Vísir - 16.03.1966, Síða 11
V1SIR . Miðvikudagur 16 .marz 1966.
77
Siglfirzkt skíöafólk á landsmóti fyr
ir nokkrum árum.
Undirbúningi að skíðalnnds-
mótinu senn lokið
Skíðamót íslands á ísafirði
um næstu páska er nú undirbú-
ið af miklu kappi og má heita
að undirbúningi sé að verða lok
ið og starfsmenn allir hafa verið
ráðnir, mikið lið, sem telur á
annað hundrað manns.
fsafjörður, sem heldur upp á
aldarafmæli kaupstaðarréttinda
sinna á þessu ári hyggst halda
þetta mót sérlega veglega af
þesu tilefni og þessa dagana má
sannarlega segja að kaupstaður
inn sé í skrautbúningi, hlíðam
ar upp af kaupstaðnum
eru fannhvítar og þurfa ísfirðing
ar þvl ekki að leita lengi til að
finna sér ákjósanlega skíða-
brekku, og er skíðafærið óspart
notað. Frá skíðaskálanum renna
menn sér alla leið niður f bæinn
og er það nokkurra kílómetra
leið og skiljanlega mjög skemmti
leg.
Við röbbuðum í gærkvöldi
stundarkom við Gunnar Péturs-
son, sem hefur í vetur stjómað
skíðaskóianum I Skíðahótelinu.
Hann kvað skólann hafa byrj
að um síðustu mánaðamót og
hafa eingöngu skólaböm úr
bama og unglingaskólum fsa-
fjarðar notið kennslu þar, en
námskeiðin taka 5 vikur og lýk
ur skólanum á pálmasunnudag,
en þriðjudaginn þar á eftir hefst
skíðamót fslands. Gunnar kvað
enga aðkomumenn hafa komið
að þessu sinni til skólans og
væru það nokkur vonbrigði, þvf
oftast hefur fólk komið víða að
af landinu og notið kennslu við
skólann lengri eða skemmri tíma
Útlit er fyrir miklar gestakom
ur til fsafjarðar um páskahelg
ina og mun mönnum ráðlegast
að athuga í tíma með far þang
að og gistingu.
Körfuknattleikur:
Landsliðið valið í
POLAR CUP'
Afgreiðslumaður
Óskum að ráða vanan og ábyggilegan af-
greiðslumann. Uppl. á skrifstofunni. (Ekki í
síma).
GEYSIR H.F.
Saumastúlka
Óskum að ráða saumastúlku á verkstæði okk
ar sem fyrst. Uppl. á skrifstofu (ekki í síma)
GEYSIR H/F Aðalstræti 2.
EINBÝLISHÚS
i Aratúni, Silfurtúni mjög glæsilegt, í fokheldu ástandi til
sölu af sérstökum ástæðum. Húsið er 153 ferm., 6 herb., allt
á einni hæð og í fremstu röð, þar sem aldrei kemur neitt
til að skyggja á fagurt útsýni.
Einnig einbýlishús í smíðum á mjög fallegum
stað í Kópavogi og við Smyrlahraun.
STEINN JÓNSSON hdl.
lögfræði- og fasteignaskrifstofa
Kirkjuhvoli. Símar 14951 og 19090.
Dunir ,,burstuðu#i i
Kollund með 22:4
Danir unnu í gærkvöldi sigur '
í Ringsted yfir landsliði Holl-1
ands í handknattleik 22-4. í hálf |
leik var staðan 11-1 fyrir Dani.
Þessi leikur var eins konar upp
I hitunarleikur fyrir landsleik'
| Dana og fslendinga f Reykjavík I
I 3. apríl n.k., en sá leikur er lið |
ur í HM í handknattleik eins og ,
1 kunnugt er. Vonandi þurfa Dan
ir að hafa meira fyrir sigri þá I
I en nú, þ.e. ef þeim tekst þá að |
sigra, sem vonandi verður ekki.
//
Norðurlandameistaramót
í körfuknattleik (Polar
Cup) verður háð í Kaup-
mannahöfn um páskana.
Öll Norðurlöndin fimm
taka þátt í mótinu að
þessu sinni og eru Norð-
menn nú með í fyrsta
skipti. Dagskrá mótsins
hefur verið ákveðin og
leika íslendingar gegn
Finnum og Svíum á föstu-
daginn langa og á páska-
dag gegn Norðmönnum og
Dönum.
Landsliðsnefnd, en hana skipa
Helgi Jóhannsson, sem jafnframt
er þjálfari liðsins og Jón Eysteins-
son, hefur valið þá leikmenn sem
skipa landsliðið að þessu sinni og
urðu eftirtaldir menn fyrir valinu:
Einar Bollason, KR
Kristinn Stefánsson, KR
Gunnar Gunnarsson, KR
Kolbeinn Pálsson, KR
Birgir öm Birgis, Ármanni
Hallgrímur Mágnússon, Ármanni
Hólmsteinn Sigurðsson, ÍR
Agnar Friðriksson, ÍR
Einar Matthíasson, KFR
Ólafur Thorlacius, KFR
Þorsteinn Hallgrímsson, ÍR
Sá sfðasttaldi dvelur nú í Kaup
mannahöfn, við nám í verkfræði og
bætist í hópinn þar. Hann hefir f
vetur leikið með danska liðinu
SISU.
Þrír leikmenn, Birgir Jakobsson
ÍR, Hjörtur Hansson KR og Davíð
Helgason Ármanni geta ekki verið
með að þessu sinni, tveir þeir fyrr
nefndu vegna meiðsla og Davíð
vegna prófa sem hann tekur um
páskana.
1 kvöld klukkan 8,15 verð-
ur Islandsmótinu í körfuknattleik
haldið áfram að Hálogalandi. Þá
fara fram tveir leikir í fyrstu deild.
Það eru fyrstu leikimir í sfðari um
ferð.
Fyrri leikurinn er milli Ármanns
og ÍKF. Leikur þessara liða f fyrri
umferð endaði með naumum sigri
Ármanns eða þriggja stiga mun.
Síðari leikurinn er milli IR og
Reykjavíkurmeistaranna KFR.
Fyrri leikur þessara liða endaði
með sigri ÍR eftir harða og tvísýna
baráttu.
Staðan í mótinu er nú þannig,
að efsta sætið skipa KR-ingar. Þeir
hafa unnið alla sína mótherja með
talsverðum yfirburðum. í öðru sæti
eru Ármenningar, sem hafa unnið
alla sína leiki nema gegn KR. Næst
ir í röðinni eru ÍR-ingar. Þeir hafa
tapað tveim leikjum og má segja
að þeir hafi átt betri daga á undan
fömum ámm. KFR rekur nú lestina
af Reykjavfkurliðunum, sem er tals
1verð afturför frá því að sigra þau
! öll í Reykjavíkurmótinu. Þeir em
1 þó til alls vísir f síðari umferðinni.
IKF skipar nú botnsætið eftir harða
baráttu. Virðist þetta lið aðeins
skorta herzlumuninn til að standa
Reykjavíkurliðunum á sporði.
KR
Ármann
ÍR
KFR
ÍKF
L
4
4
4
4
4
U
4
3
2
1
0
T
0
1
2
3
4
Stig
8
6
4
2
0
Unglingasundmót í Sund-
Á morgun, fimmtudaginn 17.
marz verður haldið unglingasund-
mót í Sundhöll Reykjavíkur. Eru
það Ármann og Ægir sem gangast
fyrir þessu móti. Keppt verður i
eftirtöldum greinum:
A flokkur fædd 1950—51.
100 m. skriðsund drengja. 100 m.
baksund drengja. 200 m. fjórsund
drengja. 200 m. bringusund stúlkna
50 m. flugsund stúlkna.
B flokkur fædd 1952—53.
100 m. bringusund sveina. 50 m.
flugsund sveina. 100 m. skriðsund
telpna. 50 m. baksund telpna. 100
m. fjórsund telpna.
C flokkur fædd 1954 og síðar.
50 m. skriðsund sveina. 50 m. bak-
sund sveina. 50 m. bringusund
telpna.
Sömu sundfélög munu gangast
fyrir öðru aldursflokkamóti um
mánaðamótin apríl/maf, verður
mótsdagurinn auglýstur síðar en
þá verður keppt í eftirtöldum grein
um:
A flokkur fædd 1950—51.
200 m. bringusund drengja. 50 m.
flugsund drengja. 100 m. skriðsund
stúlkna. 100 m. baksund stúlkna.
200 m. fjórsund stúlkna.
B flokkur fædd 1952—53.
100 m. skriðsund sveina. 50 m. bak
sund sveina. 100 m. fjórsund sveina
100 m. bringusund telpna. 50 m.
flugsund telpna.
C flokkur fædd 1954 og síðar.
50 m. bringusund sveina. 50 m. flug
sund sveina. 50 m. skriðsund telpna
50 m. baksund telpna.
2/o herb. íbúð / Kópavogi
Höfum til sölu 2ja herb. íbúð á II. hæð í nýrri blokk
í Kópavogi. Ibúðin er teppalögð i mjög góðu standi.
Verð kr. 550 þús. Útb. 300 þús, sem greiða má á árinu.
Eftirstöðvar kaupverðs til 10 ára.
Höfum einnig 5. herb. efri hæð á Seltjarnarnesi. öll
með harðviðarinnréttingum og teppum. Verð kr. 1475
þús. Útb. 850 þús. Góð lán áhvílandi. Laus eftir sam-
komulagi.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR
Austurstræti 10 a, 5. hæS. Simi 24850. Kvöldsími 37272