoretto, Veronese, Bernini og
Bourdon. Á sýningunni veröur
einnig frægt handrit, Silfurbiblí-
an, sem geymd er á háskólabóka-
safninu í Uppsölum. Þá veröur á
sýningunni eftirlíking Barberini
leikhússins í Róm, en þar fögn-
uöu borgarbúar Kristínu í janúar
1655 með sýningu á leikriti eftir
Klemenz páfa IX. í hallarleikhús
inu á Drottningarhólmi rétt viö
Stokkhólm veröa sýningar á ó-
perunni „L’honestá negli armori“
sem Scarlatti samdi árið 1680
að beiöni Kristínar. Ýmsir aðrir
viðburðir i Stokkhólmi á sumri
komanda verða tengdir Kristín-
ar-sýningunni.
Kristín Svíadrottning er flest-
um kunn, m.a. af kvikmyndum og
ævisögu hennar, sem gefin hef-
ur verið út á íslenzku og lesin í
útvarp. Drottningin var hámennt-
uð kona, sem bjó yfir ríkri spaug
greind, hafði sjálfstæöar skoöan-
ir og kjark til að fara út af alfara
leið. Hún blandaði geöi við ágæt-
ustu heimspekinga og listamenn
samtíðar sinnar. Hún var svo að
sópsmikil og áhrifarík, að á þess
ari Kristínar-sýningu birtist bar
ok-tímabilið á alhliða og athyglis
verðan hátt.
Frétt frá upplýsingadeild Evr-
ópuráðsins 8.3
Gamanleikurinn Endasprett-
ur eftir Peter Ustinov, verður
sýndur í 25. sinn n.k .fimmtu-
dag. Aðsókn að leiknum hefur i
veriö ágæt. Aðalhlutverkið, er
sem kunnugt er leikið af Þor-
steini Ö. Stephensen, en Herdís 1
Þorvaldsdóttir leikur aðalkven i
hlutverkið í leiknum. Leikar-
amir Róbert Arnfinnsson, Æv-
ar Kvaran, Rúrik Haraldsson 1
og Gísli Alfreðsson fara allir i
m,gð stór hlutverk í leiknum.
Myndin er af lokaatriði leiks
ins.
FÖSTUMESSUR
Dómkirkjan: Föstumessa í
kvöld kl. 8.30. Séra Óskar J. Þor
láksson.
Hallgrímskirkja: Föstumessa í
kvöld kl. 8.30. Dr. Jakob Jóns-
son.
Háteigskirkja: Föstuguösþjón-
usta kl. 8.30. Séra Arngrímur
Jónsson.
Laugarneskirkja: Föstumessa í
kvöld kl. 8.30. Séra Garöar Svav
arsson.
Fríkirkjan: Föstumessa 1 kvöld
kl. 8.30. Séra Magnús Guömunds
son fyrrverandi prófastur messar
Séra Þorsteinn Björnsson.
PENNAVINIR
Sven Erik óstergárd 16 ára
Dani óskar eftir bréfaviöskipt-
um viö íslenzka stúlku. Hann hef
ur áhuga á Rolling Stones, The
Beatles, The Kinks og allri góðri
tónlist. Einnig á ljósmyridatöku,
ensku o.fl. Þær, sem hafa áhuga
á að komast í bréfaviðskipti
við Sven Erik geta snúið sér til
blaðsins og fengið bréf hans.
Heimilisfang Sven er: Grevninge
pr. Roskilde, Danmark.
FUNDAHQLO
Kvennadeild Borgfirðingafé-
lagsins heldur fund í Hagaskóla
mánudaginn 21. marz kl. 8.30.
Sýnikennsla á smuröu brauöi.
Mætum vel og tökum með okk
ur nýja félaga og gesti.
Fastir liðir eins og venjulega
5JÖNVARP
tfllðvikudagur 16. marz
317.30 Frontiers of Knowledge
118.00 Salute to the States
118.30 Shindig
119.00 Fréttir
;l!l).3Q Þáttur Dick Van Dykes
' 0.00 Discovery
2622
©PIB
CtPfKXUtN
Hvernig veiztu að þú kærir þig
ekki um steikta síld með hind-
Sunnudaginn 6. marz sl. hélt
Norræna félagið í Kópavogi sam-
komu, sem helguð var Dönum.
Hafði Dönum búsettum hér á
landi verið sérstaklega boðið til
fundarins.
Formaöur félagsins, Hjálmar
Ólafsson bæjarstjóri, setti sam-
komuna og flutti ávarp.
.:fe?íte®óáH„;þegar ,þ^ h(efur ekki Síðan flutti, hinn nýkomni
smakkað hana? . (t ‘ dáhski'sendiRéhnafi vlð Háskóla
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn
17. marz.
Hrúturinn, 21. marz til 20.
apríl: Gerðu ekki ráð fyrir sér-
stakri ánægju af feröalögum
eöa ööru, sem þú hafðir áöur
hugsaö að yrði til upplyftingar
fyrri hluta dagsins. Seinni hluti
dagsins veröur hins vegar á-
nægjulegri.
Nautið, 21. apríl til 21. maí:
Þú hefur í ýmsu að snúast síð
ari hluta dagsins, sennilegt aö
þú veröir í margmenni, en hvort
þú skemmtir þér vel er svo ann
að mál. En þú getur kynnzt
mönnum, sem reynast hjálp-
legir síðar.
Tvíburarnir, 22. maí til 21.
júní: Sýndu varkárni varöandi
allan kostnað í sambandi viö
ferðalög. Hyggilegast væri fyr-
ir þig að fara ekki langt, því að
annars geturðu lent í einhverj-
um vanda er á daginn líöur.
Krabbinn, 22. júní til 23. júlí:
Hafðu samráö viö þína nánustu
í dag og virtu tillögur þeirra,
jafnvel þó að þú hefðir gjaman
viljað annað. Þú ættir ekki aö
ferðast neitt að ráöi, láttu
nægja aö heimsækja nálæga
vini.
Ljónið, 24. júlí ti 123. ágúst:
Þú getur orðið öðrum til mikill-
ar aðstoöar í dag, enda lík-
legt að þú veröir þannig skapi
farinn, aö þú bregðist vel við
ef til þín er leitað. Gættu þess
einungis að þreyta þig ekki um
of.
Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.:
Varastu allt, sem vakið getur
deilur viö maka eða náinn vin
einkum fyrri hluta dagsins.
Reyndu að njóta næöis fram yf
ir hádegið. Síöari hluta dags
verður allt auðveldara og á-
nægjulegra.
Vogin, 24. sept. til 23 .okt.:
Vinir eða nákomnir geta valdið
þér nokkrum örðugleikum fyrri
hluta dagsins. Reyndu að gera
gott úr öllu og bera klæði á
vopnin, ef með þarf. Haltu þig
sem mest heima viö. er á dag
líöur.
Drekinn 24. okt. til 22. nóv.:
Otlit er fyrir að þetta geti orð-
ið þér og þínum skemmtilegur
dagur, ef þú tekur tillit til vilja
þinna nánustu. Varastu allar
öfgar, skemmtu þér í hófi og
segðu ekki allt sem þú hugsar.
Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21.
des.: Það getur fariö svo, aö
allar fyrirætlanir þínar í sam-
bandi við daginn verði aö engu
á síðustu stundu vegna ófyrir-
sjáanlegra atvika. Láttu það
samt ekki á þig fá, haltu geðró
þinni.
Steingeitin, 22. des. til 20.
jan.: Það lltur út fyrir að þú haf
ir forystuna meöal vina og
þinna nánustu í dag og farist
það vel. Kvöldið getur orðið
einkar skemmtilegt, ef þú læt-
ur ekki smámuni valda þér leið-
indum.
Vatnsberinn, 21. jan til 29.
febr.: Þú ættir að nota daginn
til að athuga þinn gang í ró
og næði — sennilega er eitt-
hvert aðkallandi vandamál á
döfinni sem ekki leysist fyrr
en undir kvöldið og þá á óvænt
an hátt.
Fiskarnir, 20. febr. til 20.
marz: Þú ættir aö varast að
leggja of hart að þér — eink-
um fyrir hádegið. Þú hefur ná-
ið samband við vini og kunn-
ingja er á daginn líður og kvöld
ið ætti að geta orðið þér
skemmtilegt.
Islands, Prebeh M. Sorensen á-
gætt erindi um danska skáldið
Martin A. Hansen.
Þá lék Kristján Stephensen á
óbó viö undirleik Guðrúnar Krist
insdóttur m.a. verk eftir danska
tónskáldiö Carl Nilsen. Kristján
er mjög efnilegur óbóleikari og
var óspart klappað lof í lófa.
Frú Eva Jóhannesson las
dönsk ljóð eftir Tove Ditlevsen
og ennfremur eftir Bjarna Gísla
son og Jónas Guölaugsson. Var
það mál manna, að sjaldan heyr-
ist sh'kur afbragðsupplestur.
Kjartan Sigurðsson arkitekt
flutti fróðlegt erindi um Óöins-
vé — vinabæ Kópavogs í Dan-
mörku — og skýröi undurfagra
litkvikmynd frá Óðinsvéum og
nágrenni. Kjartan hefur dvalizt
langdvölum við störf í Óöinsvé-
um.
Milli atriöa sungu samkomu-
gestir danska söngva við ágætan
undirleik þeirra feögina Guðnýj-
ar Guðmundsdóttur sem lék á
fiðlu og Guðmundar Matthías-
sonar organleikara, sem lék á
slaghörpu.
Húsfyllir var á Danavöku þess
ari og margt Dana.
(Frá Norræna félaginu).
TILKYNNINGAR
Tilkynning frá Þingstúku
Reykjavíkur.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum
á fundi Þingstúkunnar:
„Fundur í Þingstúku Reykja-
víkur haldinn 4. marz 1966, mót
mælir framkomnu frumvarpi til
alþingis á þingskj. 193 um heim
ild til framleiðslu og sölu á á-
fengu öli.
Fundurinn telur vafalaust að
slíkt mundi veröa til þess að
auka áfengisneyzlu landsmanna
og því hafa öfug áhrif viö þá
stefnu sem almennt má telja ríkj
andi, aö draga þurfi úr neyzlu á-
fengis, fremur en auka hana.“
15.00 Miðdegisútvarp
16.00 Síðdegisútvarp
17.20 Framburðarkennsla í esp-
eranto og spænsku
f.8.00 Útvarpssaga barnanna
20.00 Daglegt mál
^0.05 Efst á baugi
20.35 Raddir lækna: Arinbjörn
Kolbeinsson talar um mat-
areitranir
jjJI .00 Lög unga fólksins
32.10 Lestur Passíusálma XXXII.
22.20 „Burðarlaun,1 ‘smásaga eft
ir Guðmund Frímann. Jón
Aðils leikari les
22.50 Kammermúsík frá Banda-
ríkjunum.
íí8.30 Dagskrárlok
KVÖLDVAKA
borgin í dag
borgin í dag
borgín í dag